1.82k likes | 2.65k Views
ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði. Kennari: Eiríkur Rögnvaldsson Haustmisseri 2012. Viðfangsefni setningafræðinnar. Setningarleg einkenni orðflokka hvaða orðflokkar standa saman Gerð setningar og einstakra setningarliða reglur um röð og stigveldi orða og setningarliða
E N D
ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði Kennari: Eiríkur Rögnvaldsson Haustmisseri 2012
Viðfangsefni setningafræðinnar • Setningarleg einkenni orðflokka • hvaða orðflokkar standa saman • Gerð setningar og einstakra setningarliða • reglur um röð og stigveldi orða og setningarliða • Hlutverk setningarliða og vensl þeirra • frumlag, andlag, sagnfylling • Flokkun og einkenni setninga • aðalsetningar, aukasetningar - málsgreinar Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Einkenni orðflokka • Setningarleg einkenni • Beygingarleg og orðmyndunarleg einkenni • Merkingarleg einkenni • Lýsingarorð lýsa lifandi verum, hlutum eða fyrirbrigðum. • Hvernig eigum við að þekkja sögn eða sagnorð? Gerum okkur fyrst ljóst, að sögnin lýsir einhverju sem gerist eða segir til um ástand einhvers. Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Þetta er satt (lo.) Mér finnst gaman (no.) að læra Jón er leiðindapúki (no.) Ég er þyrstur (lo.) Sumir (fn.) eru farnir Hún kom í morgun (no.) Ég þekki engan slíkan (fn.) mann Þetta er sannleikur (no.) Mér finnst skemmtilegt (lo.) að læra Jón er leiðinlegur (lo.) Mig þyrstir (so.) Margir (lo.) eru farnir Hún kom í gær (ao.) Ég þekki engan svona (ao.) mann Hliðstæð merking - annar orðflokkur Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Beygingarleg og orðmyndunarleg einkenni • Súturinn toraði gúlið núrlegameð læru kífunni • no. so. no. ao. fs. lo. no. • -inn -aði -ið -lega með -u -unni • Súturinn spúfaði gúlið núrlega með læru toraði • Bakarinn bakaði brauðið fagmannlega á stóru plötunni • Strákurinn borðaði brauðið snarlega með grænu marmelaði Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Mismunandi einkenni orðflokka • Orðflokkar geta haft þrenns konar einkenni, þ.e. merkingarleg, beygingar- og orðmyndunarleg, og loks setningarleg. Menn hafa oft einblínt á merkingarlegar skilgreiningar og þær eru auðvitað ekki gagnslausar ef menn átta sig á takmörkunum þeirra. Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Nafnorð og lýsingarorð • Nafnorð • taka viðskeyttan greini • mynda iðulega kjarna nafnliða • taka oft með sér lýsingarorð • Lýsingarorð • geta staðið með nafnorðum • laga sig að nafnorðum sem þau standa með • geta tekið með sér atviksorð Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Atviksorð • Atviksorð - opnir flokkar • áhersluatviksorð - standa oft með lýsingarorðum • háttaratviksorð - fylgja oft sögnum eða sagnliðum • geta staðið sem ákvæðisorð með öðrum ao. • Lokaðir flokkar atviksorða • tíðaratviksorð (nú, þá, lengi, aldrei ...) • staðaratviksorð (heima, hérna, þarna, þar ...) • spurnaratviksorð (hvar, hvernig, hvenær ...) Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Sagnir • Sagnir í persónuháttum • standa í öðru sæti í setningum • talning miðuð við setningarliði, ekki orð • laga sig yfirleitt að frumlagi í persónu og tölu • nema frumlagið sé í aukafalli • Sagnir í fallháttum • haga sér á ýmsan hátt eins og fallorð • lh.þt. beygist t.d. í kynjum, föllum og tölum Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Óákveðin fornöfn • Óákveðin fornöfn minna mörg á lýsingarorð • allur er (nú) talið fn. en hálfur lo. • fyrir því má færa setningafræðileg rök • Allir þessir góðu kennarar eru málfræðingar. • *Þessir öllu kennarar eru málfræðingar. • ?