290 likes | 894 Views
Íslenskar bókmenntir til 1550 Kveðskaparöld, bls. 7-18. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Inngangur. Kveðskaparöld: frá upphafi (um 800) -1100 Eddukvæði og dróttkvæði Sagnaritunaröld: 1100-1350 Forn íslensk sagnaritun Miðöld: 1350-1550 T.d. rímur og dansar.
E N D
Íslenskar bókmenntir til 1550Kveðskaparöld, bls. 7-18 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl303 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Inngangur • Kveðskaparöld: frá upphafi (um 800) -1100 • Eddukvæði og dróttkvæði • Sagnaritunaröld: 1100-1350 • Forn íslensk sagnaritun • Miðöld: 1350-1550 • T.d. rímur og dansar
Kveðskaparöld (800-1100)Varðveisla • Það sem við vitum um norrænan kveðskap frá kveðskaparöld er úr handritum frá 12., 13. og 14. öld. • Margt er á huldu um þessar bókmenntir enda verður ekki fullyrt að neitt kvæði frá þessum tíma sé varðveitt í frumriti. • Mörg kvæði eru einungis varðveitt í enn yngri handritum.
Varðveisla • Íslendingar fóru ekki að nota latneska stafrófið að marki fyrr en upp úr 1100 og er talið að þangað til – og jafnvel mun lengur – hafi kvæðin geymst í minni manna (munnleg geymd). • Kvæðin bera sjálf vott um þetta; mörg þeirra eru mjög ruglingsleg og sum aðeins til í brotum.
Varðveisla • Norrænir menn þekktu reyndar rúnir frá fornu fari en þær höfðu Germanir fengið frá Rómverjum eða Grikkjum. • Til eru ýmsar gerðir af rúnaletri en rúnir voru ekki nákvæm hljóðtákn. • Á Íslandi hafa ekki fundist eldri menjar um rúnir en frá 12. öld. Landnemar hafa þó vafalítið kunnað skil á þessari leturgerð.
Varðveisla • Flestir fræðimenn telja að rúnaletur hafi aldrei verið notað til þess að skrá bókmenntir. • Líklega hafa þær einungis verið notaðar til þess að fremja galdur og í grafskrift. • Menn eru þó ekki sammála um þetta, sbr. miklar leifar rúnaleturs í Bergen.
Varðveisla • Hinn forni kveðskapur Íslendinga er aðeins varðveittur með latínuletri og nær eingöngu á íslenskum skinnhandritum, þeim elstu frá 13. öld.
Eddukvæði og dróttkvæði • Kveðskap frá kveðskaparöld er skipt í 2 meginflokka: eddukvæði og dróttkvæði. • Eddukvæðin fjalla um heiðin goð og löngu liðnar hetjur og í sumum þeirra er margs konar lífsspeki aðalinntakið. • Um höfunda eddukvæða er ekki kunnugt. • Eddukvæðin eru ort undir einfaldari háttum en dróttkvæðin og ljóðmál þeirra einfaldara.
Eddukvæði og dróttkvæði • Dróttkvæðin eru lofkvæði um konunga eða aðra höfðingja sem í flestum tilvikum voru á lífi þegar kvæðin voru ort, ellegar nýdánir. • Flestir höfundar dróttkvæða eru nafngreindir. • Bragarhátturinn er yfirleitt flókinn og vísurnar oft torskildar.
Eddukvæði og dróttkvæði • Í fáeinum tilvikum eru skilin á milli eddukvæða og dróttkvæða óljós. • Í sumum samsvarar formið eddukvæðum en efnið dróttkvæðum (Haraldskvæði, Eiríksmál og Hákonarmál). • Önnur fjalla um goð og fornar hetjur eins og eddukvæðin en eru ort undir háttum dróttkvæða. Kvæði af þessu tagi eru flokkuð með dróttkvæðum.
Eddukvæði og dróttkvæði • Bæði eddukvæði og dróttkvæði voru ort í Noregi áður en Ísland byggðist. Þar hefst því íslensk bókmenntasaga. • Einnig er hér að nokkru leyti um að ræða samgermanskan bókmenntaarf.
Eddukvæði - Varðveisla • Aðalhandrit eddukvæðanna er skinnbók sem á latínu nefnist Codex Regius (þ.e. Konungsbók).
Eddukvæði - Varðveisla • Handritið er íslenskt frá síðari hl. 13. aldar. Ferill þess er ókunnur þar til það komst í eigu Brynjólfs Sveinssonar biskups árið 1643. Brynjólfur kallaði bókina Eddu Sæmundar fróða og af bréfi sem hann skrifaði vini sínum er ljóst að hann hefur talið að Sæmundur fróði (1056-1133) hafi safnað kvæðunum. • Fræðimenn draga þó í efa að Sæmundur fróði hafi átt þarna nokkurn hlut að máli en nafnið festist við bókina og önnur kvæði af sama toga þótt þau væru úr öðrum handritum (eddukvæði).
Eddukvæði - Varðveisla • Árið 1663 gaf Brynjólfur Friðriki konungi III skinnbókina og var hún geymd í Gamla-safni í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn þar til Danir gáfu Íslendingum bókina aftur 1971. • Nú er hún geymd í Árnagarði í Rvk. Í hana vantar 8 blöð en hún er eigi að síður eitt dýrmætasta handrit okkar Íslendinga.
