150 likes | 308 Views
Inntökuskilyrði framhaldskólanna 2009. Árbæjarskóli. Fyrirvari. Þær upplýsingar sem hér fara á eftir eru settar inn með fyrirvara um að Menntamálaráðuneytið samþykki inntökuskilyrði hvers skóla, sú samþykkt liggur ekki fyrir fyrr en í mars.
E N D
Inntökuskilyrði framhaldskólanna 2009 Árbæjarskóli
Fyrirvari • Þær upplýsingar sem hér fara á eftir eru settar inn með fyrirvara um að Menntamálaráðuneytið samþykki inntökuskilyrði hvers skóla, sú samþykkt liggur ekki fyrir fyrr en í mars. • Þessi upptalning er ekki tæmandi þar sem nokkrir framhaldsskólar hafa ekki gefið út inntökuskilyrði sín. • Nánari upplýsinga skal leitað hjá framhaldsskólunum. • Skoðið einnig heimasíður skólanna
Fjölbrautarskólinn í Breiðholti *Fyrir nemendur sem hafa fallið í einni eða tveimur greinum þ.e. í ENS, DAN, ISL eða STÆ, eða eru óákveðnir hvaða braut þeir vilja velja.
Fjölbrautarskólinn við Ármúla • Nemendur úr hverfum 105 og 108 í Reykjavík komast inn óháð einkunnum. • Bóknámsbrautir • 5 í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. • Heilbrigðisbrautir • 5 í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. • Þeir sem hafa einkunnir undir 5 í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku fara í áfanga 193 (0-áfangi) • Þeir sem hafa einkunn á bilinu 5 –7 í þessum fjórum greinum fara í hægferð (102, 202, 212/122) og einkunn yfir 7 fara í hraðferð (103 og 203).
Kvennaskólinn í Reykjavík • Miðað er við skólaeinkunnir í íslensku, ensku og stærðfræði. • Inntökuskilyrði á félagsfræðibraut eru: 6 í íslensku, 6 í ensku og 5 í stærðfræði • Inntökuskilyrði á málabraut eru: 6 í íslensku, 6 í ensku og 5 í stærðfræði • Inntökuskilyrði á náttúrufræðibraut eru: 6 í íslensku, 5 í ensku og 6 í stærðfræði. • Þetta eru lágmarkseinkunnir. Ef fleiri sækja um skólavist en skólinn getur tekið getur viðmiðið orðið hærra. • Reiknað er meðaltal þessara þriggja greina. Einnig er reiknað meðaltal allra greina á grunnskólaprófi og litið á skólasóknina.
Menntaskólinn í Hamrahlíð Á listdansbraut skulu nemendur hafa lokið inntökuprófi í viðurkenndan listdansskóla á framhaldsskólastigi
Menntaskólinn í Reykjavík • Við innritun nýnema sem lokið hafa námi í grunnskóla verður fyrst litið til skólaeinkunna á grunnskólaprófi í íslensku, ensku og stærðfræði og auk þess einkunnar í náttúrufræði hjá nemendum sem sækja um náttúrufræðibraut og einkunnar í dönsku (eða öðru Norðurlandamáli) hjá þeim sem sækja um málabraut. • Reiknað verður meðaltal einkunna í fyrrnefndum fjórum námsgreinum þar sem tvær einkunnir fá tvöfalt vægi, einkunnir í íslensku og ensku á málabraut og einkunnir í íslensku og stærðfræði á náttúrufræðibraut. Einkunn í stærðfræði á málabraut og ensku á náttúrufræðibraut skal vera að lágmarki 5,0 og í hverri hinna þriggja námsgreinanna skal einkunn vera að lágmarki 6,0. • Aðrir þættir koma einnig til skoðunar við mat umsóknar m.a. skólasókn, einkunnir í öðrum námsgreinum og önnur gögn sem umsækjandi leggur fram.
Tækniskólinn • Allir nemendur geta sótt um inngöngu í Tækniskólann. • Nemendur verða að innritast í einhvern af skólunum, eftir áhugasviði hvers og eins. • Skólar Tækniskólans eru margvíslegir og gilda ekki sömu reglur um innritun í þá alla. • Hver skóli setur sér reglur um innritun • Til viðmiðunar við val á nemendum er stuðst við einkunnir á skólaprófum, sértaklega stærðfræði, raungreinum, ensku og íslensku, mætingar, öðru námi, og/eða öðrum þáttum sem máli skipta. • Þeir sem ekki hafa fullgilda einkunn úr grunnskóla fá aðstoð við að ná upp þeim greinum.