*Hálfir þessir góðu kennarar eru málfræðingar. • Þessir hálfu kennarar eru málfræðingar. • ýmis hagar sér líka á margan hátt eins og lo. • Hinir ýmsu/*sumu menn. • Hinir ýmsustu/*sumustu menn. Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Grundvöllur orðflokkagreiningar • Skipting orða í orðflokka er „raunveruleg“ • endurspeglar málkunnáttu okkar • ekki bara tilbúningur málfræðinga • En málfræðingum getur skjátlast eins og öðrum • stundum eru rangir merkimiðar hengdir á orðin • sem endurspegla ekki hegðun þeirra og eðli • Í allri flokkun eru líka markatilvik • en það þarf ekki að þýða að flokkunin sé gölluð Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Lýsingarháttur nútíðar eða nafnorð? • Lýsingarháttur nútíðar • beygingarmynd sagna? • Stundum í stöðu no. og bætir við sig greini • Sækjandinn sótti málið af kappi en verjandinn varðist vel. • Beygingarmynd sagna (lh.nt.) „notuð sem“ no.? • hvað merkir það? • Eru þetta ekki bara nafnorð? Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Lýsingarháttur nútíðar eða atviksorð? • Atviksorð standa oft með lýsingarorðum: • Jósafat var ofsalega vondur. • Jósafat er alveg æðislega vitlaus. • Jósefína er aldeilis ofboðslega fögur. • Í þessa stöðu má setja lýsingarhátt nútíðar: • Jósafat var hoppandi vondur. • Jósafat er alveg gólandi vitlaus. • Jósefína er aldeilis æsandi fögur. • Eru þetta þá ekki atviksorð? Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Lýsingarháttur þátíðar eða lýsingarorð? • Sögn ekki alltaf til: • Þetta er alveg nýveiddur fiskur • so. *nýveiða ekki til • Maturinn var alveg ósnertur • so. *ósnerta ekki til • Dæmigerð lýsing á ástandi: • Ég var (dauð)hræddur/(pakk)saddur/(stór)hrifinn • Dæmigerð lýsing á athöfn: • Bókin var lesin/seld/lánuð Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Germynd eða þolmynd? • Stundum kemur hvorttveggja til greina • Rúðan var brotin (þegar ég kom að henni) • ástand, lo. • Rúðan var brotin (í búsáhaldabyltingunni) • athöfn, lh.þt. • Stundum sker fallið úr: • Búðinni var lokað (af eigandanum) klukkan sjö • fall helst, athöfn, lh.þt. • Búðin var lokuð (*af eigandanum) klukkan sjö • fall breytist, ástand, lo. Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Atviksorð eða lýsingarorð? • svona - atviksorð eða lýsingarorð? • Ég er svona stór • Hann er svona maður • Hvers vegna er rangt mál að segja: • Þannig mönnum er ekki treystandi? • fyrrum = fyrrverandi? • Vigdís var fyrrum/áður/lengi forseti Íslands • Ég hitti fyrrum forseta • ?Fyrrum forseti er staddur hér Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Tilvísunarfornöfn? • sem og er • beygjast ekki (eða taka a.m.k. engum breytingum) • öfugt við (önnur) fornöfn • standa ekki á eftir forsetningum • öfugt við (önnur) fornöfn • taka iðulega með sér að • eins og margar aukatengingar gera, en ekki fornöfn • standa alltaf fremst í aukasetningu • eins og aukatengingar verða að gera, en fæst fornöfn • eru ekki tilvísandi Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Forsetningar og atviksorð • Forsetningar og atviksorð eru skyldir flokkar: • „Forsetningar verða að atviksorðum þegar fallorð þeirra falla brott.“ • „Þegar atviksorð stýrir falli verður það að forsetningu.“ • „[O]rðin fram, heim, inn, út, upp, niður eru aldrei forsetningar í íslensku.“ • Á hverju hvíla þessar fullyrðingar? • er hægt að færa einhver rök fyrir þeim? Íslensk setningafræði og merkingarfræði
