410 likes | 535 Views
Skyggnst inn í skólana UST í grunnskólum landsins. http://namust.khi.is. Málþing RKHÍ 11. okt. 2003 Sólveig Jakobsdóttir Þuríður Jóhannsdóttir. NámUST Rannsóknarspurningar. Hvað hefur notkun UST í för með sér fyrir nemendur og fyrir nám ?
E N D
Skyggnst inn í skólanaUST í grunnskólum landsins http://namust.khi.is Málþing RKHÍ 11. okt. 2003 Sólveig Jakobsdóttir Þuríður Jóhannsdóttir
NámUST Rannsóknarspurningar • Hvað hefur notkun UST í för með sér fyrir nemendur og fyrir nám? • Hvað hefur notkun UST í för með sér fyrir kennaraog fyrir kennslu?
Verkefni 1Sjónarhóll kennara og kennaranema • kennaranemar í fjarnámi á námskeiðinu Aðferðafræði rannsókna haustið 2003 • Yfir 200 stúdentar um allt land fóru í heimsókn í grunnskóla • lýstu einni kennslustund þar sem upplýsingatækni var nýtt í skólastarfi eða • tóku viðtal við kennara sem notar UST í námi eða starfi með nemendum sínu. Öll stig grunnskólans (yngra, mið, unglinga)
Verkefni 2 Sjónarhóll nemenda • 2 landsbyggðarskólar (L1, L2) og 2 skólar á höfðuðborgarsvæðinu (R7 og R8) • 434 nemendur í 5.-10. bekk, mið- og unglingast. • Aðallega svör við opnum spurningum á spurningalista um tölvunotkun í skóla, notkun tölva í heimanámi og kosti sem nemendur sjá við notkun tölva svo og vandamál. • Hluti af stærri rannsókn þar sem 17 framhaldsnemar söfnuðu gögnum úr 13 grunn- og 1 framhaldsskóla frá um 1400 þátttakendum og mun unfangsmeiri gögnum. Sjá t.d. erindi SJ á UT2002 http://soljak.khi.is/erindi/tolvumenning02.ppt
Hvað þau yngstu voru að gera? • 1. bekkur: lærir um grunnform og liti á Listavef krakka • Kennsluaðferð kennarastýrð með skjávarpa • Nemendur mjög virkir þátttakendur • 3. bekkur: gera þemaverkefni um íslensku húsdýrin og setja niðurstöður inn í PowerPoint • Tveir og tveir nemendur við tölvu setja inn texta og velja lit og letur. Kennari gefur fyrirmæli í skrefum og nemendur eiga að vera samstíga • Nota word til að slá inn texta sem nemendur hafa sjálf samið – nem vinna hver í sinni tölvu og kennari aðstoðar • Leita að heimildum um fugla og setja niðurstöður upp í PowerPoint – kennari leiðir skref fyrir skref
Og á miðstigi? • 4. bekkur – samfélagsfræði: teikna, skrifa, leita heimilda – • Skipt í hópa með ólík viðfangsefni – tölvan einn valkostur af mörgum notuð sem verkfæri ef það hentaði • 4. bekkur: Kennsluforritið lestur og stafsetning • Kennsla fór fram með fyrirlögn, nemendur opnuðu forritið á þeim stað sem þau luku verki síðast og framkvæmdu svo verkefnið. Kennarinn þurfti að ferðast á milli nemenda og horfa yfir bak þeirra á skjáinn og leiðbeina þeim þannig.
Unglingastigið • 7. bekkur: hópverkefni í samfélagsfræði um ákveðið land í Evrópu. • Færa inn texta sem þeir höfðu áður skrifað á blað finna upplýsingar um frægt fólk frá tilteknu landi á netinu Nemendum gekk vel að vinna, kennarinn gekk á milli og sá til þess að allt færi vel fram og að allir væru að vinna. Nemendurnir voru frekar duglegir að bjarga sér og eins fengu þeir stundum aðstoð hverjir hjá öðrum.
