180 likes | 384 Views
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I. 9.b Orðræðugreining Rannveig Traustadóttir. Orðræðugreining Rosalind Gill (2000). Orðræðugreining Er heiti á margvíslegum og ólíkum aðferðum til að rannsaka texta. Aðferðir sem hafa þróast innan ólíkra kenningaskóla, fræðilegra hefða og ólíkra greina
E N D
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I 9.b Orðræðugreining Rannveig Traustadóttir
Orðræðugreining Rosalind Gill (2000) Orðræðugreining • Er heiti á margvíslegum og ólíkum aðferðum til að rannsaka texta. • Aðferðir sem hafa þróast innan ólíkra kenningaskóla, fræðilegra hefða og ólíkra greina • Ekki er til nein ein ,,orðræðugreining” heldur margar tegundir og aðferðir • Það sem sameinar hin ólíku sjónarhorn er að hafna því að tungumálið sé einföld og hlutlaus leið til að endurspegla eða lýsa veröldinni og sú sannfæring að orðræða sé miðlæg og mikilvæg til þess að skapa og móta félagslegan veruleika
Orðræðugreining Fræðilegt samhengi og þróunRosalind Gill (2000) Engin ein sameiginleg skilgreining en nokkur grundvallaratriði: • Gagnrýnið viðhorf til gefinnar þekkingar og efasemdir um að athuganir okkar á veröldinni birti hið sanna eðli þess sem um ræðir • Skilningur okkar er sögulega og menningarlega ákvarðaður, breytilegur og afstæður • Þekking er félagslega mótuð • Hvernig þekking –hin félagslega mótun fólks, fyrirbæra eða vandamála– er tengd athöfnum
OrðræðugreiningRosalind Gill (2000) Þrjár meginhefðir • Gagnrýnin málvísindi og félagsleg táknfræði. Nátengd málvísindum. Miðlæg hugmynd að ekki séu innbyggð tengsl milli tákns og þess sem táknað er – heldur þurfi að leita í því flókna samhengi sem táknið verður til í • “Speach-act theory”, etnómetológía og samræðugreining. Áhersla á notagildi eða athafnamiðun orðræðunnar • Póststrúktúralismi. Hafnar hugmyndinni um eina sameinaða röklega samhangandi sjálfsveru
Þemu í orðræðugreininguRosalind Gill (2000) Orðræðugreining hefur fjögur megin þemu: • Áhuga á sjálfri orðræðunni • Sjónarhorn á tungumál sem mótuðu og sem mótandi • Áherslu á orðræðu sem athöfn og á notagildi orðræðunnar • Skilningur á tali og texta sem skipulegri mælskulist Orðræða Tal eða texti á hvaða formi sem er: Venjulegar samræður, viðtalsgögn eða skrifaður texti af einhverju tagi
Þrep í orðræðugreininguRosalind Gill (2000) 1. Móta upphaflega rannsóknarspurningu 2. Velja texta til greiningar 3. Afrita textann nákvæmlega (ef þarf) 4. Lesa, véfengja og yfirheyra textann 5. Kóda – taka eins mikið með og hægt er. Getur þurft að endurskoða rannsóknarspurningar
Þrep í orðræðugreininguRosalind Gill (2000)(framh.) 6. Greining: (a) leita að reglufestu og óstöðugleika/breytileika í gögnunum (b) setja fram hugsanlegar tilgátur 7. Athuga áreiðanleika og réttmæti með (a) leit að neikvæðum dæmum, (b) skilningi þátttakenda og (c) greining á samhengi 8. Skrifa
OrðræðugreiningRosalind Gill (2000) Blaðagrein: ,,Dauði föðurins” • sköpunhöfundarins • skotspónn árásarinnar: femínismi og kvenremba/yfirburðir kvenleikans • rétttrúnaður og ríkisvald • eðli ógnarinnar: Árásir á karla og föðurhlutverkið • gengið gegn náttúrunni
Mat á orðræðugreininguRosalind Gill (2000) Spurningar og ábendingar • Er hægt að alhæfa út frá orðræðugreiningu? • Er niðurstaðan fulltrúi fyrir það sem er rannsakað? • Eru niðurstöður orðræðugreiningar áreiðanlegar og réttmætar? • Hver er staða orðræðugreiningar? • Hvað með ígrundun?