Verslunarskóli Íslands • Þegar valið verður úr hópi umsækjenda í vor verður horft til skólaeinkunna nemenda úr 10. bekk. • Reiknað verður meðaltal úr fjórum greinum: stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku, eða öðru Norðurlandamáli, þar sem íslenska og stærðfræði hafa tvöfalt vægi. • Þá er reiknað með að ákveðinn fjöldi nemenda verði tekinn inn á grundvelli annarra þátta, s.s. einkunna í öðrum greinum, mætingu o.fl. Nefnd innan skólans mun fara yfir þessa þætti.
Menntaskólinn við Sund • Inntökuskilyrði á félagsfræðabraut: • 6 í íslensku, 6 í ensku og 6 í stærðfræði • Inntökuskilyrði á málabraut: • 6 í íslensku, 6 í ensku og 6 í stærðfræði • Inntökuskilyrði á náttúrufræðabraut: • 6 í íslensku, 6 í ensku og 6 í stærðfræði • Aðrar einkunnir skoðaðar einnig og ekki síst mæting nemenda. • Menntaskólinn við Sund
Menntaskólinn í Kópavogi • Stúdentsprófsbrautir • 6 í íslensku, ensku og stærðfræði. Hafi nemi einkunnina 5<6 í þessum greinum innritast hann á stúdentsprófsbraut en skráist í hægferðaráfanga í viðkomandi grein. • Iðnnám matvælagreina • 5 í íslensku og stærðfræði. • Almennar brautir I, II og III • Almenna braut I: 5 í a.m.k. einni af eftirfarandi greinum; íslensku, ensku, stærðfræði. • Almenna braut II og III (matvælagreinar): 5 í a.m.k. tveimur af þremur greinum íslensku, ensku og stærðfræði. • Skrifstofubraut • 5 í íslensku, ensku og stærðfræði. • Starfsbraut fyrir einhverfa • Upplýsingar hjá námsráðgjafa • Ef fleiri sækja um nám við skólann er hægt er að veita skólavist verður valið á milli nema út frá einkunnum á skólaprófum, meðaleinkunn í völdum greinum ásamt ástundun.
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði • Almenn braut • Þú getur valið almenna braut ef þú hefur ekki gert upp hug þinn á hvaða braut þú vilt fara. Þú ferð á almenna braut ef þú uppfyllir ekki inntökuskilyrði inn á aðra braut. • Félagsfræðabraut • 6,0 í íslensku, samfélagsfræði og ensku og ekki lægri en 5,0 í stærðfræði. • Málabraut • 6,0 í íslensku, dönsku og ensku og ekki lægri en 5,0 í stærðfræði. • Náttúrufræðibraut • 6,0 í íslensku, stærðfræði og náttúrufræði og ekki lægri en 5,0 í ensku. • Listnámssvið • Þetta er val innan stúdentsbrauta og háð sömu skilyrðum og þar gilda um inntöku. Til að geta stundað þetta nám þarf að stunda nám við viðurkenndan listnámsskóla. • Upplýsinga-og fjölmiðlabraut • 5,0 í íslensku og stærðfræði. • Viðskiptabraut -starfsnám • 5,0 í íslensku og stærðfræði. Nánari skilyrði kunna að verða sett. • Viðskipta-og hagfræðibraut-stúdentspróf • 6,0 í íslensku, ensku og stærðfræði.
Flensborg frh. • Íþróttaafrekssvið • Þetta er val innan stúdentsbrauta og háð sömu skilyrðum. Til að geta stundað þetta nám þarf að hafa samþykki deildar hjá félagi sem hefur samning við skólann. • Íþróttasvið • Þetta er val innan stúdentsbrauta og háð sömu skilyrðum og þar gilda um inntöku. • Starfsbraut • Starfsbraut er fyrir nemendur sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið á starsbraut, í sérdeild eða sérskóla. Forsenda fyrir inntöku nemenda er að greining sérfræðinga fylgi umsókn. • Fjölgreinabraut • Nemendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði sem sett eru fyrir aðrar námsbrautir, hafa notið sérþjónustu í grunnskóla eða stundað hafa nám í Fjölgreinanámi Lækjarskóla. Námsframboð þetta er samstarfsverkefni Flensborgarskóla, Iðnskólans í Hafnarfirði, Lækjarskóla, Menntamálaráðuneytis og Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar • Hraðbraut • Ef þú ert með góða einkunn úr grunnskóla býðst þér aukin þjónusta sem veitir möguleika á að taka fleiri áfanga, ná meiri dýpt og/eða ljúka námsbraut á skemmri tíma. Nemendur í þessum hópi geta auðveldlega skipulagt nám sitt þannig að þeir ljúki því á þremur eða þremur og hálfu ári. • Skilyrði fyrir inngöngu í þennan námshóp er að nemandi hafi meðaltal einkunna 8,0 eða hærra.