1 / 48

Greiningar- og lausnarvinna Samantekt

Greiningar- og lausnarvinna Samantekt. Landsnet. Skilgreina viðfangsefnið. Safna upplýsingum. Greina og túlka upplýsingar. Meta og vakta útfærsluna. Þróa mögulegar lausnir. Útfæra lausnina. Velja bestu lausnina. Sjö skref að lausn. 1. 2. 7. 3. 6. 4. 5. Ferlið.

rio
Download Presentation

Greiningar- og lausnarvinna Samantekt

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Greiningar- og lausnarvinnaSamantekt Landsnet

  2. Skilgreina viðfangsefnið Safna upplýsingum Greina og túlka upplýsingar Meta og vakta útfærsluna Þróa mögulegar lausnir Útfæra lausnina Velja bestu lausnina Sjö skref að lausn 1. 2. 7. 3. 6. 4. 5.

  3. Ferlið • Kynning 12. des. • Settir ábyrgðarmenn / hópur: • Verkefni hópsins er: • Frekari greining, velja og útfæra bestu lausnir • Verkefnatillaga þar sem kemur fram • Umfang, bjargir, tími • Tillaga til samþykktar í febrúar • Staða á málinu tekin á næsta ársfjórðungsfundi • Hver stj. ræðir m. sínum starfsmönnum • Fara yfir almennu verkefnin og athuga hvort vinna þarf sértæk verkefni – fara yfir m.t.t. þeirra verkefna sem eru í gangi. Þar sem þarf frekari aðgerðir: • Setja ábyrgðarmann • Frekari greining, velja og útfæra bestu lausnir • Verkefnatillaga þar sem kemur fram • Umfang, bjargir, tími • Tillaga til samþykktar í febrúar • Staða á málinu tekin á deildarfundum

  4. Hvað er jákvætt í vinnuumhverfinu? • Starfsmenn ræddu hvað þeim finnst vera jákvætt við að starfa hjá Landsneti. Hér á eftir kemur samantekt á helstu atriðum sem starfsmenn nefndu og snýr að fyrirtækinu í heild (útdráttur)

  5. Staðan í dag – jákvætt Starfið og starfshlutverk: • Jákvætt að vinna hjá fyrirtæki sem hefur veigamikið hlutverk. Gott að vinna hjá Landsneti • Ánægja í starfi, • Vinnan skemmtileg • Hlakka alltaf til að fara í vinnuna. • Verkefni krefjandi og hafa þýðingu. Bæði hjá fyrirtækinu í heild sinni og hjá mér. • Spennandi verkefni. Jákvæð verkefni. Mjög fjölbreytt starf. • Starfið sjálft. • Tækifæri til að taka þátt í mótun umhverfis og ferlum. • Starfið er spennandi og fjölbreytt, starfsumhverfi og aðstaðan er góð, þótt það séu breytingar í gangi, mun meira vinnunæði núna en áður. • Fyrirtækið er í þróun sem maður fær að taka þátt í, verkferlar. • Starfið gengið framar vonum – góður andi og góð aðstaða. • Nóg að gera. Næg verkefni. • Fjöldi áhugaverðra verkefna og fjölbreyttra verkefna. Verkefni skemmtileg og krefjandi. Áhugavert starf og spennandi. • Fjölbreytt verkefni í vinnunni – inni vinna, úti vinna, um allt land. • Góð heildarlaun. Góð laun. Launamál eru jákvæð fyrir fyrirtækið, fyrirtækið borgar góð laun. • Mikilvægt starf unnið fyrir þjóðina / þjóðhagslega mjög mikilvægt fyrirtæki. • Gaman að taka þátt í uppbyggingu sem hefur verið á sl. árum. • Sjálfstæði í starfi • Hlutverk skýr hjá starfsmönnum yfir höfuð.