gera við Sveinn gerði við bílinn *Sveinn gerði bílinn við Sveinn gerði við hann *Sveinn gerði hann við ?Við bílinn gerði Sveinn fara til Sveinn fór til Jóns *Sveinn fór Jóns til Til Jóns fór Sveinn gera upp Sveinn gerði upp bílinn Sveinn gerði bílinn upp *Sveinn gerði upp hann Sveinn gerði hann upp *Upp bílinn gerði Sveinn taka til Sveinn tók til bækurnar Sveinn tók bækurnar til *Til bækurnar tók Sveinn Forsetningar, atviksorð, agnir? Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Sagnaragnir - agnarsagnir • Agnir eru sérstakur undirflokkur atviksorða. Þær líkjast atviksorðum að því leyti að þær stýra ekki falli og eru að því leyti frábrugðnar forsetningum. Þær eru líka ólíkar forsetningum að því leyti að þær mynda ekki sérstakan setningarlið með eftirfarandi fallorði og þær geta ekki staðið næst á undan fornafni. Merkingarleg sérkenni þeirra eru þau helst að þær mynda jafnan merkingarlega heild með sögnum. Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Háttaragnir - orðræðuagnir • Háttaragnir eru yfirleitt áherslulausar, standa jafnan næst á eftir sögn í persónuhætti og þær er yfirleitt ekki hægt að flytja fremst í setninguna. Þær hafa yfirleitt einhverja óljósa háttarmerkingu. • bara, jú, sko, nú • Þú ert nú meiri kjáninn • *Nú ert þú meiri kjáninn • Ég er sko handviss um þetta • *Sko er ég handviss um þetta Íslensk setningafræði og merkingarfræði
ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði Kennari: Eiríkur Rögnvaldsson Haustmisseri 2012
Rök fyrir formgerð • Skiptir orðaröð máli? • Colorless green ideas sleep furiously. • *Furiously sleep ideas green colorless. • Og á íslensku: • Litla barnið missti snuðið sitt á gólfið • *Gólfið snuðið missti sitt barnið á litla • Setningar skiptast í hluta • [Litla barnið] [missti] [snuðið sitt] [á gólfið] Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Tvenns konar flokkun setningarliða • Gerð/eðli liða • ræðst af aðalorði og ákvarðar setningarstöðu • nafnliður • sagnliður • lýsingarorðsliður • Hlutverk liða • ræðst af venslum við aðra liði í setningu • frumlag • andlag • sagnfylling Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Merkingarleg rök fyrir setningarliðum • Hvað á saman? • Ég hitti [Jóhannes í Bónus] • Ég hitti [Jóhannes] [í Krónunni] • Ég hitti [Jóhannes í Bónus] [í Krónunni] • ??Ég hitti [ömmu] [í Bónus] [í Krónunni] • Ég hitti [ömmu á Laufásveginum] [á Laugaveginum] • [Í Bónus] hitti ég Jóhannes • [Jóhannes í Bónus] hitti ég Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Færsla orðaruna • Oft er hægt að færa orðarunu innan setningar: • Ef unnt er að flytja setningarbút til í einu lagi hlýtur þar að vera um að ræða sérstakan setningarlið. • Ef tiltekin orðaruna í setningu myndar ekki sér-stakan lið er ekki hægt að flytja hana til í einu lagi. • Orðaruna getur verið liður þótt ekki sé hægt að færa hana til • það geta verið aðrar ástæður fyrir hömlum á færslu Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Innstunga í liði • Ekki er hægt að stinga neinu inn í lið • Ég hitti [litlu stúlkuna með eldspýturnar] áðan • *Ég hitti litlu áðan stúlkuna með eldspýturnar • *Ég hitti litlu stúlkuna áðan með eldspýturnar • *Ég hitti litlu stúlkuna með áðan eldspýturnar • En samt • Ég hitti áðan litlu stúlkuna með eldspýturnar • Þýðir það að sagnliður sé ekki til? Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Rök fyrir setningarliðum - yfirlit • Merkingarlegar vísbendingar • Tilfærslur liða (aðeins má færa liði) • Innstunga í liði (á að vera ótæk) • Umröðun innan liða (erfiðari en umröðun liða) • Tengimöguleikar setningarbúta við þekkta liði Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Kröfur til setningafræðilegrar greiningar • Að hún sýni setningarleg einkenni orðflokka • Að hún lýsi þeim reglum sem gilda um orðaröð • Að hún sýni gerð setningarliða • hvað hangir saman og hvernig það tengist Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Orðaröð • Orðaröð getur merkt tvennt: • Röð orða innan setningarliða • fs. á undan no., óákv. fn. - ábfn. - to. - lo. - no ... • Röð setningarliða innan setninga • sögn í öðru sæti Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Liðgerðarreglur • Liðgerðarreglur skilgreina leyfilegar formgerðir • S --> NL SL (FL/AL) • SL --> so (NL/FL) • NL --> (LL) no (FL) NL --> fn • LL --> (AL) lo (NL/FL) • FL --> (AL) fs NL • Al --> (AL) ao • ÁL --> (ML) áfn/gr (NL) • ML --> ófn Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Flöt formgerð - stigveldisformgerð • Stigveldisformgerð sýnir hvað á saman • [mjög skemmtileg] bók • Hríslumyndir eru aðferð til að sýna þetta • en ekki markmið í sjálfu sér • Einnig má nota hornklofa • en erfiðara að lesa úr þeim Íslensk setningafræði og merkingarfræði
ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði Kennari: Eiríkur Rögnvaldsson Haustmisseri 2012
Stigveldisformgerð - X’-kerfið • Grunngerð setningarliða: • höfuð (head; skyldubundið) • fylliliður (complement; valfrjáls) • ákvæðisliður (specifier; valfrjáls) • Tvígreining (binary branching) • X’ → X (ZL) XL • XL →(YL) X’ (YL) X’ • X (ZL) Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Tengsl sagnar og andlags • Sagnliður? • Allir munufá góða einkunn í þessu verkefni • Í þessu verkefni munu allir fá góða einkunn • *Í þessu verkefni munufá allir góða einkunn • Í þessu verkefni fá allir góða einkunn • Tilgáta: • Þegar hjálparsögn er í setningu myndar aðalsögn sérstakan setningarlið með andlagi sínu. Þegar engin hjálparsögn er í setningu myndar aðalsögn ekki sérstakan lið með andlagi sínu Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Beygingarliður • Staða setningaratviksorða • Ég hef oft lesið þessa bók • Ég heflesið þessa bók oft • *Ég hef lesið oft þessa bók • Ég las oft þessa bók • Ég las þessa bók oft • Auknar og endurbættar liðgerðarreglur • SL → so (NL) (NL/FL) • BL → NL B (AL) SL Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Sagnfærsla í beygingarhaus • Færsla sagnar úr sagnlið í beygingarhaus • BL • NL B SL • no. so. SL • so. NL • no. • Stelpan hefur lesið bókina • Beygingarliður = setning • B er eins konar miðpunktur setningarinnar Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Nafnliðir • Ákvæðisorð nafnliða • Allir þessir fjörutíu skemmtilegu nemendur • ófn. áfn. to. lo. no. • Fylliliðir með nafnorðum • Jóhannes [í Bónus] • Vandamál [nýja ráðherrans] • eignarfallseinkunn • Bíllinn minn - Minn bíll • Vinur [minn][frá Ísafirði] - *Vinur [frá Ísafirði][minn] Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Fornöfn sem aðalorð nafnliða • Fornöfn eru oft aðalorð nafnliða • þau taka ekki með sér ákvæðisorð • Forsetningarliðir geta verið fylliliðir fornafna • Þau á Bylgjunni hringdu í mig • Hann (þarna) frá ráðuneytinu er kominn • Flestar tegundir fornafna geta verið aðalorð • Hver er kominn? • Þetta er góð bók • Minn(s) er næstur Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Lýsingarorðsliðir • Lýsingarorðsliðir sem ákvæðisliðir - einkunnir • Þetta er [alveg ofboðslega frægur] maður • Lýsingarorðsliðir sem sagnfyllingar • Hann er [alveg ofboðslega frægur] • Mörg lýsingarorð geta staðið saman • Ég á fallega gamla gráa gatslitna úlpu • Fylliliðir lýsingarorða - NL og FL • Hann er [líkur [pabba sínum] • Hún var [góð [við systur