160 likes | 455 Views
Íslensk málsaga Af máli verður maður kunnur. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Hvað er tungumál?. Tungumál er Samskiptatæki manna . Safn hljóða sem raðast í orð sem hafa tiltekna merkingu. Orðin raðast í setningar og setningar í málsgreinar .
E N D
Íslensk málsagaAf máli verður maður kunnur Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Hvað er tungumál? • Tungumál er Samskiptatækimanna. • Safn hljóða sem raðast í orð sem hafa tiltekna merkingu. Orðin raðast í setningar og setningar í málsgreinar. • 6 milljarðar manna á jörðinni tala 6000-8000 tungumál. • Tungumálin standa missterkt að vígi. • 4% af íbúum jarðar tala 96% af þeim tungumálum sem til eru! • Margir eru þó tvítyngdir, eða fleirtyngdir, þ.e. hafa tvö eða fleiri tungumál að móðurmáli.
Hvað er tungumál? • Í Evrópu var algengast að samfélag manna mótaðist af einni þjóðtungu. • Ólík tungumál voru helsta forsenda fyrir skiptingu álfunnar í ríki. • Þetta er að breytast því í öllum álfunnar búa fjölmennir hópar sem tala önnur tungumál. • Margir eru því tvítyngdir eða fjöltyngdir, þ.e. hafa tvö eða fleiri tungumál að móðurmáli.
Hvað er tungumál? • Mannlegt mál skiptist í talmál og ritmál. • Talmál er hin hljóðræna gerð málsins. • Hana notum við þegar við spjöllum saman; heyrum hljóðin og leggjum sama skilning í orðin sem þau mynda. • Ritmál er sú birtingarmynd málsins sem við skrifum. • Við notum ákveðin tákn fyrir tiltekin hljóð (eða hljóðasambönd) og þeir sem tala sama tungumál, og eru læsir, geta tileinkað sér merkingu orðanna. • Íslenskt stafróf samanstendur af 32 táknum sem vísa eiga til íslenskra málhljóða.
Hvað er tungumál? • Tungumál er sameiningartákn þjóðar eða hóps manna og er lykill að menningarsjóðnum. • Tungumál er gildasti þátturinn í þjóðernisvitund manna ásamt sögu og trúarbrögðum. • Hvað gerist þegar þjóð tapar niður tungumáli sínu?
Hvað er tungumál • Tungumál eru síbreytileg. • Umhverfið breytist og þar með málið. • Hugsun manna tekur stakkaskiptum og málið einnig. • Íslenska hefur breyst töluvert í tímans rás. • Orðaforðinn hefur breyst mjög mikið á síðustu öld. • Framburður hefur einnig breyst mikið í aldanna rás. • Beygingar og setningaskipan í íslensku hefur hins vegar haldist lítt breytt frá því land var numið. • Mállýska er það kallað þegar tilbrigði verða til í máli manna, ýmist í framburði, beygingum eða orðavali. • Með bættum samgöngum og aukinni fjölmiðlun eru íslenskar mállýskur nú á undanhaldi.
Hvað getur breyst í tungumálum? • Orðaforðinn • Orðaforðinn er það sem breytist hraðast í hverju tungumáli því hann verður að endurspegla allt umhverfi manna. • Inntaksorðin breytast breytast helst því þau bera uppi merkingu. • Gamalt: skyrsá, strjúgur, skarsúð. • Nýtt: loftnet, sjónvarp, tjakkur. • Kerfisorðin breytast yfirleitt ekki. • Gamalt og nýtt: hann, hún, á, í, ekki, og, til þess að, fyrir... • Merking orða getur einnig breyst • Merking þrengist: fé. • Merking víkkar: lykill, borg. • Merking breytist: bók, skór, sæmilega.
Hvað getur breyst í tungumálum? • Orðaforðinn • Merking orða getur einnig breyst • Merking þrengist: fé. • Merking víkkar: lykill, borg. • Merking breytist: bók, skór, sæmilega.
Hvað getur breyst í tungumálum? • Hljóðkerfi • Hljóð geta fallið saman eða framburður breyst. • Y og i hafa sama hljóðgildi í nútímamáli en svo var ekki að fornu. • Lengd sérhljóða hefur breyst frá fornmáli. • Beygingakerfi • Gamalt: sonu (ft.) • Nýtt: synir (ft.) • Setningaskipan • Rannsaka/gera rannsókn!
Hvað er mállýska? • Mállýskur verða til ef málbreytingar ganga ekki sömu leið um allt málsvæðið. • Mállýskur eru með mismunandi hætti: • Mismunandi orð um sama fyrirbæri (fress – högni, kringla – horn) • Mismunandi merking orðs eftir landshlutum (bjálfi, horn). • Mismunandi framburður orða (harðmæli – linmæli, raddaður – óraddaður framburður o.s.s frv.) • Mismunandi beygingar orða (sykurinn / sykrið). • Mismunandi orðmyndir (kóstur / kústur). • Stéttabundinn mállýskumunur.
Hvað er mállýska? • Hvenær er um að ræða mismunandi mál og hvenær mállýskumun? • Ef fleiri atriði í máli eru sameiginleg en sundrandi í orðaforða, hljóðkerfi og beygingum er um afbrigði sama máls að ræða (mállýskur). • Ef fleira er ólíkt en það sem er sameiginlegt er um mismunandi tungumál að ræða. • Þessi regla er þó alls ekki einhlít; oft er ákvörðun um mál/mállýskur pólitískt atriði!
Hvað er mállýska? • Hjá sumum þjóðum er mállýskumunur mjög mikill. • Þá er einni mállýsku gjarnan gert hærra undir höfði en öðrum og hún kölluð ríkismál. • Ríkismálið er sú mállýska sem mest er áberandi á opinberum vettvangi. • Ríkismál felst einkum í samræmingu framburðar en síður orðaforða og setningaskipanar. • Oft verður mállýska höfuðstaðabúa fyrir valinu sem ríkismál. • Tungumálum og mállýskum fer þó fækkandi vegna sívaxandi hnattvæðingar. • Margar þjóðir læra ensku sem hjálparmál í samskiptum þjóða á milli.
Ísland: ein þjóð í einu ríki? • Á Íslandi býr ein þjóð í einu ríki. Landamæri eru náttúruleg þar sem landið er eyja. • Íslendingar eiga sameiginlega sögu og menningu og að mestu erum við einnar trúar. • Flestir landnámsmenn voru af norrænum uppruna en sumir komu frá Hjaltlandi, Orkneyjum, Bretlandi og Írlandi. • Þessir hópar blönduðust hér og smám saman varð til eitt málfélag. • Upphaflega var tungumál Íslendinga ekki kallað íslenska heldur norræn tunga/dönsk tunga.
Ísland: ein þjóð í einu ríki? • Á Íslandi hefur verið eitt málfélag frá því á landnámsöld. • Þessu veldur bæði langvinn einangrun landsins frá öðrum þjóðum og að landið hefur alltaf verið tiltölulega greiðfært. • Víða um heim eru hins vegar mörg málfélög í einu ríki. • Sums staðar veldur ólík menning, trú og stjórnmálaskoðanir því að brestir eru í sambúðinni.
Ísland: ein þjóð í einu ríki? • Að undanförnu hefur borist til Íslands mikill straumur innflytjenda. • Ljóst er að málsamfélagið er ekki lengur eins einsleitt og áður var og • Komandi kynslóðir munu þurfa að sjá til þess að ekki verði til stéttbundnar mállýskur þar sem ein mállýska er óæðri annarri!