Eddukvæði - Varðveisla • Annað merkasta eddukvæðahandritið er í Árnasafni (AM 748 4to). • Í þessu handriti eru 7 kvæði. Sex þeirra eru einnig í Konungsbók en eitt, Baldursdraumur, hefur ekki varðveist annars staðar. • Handrit þetta er íslenskt og talið ritað um 1300. Skyldleiki þess við Konungsbók er auðsær og er talið að sama handrit liggi þeim báðum til grundvallar en það handrit er nú glatað. • Nokkur eddukvæði eru geymd í öðrum handritum.
Eddukvæði - Varðveisla • Röð kvæðanna í Konungsbók er í grófum dráttum þessi: • Völuspá sem er yfirlitskvæði • Hávamál sem er speki- eða heilræðakvæði • Tvö Óðinskvæði: • Vafþrúðnismál • Grímnismál • Skírnismál • Fjögur kvæði þar sem Þór kemur mest við sögu: • Hárbarðsljóð (fjalla einnig um Óðin) • Hymiskviða • Lokasenna • Þrymskviða • Völundarkviða sem er hetjukvæði • Alvíssmál þar sem Þór er aðalpersóna
Eddukvæði - Varðveisla • Þá taka við hetjukvæði. Þau hefjast á kvæði um Helga Hundingsbana og nafna hans Hjörvarðsson en næst eru kvæði um Sigurð Fáfnisbana, æsku hans og hjónaband með Guðrúnu Gjúkadóttur en þar kemur Brynhildur Buðladóttir einnig við sögu. • Síðan segir frá falli Sigurðar, hjónabandi Guðrúnar og Atla Húnakonungs, svikum Atla við Gjúkunga, bræður Guðrúnar, og falli hans. Kvæðabálknum lýkur á því er synir Guðrúnar, Sörli og Hamdir, hefna Svanhildar systur sinnar á Jörmunrek Gotakonungi.
Eddukvæði - Varðveisla • Þrjú rit fjalla um sama efni og eddukvæðin og eru samin upp úr þeim: • -Merkast er Snorra-Edda en í henni eru kvæðin Völuspá, Vafþrúðnismál og • Grímninsmál lögð til grundvallar. • -Þá er Völsungasaga samin upp úr mörgum hetjukvæðum Eddu. • -Þriðja ritið er Norna-Gests þáttur (prentaður í Fornaldarsögum Norðurlanda).
EddukvæðiForn kvæði skyld eddukvæðum • Eddica minora (Edda hin minni, 1903) er sérstök útgáfa sem hefur að geyma kvæði sem svipar að mörgu til hetjukvæða Eddu en hafa þó ekki verið tekin með í útgáfur eddukvæða (að undanskildum Gróttasöng). Í eddu hinni minni eru: • -Bjarkamál (brot) • -Víkarsbálkur • -Krákumál • -Hervararkvæði • -Dánaróður Hjálmars hugumstóra • -Darraðarljóð (úr Njálu) • o.fl.
EddukvæðiGermönsk arfleifð • Rannsóknir hafa leitt í ljós að náinn skyldleiki er á milli hins norsk-íslenska kveðskapar og hinna elstu kvæða sem varðveist hafa hjá þeim nágrannaþjóðum sem skyldust mál tala.
Eddukvæði - Germönsk arfleifð • Eitt slíkt sameiginlegt einkenni er stuðlasetningin en hún setti mjög svip sinn á kveðskap allra germanskra þjóða. • Þetta einkenni hvarf smám saman með tilkomu endarímsins. • Íslendingar hafa einir varðveitt stuðlana til þessa dags.
Eddukvæði - Germönsk arfleifð • Dæmi um þýsk stuðluð kvæði: • Hildibrandskvæði; hetjukvæði sem svipar um margt til eddukvæða • Heliand; langt kristilegt kvæði sem fjallar um líf Jesú. • Stuðlaður kveðskapur dó líklega út í Þýskalandi á 9. öld.
Eddukvæði - Germönsk arfleifð • Dæmi um stuðluð kvæði frá Englandi: • Bjólfskviða; heiðið hetjuljóð, ort á engilsaxnesku, atburðirnir gerast á Norðurlöndum. • Kvæði um Finnbogabardaga (brot) • Að öðru leyti eru ljóðin mest um kristileg efni og voru ort þar allt fram á 15. öld.
Eddukvæði - Germönsk arfleifð • Frá Danmörku og Svíþjóð eru einnig varðveittar stuðlaðar vísur á rúnasteinum. • Í vísunum er borið lof á þann sem steinninn er reistur. • Talið er að í Noregi hafi stuðlasetning lagst niður á 13. öld.
Eddukvæði - Germönsk arfleifð • Annað sem sýnir skyldleika enskra, þýskra og norrænna fornkvæða er svipað málfar, orðaval og framsetning. Dæmi: • Edda: • Sonur nefndur erfi-vörður • sitja sumbli at • Heliand: • erbiward • sittan at symble • Bjólfskviða: • yrfe-weard • sittan to symble
Eddukvæði - Germönsk arfleifð • Samkenni af þessu tagi sýna að um bókmenntalegan skyldleika er að ræða; þau er ekki hægt að skýra með skyldleika málanna einum saman.