220 likes | 390 Views
Uppbygging á þjónustu við geðfatlaða. Jóna Rut Guðmundsdóttir Verkefnastjóri Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Ríkið. Reykjavíkurborg. notendur. við. þið. notendur. Reykjavíkurborg. Notandi. Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg. Forsaga málsins.
E N D
Uppbygging á þjónustu við geðfatlaða Jóna Rut Guðmundsdóttir Verkefnastjóri Velferðarsvið Reykjavíkurborgar
Ríkið Reykjavíkurborg notendur
við þið notendur
Reykjavíkurborg Notandi Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg
Forsaga málsins • Tilraunaverkefni – tilraunasveitarfélög Akureyri, Höfn í Hornafirði o.fl. • Þarf lagabreytingu áður en öll sveitarfélög hafa ábyrgð og skyldur á öllum málaflokknum – stefnt er að því árið 2011 • Félags- og tryggingamálaráðherra óskaði eftir viðræðum vegna átaksverkefnis fyrir geðfatlaða sem nefnist Straumhvörf og Velferðarráð ákvað að ganga til samningaviðræðna • Formlegar viðræður hófust í nóvember 2007
Samningaferlið • Fjölmargir aðilar komu að gerð þjónustusamningsins • Samningsgerð sem þessi er margþætt og tók lengri tíma en áætlað var • Strax í upphafi ferlisins var byrjað á undirbúningi m.a. gerð viðhorfskönnun starfsmanna á Velferðarsviði og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík vegna yfirfærslu þjónustuverkefna frá ríkinu.
Þjónustusamningur: til 1 jan 2011 um uppbyggingu á 7 búsetukjörnum og þjónustu við 44 geðfatlaða innan Straumhvarfa Yfirlýsing: að stefnt skuli að því að 1 jan 2009 taki Velferðarsvið að sér ábyrgð og framkvæmd á þjónustu við geðfatlaða Þjónustusamningurinn
Hvað felur þetta í sér? • Straumhvörf átaksverkefni félags- og tryggingamálaráðuneytisins um úrlausn 160 geðfatlaðra einstaklinga á landinu • 84 af þeim eru Reykvíkingar • Velferðarsvið mun veita þjónustu við 44 • Með yfirlýsingu mun Reykjavíkurborg sinna á næsta ári um 180 geðfötluðum einstaklingum þjónustu í sértæku búsetuúrræðum • 84 átaksverkefni • 21 notendur SSR • 23 notendur hjá Búsetu og stuðningsþjónustu • 50 notendur verndaðra heimila
Ákvæði samnings • Þurfum að stofna 7 búsetukjarna (38 einstaklingar) fyrir 1 jan 2010 • Þurfum að veita einstaklingsmiðaða þjónustu • rekstrarfjármagn miðaðst við mat á þjónustuþyngd notanda • Þurfum að koma í framkvæmd 10 verkefnahópum sem allir lykil aðilar koma að til þess að byggja upp skilvirka þjónustu • Krafa um gæði og árangur. Árangur samningsins verður tekin út af þriðja aðila
Að veita geðfötluðum stuðning til sjálfstæðis og lífsgæða sem stuðlar að því að þeir fái notið sín sem fullgildir þegnar samfélagsins á forsendum eigin getu. - Kostur á einstaklingsíbúð - Þjónusta sem felur í sér stuðning í formi virkni þjálfunnar til athafna daglegs lífs Markmið
Hópur 1. undirbúningur búsetukjarna Hópur 2. Úthlutun Hópur 3. Nýliðun Hópur 4. Samfélagsteymi Hópur 5. Hugmynda- fræði og þjónustu- stefna Hópur 6. Innleiðing í þjónustumiðstöðvar Hópur 7. Kynning og fræðsla Hópur 8. Notenda- samráð og aðstand- endur Hópur 9. Mannauðsmál Hópur 10. Þjónustugjöld og hagnýtt atriði rekstur 10 verkefnahópar
