260 likes | 546 Views
Íslensk málsaga Orð af orði, bls. 63-75. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Orðaforði = inntaksorð og kerfisorð. Inntaksorð Vísa til umhverfisins. Þau bera uppi merkingu samræðunnar, inntak þess sem við sjáum og heyrum og tjáum okkur um í ræðu og riti.
E N D
Íslensk málsagaOrð af orði, bls. 63-75 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Orðaforði = inntaksorð og kerfisorð • Inntaksorð • Vísa til umhverfisins. • Þau bera uppi merkingu samræðunnar, inntak þess sem við sjáum og heyrum og tjáum okkur um í ræðu og riti. • Orðflokkar inntaksorða eru opnir í þeim skilningi að sífellt er verið að bæta við nýjum orðum í þá . • Um leið deyja önnur orð í opnum orðflokkum í daglegu tali en lifa e.t.v. áfram í bókum. Þekkingarheimurinn breytist og krefst viðbragða málsins. • Nafnorð, sagnorð, lýsingarorð og atviksorð (háttaratviksorð) eru eru inntaksorð og tilheyra opnum orðflokkum.
Orðaforði = inntaksorð og kerfisorð • Kerfisorð • Forsetningar, fornöfn, samtengingar, upphrópanir, atviksorð (önnur en háttaratviksorð) og svipaðir orðflokkar. • Þessir orðflokkar eru lokaðir því þótt heimurinn breytist getum við áfram notað slík orð í daglegu tali.
Orðaforðinn er ýmist virkur eða óvirkur • Virkur orðaforði • Sá hluti orðaforðans sem við notum í daglegu lífi. • Óvirkur orðaforði • Orð sem við vitum hvað merkja þótt þau séu ekki hluti af daglegu tali okkar. • Dauð orð • Orð í bókum sem við hvorki notum né skiljum og hafa því enga skírskotun í veruleikann fyrir okkur.
Merking orða er breytileg • Orð sem hafa lifað í málinu frá öndverðu hafa mörg hver haldist óbreytt þótt merkingarmið þeirra hafi tekið stakkaskiptum. • Merkingarmið er sá veruleiki sem orð vísa til. • Merkingarmið orðsins eldhús er t.d. ekki það sama og það var á landnámsöld (sbr. hús/skáli þar sem eldur brann). • Sögnin rannsaka þýddi áður að leita í húsi (rann=hús). • Orðið bók eins og það er notað í dag vísar til hlutar sem er ólíkur því sem orðið bók var notað um árið 1200. • Það er eðli lýsingarorða að „veiklast” (sbr. ágætur, sæmilegur). • Ath. Einnig æðisgenginn, frá sér numinn o.fl. • Einungis orð í opnum orðflokkum taka breytingum sem þessum. • Kerfisorðin (t.d. þarna, inni, uppi, áðan, fyrir, og o.s.frv.) merkja það sama og forðum.
Hvernig er orðaforðinn endurnýjaður? • Nýyrði • Þá er búið til nýtt íslenskt orð sem gjarnan er lýsandi fyrir það fyrirbæri sem það vísar til (er gegnsætt). • Dæmi: • þota (dregið af so. þjóta, þjálla en þrýstiloftsflugvél!) • vindill (undinn úr tóbakslaufi) • ratsjá (búnaður sem hjálpar mönnum að sjá í þoku og myrkri) • bendill (í tölvu, bendir á þann stað sem notandinn er staddur)
Hvernig er orðaforðinn endurnýjaður? • Tökuþýðingar • Angi af nýyrðum. • Erlend orð eru þá þýdd bókstaflega úr ýmsum málum (þýðingarlán). • Dæmi: • hátíð (tekið á kristnitökuöld úr háþýsku = hochit). • geimskip (tekið úr ensku = space ship). • kalda stríðið (tekið úr ensku = cold war).
Hvernig er orðaforðinn endurnýjaður? • Tökuorð • Erlend orð eru tekin upp í málið en löguð að hljóðkerfi þess og beygingum. • Dæmi: • Bíll (lat. Automobil) • Þjóðverjar klipptu framan af orðinu og nefndu tækið Auto. • Danir klipptu hins vegar aftan af orðinu og kölluðu tækið bil. • Íslendingar fetuðu svo í þeirra spor og hér kallast tækið sem um ræðir bíll. • Kúpling (dan. kobling) • Tjakkur (ens. jack) • Tónhlaða (ens. IPod)
Hvernig er orðaforðinn endurnýjaður? • Nýmerking eða nýgerving • Gömul orð fá nýja merkingu. • Nýmerkingar eru ekki viðbót við orðaforðann sjálfan heldur er einstökum orðum gefin ný merking af ákveðnu tilefni. • Dæmi: • Síma var hvorugkynsorð sem merkti þráður en þegar Íslendinga fór að vanta orð yfir það sem aðrar þjóðir kalla telephone var farið að notað orðið sem karlkynsorð, þ.e. sími. • Skjár var áður notað yfir gegnsæja himnu í glugga. • Þulur merkti upphaflega sögumaður. • Líknarbelgur var upphaflega notað um belg sem umlykur fóstur í móðurlífi en er nú einnig notað um belgi í bílum sem springa út við árekstur.