  6. Staðan í dag – jákvætt Starfsandi: • Starfsandi jákvæður og góður í fyrirtækinu. Góður mórall. • Góðir samstarfsfélagar. • Starfsandinn í deildinni er mjög góður, það er mjög mikilvægt. • Flest jákvætt, góður starfsandi og vinnuaðstaða. • Starfsumhverfið og félagarnir – mjög gott. Fjölbreytt starfsumhverfi. • Flest jákvætt, vinnuandinn og góðir vinnufélagar og starfsumhverfið stendur uppúr. • Góð hvatning í hópnum og að ofan. • Góðir vinnufélagar, góður félagsskapur. Samstarf vinnufélaga og góður starfsandi (nefnt af mörgum). • Gaman að mæta í vinnuna. • Skemmtilegur vinnustaður. • Góður starfsandi og vinnufélagar góðir og gott að leita til þeirra • Góður félagslegur andi meðal starfsmanna. Spjall og rabb milli starfsmanna. Ýmsar óformlegar upplýsingar koma fram í þessu. Þetta hefur aukist eftir að flutt var upp á Gylfaflöt. • Hugafarsbreyting í gangi sem miðar að því að bæta starfsanda, taka fastar á deildarfundum, og auka traust og trúnað. • Landsnet er góður vinnustaður með góðum starfsanda og líðan er almennt góð á vinnustaðnum.

  7. Staðan í dag – jákvætt Liðsheild: • Liðsheildin er góð á vinnustaðnum. • Nýr hópur, kemur úr ólíku umhverfi, ólíkir menn – það er mikill kostur – menn með mikla reynslu. • Lítið mál að fá aðstoð ef maður þarf á að halda. • Allir reyna að vinna sem ein heild. • Mjög hæft starfsfólk innan fyrirtækisins. Góður jarðvegur. • Gott bakland meðal starfsfélaga, gott að leita til þeirra. • Gott starfsfólk sem hefur vilja til að taka á málum og töluverða faglega þekkingu til þess. Styrkleiki fyrirtækisins. • Starfsfólk er metnaðarfullt og vill skila góðu starfi. • Gott samstarf yfir deildarmúra, menn geta hringt á milli deilda án þess að þurfa t.d. leyfi til þess og slíkt. • Mikil kunnátta / þekking • Tækifæri til að búa til samheldni – lítið fyrirtæki á einum stað (flutningar jákvæðir) • Dugmikið starfsfólk – ósérhlífið – reiðubúið að takast á við verkefnin • Almenn viðurkenning fyrir góðu starfi, upplifi að ég sé að gera gagn.

  8. Staðan í dag – jákvætt Aðbúnaður – Vinnuaðstaða: • Aðstaða starfsmanna til fyrirmyndar hjá fyrirtækinu – aðbúnaður (húsnæðið). • Fjármunir til athafna • Flutningum lokið – festa komin í húsnæðismálin. • Skemma v. Geitháls – allt var áður útum allt – mikið breytt /bætt starfsumhverfi. • Aðstaðan – fá aðstöðu undir sama þaki – mikill kostur. • Áhöld, tæki og tól sem menn þurfa til starfsins geta þeir fengið. • Tæki og gögn, beiðnum vel tekið og aðbúnaður góður • Starfsaðstæður ágætar á Bústaðarvegi • Hægt að fá tæki og gögn lánuð til eigin nota ef maður þarf á því að halda. • Vinnuaðstaðan er góð. Húsnæðið er mjög gott. Tæki og tól góð. • Flytjum – jákvætt þó óvissa sé tengd því. • Það er vilji til þess að starfsmönnum líði vel og hafi þau tæki og tól sem þau þarfnast til þess að vinna vinnuna sína vel. • Vinnuaðstaðan er mjög góð, jákvæður vilji til þess að hafa hana mjög góða.