Unglingastigið • 8. bekkur – enska: afla upplýsinga á netinu um Bretland, borgir, byggingar, menning, saga og frægt fólk • Nemendur finna bæði myndir og tónlist • 10. bekkur – tölvufræði: word • Kennari spilar kennsluefni af diski áður en nemendur fara að vinna í forritinu
Hvað segja kennararnir? • Viðmælendur eru almennt jákvæðir og klárir í að nota tölvur í kennslu - líklegast ekki dæmigerðir – fremur frumkvöðlar • Hafa trú á að tölvur og net geti verið öflug kennslutæki – t.d. mikið efni á netinu • Brjóta upp hefðbundna kennsluhætti þegar þeir nota tölvur • Margir samþætta námsgreinar • Dæmi um kennara sem kennir unglingum gegnum netið sem ítarefni við hefðbundna kennslu – netið brýtur veggi skólastofnunnar
Vandamál • Kennarar nefna • Of lítið aðgengi að tölvum • Óæskilegt efni á netinu • Lítil færni margra kennara
Á vettvangi sést • Að erfitt er að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga ef hefðbundnum kennsluaðferðum er beitt • Það fer mjög mikill tími til ónýtis í bið • Netið truflar einbeitingu nemenda • Kynjamunur • Færnimunur á tölvur • Að tímaramminn truflar vinnuna • Að vinnuaðstæður eru oft óþægilegar í tölvustofum bæði fyrir nemendur og kennara
Kynjamunur • Áberandi munur á strákum og stelpum • Strákarnir stelast til að vera á msn og á netinu • Stelpurnar hlýða kennaranum og fara eftir fyrirmælum • Við höfum líka dæmi um stráka sem eru mjög færir og gera flott verkefni með myndum og tónlist sem þeir sökkva sér ofan í
Skólar – samanburður á nokkrum * Strákar með um einu færniatr. meira en stelpurnar að meðalt.
Skóli L2 – tölvunotkun - lýsingar • Svörin eru yfirleitt stutt og gefa til kynna að tölvur séu langmest nýttar í vélritun (bæði stig) og/eða “tölvufræði” (unglingastig). T.d. er tæpur helmingur allra svara sem inniheldur tilvísun í vélritun (þar af töluvert fleiri af stúlkusvörum, 54 og 62% vs. 13 og 33%).
L2 – tölvunotkun – dæmi (teg. not.) • véiritun • Vélritun • Við vélritum • Vélritun • vélritun • við vélritum. • vélritun • Vélritun & netinu • það nota flestir nemendur tölvu bara i vélritun og tölvufræði. • velritun • Við notum tölvuna í Vélritun • e´g nota tölvur ekki mikið í skólanum en ef ég nota þær þá er það helst í tölvufr eða velrtiun • Vélritun...!!! • ekkert bara upplýsingarmennt (vélritun og tölvufræði) • Ekki mjög mikið. En í vélritun • ég nota tölvurnar í skólanum bara í vélritun
Jákvæð (38% stráka á miðst. og 22% stráka á unglingastigi) Bara góð vel góða hún er góð hun er mjög góð Neikv. (23% á ungl. og 15 stúlkna á miðst.) Við meigum ekki fara á netið það er asnalegt. Mjög ASNALEGT!!! Ekki skemmtinleg við lærum ekkert og erum bara í vélritun og til hvers er að læra vélritun ef maður kann ekki að komast til að skrifa? (Stelpa á unglingastigi) hún er mjög lítil og ekki kennt mjög vel í henni. Tölvur eru ekki kynntar nógu mikið fyrir okkur...möguleikana sem þær kunna að hafa fyrir okkur. Svo er tölvuverið alls ekki aðgengilegt,lítið opið, oft upptekið og ekki góð vinnuaðstaða og hjálp við margvísleg verkefni. L2 – tölvunotkun – dæmi (viðhorf)
Skóli L2 - heimanám • Virðist fremur lítil og tengjast einna helst vélritun.
