340 likes | 552 Views
Íslenska velferðarkerfið í nútíð og framtíð. Velferð í nýju þjóðfélagsumhverfi eftir Stefán Ólafsson Apríl 2003. Efnisyfirlit. Staða og einkenni íslenska velferðarkerfisins Afturför íslenska velferðarkerfisins Velferð í nýju þjóðfélagsumhverfi Lágskattasamkeppni og íslensk skattaparadís
E N D
Íslenska velferðarkerfið í nútíð og framtíð Velferð í nýju þjóðfélagsumhverfi eftir Stefán Ólafsson Apríl 2003
Efnisyfirlit • Staða og einkenni íslenska velferðarkerfisins • Afturför íslenska velferðarkerfisins • Velferð í nýju þjóðfélagsumhverfi • Lágskattasamkeppni og íslensk skattaparadís – Hvert stefnum við? • Skandinavískt velferðarkerfi • Amerískt velferðarkerfi – Mikilvægi velferðarkerfis í hnattvæddu þekkingarhagkerfi
Þjóðfélagsleg hlutverk velferðarkerfisins • Megin stoðir velferðarkerfisins • Almannatryggingar Heilbrigðisþjónusta • Húsnæðiskerfi Menntakerfi • Skattakerfi • Megin markmið velferðarkerfisins • Framfærslutrygging sem borgararéttindi - • viðunandi lágmarksframfærsla fyrir alla • Jafna lífskjör – draga úr fátækt • Draga úr stéttaskiptingu=tryggja aðgang allra að • tækifærum, menntun og heilsu, óháð efnahag • Auka stöðugleika í samfélaginu • Styrkja þjóðfélagslegar forsendur hagvaxtar
Einkenni ólíkra almannatryggingakerfa Söguleg urðu til tvær megingerðir félagslegra trygginga:
Velferðarútgjöld í Evrópu 1999-%VLF Almannatryggingar, fjölskyldubætur, heilsugæsla, atvinnuleysisbætur, húsnæðismál, annað. Heimild: NOSOSKO 2002 Heimild: NOSOSKO 2002
Óvenju ódýrt velferðarkerfi • Íslenska velferðarríkið er eitt það ódýrasta á Vesturlöndum(bæði mælt sem % af VLF og sem kaupmáttur velferðarútgjalda á íbúa). • Ástæður þess eru einkum: • Grunnlífeyrir almannatrygginga er lágur • Víðtækar tekjutengingar spara útgjöld alm.tr. • Þjóðin er frekar ung (lágt hlutfall eldri borgara) • Hlutur einkageira er frekar stór í velferðarþjónustu hér • Atvinnuþátttaka hefur verið óvenjumikil á Íslandi
Samantekt um íslenska velferðarkerfið • Íslenska velferðarkerfið varð aldrei jafn öflugt og þau skandinavísku – réttindi þrengri og tryggingavernd lakari • Var þó með ýmis einkenni borgararéttinda - einkum í heilbr.þjónustu, skólum, dagvistun barna (þ.e. aðgengi fyrir alla) • Bætur almannatrygginga á Íslandi eru afar lágar – sumar undir raunverulegum fátæktarmörkum • Síaukin notkun tekjutenginga breytir kerfinu í ölmusukerfi -“velur inn” einungis þá fátæku í stað þess að “velja út” þá ríku (eins og gert er t.d. í Ástralíu og Kanada) • Lágar bætur og miklar tekjutengingar fara illa saman – skapa víðtækar fátæktargildrur • Tekjutengingar eru þægilegar fyrir stjórnmálamenn sem vilja draga úr útgjöldum – flóknar og sveigjanlegar-auðvelt að flækja