  9. Staðan í dag – jákvætt Fjölskyldustefna - Stuðningur: • Metnaður til að gera vel, fjölskyldustefnan er væn. Fjölskyldustefna fyrirtækisins er ekki bara í orði heldur líka á borði, við finnum fyrir miklum stuðningi, makalaus partý þau eru ekki haldin, skiptir miklu máli. • Hægt að ráða orlofstöku að hluta til. • Sveigjanleiki. Sveigjanlegur vinnutími í sumum tilvikum. Sveigjanleiki vegna veikinda, t.d. barna. • Frítími og vinna er í góðu jafnvægi (framleiðsluvakt). • Stuðningur ef eitthvað bjátar á hjá fjölskyldunni (umhyggja) – á við um alla yfirmenn – t.d. veikindi og annað. Upplifi góða andlega umhyggju fyrir persónulegum ástæðum, skilningur er til staðar. Þegar starfsmenn lenda í andláti ættingja þá er mikill stuðningur sýndur og mikill sveigjanleiki. • Fyrirtækið gerði samning við Forvarnir og geta sótt aðstoð með persónuleg mál og það er mikill stuðningur, það gildir fyrir fjölskyldur líka, þetta undirstrikar umhyggju fyrir starfsmönnum og fjölskyldu þeirra. • Mikill velvilji stjórnenda gagnvart starfsfólki en það mætti kynna úrræðin betur fyrir starfsmönnum, sumir gera sér ekki grein fyrir því sem er í boði.

  10. Staðan í dag – jákvætt Gildin: • Gildin eru jákvæð. Starfsöryggi: • Starfsöryggi (nefnt af mörgum). • Jákvætt að hafa vinnu í dag og hafa nóg að gera, starfsöryggið, hefur alltaf líkað vel að vinna hjá þessu fyrirtæki þótt það sé eitt og annað sem mætti betur fara. • Einstök forréttindi að þurfa ekki að hafa áhyggjur af afkomu fjölskyldu sinnar, launaöryggi. • Jákvætt er hvað starfsöryggið er mikið, sérstaklega í dag erum að meta það meira í dag.

  11. Staðan í dag – jákvætt Verklag: • Betri fókus í vinnunni, skilgreind verkefni núna en fyrir ári. Betri mönnun deildar. Umbótavinna í verkefnastjórnun í gangi. Jákvæðar umbætur á sviði verkefnastjórnunar. • Fá að stýra eigin vinnu – (verkbeiðnakerfi). • Tækifæri til að taka þátt í þróun verklags. • Jákvæðni til að leysa verkefni. • Ákveðið frelsi/sjálfstæði í verkefnum. Ætlast til þess að menn sýni frumkvæði og séu sjálfstæðir. • Frjálsræði með vinnu verkefna – sjálfstæði / sveigjanleiki í starfinu. • Það er verið að endurskoða / bæta verkferla á vinnureglur – sem hafa ekki verið í föstum skorðum. Starfsþróun: • Stuðningur við nám. Möguleiki á menntun, í formi námskeiða, nám samhliða starfi o.s.frv. Mjög gott tækifæri á símenntun, endurmenntun og námskeiðum. • Tækifæri til að þróast í starfi. Starfsþróun í verkefnum sem við erum að fást við. Fagleg starfsþróun. • Tækifæri til vaxtar fyrir fyrirtækið. • Þróun – umhverfi og verklag er að þróast – nýjungar.

  12. Staðan í dag – jákvætt Stjórnun: • Næsti yfirmaður er góður í að hlusta á úrbótatillögur og viðhorf starfsmanna. • Umhverfið er hvetjandi, kannski að hluta til út af öllum breytingunum sem eru í gangi. • Góðir yfirmaður / yfirmenn. Gott að leita til yfirmanns. Gott aðgengi að yfirmönnum. • Vilji til úrbóta á því sem betur má fara úr niðurstöðum vinnustaðargreiningar. • Góð samskipti milli yfirmanns og starfsmanna og óþvingað andrúmsloft. • Flatt skipulag. • Framkvæmdastjórn er upplýstari en t.d. fyrir tveimur árum síðan. • Jákvætt að Framkvæmdastjórn hefur sjálf fundið upp á því að hittast tvisvar í viku og kalla eftir upplýsingum. • Mikið svigrúm til athafna / ákvarðana – sjálfstæði og samhent stjórnun • Skipulagðir fundir – breyting frá því sem var – jákvætt. • Upplifum mikinn vilja til þess að gera betur, hann er raunverulegur. • Gott aðgengi að forstjóra og aðstoðarforstjóra. • Ánægður með endurgjöf frá yfirstjórn, þeir eru duglegir að hrósa ef tilefni er til.

