170 likes | 814 Views
Þorkell, Magga Gauja og Helga María Garðaskóli Haust 2011. BAKTERÍUR OG VEIRUR 2. Kafli Lífheimurinn. Í þessum kafla lærum við að... . Að bakteríur eru smáar lífverur og þær geta fjölgað sér hratt. Að flestar bakteríur eru gagnlegar en sumar þeirra valda sjúkdómum hjá okkur.
E N D
Þorkell, Magga Gauja og Helga María Garðaskóli Haust 2011 BAKTERÍUR OG VEIRUR2. KafliLífheimurinn
Í þessum kafla lærum við að... • Að bakteríur eru smáar lífverur og þær geta fjölgað sér hratt. • Að flestar bakteríur eru gagnlegar en sumar þeirra valda sjúkdómum hjá okkur. • Að veirur fjölga sér bara í lifandi frumum.
Bakteríur • Bakteríur lifa nánast alls staðar, út um allt, á öllu, oní öllu... • Þær sjást ekki með berum augum, það þarf að nota smásjá til að greina þær. • Lífverur sem eru svona smáar kallast örverur. • Bakteríur eru gerðar úr EINNI frumu, sem er með EKKI með kjarna (dreifkjörnungar).
Tegundir baktería Til eru 3 mismunandi tegundir baktería: • KÚLULAGA (kallast líka hnettlur eða kokkar) • STAFLAGA • GORMBAKTERÍUR
Dæmi um tegundir baktería Staphylococcusaureus Staphylococcusaureus er mjög útbreidd í náttúruni og finnst hún m.a. oft í normalflóru manna í nefi, koki og á húð. Bakterían er sjúkdómsvaldandi þegar hún kemst í opin sár og veldur graftrarígerðum, blóð-, bein- og liðsýkingum, kýlum á húð (abcess) og einnig matareitrunum.
Streptococcuspyogenes er algengasta og meinvirkasta hálsbólgu bakterían
Matareitrun.....niðurgangur.... SPERÐILABAKTERÍA E.COLI
Bakteríur voru fyrstu... • lifandi verurnar á jörðinni. • Blábakteríur innihéldu grænukorn og gátu myndað súrefni og því jókst súrefni á jörðinni. • Flestar bakteríur fjölga sér með að skipta sér í tvennt. • 1. baktería > mörg milljón á einum sólahring. • Ef dvalaskylirði versna hjá bakteríum mynda þær um sig dvalagró og ,,sofna” þangað til aðstæður batna....
Bakteríur og hringrásin • Fæstar bakteríur hafa blaðgrænu (líkt og blábaktería) og þurfa þess vegna að finna sér næringu. • Þess vegna lifa þær á öðrum lífverum, hvort sem þær eru lifandi eða dauðar. • Þegar baktería nærist á t.d dauðri plöntu tekur hún þátt í niðurbroti/rotnun hennar ásamt sveppum o.fl • Lífverur sem sjá um rotnun kallast SUNDRENDUR.
Búklykt og andfýla • Bakteríur valda einnig: • Svitalykt • Andfýlu • Prumpufýlu • Tannskemmdum • Bólum o.fl
EN MUNA SAMT ALLTAF AÐ... • FLESTAR BAKTERÍUR ERU GÓÐAR OG SJÁ UM AÐ VERJA OKKUR FYRIR: • SJÚKDÓMUM • BÆTA MELTINGUNA • BÚA TIL VÍTAMÍN • SUNDRA DAUÐUM LÍFVERUM • HALDA OKKUR HEILBRIGÐUM O.FL
PENSILÍN OG BÓLUEFNI • Sýklalyf drepa bakteríur. • Pensilín er algengt sýklalyf. • Bólusetningar verja okkur gegn sjúkdómum t.d kíghósta, stífkrampa og berklum. • Með bólusetningum er sprautað í okkur ,,dauðum” bakteríum sem eru sjúkdómsvaldandi og líkaminn myndar mótefni sem býr í okkur lengi, lengi.
VEIRUR/VÍRUS • Veirur eru miklu minni en bakteríur. • Líkt og bakteríur geta veirur verið lengi í dvala og vaknað síðan til lífs á ný. • Veirur geta EKKI fjölgað sér á eigin spýtur (eins og bakteríur), þær VERÐA að fjölga sér inní LIFANDI frumum. • Veiran ræðst inní frumur og þvingar þær til að framleiða nýjar veirur í stórum stíl.
Inflúensa • Margs konar kvefpestir og inflúensa stafa af veirum. • Venjuleg sýklalyf (pensilín) duga EKKI gegn veirum og verður því líkaminn að takast á við veirurnar sjálfur með hvíld. • Rétt upp hönd sem fengu svínaflensuna?