210 likes | 368 Views
Upphafið, núið og framtíð Evrópu og Evrópuréttar. Upphafið. Meginland Evrópu í rúst eftir lok seinni heimsstyrjaldar Marshall-áætlunin Schuman-áætlunin Varnarbandalag Evrópu (European Defence Community) Kola- og stálbandalagið (ECSC) Evrópubandalagið (EC) og EURATOM. Yfirlýsing Schumanns.
E N D
Upphafið • Meginland Evrópu í rúst eftir lok seinni heimsstyrjaldar • Marshall-áætlunin • Schuman-áætlunin • Varnarbandalag Evrópu (European Defence Community) • Kola- og stálbandalagið (ECSC) • Evrópubandalagið (EC) og EURATOM
Yfirlýsing Schumanns World peace can only be safeguarded if constructive efforts are made proportionate to the dangers that threaten it. … France, by advocating for more than twenty years the idea of a united Europe, has always regarded it as an essential objective to serve the purpose of peace. … With this aim in view, the French government proposes to take immediate action on one limited but decisive point. The French government proposes that Franco-German production of coal and steel be placed under a common ‘high authority’ within an organization open to the participation of the other European nations. … [This] will lay the first concrete foundation for a European federation, which is so indispensable for the preservation on peace.”
Undirstaða evrópskrar samvinnu byggist á þremur samningum: • Stofnsamningur Efnahagsbandalags Evrópu (European Economic Community – EEC) og stofnsamningur kjarnorkubandalags Evrópu (European Atomic Energy Community (Euratom)), undirritaður 25. mars 1957 og gengu í gildi 1. janúar 1958 • Stofnsamningur Evrópusambandsins (European Union – EU), undirritaður í Maastricht 7. febrúar 1992 og gekk í gildi 1. nóvember 1993 • Stofnsamningur kola- og stálbandalags Evrópu (European Coal and Steel Community – ECSC), undirritaður 18. apríl 1951 í París, tók gildi 23. júlí 1952 og féll úr gildi 23. Júlí 2002
Breytingar á stofnsamningum • Samrunasamningurinn, undirr. íBrussel 8. apríl 1965 og gekk í gildi 1. júlí 1967; stofnanir EB, þ.e. Ráðherraráð EB og framkvæmdastjórn EB urðu þær sömu fyrir bandalögin þrjú • Einingarlög Evrópu, (The Single European Act (SEA)), undirr. í Lúxemborg og Haag og gengu í gildi 1. júlí 1987; aðlögun stofnsamninga til að koma á innri markaði EB
Breytingar á stofnsamningum • Samningurinn um Evrópusambandið, undirr. í Maastricht 7. febrúar 1992 og gekk í gildi 1. nóvember 1993. Sá samningur breytt nafni EEC í EC (EB). Komið var á fót regluverki um samvinnu á sviði utanríkis- og öryggismála, en einnig í refsi- og lögreglumálum. Samningurinn kom þar með á þremur “stoðum” og tekur hugtakið “Evrópusambandið” til þeirra allra.
Evrópusambandið Evrópubandalagið Viðfangsefni: innri markaður (sbr. samkeppnismál og utanríkisviðskipti); landbúnaður; efnahags- og myntsamband; málefni innflytjenda, hælisveiting, áritanir Ákvarðanataka: yfirþjóðleg Sameiginleg utanríkis- og öryggismál Viðfangsefni: sameiginlegar aðgerðir til að tryggja öryggi sambandsins og aðildarríkja þess; varðveita frið; stuðla að alþjóðlegri samvinnu Ákvarðanataka: aðallega milli ríkja Lögreglusamvinna og lagaleg samvinna í refsimálum Viðfangsefni: alþjóðleg brotastarfsemi; samræming laga á sviði refsiréttar; samvinna lögreglu- og tollyfirvalda Ákvarðanataka: yfirleitt milli ríkja
Breytingar á stofnsamningum • Amsterdamsamningurinn, undirr. 2. október 1997 og gekk í gildi 1. maí 1999. Helsta er að Schengen samstarfið var fært undir EU og númer á ákvæðum EB og EU samninganna var breytt • Nicesamningurinn, undirr. 26. febrúar 2001 og gekk í gildi 1. febrúar 2003. Með honum var lagður grunnur að stækkun EU í austurátt
Stjornarskráin • febrúar 2002 – undirbúningsvinna hefst • júní 2003 – drög lögð fram á ES fundi • desember 2003 – fundur æðstu ráðamanna nær ekki samkomulagi • maí 2004 – ES stækkað í 25 ríki • júní 2004 – samningar tókust um orðalag • október 2004 – undirritun • nóvember 2006 – gildistaka
Evrópusambandið • er tilraun sem er í sífelldri þróun, áframhaldandi ferill án skilgreinds endamarkmiðs; • er kerfi þar sem valdi er skipt á milli aðila og sem ber þess merki að verða sífellt flóknara með síauknum fjöldi þátttakenda; • eru samtök með víðtækt viðfangsefni og stórhuga markmið en takmörkuð úrræði til að ná þeim