Orðræðugreining Margaret Wetherell (2001) Hvað er rannsókn? Hvað er orðræða? • Rannsókn á orðræðu felur í sér rannsókn á tungumálinu sem notað er • Rannsókn á orðræðu er rannsókn á því hvernig manneskjur búa til merkingu • Áhersla á tengsl tungumáls og félagslegs veruleika
Orðræðugreining Margaret Wetherell (2001) Beinist að „texta“ - atburðum, samtölum, viðtölum - stefnumótandi pappírum - sögulegum heimildum - dagbókum - minnisblöðum Atburður/fyrirbæri/staður er rannsakað gegnum þær heimildir sem eru um þau í texanum
Orðræðugreining Margaret Wetherell (2001) • Beinist að þeirri merkingu sem atburðir og reynsla hefur • Ný aðferð • Er jafnframt kenning um tungumál, samtöl og samskipti – sjónarhorn á félagsleg samskipti og leið til að skapa þekkingu þvert á sögu, samfélög og menningu • Býður fram tæki til að skoða hinn félagslega veruleika og sjá hann í nýju ljósi
Þemu í orðræðugreininguMargaret Wetherell (2001) Dæmi um Diönu prinsessu • Textinn sem hún velur er opinber en á sama tíma játningar um einkamál • Þekktur texti sem braut hefðir í opinberri framkomu bresku konungsfjölskyldunnar • Áherslan er á orð Diönu, er ekki um „Díönu fyrirbærið“ • Áhuginn beinist að því hvað viðtalið segir okkur um tal almennt, um sköpun/mótun sjálfsímyndar, um tungumálið og hvernig það virkar, - og um uppsprettu reglu/ skipulags og mynstra/einkenna í tungumálinu
Orðræðugreining Margaret Wetherell (2001) Afritun Orðræðugreinar eru oft afar nákvæmir og reyna að gefa til kynna allt sem skiptir máli í talinu – í afrituninni. Dæmi: (1), (2)... Gefur til kynna þagnir í sekúndum (.) gefur til kynna örhik sem ekki nær mælingu hhhh stendur fyrir heyranlega innöndun (brosir) (lyftir augabrúnum og lítur undan) (hristir höfuðið)
Orðræðugreining Margaret Wetherell (2001) (framh.) • Sumir númera allar línur til að geta vísað til þeirra og eiga auðveldara með að heimfæra greininguna upp á textann • Sumir tákna nákvæmlega texta sem skarast (já) eða með öðrum hætti • o.s.frv.
Þemu í orðræðugreininguMargaret Wetherell (2001) Orðræða sem félagsleg athöfn (discourse as social action) Orðræða lýsir – hvað er „rétt“ lýsing? Þessi spurning gefur sér (a) að tungumál virki eins og mynd og endurslpegli raunveruleikann og (b) að veröldin, tungumál og fólk séu aðgreind fyrirbæri. Tungumálið sé ekki hluti af veröldinni, bæti ekki við, heldur miðli upplýsingum. Sé hlutlaus þjónn fólks. Felur í sér að tungumálið sé gagnsær miðill, tæki til að komast að því sem „raunverulega“ gerðist Orðræðugreinar setja spurningamerki við þetta – hafna þessu
OrðræðugreiningMargaret Wetherell (2001)Dæmi um Diönu prinsessu Orðræða sem félagsleg athöfn (discourse as social action) Miðlægt í orðræðugreiningu er sá skilningur að tungumálið sé mótandi og skapi félagslegan veruleika Orðræðan skapar hluti, fyrirbæri, veraldir, huga og félagsleg tengsl – endurspeglar þetta ekki bara Orð eru um veröldina en þau koma einnig frá veröldinni sem þau birta Raunveruleikinn og hvað hann er birtist í þeirri merkingu sem fólk skapar sín á milli
OrðræðugreiningMargaret Wetherell (2001) Dæmi um Diönu prinsessu Orðræða sem félagsleg athöfn (discourse as social action) Orðræða er mótandi/skapandi Orðræða er vinna Sameiginleg framleiðsla merkingar Orðræðu færni (discursive practices) Rödd og hin talandi sjálfsvera (voice and the speaking subject) hver talar þegar við tölum? Orðræða og völd – hvaða útgáfa á veruleikanum verður ofan á? (politics of representation)