Skóli R8 – tölvunotkun - lýsingar • Viðhorf jákvæð, nema e-r strákar á ungl. (lélegar tölvur). • Lítil notkun virðist á miðst., nemar segja að aðrir séu að nota meira eða áður • frjáls notkun á ungl. • notkun í upplýsingamennt • verkefni á unglingastiginu • leikjanotkun
Skóli R8 – tölvunotkun – dæmi (unglingast.) • við fáum að fara mjög oft í tölvustofuna og oftast fáum við að vinna frjálst (stelpa) • Oftast þegar mig vantar heimildir eða eitthvert verkefni. Stundum er líka frjáls tími þar sem allir mega ´´rafla´´ um á netinu .. (stelpa) • Ég vinn verkefni og leik mér, hlusta á tónlist, heimasíðugerð, anars nota ég þær ekki meira en þetta! (piltur) • hún er geðveikt góð og geggjað gaman (stelpa) • Hun er ágæt, allavega er hún alltaf pöntuð fyrir einhvern bekk. (stelpa) • gott að nota þær t.d i að æfa sig i að reikna i stærfræð,og gott aqð fara i dönsku verkefni gott að æfa sig i að hlusta. (stelpa) • Bara ágætlega tölvurnar eru drasl annars fín (piltur) • tölvurnar eru rusl og notkunun í samræmi við það (piltur)
Skóli R8 – heimavinna Mikið virðist um ritgerðavinnu á unglingastiginu í ýmsum greinum en sértaklega í íslensku og samfélagsfræði. Dæmi: • Ég skrifa ritgerðir í tölvuna og prenta út.Þetta er í ritun. • þegar ég er að skrifa ritgerðir. • Bara þegar eg er að gera ritgerðir • íslensku , ensku, dönsku • Stundum þegar ég er að skrifa ritgerðir • Það er mismunandi ég nota þær fyrir ritgerðir
Skóli L1 – tölvunotkun, lýsingar • Nær engin svör á miðstiginu. • Á unglingastiginu t.d. vísun í skipulag, forrit, verkefni, nám • Aðeins um jákv. viðbrögð (strákar ungl.) • Lítil notkun • Strákar um upplýsingaleit • Stelpur um frjálsa notkun.
Skóli L1 – tölvunotkun - dæmi • Hún fer fram þannig að kennarinn les upp og við gerum eins og hún segir. Stundum þarf hún að bíða eftir þeim sem eru lengi. • Við lærum að nota forrit í tölvunni og að vélrita(fingrasetningu). Stundum eru verkefni sem taka nokkra tíma t.d. að gera heimasíðu. • Kennarinn segir okkur hvað við eigum að gera og við gerum eins og hún segir • við lærum á allskonar forit í upplýsinga og tæknifræði og svo erum við í billedordbok í dönsku og svo erum við að læra að vélrit (ritfinn) líka í upplýsinga og tæknimennt og svo fáum við að fara á netið hjá sumum kennurum • Vinna verkefni í ritvinnsluforritum og vinna verkefni sem kennari setur fyrir. • tölvufræðin er ekki fræðandi að mínu mati við erum alltaf í leiðinlegum foritum að gera leiðinleg verkefni. En þetta er bara núna í ár í fyrra var hún miklu skemmtilegri. • Við notum tölvur til að afla okkur upplýsinga og gera verkefni á netinu. • Að fara á netið og afla frétta úr þjófélaginu
Skóli L1 - heimavinna • Ritgerðarvinna í ýmsum greinum einkum íslensku, samfélagsfr. og tungumálum og einnig í stærðfræði (heimadæmi á Neti?)