sína] Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Sagnliður • Aðeins ein sögn í setningu er persónubeygð • Hann mun ekki hafa verið barinn • *Hann mun hafa ekki verið barinn • *Hann mun hafa verið ekki barinn • *Hann mun hafa verið barinn ekki • Sum atviksorð geta staðið aftan við sagnlið • Hann mun oft hafa verið barinn • *Hann mun hafa oft verið barinn • *Hann mun hafa verið oft barinn • Hann mun hafa verið barinn oft Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Sagnliðir með tveimur nafnliðum • Atviksorð ganga ekki inni í tveggja NL sagnlið • Ég hef oft gefið Sveini peninga • *Ég hef [gefið oft Sveini peninga] • *Ég hef [gefið Sveini oft peninga] • Öðru máli gegnir þegar engin hjálparsögn er • Ég gef oft Sveini peninga • Ég gef Sveini oft peninga • Sagnir virðast geta tekið tvö andlög í SL Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Sagnliðir með nafnlið og forsetningarlið • Sama máli gegnir þegar sögn tekur NL og FL • Ég hef stundum stungið lyklunum í vasann • *Ég hef stungið stundum lyklunum í vasann • *Ég hef stungið lyklunum stundum í vasann • En allt í lagi þegar engin hjálparsögn er • Ég sting stundum lyklunum í vasann • Ég sting lyklunum stundum í vasann • Forsetningarliður virðist geta verið hluti SL Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Tegundir sagnliða • Sagnliðir geta verið af ýmsu tagi • so grátið • so NL lesið bókina • so NL NL gefið stráknum bolta • so NL FL lagt bókina á borðið • so SL vera að lesa bókina • Sagnfylling með andlagi • Vésteinn málaði bílinn rauðan • Ráðherra skipaði Guðmund sýslumann Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Mismunandi staða atviksorða • Sum standa með lýsingar- eða atviksorðum • mjög góður, ákaflega illa • Sum eiga við setninguna í heild • ekki, aldrei, sjaldan, stundum • Sum eiga við sagnliðinn • vel, illa, vandlega • Sum vísa til staðar eða tíma eins og FL • þar, þá Íslensk setningafræði og merkingarfræði
ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði Kennari: Eiríkur Rögnvaldsson Haustmisseri 2012
Andlag • Björn Guðfinnsson 1943 • Andlag er fallorð, fallsetning eða bein ræða í aukafalli sem stýrist af áhrifssögn • Hvað einkennir andlög setningafræðilega? • þurfum við að reiða okkur á fallið? • Verða frumlög í þolmynd (með undantekningum) • (Einhver) barði Svein - Sveinn var barinn • Taka andlagsfærslu (með ákveðnum skilyrðum) • Ég las ekki bókina - Ég las bókina ekki Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Andlög og aukafallsliðir • Eru öll aukafallsorð á eftir sögnum andlög? • María gekk ganginn á enda • María gekk hröðum skrefum • Jón talar hárri röddu • Sveinn þakti kökuna súkkulaði • Sumir slíkir liðir eru aukafallsliðir • háttarþágufall segir hvernig eitthvað er gert • tækisþágufall segir með hverju eitthvað er gert Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Sagnfylling - skilgreining • Indriði Gíslason 1983 • Sagnir, sem ekki taka með sér andlag, nefnast áhrifslausar sagnir. Meðal þeirra eru sagnirnar að vera og verða, heita og þykjast ... Fallorðin, sem með þeim standa (í nefnifalli) eru kölluð sagnfyllingar. • Bæði nafnliðir og lýsingarorðsliðir • Jón er bóndi • María er skemmtileg Íslensk setningafræði og merkingarfræði
Sagnfylling • Nafnliður sem sagnfylling er ekki tilvísandi • alltaf vísað til hans með hlutlausu fornafni • þ.e. hk. það en hvorki hann né hún • þannig er einnig vísað til lýsingarorðssagnfyllinga • Sagnfylling er í nf. þótt frumlag sé í aukafalli • Mér er kalt • Undantekning er þó til • Ég tel Svein vera hraustan Íslensk setningafræði og merkingarfræði