  13. Staðan í dag – jákvætt Ímynd/Framtíðarsýn/Framsækni: • Jákvætt hvernig hefur Landsnet hefur kynnt nýjar framkvæmdir – mikið skrifað um þetta, er í fjölmiðlum. Góð kynning á þessu. • Jákvætt að fyrirtækið eigi bjarta framtíð – áframhaldandi uppbygging. Annað: • Mötuneytið. • Endurskipulagning á heimasíðu.

  14. Hvað má bæta í vinnuumhverfinu? • Starfsmenn ræddu hvað þeim finnst mega bæta í vinnuumhverfi Landsnets. Hér á eftir kemur samantekt á helstu atriðum sem starfsmenn nefndu og snýr að fyrirtækinu í heild (útdráttur)

  15. Staðan í dag – hvað má bæta? Loforð – breytingar – ákvarðanir - eftirfylgni: • Agaðri vinnubrögð (t.d. loforð um skil á verkefnum sem ekki er staðið við) og verkferla (sem fer þó batnandi). • Standa við stóru orðin. Segjum margt, stórar fullyrðingar sem ekki er staðið við. • Breytingar og hringlandaháttur. Ekki boða eitt og gera annað. Ákvarðanir gleymast, ein ákvörðun í dag og önnur á morgun. • Meiri eftirfylgni ákvarðana. Ákvarðanir sem hafa siglt í strand á miðri leið. Lítil staðfesta í ákvarðanatöku, búið að taka ákvörðun og byrjað að vinna eftir því en svo er allt í einu farið að vinna eftir einhverju allt öðru. Get ekki treyst því að ákvörðun í dag verði áfram ákvörðun á morgun, ákvarðanir breytast oft mjög hratt og keyra þvert á ákvarðanir gærdagsins. • Skyndilegar stjórnendabreytingar í fyrirtækinu komu á óvart og ollu óöryggi. • Innri stuðningur fyrirtækisins stofnanalegur í gæða og vistunarmálum. Tímaþröng til að vinna að umbótamálum. Eftirfylgni umbóta ábótavant. • Samræmi á milli krafna – að það sé samræmi á væntingum og ábyrgð. Virða það sem er ákveðið. Einn segir eitt og annar segir annað (fleiri sem þekkja þetta). • Ákvarðanir yfirstjórnar ekki nógu vel kynntar. • Ákvarðanafælni: Ákvörðunum ekki fylgt nægjanlega eftir, húsnæðismálin eru þar alveg sér á báti … • Starfrækja virkt umbótaferli með hjálp virkra starfsmannafunda þar sem hugmyndir starfsmanna eru nýttar. • Málum ekki fylgt eftir. Hvar eru eldri markmið?

  16. Staðan í dag – hvað má bæta? Vinnuaðstaða – Húsnæðisbreytingar – útskýringar – tæki og tól : • Koma öllum sem fyrst undir sama þak, það hefur tekið of langan tíma. Hafa fyrirtækið á tveimur stöðum. Betra að vera saman. • Klára vinnuaðstöðuna (Gylfaflöt). Láta starfsmenn koma hér að. • Rangar ákvarðanir varðandi Gylfaflöt og starfsaðstöðu þar, þvert á óskir starfsmanna, plássleysi, aðstöðuleysi – sem var fyrirséð. Líst illa á flutning frá Bústaðarvegi á Gylfaflöt. Plássleysi hugsanlegt. Ekki miðsvæðis. • Vinnuaðstaðan á Gylfaflöt. Engin skrifstofuaðstaða t.d. ef það þarf að ljúka verkefnum sem verið er að vinna úti á landi. Vantar séraðstöðu fyrir Netrekstur. • Húsnæðismálin – ekki nógu gott starfsumhverfi hjá flestum – Gylfaflötin – engin móttaka þar, mikið áreiti í opna rýminu – sífelld truflun. Þarf að laga – óljóst hvert á að beina fólki • Húsnæðismálin eru stór þáttur í neikvæðni starfsmanna, fólk var talað inn á þessa kosti að fara þær leiðir sem skilgreindar voru. Í dag eru starfsmenn ekki dregnir að ákvörðunum varðandi húsnæðið, í dag er þetta ein hringavitleysa og við vitum ekki hvað er í gangi. Viðhorf stjórnenda er á þá leið að þeir viti hvað starfsmönnum fyrir bestu. • Gylfaflötin – bæta aðstöðu að maður hafi persónulegt afdrep – það er samt verið að skoða það. • Í kjölfar flutninga var aðstöðuleysi og enn er það ekki í nógu góðu horfi. • Óraunhæfar áætlanir vegna flutnings, ennþá óskipulag. • Yfirvofandi flutningar upp í Gylfaflöt – Hræddir um að það sé ekki nægt pláss, yfirsýn minnkar, ekki pláss fyrir þau stjórntæki sem við höfum í dag. Skilvirkni mun verða skert. Vinnuaðstaðan mun versna í nýju húsnæði. Sérstaklega vöktun á kerfum.

