140 likes | 432 Views
Lögjöfnun og gagnályktun. Hugtakið. Gríska orðið analogia (e. analogy, fr. analogie) vísar til þess að eitt tilvik sé sambærilegt öðru (analogous, analogue) Rökstuðningur með vísan til analogiu grundvallast á því að ef eitthvað gildi um X, þá hljóti það sama gilda um Y, ef Y er sambærilegt X
E N D
Hugtakið • Gríska orðið analogia (e. analogy, fr. analogie) vísar til þess að eitt tilvik sé sambærilegt öðru (analogous, analogue) • Rökstuðningur með vísan til analogiu grundvallast á því að ef eitthvað gildi um X, þá hljóti það sama gilda um Y, ef Y er sambærilegt X • Y er m.ö.o. jafnað til X vegna þess að það er eðlisskylt eða samkynja X
Analogia og reglur • Fullyrðingar með vísan til analogiu er vel þekktur í almennri heimspeki, guðfræði, listum, o.fl. • Hægt er að beita reglum á grundvelli analogiu • Tilviki, sem fellur ekki undir reglu, er þá jafnað til tilviks sem fellur undir regluna • Analogia á sviði laga er kölluð lögjöfnun • Lagareglu er beitt um ólögfest tilfelli, sem samsvarar efnislega til þeirra, sem rúmast innan lagareglunnar • Almennt er einungis talað um lögjöfnun með vísan til settra réttarreglna
Skilyrði lögjöfnunar • Sérstök sjónarmið gilda um notkun analogiu um lagareglur • Almennt er viðurkennt að til að lögjöfnun komi til greina verði eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt • Að tilvik sé ólögákveðið • Að tilvik sé efnislega sambærilegt því sem rúmast innan ákvæðis
Tilvik er ólögfest • Kanna þarf hvort einhverjar réttarreglur gildi um tilvik • Skýra þarf ákvæði sem til stendur að lögjafna frá - e.t.v. rúmast tilvikið innan ákvæðisins samkvæmt rýmkandi skýringu og tilvikið er þá ekki ólögfest • Kanna þarf hvort önnur ákvæði eða óskráðar reglur gildi um tilvik - ef svo er þá er tilvikið ekki ólögfest • Tilvik er ekki ólögfest ef það lýtur settum ákvæðum, venjum eða fordæmi • Sjá dóma í D.Þ.B.
Tilvik er efnislega sambærilegt • Mat á sambærileika lýtur að því hvort sömu rök eigi við um hið ólögfesta tilvik og það sem rúmast innan reglu • Eiga sömu rök við um óvígða sambúð og hjúskap? • Eiga sömu rök við um fasteigna- og lausafjárkaup • Sjá dóma í D.Þ.B.
Frá hvaða reglum verður lögjafnað • Krafan um að sömu rök eigi við um tilvik leiðir til þess að regla verður að eiga við hið ólögfesta tilvik samkvæmt rökum sínum • Með öðrum orðum verður lagaákvæði að fela í sér meginreglu • Ef ákvæði felur í sér undantekningarreglur er meginreglan látin gilda um hið ólögfesta tilvik • Gagnályktað er frá undantekningarákvæðinu • Sjá dóma í D.Þ.B.
Lögjöfnun og meginreglur laga • Lögjöfnun gefur til kynna að tvö tilvik lúti sömu meginreglu • Í stað þess að beita ákvæði með lögjöfnun má allt eins beita því samkvæmt rökum sínum, grunnreglu sem felst í því, meginreglu sinni • Sjá t.d. H 1966:54 (arnardómur) • Beiting meginreglu, sem styðst við einstakt ákvæði, er náskyld lögjöfnun
Fullkomin lögjöfnun • Hefur fyrst og fremst þýðingu vegna 1. gr. HGL og 69. gr. STS • Felur í sér að gera verður meiri kröfur en ella til þess að tilvik séu efnislega sambærileg • Spurning hvort rýmkandi lögskýring gæti hér ekki ætíð komið í stað lögjöfnunar • Álitaefni hvort fullkomin lögjöfnun sem refsiheimild samrýmist 7. gr. MSE
Réttarheimildarleg staða lögjöfnunar • Víkur fyrir settum lögum, venju og fordæmi • Lögjöfnun frá ákvæði STS telst ekki til grunnlaga • Telst ekki til laga í stjórnlagafræðilegri merkingu - fullnægir ekki áskilnaði STS um sett lög • Um lögjöfnun á sviði refsiréttar gilda sérstök sjónarmið
Hver eru mörkin á milli lögjöfnunar og rýmkandi lögskýringar? • Fer eftir því hvað við álítum efnislegt inntak ákvæðis vera samkvæmt almennt viðurkenndri lögskýringu • Ef komið er út fyrir efni ákvæðis samkvæmt lögskýringu er um lögjöfnun að ræða ef reglu ákvæðisins er samt sem áður beitt • Hugleiði t.d. lausafjárkaup og óvígða sambúð - Hefði verið hægt að fella þessi tilvik undir ákvæði með rýmk. lögsk?
Gagnályktun • Ef tilvik verður ekki fellt undir ákvæði getur það verið grundvöllur ályktunar um: • Að einhver önnur regla gildi um tilvik - lögjöfnun er þá m.ö.o. hafnað • Að gagnstæð regla gildi um tilvik • Yfirleitt er talað um gagnályktun þegar ályktað er um gagnstæða reglu • T.d. ef eitthvað er ekki bannað skv. lögum, þá er það leyfilegt skv. lögum
Hvenær er gagnályktun tæk? • Tilvik er ólögfest - verður hvorki fellt undir reglu, sem gagnálykta á frá, né aðrar reglur • Skilyrði til lögjöfnunar ekki uppfyllt • Ólögfest tilvik er ekki efnislega sambærilegt því sem fellur innan ákvæðis - rök standa ekki til þess að það lúti sömu reglu heldur gagnstæðri • Ef ákvæði felur í sér meginreglu er almennt ekki hægt að gagnálykta frá því
Dæmi um hvenær gagnályktun er tæk? • Lög telja eitthvað upp með tæmandi hætti • Sjá t.d. H 1982:139 • Verður að greina vandlega frá auðkennatalningu • Frávik frá meginreglum • Sjá t.d. H 1982:1341 og H 1982:192