180 likes | 597 Views
Bósa saga og Herrauðs. Fornaldarsögur I. Sögur af norrænum hetjum Sögutími fyrir landnám Íslands 25 sögur og tíu stuttir þættir sögur sem tengjast eddukvæðum ævintýrasögur, heiðnar og fornlegar. Fornaldarsögur II. Persónurnar: tröll, vondar stjúpmæður, berserkir og fornaldarhetjur
E N D
Fornaldarsögur I • Sögur af norrænum hetjum • Sögutími fyrir landnám Íslands • 25 sögur og tíu stuttir þættir • sögur sem tengjast eddukvæðum • ævintýrasögur, heiðnar og fornlegar
Fornaldarsögur II • Persónurnar: tröll, vondar stjúpmæður, berserkir og fornaldarhetjur • Hröð atburðarás og ævintýralegir atburðir • svipað teiknimyndasögum og afþreyingarmyndum nútímans.
Fornaldarsögur III • Persónulýsingar eru einfaldar • karlar eru ofurmannlegar hetjur • konur ýmist prúðar og litlausar eða vafasöm kvendi, hálfgerðar tröllskessur
Aldur fornaldarsagna I • Í Þorgils sögu og Hafliða í Sturlungu er sagt að í brúðkaupi á Reykhólum 1119 hafi verið sögð saga Hrómundar Gripssonar – elsta heimild um söguflutning
Aldur fornaldarsagna II • Sturla Þórðarson skemmti norsku hirðinni á 13. öld með sögu af Huld tröllkonu, sem er glötuð • Víða í sögunum er að finna fornkveðskap • Ritun sagnanna hófst á bilinu 1150-1260
Uppruni fornaldarsagna I • Fyrst munnlegar sagnir, t.d. sögur af mönnum sem kynntust ómennskum verum í óbyggðum • Sennilega stuttar munnlegar sögur • Seinna skráðar eftir frásögn sögumanns og lagaðar til
Uppruni fornaldarsagna II • Ævintýralegar sögur af kóngafólki • Á miðöldum töldu menn konungasögur sannar en fornaldarsögur ekki • Fornaldarsögur líkastar afþreyingarsögum fyrir karla
Eldri sögurnar I • Átta sögur tengjast hetjukvæðum Eddu, dæmi: • Hrólfs saga kraka • Völsunga saga • Sögunar byggja á kveðskap sem er eldri en þær • Harmþrungnar sögur – enda illa
Eldri sögurnar II • Víg milli og jafnvel innan fjölskyldna • Heiðnir guðir skipta sér af atburðunum • Sumar sögurnar undir erlendum áhrifum (frönskum, t.d. Völsunga saga)
Yngri sögurnar I • Yngri fornaldarsögurnar (og riddarasögur líka) nefndar rómönsur • millistig á milli goðsagna og raunsæissagna • afþreyingarbókmenntir sem enda oft vel • ekki alltaf mjög groddalegar
Yngri sögurnar II • Meðal yngri fornaldarsagna eru Bósa saga, Göngu-Hrólfs saga og Örvar-Odds saga • Bósa saga er þekktust fyrir bersögli – sem áður var argasta klám en fáir svitna við lýsingarnar núna
Bósa saga og Herrauðs I • Bósi er bóndasonur en Herrauður fóstbróðir hans er sonur konungs á Eystra-Gautlandi • Bósi er harður og slægur, gerður útlægur eftir manndráp
Bósa saga og Herrauðs II • Busla er fóstra Bósa, kveður Buslubæn, sem minnir á eddukvæði • Fóstbræðurnir sækja gammsegg til Bjarmalands, frelsa kóngsdætur, taka þátt í Brávallabardaga og komast heim
Bósa saga og Herrauðs III • Mörg fornaldarsagnaeinkenni koma hér fyrir, efni er m.a. sótt í konungasögur • Sagan er vel samin en óvenju-grófgerð
Bósa saga og Herrauðs IV • Frægust er lýsing á þremur næturævintýrum Bósa með bóndadætrum. • Sagan sennilega eldri en 1300, varðveitt í fjórum handritum frá 14. öld.