Skóli R7 – tölvunotkun - lýsing • Mikið af lengri svörum. Töluvert um jákvæð viðbrögð, • sumir segja mikil notkun (nema stelpur á unglingastigi, vegna aðgengisskorts á bókasafni), • töluvert fjallað um notkun á bókasafni á unglingastigi, frjálsa notkun, • notkun til náms, net- og verkefnanotkun, ritun, leiki. • Upplýsingamennt, sérstaklega á unglingastigi, • aðgengi + eða mínus, tölvunotkun, og tölvur heima (stelpur).
Skóli R7 - tölvunotkun - dæmi • Það er netið sem er mjög gott því þá getur maður fundið eitthvað fyrir ritgerðir • skemtileg,góð og eithvað meira. • hún [tölvan] er flót að vinna og að koma sér að efninu og hún er bara þægileg • Aðallega æfingar en stundum bara netið. • ég nota tölvur ekki í tímum bara þegar ég er í tölvutíma og svo einstaka sinnum ef við erum í hópavinnu báðir bekkirnir saman!!! • mjög sterk kennsla, og nemendur verða mjög færir tölvunotendur.
Skóli L7 - tölvunotkun - dæmi • Allt í lagi! Fínir tölvu tímar og nóg að tölvum en maður hefur bara ákveðin tíma til að vera í tövunnni og svo er alltf einhver yfir manni (það er að segja utan tíma). Segjum svo að maður ætti ekki tölvu og maður þarf að vinna heimaverkefni á bókasafninu, þá er alltaf einhver yfir manni og svo bíða allir eftir tölvunni. Maður flítur sér með verkefnið og daginn eftir segir kennarinn að þetta sé ekki nógu vel unnið!!! Þetta er dæmigerð reynsla vinkonu minnar en hún er alltaf mjög samviskusöm. Mér finnst að það ætti að taka tillit til þeirra sem eiga ekki tölvu ekki bara leifa þeim sem eru kannski í gati að fara í leiki. • það eru tvæ tölvur á bókasafninu sem við notum oft til að leika okkur í frímíútunum og svo eru tvær tölvu stofur í skólanum sem við getum notað til að gera verkefni ef við getum ekki notað tölvuna heima hjá okkur.
Kostir tölvunotkunar að mati nemenda • Mjög bundnir við Netið upplýsingar, samskipti og/eða leiki, lýsa yfirgnæfandi jákvæðu hugarfari, vísa stundum í fjölbreytta notkunarmöguleika: • Leita að einhverju • skemmtilegt • Það er hægt að gera svo margt gott og skemmtilegt. • Spjallið,Leikir,Hotmail og maður verður að prófa Spjallið!!!! Í alvöru.... • Maður getur vistað skjöl • það er hægt að gera margt • maður getur farið í leiki. • Skoða hollywood sjörnur á yahoo.com ég ætla sjálfur að vera hollywood stjarna • það er hægt að finna næstum allt • gaman og fróðlegt
Kostir tölvunotkunar að mati nemenda • þap er hægt að sækja myndir á netinu,spjalla,leika sér og nota þær í nám • Maður þarf ekki að hand-skrifa allt sjálfur . þá þarf ekki að leita út um all í bókum. • Maður getur faið í sims og maður getur skrifað sögur,downlodað lögum og leitað að öllu sem maður vill • netið. mér finnst það mjö sniðugt fyrir samskipti. svona spjallrásir (t.d. mirc). svo er bara eiginleg allt hægt að gera á netinu. downloada tónlist, það er líka mjög sniðugt. svo er hellingur af skemmtilegum forritum. • getað skoðað ýmsahluti á neitinu:)" • Ef maður þarf að finna e-ð getur maður farið á netið og það hjálpar samskipti við aðra, maður getur farið á spjall og sent e-mail svo líka við nám, það getur verið betra að nota tölvur við nám, svo líka bara ef maður hefur ekkert að gera þá getur maður farið aðeins í tölvuna og leikið sér. • Maður getur fundið allar þær upplýsingar sem maður þarf og langar til að fá. Maður getur líka skrifast á á mjög fljótan hátt og verið áfram í góðu sambandi við vini og ættingja sem eru í burtu. • skoða fræga fólkið og leika mér á netinu • LEIKIRNIR AUÐVITAÐ
Um kosti tölva frh. • hummmm..... bara allt.. þetta er snilldar tæki.......... , hvernig var bara heimurinn..... skiptirikki!!!!! • (stelpa á unglingastigi í L2)
Verkefni 2 til umhugsunar • Kostir tölva ljósir fyrir nemendum – tengjast mest Netinu (þó þau geri sér líka grein fyrir ýmsum vandamálum tengdum tölvunotkun, líkamlegum og félagslegum) • Misjafnt eftir skólum hversu mikið Netið virðist nýtt þar • Mjög lítil áhersla á Netvinnu í heimavinnu – víðast mest ritgerðir. Nýting tölva í skólum í greinum eins og íslensku gæti hafa dregist eitthvað saman í skólum þar sem kennarar geta gert ráð fyrir að nemendur komist í tölvu utan skóla til að skrifa.
