190 likes | 364 Views
Einstaklingsmiðað nám: Hvaðan er þetta hugtak? Hvað merkir það?. Ingvar Sigurgeirsson nóv 2006. Hvaðan kemur hugtakið?. Stefnumörkun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur:
E N D
Einstaklingsmiðað nám: Hvaðan er þetta hugtak? Hvað merkir það? Ingvar Sigurgeirsson nóv 2006
Hvaðan kemur hugtakið? • Stefnumörkun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur: ... á næstu árum verði unnið að þróun kennsluhátta þannig að skipulag námsins verði einstaklingsmiðaðra en nú er og aukin áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti, s.s. með auknu vali, samkennslu árganga, aukunni hóp- og þemavinnu og nýtingu netsins ... (Starfsáætlun fræðslumála í Reykjavík 2004) • Sjá m.a. í bæklingi Gerðar G. Óskarsdóttur (2003): Skólastarf á nýrri öld
Heimild um orð um hugtök tengd einstaklingsmiðuðu námi: Ingvar Sigurgeirsson (2005). Um einstaklingsmiðað nám, opinn skóla og enn fleiri hugtök ... Uppeldi og menntun 14(2): 9–27Þessa grein þurfið þið að þrautlesa!
Hvers vegna einstaklingsmiðað nám? • Samfélagsbreytingar • Ör tækniþróun • Þróun miðla • Nýjar (?) kröfur í atvinnulífi • Hnattvæðingin • Nemendahópurinn verður stöðugt fjölbreyttari • Kennslufræðileg rök • Lög og Aðalnámskrá
Markmið grunnskólans 2. grein Hlutverk ... er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir ... skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið.Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins(leturbr. mín). Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. (Þessi ákvæði komu í lög 1974!)
Aðalnámskrá grunnskóla 1999 • Það er skylda hvers skóla að laga námið sem best að nemendum hverju sinni. Nemendur eiga rétt að viðfangsefnum sem henta námsgetu þeirra og hæfni. (Aðalnámskrá grunnskóla. 1999:21) • Val á kennsluaðferðum og skipulag skólastarfs verður að miðast við þáskyldu grunnskóla að sjá hverjum nemanda fyrir bestu tækifærum til náms og þroska. Kennslan verður að taka mið af þörfum og reynslu einstakra nemenda og efla með nemendum námfýsi og vinnugleði. (Aðalnámskrá grunnskóla. 1999:32, leturbreytingar IS)
Markmið og starfshættir framhaldsskóla (úr Aðalnámskrá) Við lok náms í framhaldsskóla er stefnt að því að nemendur hafi fengið alhliða menntun sem er við hæfi hvers og eins … hafi tamið sér sjálfstæði í hugsun og vinnubrögðum, ábyrgð á eigin námi … Skólum ber einnig að gefa nemendum tækifæri til að spreyta sig á viðfangsefnum að eigin vali … Miklu máli skiptir að allir nemendur fái tækifæri til að leggja stund á nám sem vakið getur áhuga þeirra og tekur mið af getu þeirra og framtíðaráformum. Skólar skulu kappkosta að vekja áhuga nemenda á námi en gera þá ekki að óvirkum þiggjendum. Kennsluhættir þurfa því að vera fjölbreyttir, mótast af sveigjanleika og vera í samræmi við þá skólastefnu sem skólar leitast við að framfylgja. (Leturbreyting mín – feitletruðu orðin vísa til áherslna sem gjarnan eru tengdar einstaklingsmiðuðu námi)
Er ástæða til að gera markmiðum eins og þessum hærra undir höfði? • Tjáning (ritfærni, munnleg tjáning) • Samstarfshæfni • Þekking – eða hæfni í þekkingarleit - upplýsingalæsi • Gagnrýnin hugsun • Sköpun • Frumkvæði, áræðni • Dugnaður
Ábyrgð nemenda á eigin námi Þemanám – samþætting Val nemenda Samvinnunám Fjölbreytt, sveigjanlegt námsumhverfi – skólinn sem vinnustaður Markviss notkun tölvu og upplýsingatækni Skapandi starf Dæmi um áherslur í stefnumörkun Reykjavíkurborgar • Frumkvæði nemenda og sjálfstæði í vinnubrögðum • Samvinna nemenda, kennara og foreldra • Náin tengsl við grenndarsamfélag, umhverfi og atvinnulíf • Þverfagleg samvinna kennara • Kennarinn sem leiðbeinandi
Opni skólinn hafði einstaklingsmiðun að leiðarljósi • Áhersla á tengsl við umhverfið • Höfð er hliðsjón af áhuga og þörfum nemenda – nemendur hafa val um viðfangsefni • Virkar kennsluaðferðir ... áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, öflun upplýsinga ... leikni ... áþreifanleg viðfangsefni • Áhersla á ábyrgð nemenda • Fjölbreytt og áhugavekjandi viðfangsefni ... kennsluaðferðir • Fjölbreytt og örvandi námsumhverfi • Leiðsagnarhlutverk kennara Úr bókinni Skólastofan: Umhverfi til náms og þroska (1981).