Hvaða hefur breyst síðustu 12 ár? • Vægi tekjutenginga bóta hefur aukist mikið (t.d. á grunnlífeyri, og vegna lífeyris úr lífeyrissjóðum) • Aukin tekjutenging barnabóta – fækkun bótaþega • Lífeyrisbætur hafa dregist langt afturúr launum frá 1995 • Síaukinn hlutur notendagjalda í heilbr.kerfi og skólakerfi • Einkalífeyrir, starfstengdir lífeyrissjóðir og séreignasparnaður, taka í vaxandi mæli við hlutverki almannatrygginga – veikir almannatryggingar til lengri tíma • Hlutverk markaðar og félagasamtaka í velferðarþjónustu hefur aukist – hlutverk ríkis minnkað • Jöfnunarmarkmið, bæði í velferðarkerfi og skattakerfi, hafa vikið –bil milli ríkra og fátækra hefur aukist • Íslenska velferðarkerfið hefur fæst í átt til frjálshyggjukerfis
Lífeyrisþegar sátu eftir í góðærinu Heimild: Hagstofa Íslands
Lífeyrir almannatrygginga dróst aftur úr launum Örorkulífeyrir og ellilífeyrir sem % lágmarkslauna Skattlagning hófst! hér ------------------------- Ef tengsl örorkulífeyris og lágmarkslauna hefðu haldist frá 1995 væri hámark örorkulífeyris nú hátt í 20.000 kr. hærri en er, eða álíka og “tímamótasamkomulagið” færir ungum öryrkjum Heimild: TR 2002
Greiðsla barnabóta 1991-2003Heildarútgjöld á ári. Mkr. verðlag 2003. Tímamót! Tvö skref til baka Eitt skref áfram Heimild: Fjármálaráðuneytið
Afturför að hluta í heilbrigðisþjónustu • Margt gott, en..... • Aukin kostnaðarhlutdeild notenda þjónustu • Aukin kostnaðarhlutdeild sjúklinga • í lyfjum = efnahagur skilyrðir not almennings! • Upplausn í heimilislæknisþjónustu • Heilsugæslustöðvar veikari sem fyrsti viðkomustaður • Kostnaður mikill við rekstur heilbrigðisþjónustu • Biðlistar eftir þjónustu hafa lengst-kreppudæmi • Hlutur markaðar og einkaaðila eykst-oft með gjöldum • Sjúkradagpeningar ótrúlega lágir – og hafa • stöðugt lækkað miðað við laun – sbr. næsta línurit
Rýrnun sjúkradagpeninga almannatrygginga Upphæð á mánuði nú: um 25.000 kr.!
Atvinnuleysisbætur eru nú 77.000 kr. en væru um 87.000 ef tengsl við laun hefðu ekki verið rofin af ríkisstjórn 1996
Velferðarkerfið hefur mætt afgangi • Félagslega húsnæðiskerfið lagt niður 1998 • Ójafnvægi á markaði síðan þá • Húsaleiga hefur hækkað mun meira en almennt verðlag • Gríðarleg aukning framfærslukostnaðar fyrir lágtekjufólk á húsaleigumarkaði • Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði afar langir • Hlutur einkalífeyris hefur stóraukist >>> • Ójafnari lífeyrisréttur í framtíðinni • Almannatryggingar verða ölmusutryggingar fyrir fátæka
Sköttum létt af hátekjufólki Sköttum einnig létt af fyrirtækjum, úr 50% >>>18% Sköttun fjármagnstekna lækkuð úr 41% í 10% Heimild: Fjármálaráðuneytið Lægstu tekjur Hæstu tekjur
Breytingar íslenska velferðarríkisins • Minna hlutverk almannatrygginga – Meira vægi markaðar • Meira vægi einkaaðila – Stærra hlutverk notendagjalda • Fátækraaðstoð meira veitt sem ölmusa • Minni jöfnunaráhrif í velferðarkerfi • Minni jöfnunaráhrif í skattakerfi Skandinavíska leiðin Bandaríska leiðin Íslenska leiðin Þjóðfélagið breytist
Breyting fjölskyldutekna í USA 1979-97 Gríðarleg aukning ójafnaðar - Mest hækkun í efstu tekjuhópum
Þróun launa og verðlags í USA Stjórnendur 463% Verkafólk 42%
Breyting eigna heimilanna í USA 1983-98 Minni eignir lægstu 40% heimila og aukin skuldasöfnun. Mikil eignaaukning hjá hæstu 40%.