  17. Staðan í dag – hvað má bæta? Vinnuaðstaða – Húsnæðisbreytingar – útskýringar – tæki og tól (frh.): • Segja okkur starfsmönnum, hver hagræðingin og hagnaðurinn var við flutning allrar starfseminnar á Gylfaflöt, miðað við alla fyrirhöfnina. • Bæta hugsanahátt stjórnenda varðandi aðstöðuna – hvers vegna þurfti að byggja skemmu á Geithálsi. • Markmið með flutningum voru að koma starfsmönnum Landsnets undir einn hatt, en hlutirnir hafa ekki þróast eins jákvætt og upphaflega var lagt af stað með, almennt hefur þessi flutningur skapað mikla óánægju og neikvæðni og þá aðallega vegna þess að fólk veit lítið og fær engar upplýsingar. • Almennt aðstöðuleysi .Bæta aðstöðu hins vinnandi manns. Setja upp skápa fyrir útimenn. • Nefndir felldar niður um húsnæðismálin og ekki bofs sem heyrist með þetta meira. • Opna rýmið – hurðir vantar inn í matsalinn. Vantar vinnureglur um hegðun í opnu rými. Opna skrifstofurýmið hentar ekki öllum störfum og það er að valda mönnum óánægju. • Vantar meira af tækjum og tólum – er í farvegi en gengur of hægt. Vantar mikið uppá að við séum sjálfbærir með tækjabúnað – að geta ekki sinnt því sem er ætlast til af manni. • Tæki og tól og mannfjöldi – í ferli, en það má skoða, farvegir og ferli langir – ætti ekki að vera flókið – ætti að vera einfalt – en gert flókið. Einfaldir hlutir taka langan tíma í meðferð. • Bæta tölvukerfið – kerfið virkar ekki fyrir þá sem eru úti. Kerfið er ekki nógu gott. T.d. hvað varðar beiðnir sem þarf að samþykkja, en svo er þetta flókið og réttindi mismunandi og aldrei eins.

  18. Staðan í dag – hvað má bæta? Samskipti: • Samskipti – Bein samskipti, milli Gylfaflatar og Bústaðarvegar á meðan unnið er á báðum stöðum. • Starfsmenn fá oft svarið “nei” án rökstuðnings – fólk hættir að koma ef það fær þessar móttökur. Mikið talað um frumkvæði starfsmanna, en svo er slegið á það. Hætta er á að frumkvæði verið drepið niður. • Samskipti hafa verið treg. Samskiptaleysi milli manna og deilda. • Skortir að svara erindum og tölvupósti. • Skortir á traust og trúnað milli fólks – fólk þorir ekki að tjá sig og gefa “endurgjöf” af því að fólk hræðist það. • Ekki nógu góð samskipti, talað niður til manns. Opin heiðarleg samskipti ganga ekki. • Fólki hætti stundum til að taka með sér “heimilisástand” í vinnuna og lætur það bitna á öðrum, kemur í vinnuna og hellir sér yfir ákveðna starfsmenn. • Samskipti við yfirmann og stjórnendur.