Ísland í evrópusamstarfi • EFTA stofnað 1960 – Ísland aðili 1970 • Fríverslunarsamningur við EB 1972 • EES – samningur undirritaður í Óportó 2. maí 1992 og tók gildi 1. janúar 1994
Lögleiðing EES samningsins • EES-samningurinn er þjóðréttarsamningur • Tvíeðli landsréttar og þjóðaréttar • Í bókun 35 segir að stefnt sé að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins. Síðari hluti bókunar 35: • Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annara settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum
Lögleiðing EES samningsins • Reglur hins evrópska efnahagssvæðis verða ekki að innanlandsrétti nema þær hafi verið teknar þar upp í samræmi við reglur íslenskrar stjórnskipunar • 1. og 2. gr. laga nr. 2/1993 • Í 2. gr. EES samningsins segir að hugtakið „samningur“ taki til meginmál samningsins, bókana við hann og viðauka auk þeirra gerða sem þar er vísað til • Í 119. gr. EES samningsins segir að viðaukar, svo og gerðir sem vísað er til í þeim og aðlagaðar eru vegna EES samningsins, skulu auk bókana vera óaðskiljanlegur hluti samningsins
Lögleiðing EES samningsins • 3. gr. laga nr. 2/1993 segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja • 7. gr. samnings um EES Gerðir sem vísað er til eða er að finna í viðaukum við samning þennan, eða ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar, binda samningsaðila og eru þær eða verða teknar upp í landsrétt sem hér segir: a. gerð sem samsvarar reglugerð EBE skal sem slík tekin upp í landsrétt samningsaðila; b. gerð sem samsvarar tilskipun EBE skal veita yfirvöldum samningsaðila val um form og aðferð við framkvæmdina.
Lögleiðing EES samningsins • Allar réttarheimildir EB, bindandi og óbindandi, auk dóma ECJ eru lagðar til grundvallar í EES samningnum • Réttaráhrif gerða í EES-samningnum fara eftir því hvernig til þeirra er vísað í viðaukum með samningnum. Afleidd löggjöf EB á þeim sviðum sem EES samningurinn tekur til, er yfirfærð í EES samninginn með tilvísunum sem settar eru upp í lista í viðaukum við samninginn • greint er á milli bindandi og óskuldbindandi gerða • Bókun 1 um altæka aðlögun • Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 • Skýrsla nefndar um lögleiðingu EES gerða frá 16. september 1998
Einsleitni á evrópska efnahagssvæðinu • 6. gr. EES og 1. og 2. mgr. 3. gr. ESE hafa einsleitni að markmiði sínu, þ.e. að tryggja samræmi í framkvæmd, beitingu og skýringu sameiginlegra reglna innan alls Evrópska efnahagssvæðisins • “STEFNA AÐ ÞVÍ, með fullri virðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna, að ná fram og halda sig við samræmda túlkun og beitingu samnings þessa og þeirra ákvæða í löggjöf bandalagsins sem tekin eru efnislega upp í samning þennan...”
Einsleitni á evrópska efnahagssvæðinu 6. gr. EES samningsins Með fyrirvara um þróun dómsúrlausna í framtíðinni ber við framkvæmd og beitingu ákvæða samnings þessa að túlka þau í samræmi við úrskurði dómstóls Evrópubandalaganna sem máli skipta og kveðnir hafa verið upp fyrir undirritunardag samnings þessa, þó að því tilskildu að þau séu efnislega samhljóða samsvarandi reglum stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmála Kola- og stálbandalagsins og gerðum sem samþykktar hafa verið vegna beitingar þessara tveggja sáttmála.
Einsleitni á evrópska efnahagssvæðinu 2. mgr. 3. gr. ESE Við túlkun og beitingu EES-samningsins og samnings þessa skulu eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstóllinn taka tilhlýðilegt tillit til þeirra meginreglna sem mælt er fyrir um í viðkomandi úrskurðum dómstóls Evrópubandalaganna sem kveðnir eru upp eftir undirritunardag EES og varða túlkun þess samnings eða reglna í stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmála Kola- og stálbandalags Evrópu, að því tilskildu að þær séu efnislega samhljóða ákvæðum EES-samningsins ...
Hvað er EES samningurinn? • milliríkjasamningur sem lýtur meginreglum þjóðréttar, og fæli ekki í sér afsal fullveldis af hálfu EFTA ríkjanna. Grunnreglur um beina réttarverkan og forgangsáhrif eiga því ekki við. • samningur sem skýra á til samræmis við það hlutverk sitt að stuðla að einsleitni milli reglna innri markaðar bandalagsins og efnahagssvæðisins. Grunnreglur bandalagsréttar eiga við um EES samninginn að meira eða minna leyti þannig að þegna EFTA ríkjanna njóta sömu efnislegu réttinda og þegna aðildarríkja EB.