Samþætt vinnubrögð • Allir þátttakendur hafa fengið erindisbréf • Allir verkefnahópar gera verkáætlun • Allir hópstjórar skila stöðumatsskýrslum • Hópstjórar hittast Framkvæmd samstillts 60 manna hóps verður tekið út
Dæmi um afurð í þróun innan vinnuhóps Verkfæri starfsmanna hvatning Eftirfylgni stuðningur samskipti Að setja mörk Lausn vanda Tengsl við heilsugæslu Tilfinningastjórnun
Ekki bara fyrir 44 Reykvíkinga • Framlag okkar mun leggja línurnar fyrir komandi kynslóðir sem þurfa á sértækum stuðningi að halda • ekki bara 44 eða 180 geðfatlaðir einstaklingar
Kveðja frá Akureyrarbæ • ,,Þetta er krefjandi verkefni sem reynir ekki síst á okkur sjálf, sveigjanleika og raunverulegan vilja til framfara. Kerfið notum við stundum sem afsökun fyrir því að takast ekki á við eigin þröskulda. Samvinna á borð við þá sem þið eru að fara í er ákvörðun um að fara yfir þröskulda sem hindra ykkur í að ná hámarksárangri í þjónustunni. Þetta er ferðalag sem sannarlega er þess virði að leggja í. Gangi ykkur vel’’ • Kristín S. Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri Búsetudeildar
Tímamót Rammi sem bíður þess að myndin verði teiknuð af þeim sem eiga að fá þjónustuna og veita hana
Þurfum á styrkleika allra að halda • Verðum að leggja til hliðar fyrri ágreining þjónustustofnanna, fagstétta o.s.frv. • Megum aldrei gleyma markmiðinu að við erum að vinna með geðfötluðum að þeirra hagsmunum og lífsgæðum
Ábyrgðin er okkar: • traust, virðing, starfsgleði, áhugi þolinmæði, úthald ... allt sem gerir verkefnið meira gefandi fyrir okkur öll og árangursríkara. • Áhættumat: • skortur á samvinnu, togstreita og valdabarátta
Talsmaður uppbyggingar á þjónustu við geðfatlaða • Hverjir? - allt starfsfólk Velferðarsviðs • Af hverju? • þurfum á þér að halda • Hvernig? • skilningur, jákvæðni, umburðarlyndi, þolinmæði, traust, samvinna ....
Upplýsingamiðlun Velferðarsviðs: • markmið: að tryggja geðfötluðum einstaklingum rétt til að búa óáreittir á eigin heimili og aðlagast vel nærsamfélagi. • að upplýsa nærsamfélag um málefni geðfatlaðra m.a. til að draga úr ótta og hræðslu við geðfatlaða og sjúkdóma þeirra • að það verði jafn sjálfsagt að opna búsetukjarna fyrir geðfatlaða í hverfum Reykjavíkurborgar og það er að opna þjónustuíbúðir fyrir aðra fatlaða sem og aldra
Leiðarljós: • geðfatlaðir eru fólk eins og ég og þú, sem hefur þurft að takast við við erfiða og langvinna geðsjúkdóma sem hafa valdið þeim örorku. Geðfatlaðir þurfa oft á stuðningi að halda til að geta notið einfaldra lífsgæða sem talin eru sjálfsögð s.s. búa á eigin heimili. Við búum í samfélagi sem leggur áherslu á að styðja þá, sem veikir eru, til sjálfshjálpar.
Leiðarljós: • íbúar í nærsamfélagi geta tekið þátt í því að veita þennan stuðning með því að mæta nýjum íbúum af skilningi og umburðarlyndi. • starfsmenn Velferðarsviðs leitast ávallt við að hlusta og skilja áhyggjur sem vaknað geta hjá íbúum. Við þurfum að vera ávallt tilbúin til að upplýsa og fræða og höfum samvinnu sem útgangspunkt.