  19. Staðan í dag – hvað má bæta? Samvinna milli deilda: • Minnka togstreitu milli einstakra deilda. Einhver rígur enn á milli deilda. • Vantar opnari samskipti á milli deilda, þannig að maður viti hvað aðrar deildir eru að gera. Kynning á milli deilda. • Meira af þverfaglegu starfi innan fyrirtækisins. Passa þarf upp á að starfsmenn upplýsi yfirmenn sýna um aukin verkefni ef svo er. • Samstarf deilda í verkefnum mætti skilgreina betur. • Vinnuálag og stress, mörg (lítil) verkefni, dreginn inn í verkefni hjá öðrum deildum. • Samskipti milli deilda og flutning á verkefnum frá einni deild til annarrar – óljóst hvenær þessu er lokið. Ekki fylgt nógu vel eftir. Starfsandi: • Jákvæðari umræða í fyrirtækinu. Neikvætt umtal sem má ekki taka undir. Hver og einn verður að passa þetta hjá sér. • Virðingarleysi gagnvart samstarfsfélögum og tíma annarra.

  20. Staðan í dag – hvað má bæta? Stjórnun: • Stjórnendasáttmáli (undirritaður) hefur ekki virkað sem skyldi. Á að taka upp tvisvar á ári skv. sáttmála en það hefur ekki verið gert. Mikil vinna lögð í þetta sem má ekki fara til spillis. • Styrkja stjórnendahópinn – að þar sé meiri samheldni og samstaða. • Stjórnendur sýni fordæmi í hegðun. • Frumkvæði stjórnenda. • Micromanagement – Fullt frelsi svo framarlega sem það passar inn. • Fjárhagsáætlunargerð – of mikið talað um smáatriði þar. • Kallað eftir frumkvæði frá starfsmönnum inn í fjárhagsáætlun, en svo skorið niður í fjárhagsáætlun þar til lítið eða ekkert rými er til að taka frumkvæði án þess að leggja í mikla vinnu við að afla fjárveitinga. Hlutir geta orðið dýrari ef þú getur ekki gripið inn í þegar á þarf að halda. • Skýra hlutverk/ábyrgð stjórnenda. • Auka kostnaðarvitund (hagsýni) – eyða stofnanakúltur. • Halda reglulega fundi í deildum. • Auka sýnileika stjórnenda. • Festa í stjórnun – vantar eftirfylgni og betri sýnileiki stjórnenda. • Stjórnun og verkskipulag – tækifærissinnuð stjórnun, mætti vera betra skipulag og bæta eftirfylgni á því sem er verið að vinna: Fylgja betur eftir hlutum, hringlað svolítið með hlutina.

  21. Staðan í dag – hvað má bæta? Skipulag – Ábyrgðarskipting: • Skýrara skipulag til framtíðar. Miklar breytingar sem hafa verið undanfarið. • Óöryggi hvað varðar ábyrgð – vantar að framfylgja ákvörðunum. • Verkaskipting, skipulag fyrirtækisins. Hver er með hvaða verkefni? Á við allt fyrirtækið ekki bara efstu lög. • Skýrari ábyrgðarskiptingu. Ábyrgðarskipting, hver ber ábyrgð eða heldur utan um það að ákveðin tæki séu í lagi. Skilgreining á starfi og ábyrgð í starfi. Starfslýsingar. Engin ný starfslýsing til staðar, búið að lofa því fyrir löngu, hver er okkar ábyrgð? • Ljúka skipulagsvinnu frá því um áramótin, þannig að skýr ábyrgð sé skilgreind á verkefni sem eru á milli deilda. Hver er með hvaða verkefni? • Passa að ábyrgð sé ekki flutt til framkvæmdastjórnar í of ríkum mæli, heldur frekar til deilda. • Starfsvið og ferlar mættu vera skýrari, en það er verið að vinna í því. • Óvissa í verkefnum alls staðar í fyrirtækinu. Illa skilgreind ábyrgð og umboð verkefnisstjóra. Vistunarkerfi (Focal) ekki nógu gott. • Skýra skil milli manna / deilda varðandi ábyrgð og verkefni. • Vantar stoðdeildir hjá okkur: starfsmannahaldið, bókasafnið, móttaka, o.fl. ekki aðlaðandi umhverfi. • Vinna við skipurit – því var kippt upp úr skúffunni og fólk ekki þátttakendur í mótun þess. • Það er gefið í skyn að auka eigi á dreifingu verkefna en síðan er það meira í orðum en á borði.