Breskar rannsóknir • Velta fyrir sér af hverju við höfum mörg góð dæmi um UST í skólastarfi en alls ekki almenna nýtingu • Í þeirri umræðu er talað um menningar-árekstra tölvumenningar og hefðbundinnar bekkjarmenningar í skóla • Stefna stjórnvalda er alls staðar að nýta UST til að umbreyta kennsluháttum og til að ná betri árangri í skólastarfi • Lýsingar á færum leiðum til þess eru hins vegar veikar – eða af skornum skammti
Endurskoðun rýmis og skipulags • Ný rannsókn á notkun 50 kennara á UST í skólastarfi • Bent á hvernig tölvan getur virkað sem margs konar árás á skólastarf eins og það hefur tíðkast • Kennari þarf að geta fangað athygli allra nemenda – nettengd tölva truflar það greinilega • Kennarinn kann sitt fag og er vanur að leiðbeina nemendum af öryggi – tölvutæknin truflar það • Margir kennarar eiga sína fagstofu þar sem þeir hafa komið sér fyrir með sín gögn sem tilheyra faginu – tölvustofur bera með sér annað andrúmsloft og annars konar menningu sem mörugm kennurum finnst leiðinlegt og jafnvel óþolandi
Meiri menningarárekstrar • Tölvu og netnotkun nemenda utan skóla tengist afþreyingu, leikjum – myndum og tónlist • Í skólanum eiga þau að læra fingrasetningu, ritvinnslu, töflureikni o.s.fv. – • Táknkerfin sem skólinn hefur unnið með eru textamiðuð • Tákn og myndir nemendanna eru kennurum oft framandi og pirrandi stundum
Rödd kennara og fagfólks um nám Rödd opinberra stefnumótendaog stjórnenda nemandi nemi Rödd hagsmunaaðila í tölvubransanum nemendur Rödd nemenda og notkun utan skóla bekkur kennari
Kominn tími til að hugsa um þetta • Skilja að það er flókið og margslungið feli að breyta hefðum sem hafa mótast á löngum tíma • Átta okkur á hvað það hefur í för með sér fyrir kennarana þegar UST heldur innreið í skólana • Átta okkur á hættunum sem leynast í hugsunarlausri notkun tækninnar bara tækninnar vegna • Getur verið að stundum sé tölvan til trafala? • Reyna að læra af þeim dæmum sem ganga vel – hvernig þarf að vinna
Gögn um kynjamun í færni nemenda úr rannsókn Sólveigar Jakobsdóttur
Gögn um vandamál nemenda úr rannsókn Sólveigar Jakobsdóttur, 2002
Ýmiss konar nýting tölva heima og í skóla rannsókn Sólveigar Jakobsdóttur, 2002