Til hvers er verið að búa til ný orð? • Ný orð í máli verða til af því að fólk vantar þau til þess að koma hugsun sinni á framfæri. • Málnotendur hverju sinni laga málið að því umhverfi sem þeir búa í til þess að geta túlkað umhverfið með orðum sínum.
Til hvers er verið að búa til ný orð? • Landnámsmenn gáfu landinu nafn því án orða er ekki hægt að muna kennileiti. • Fyrr á öldum mótaðist orðaforðinn af því að hér var við lýði bændasamfélag. Ýmis orðtök í nútímamáli vísa til þess (sbr. að færa út kvíarnar). • Jafnframt hafa ýmis hugtök mótast af sjósókn (sbr. haga seglum eftir vindi, taka djúpt í árinni, sitja í fyrirrúmi). • Íslenska á ógrynni orða um veður (snjókoma = bylur, drífa, él, fjúk, hríð, hundslappadrífa, kafald, kóf, mjallroka, pos, skafrenningur, svælingsbylur).
Kristnitaka árið 1000 breytti orðaforðanum • Fyrsta skriða erlendra máláhrifa eftir að landnámsöld lauk kom með kristni þegar hún var lögtekin árið 1000: • Tökuorð:Prestur, biskup, altari, engill, djákni, bagall, synd. • Tökuþýðingar /þýðingarlán:guðspjall, himnaríki. • Íslensk orð með nýtt merkingarmið:hvítur, lamb, skíra, bæn, guð, trú, bróðir, auðmjúkur. • Samsetningar úr gömlum orðum:aftansöngur, dymbilvika. • Líkingamál:týndi sauðurinn, rigna eldi og brennisteini, vera sleginn blindu. • Orð tengd gamalli guðsdýrkun fengu neikvæða merkingu:blóta, ragna.
Kristnitaka árið 1000 breytti orðaforðanum • Í kjölfar kristnitöku lærðu Íslendingar að skrifa með latínuletri. • Íslendingar skrifuðu á eigin tungu ekki síður en latínu sem þá var mál lærðra manna. • Skömmu eftir að ritöld hófst fóru Íslendingar að þýða erlendar bókmenntir á íslensku. Í kjölfar þess auðgaðist málið: • kurteisi (úr frönsku) • hæverskur (úr þýsku) • silki (slavneskt orð) • blífa, þenkja, makt selskapur (úr lágþýsku) • fól, hafurtask, kokkáll, lafði, barón, ribbaldi, sápa (úr ensku)
Siðaskipti 1550: dönsk/þýsk áhrif færast í vöxt • Siðaskiptin voru snögg: Jón Arason biskup (1484-1550) og synir hans voru hálshöggnir í Skálholti og í kjölfarið var kirkjuskipan Marteins Lúthers (1483-1546) innleidd. • Páfinn í Róm var yfirmaður kaþólsku krikjunnar en þjóðhöfðingjar höfðu vald yfir lúthersku kirkjunni. • Eftir siðaskipti varð Kaupmannahöfn miðstöð andlegs og veraldlegs valds á Íslandi, ekki síst eftir að Danakonungur varð einvaldur 1662.
Siðaskipti 1550: dönsk/þýsk áhrif færast í vöxt • Skömmu fyrir siðaskipti hafði Jón Arason komið upp prentsmiðju á Hólum. Það var risastökk í bókagerð frá fjöðurstaf og bókfelli. • Í kjölfar siðaskipta var gerð sú krafa að almenningur fjárfesti í húslestrarbókum til heimanota. • Bækur voru áfram dýrar en guðsorðabækur voru þó keyptar á flest heimili.
Siðaskipti 1550: dönsk/þýsk áhrif færast í vöxt • Á Íslandi var rithefð fyrir siðaskipti. Biblían var þýdd á íslensku en ekki dönsku líkt og hefði mátt búast við. • Oddur Gottskálksson þýddi Nýja testamentið og var það prentað í Hróarskeldu árið 1540. • Guðbrandur Þorláksson biskup gaf svo biblíuna út í heild sinni á íslensku árið 1584. • Á 16. öld var því lagður grunur að málverndun seinni alda. Biblían varð grundvöllur kirkjumálsins.
Siðaskipti 1550: dönsk/þýsk áhrif færast í vöxt • Dönsk og þýsk áhrif náðu einungis að litlu leyti inn í daglegt mál manna og alþýðuskrifarar héldu sínu striki þótt embættismenn skrifuðu kansellístíl • Sjá bls. 69. • Sjálfstæðisbaráttan hófst á 19. öld og þá var reynt að víkja úr málinu ýmsum erlendum orðum og erlendum máláhrifum.