Einstaklingsmiðað nám merkir oftast að kennarar reyna með markvissum hætti við að koma betur til móts við hvern nemanda með hliðsjón af ... • Getu og kunnáttu og hvers og eins • Hæfileikum • Áhuga • Námstíl (Learning Style) • Framtíðaráformum Berið þessi atriði saman við ákvæði í kafla um markmið og starfshætti framhaldskólans í Aðalnámskrá frh.sk.!
Carol Ann Tomlinson Differentiated, flexible, personalized and responsive instruction The Differentiated Classroom. Responding to the Needs of All Learners. 1999. How to Differentiate Instruction in Mixed-Ability Classrooms. 1995 / 2001 (2. útgáfa). Leadership for Differentiating Schools and Classrooms. 2000. Fulfilling the Promise of the Differentiated Classroom: Strategies and Tools for Responsive Teaching. 2003.
Skilgreining Carol Ann Tomlinson Að sumu leyti má segja að námsaðlögun (einstaklings-miðun) felist í því að kennarinn viðurkennir að krakkar læra á mismunandi hátt, og bregst við því með ákveðnum hætti í kennslu sinni. Orðabókarskilgreining er eitthvað á þessa leið: „að laga námsefni, viðfangsefni og verkefni að því hvar nemandinn stendur í náminu, með hliðsjón af áhuga hans og hvernig honum hentar best að læra.” On some level, differentiation is just a teacher acknowledging that kids learn in different ways, and responding by doing something about that through curriculum and instruction. A more dictionary-like definition is "adapting content, process, and product in response to student readiness, interest, and/or learning profile. (Bafile, 2004)
Líkan Tomlinson Hægt er að einstaklingsmiða: Inntak (Content) Aðferð (Process) Skil (Product) Umhverfi (Environment) Með hliðsjón af Námshæfi /getu (Readyness) Áhuga (Interest) Námstíl (Learning Style) Viðhorfi (Affect) Með því að beita aðferðum á ýmsu tagi ...
Samvinnunám Fjölgreinda-kennsla Einstaklingsmiðað heimanám Námssamningar Samkomulagsnám Þemanám, heildstæð viðfangsefni Þyngdarskipt efni Sjálfstæð viðfangsefni Vinnuspjöld Valverkefni + valnámskeið Frjáls verkefni Stöðugt, alhliða námsmat Aðferðir sem henta einstaklingsmiðuðu skólastarfi samkvæmt Tomlinson o.fl. • Fjölbreytt náms-gögn, textar, ítarefni • Markviss notkun ólíka miðla • Kennsluforrit • Samræðuaðferðir • Áhugasvæði – krókar – valsvæði (hringekjur) • Áhugahópar • Jafningjakennsla • Lausnaleitarnám
Einstaklingsmiðun, dæmi um skóla • Grunnskólar: Ingunnarskóli, Laugalækjarskóli, Norðlingaskóli, Sjálandsskóli, Salaskóli • Framhaldsskólar: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Framhaldsskólinn á Laugum • Dæmi um skóla þar sem langt er gengið í átt til einstaklingsmiðaðs náms: Zoo School í Minnesota (sjá grein í Netlu)
Skref í átt til einstaklingsmiðaðs náms Auðvelt er að finna heimildir um einstaklingsmiðað nám á Netinu: Kennsluaðferðavefurinn Samkennsla árganga www.skolathroun.is http://starfsfolk.khi.is/ingvar/