110 likes | 571 Views
Coxsackie veirur. Ylfa Rún Óladóttir. Ættfræði Coxsackie veira. Flokkur enteroveira af Picornaviridae ætt Litlar, óhjúpaðar ssRNA veirur Ónæmar fyrir eter og alkóhóli Geta lifað og sýkt við pH 3-10 Óvirkar við hita >50°C Smitast með munnvatni og fecal-oral smiti. Sagan.
E N D
Coxsackie veirur Ylfa Rún Óladóttir
Ættfræði Coxsackie veira • Flokkur enteroveira af Picornaviridae ætt • Litlar, óhjúpaðar ssRNA veirur • Ónæmar fyrir eter og alkóhóli • Geta lifað og sýkt við pH 3-10 • Óvirkar við hita >50°C • Smitast með munnvatni og fecal-oral smiti
Sagan • Uppgötvaðar 1948-1949 af Gilbert Dalldorf þegar hann var að leita að lækningu við mænusótt • Nefndar eftir bænum Coxsackie • Í ljós kom að þessar veirur ullu alls kyns sjúkdómum • Skipt í A og B flokka eftir því hvernig sjúkdómum þær valda í músum • Til 23 Coxsackie A serótýpur og 6 Coxsackie B
Sýkingar Coxsackie • Valda margs konar sýkingum og geta sýkt alla aldurshópa • Algengast í börnum og ungbörnum • Einkenni og alvarleiki mjög misjafn, frá því að vera einkennalausar upp í að valda varanlegum hjartaskemmdum og dauða
Handa-, fóta- og munnsjúkdómur • Coxsackie A veirur, oftast Coxsackie A16 • Algengur hjá börnum og ungbörnum • Meðgöngutíminn er 2-35 dagar • Oft einkennalaus eða einkennalítill • Einkenni: hiti, sársaukafullar maculur og vesiculur í munni, lófum og iljum • Gengur yfir á 7-10 dögum
Aðrar sýkingar Coxsackie A • Herpangina • nokkrar maculur og vesiculur myndast aftast í munni og verða að sárum • þessu fylgir hár hiti og hálssærindi, gengur yfir á 7-10 dögum • A24 getur valdið akút hemorrhagískum conjuctivitis • Aseptískur meningitis (ásamt Coxsackie B)
Coxsackie B • Bornholm sjúkdómur (pleurodynia) • Hiti, hálssærindi, höfuðverkur, meltingaróþægindi, brjóst- og vöðvaverkir og öndunarerfiðleikar • NB brjóstverkur bendir til myocarditis og því mikilvægt að taka hann alvarlega • Coxsackie B sýkingar eru oftast einkennalausar hjá ungbörnum • Geta valdið skyndidauða í börnum og ungbörnum!
Meðferð við Coxsackie veirusýkingum • Stuðningsmeðferð • Vökvi, hvíld, verkjalyf... • Vera vakandi fyrir einkennum peri- og myocarditis og meningitis • NSAID lyf gefin við peri- og myocarditis • Engin bóluefni til
Coxsackie B og DM1 • DM1 er sjálfsofnæmissjúkdómur • Ekki fullþekkt hvernig sjúkdómurinn byrjar • Mörgum erfða- og umhverfisþáttum verið lýst • Ekki sama antigen á β-frumum hjá öllum • Veirusýkingar geta virkað sem “trigger” til að koma af stað DM1 • Coxsackie B4
Hvernig? • Ónæmissvar verður við veirusýkinguna • Coxsackie veiruprótein og GAD á yfirborði β-fruma mjög lík • Sjálfsmótefni gegn GAD eru virkjuð og eyða β-frumunum