Hreintungustefna og nýyrðasmíð • Tungumál þurfa alltaf að endurspegla það umhverfi sem þau lifa í. Málnotendur verða að geta sagt það sem þeir hugsa um. • Sjá í þessu sambandi lýsingu sr. Ólafs Egilssonar á kameldýrum á bls. 70.
Hreintungustefna og nýyrðasmíð • Á 18. öld komu fram ýmsar nýjungar í tæknilegum efnum, s.s. gufuvélin og margvísleg tæki sem henni voru tengd. • Náttúruvísindum fleygði fram og á seinni hluta 18. aldar var farið að skrifa um slík efni. • Þetta var á sama tíma og upplýsingarstefnan festi rætur og málhreinsunar- og málverndunarsjónarmið skutu upp kolli.
Hreintungustefna og nýyrðasmíð • Á 19. öld reyndi svo aftur að marki á hæfni manna til að þýða útlend vísindatímarit um ný efni, rit sem fjölluðu um hluti og fyrirbæri sem Íslendingar almennt þekktu ekkert til. • Tímamót urðu í þessum efnum árið 1842 þegar út kom í Viðey Stjörnufræði Ursins sem Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur, þýddi. • Dæmi um orð sem hann bjó til og notaði í þessari þýðingu: • aðdráttarafl, sporbaugur, ljósvaki, hvolfspegill, jarðarmiðja.
Hreintungustefna og nýyrðasmíð • Fleiri dæmi um vel heppnuð nýyrði: • ál, útvarp, sjónvarp, þyrla, bjórkippa, flugdólgur, geisladiskur... • AIDS = sjálfunnin ónæmisbæklun • Orð sem nú til dags eru notuð um sjúkdóminn: eyðni, alnæmi. • Fyrri uppástungur: ínæming, óvar, næma, ónæmistæring, ót-veiki, ónæmisvisna, eisuveiki, varnarkröm, næming, ót-sýki, eyðsli, fjölnæmi, aðnæmi. • Páll Bergþórsson veðurfræðingur er höfundur nafnsins eyðni. • Læknar og samtök sjúklinga hallast hins vegar að orðinu alnæmi.
Íslenska á tækniöld • Á 20. öld dundu á tungumálinu alls konar tækninýjungar sem þörf krafði að talað væri um: • Togari, botnvarpa, útvarp, sjónvarp, tölva, lyklaborð, bendill, tölvupóstur, blogg, viðhengi o.s.frv. • Ekki hefur tekist að íslenska öll nýyrði nægilega vel; seifa (vista), downloda (hlaða niður), upgreida, updeita...
Hvað er slangur? • Slangur eða slanguryrði er þýðing á enska orðinu slang. • Slangur er óformlegt orðfæri sem er frábrugðið viðurkenndu málsniði. • Slanguryrði eru oft tengd ákveðnum hópum í samfélaginu sem nota þau sem sitt sérstaka mál. • Slangur einkennist af óvenjulegri orðmyndun, orðaleikjum og myndmáli og er fyrst og fremst talmál. • Unglingamál: sánd, að vera á eyrnasneplunum, sjitt, djönk... • Sjómannamál: lunning, lúkar, kasta (nótinni) • Íþróttamál: haffsent, senter, takkla, tippla, troða, pressa, dekka...
Hvað er slangur? • Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál kom út 1982. • Slangur af einhverju tagi hefur alltaf verið til í talmáli. • Í bréfum Jónasar Hallgrímssonar eru orðin fígúra og smekkur slanguryrði! • Slangur úreldist mjög hratt: • böst (húsrannsókn) • diskari (plötusnúður) • djúsaður (ölvaður) • efnilegur (sá sem átti dóp) • sardína (lögreglubíll)
Hvað er slangur? • Stundum er mjótt á munum milli slangurs og slettu. • Sletta er orð eða orðasamband sem sótt er í annað mál en á ekki viðurkenndan þegnrétt í nýja málinu. Sletta Nýyrði sjeik mjólkurhristingur hint vísbending OK ... Næs ...
Er íslenska að týnast á einvherjum sviðum þjóðlífisins? • Ýmis teikn eru á lofti sem vert er að gefa gaum: • Fjölmörg fyrirtæki á Norðurlöndum hafa gert starfsfólki sínu að nota ensku á vinnustað og heimasíður fyrirtækjanna eru á ensku. • Hér hafa fyrirtæki lengi borið útlend nöfn, einkum tískuverslanir (Vero Moda, Jack and Jones, Next Accessorize, Ice in a Bucket...) • Lesið brot úr viðtali við stjórnarformann íslensks fyrirtækis á bls. 75. Eruð þið sammála því sem þar kemur fram?