Fátækt og ójöfnuður í USA-Hvar er Ísland? Mat ASÍ á þróun fátæktar á Íslandi, 1995 til 2001: Hækkun úr 8,8% í 13,2%
Hvers vegna stækkar lágtekjuhópurinn á Íslandi? • Vegna aukins ójafnaðar í tekjuskiptingunni 1995-2001 • Lífeyristekjur TR drógust afturúr vinnumarkaðstekjum • Skattbyrði lágra tekna jókst • Aukið atvinnuleysi bætir síðan í fátæktina 2002-3 • Aukin framfærslubyrði lágtekjufólks á síðustu árum • Húsaleiga jókst langt umfram almennt verðlag • eftir niðurlagningu félagslega húsnæðiskerfisins 1998 • Eftirspurn fyrir neyðaraðstoð jókst hjá Félagsþjónustu Rvíkur, • Mæðrastyrksnefnd og öðrum hjálparstofnunum • Framfærslugrunnur almannatrygginga • (opinberu fátæktarmörkin) er langt undir • lágmarksframfærslukostnaði í landinu
Velferð í nýju þjóðfélagsumhverfi • Nýtt viðhorf: Paradísarheimt frjálshyggjumanna • Ísland sem skattaparadís fyrir erlenda auðmenn • Frelsi fjármagnsins og lágskattasamkeppni • Lágskattasamkeppni til að brjóta niður velferðarríkið? • Færa velferðarþjónustuna og tryggingar til markaðarins? • Sjálfstæðisflokkur hóf lágskattasamkeppnina á Íslandi í kosningabaráttunni 2003-framhald stefnunnar síðan 1995? • Hnattvæðing og þekkingarhagkerfi • Upplýsingatækni breytir gömlum atvinnugreinum og getur af sér nýjar >>> Gríðarleg ný tækifæri • Tæknin breytir lífsháttum og þjóðfélagsskilyrðum
Velferð í nýju þjóðfélagsumhverfi • Hnattvæðing og þekkingarhagkerfi frh.... • Hnattvæðing er líka markaðsvæðing • Afnám hindrana á flæði fjármagns, fyrirtækja, vöru, þjónustu, upplýsinga, afþreyingarefnis og fólks • Fjárfestar fá stærra hlutverk – Stórfyrirtækin einnig • Völd og verkefni færast til markaðar frá ríkisvaldinu • Markaðurinn mótar þjóðfélag og lífshætti meira en áður • Hefur velferðarríkið hlutverk í hnattvædda þekkingarhagkerfinu? • Skiptir markaðurinn einn máli? • Skipta lágir skattar einir máli?
Það sem ræður staðsetningu þekkingarfyrirtækja • Álitleg lífsgæði á svæðinu • Aðgengi að vel menntuðu vinnuafli • Nálægð við markaði • Hagstæður viðskiptakostnaður á svæðinu • Nálægð við háskóla + miðborg • Hagstætt viðskiptaumhverfi (hagstætt reglugerðarumhverfi, framtaksmenning, vinnuvilji, o.fl.) VII. Lágir skattar • = Lífsgæði á svæðinu skipta miklu máli • Höfða þarf til fólks og fyrirtækja jöfnum höndum. • Heimild: Pennsylvania Economy League, 1997
Velferð í nýju þjóðfélagsumhverfi • Áhættur: Harðara samkeppnisumhverfi • Vinnumarkaður breytist • Starfsferlar verða óreglulegri • Uppsöfnun réttinda óreglulegri • Starfsöryggi minna • Hætta á atvinnuleysi eykst • Án launþegahreyfingar og velferðarríkis verða áhættur venjulegs lífs meiri og staða launafólks gagnvart atvinnurekendum mun veikari
Velferð í nýju þjóðfélagsumhverfi • Áhættur: Harðara samkeppnisumhverfi • Fjárfestar og fyrirtæki vilja meiri arðsemi en áður • Krefjastgóðs vinnuafls, fárra regluhafta, lágra skatta • Samkeppnishæfni ræður farsæld • Velferðarkerfið getur bætt samkeppnisskilyrði • Með meiri jöfnuði og öryggi • Bætir lífsskilyrði-eykur stöðugleika • Þarf að vera hagkvæmt og sveigjanlegt • Skandínavar hafa öflugt velferðarkerfi og öflugt þekkingarhagkerfi
Velferð á nýrri öld • Skandinavíska leiðin stendur fyrir: Hagkvæmni – Réttlæti – Öryggi • Bandaríska leiðin stendur fyrir: Hagkvæmni – Arðsemi/Ójöfnuð – Áhættu • Hvað verður um íslensku leiðina? Amerískara eða skandinavískara velferðarþjóðfélag?