  22. Staðan í dag – hvað má bæta? Verkefni : • Ferla um tilurð og ákvarðanatöku verkefna. Forgangsröðun verkefna. Verkefnum ekki nægjanlega vel forgangsraðað eða þau skipulögð. • Betri undirbúning verkefna. • Hvar eru verkefni stödd í ákvarðanaferli, gæði og nákvæmni áætlana sé ljós. • Tekið sé tillit til hver sé eðlilegur tími og auðlindaþörf til að vinna verkefni. (verkefnum hrúgað inn og þau eiga að vinnast á of stuttum tíma). • Ljúka verkefnum fyrr. Verkefni sem eru sett í gang í fyrirtækinu og standa árum saman. • Skipulagning á verkefnum – dembt á mann 15 mín. áður en maður fer heim. Vantar forsjálni og verkefnastjórnun. Hugsa fyrst. Vantar upplýsingar og skipulag og óþarfa pressa. Getur alltaf gerst en þetta er viðvarandi. • Sumir komast upp með að vera með “eigið” vinnufyrirkomulag en vinna ekki samkvæmt þeim kröfum/áherslum sem skilgreind hafa verið: “Ég er búin að vinna hérna lengi og veit hvernig hlutirnir virka”, þeir eru ekki að fylgja því sem á að fylgja. • Mannfæð – of fáir starfsmenn of mörg verkefni á hvern – allt forgangsverkefni Gildin: • Virða gildin sem eru til staðar. Þau eru fín. Virðing sérstaklega, virða sjónarmið annarra (bæði milli starfsmanna og hagsmunaaðila). Tengist jafnvel öguðum vinnubrögðum. Gildin eru flott, en þarf að nota þau meira.

  23. Staðan í dag – hvað má bæta? Upplýsingaflæði: • Upplýsingaflæði – þarf að gera eitthvað í því, gera það skýrara. Ákvarðanir séu alltaf skýrar. Hver er niðurstaðan – samantekt neðst. • Upplýsingaflæði milli deilda. Hvað er að gerast. Upplýsingaflæði almennt í öllu fyrirtækinu. • Upplýsingaflæði – t.d. upplýsingar frá Orkustofnum sem berast ekki til réttra aðila. Vantar gögn sem varða ákveðin mál hverju sinni. • Upplýsingagjöf til almennra starfsmanna er ekki nægjanlega góð, það er vilji til þess að vera með upplýsingagjöfina í lagi, en það vantar góða yfirsýn yfir heildarstarfsemina, hvaða verkefni eru í gangi, hvar er staðið í framkvæmdum og hvar stendur til að vera í framkvæmdum. • Vantar meiri kynningu á Landsneti til landsmanna, of neikvæð umfjöllun. • Upplýsingaflæði gengur treglega, þ.e. fyrst og fremst að “ofan.” Þurfum að sækja upplýsingar og ganga á eftir upplýsingum. Sérstaklega um almenn efni. Kemur í veg fyrir að ég geti klárað verkefni. Regla frekar en undantekning. “Top to bottom” – Stjórnendur þurfa að upplýsa starfsmenn um niðurstöðurnar. • Upplýsingaskortur sem stafar af því að það eru tafir í ákvarðanatöku, skipulagsuppbyggingin eins og hún er ekki nógu góð. • Upplýsingaflæði – hvað er um að vera – veist ekki hvað þú ert að fara eða gera á mánudagsmorgni – vantar að ræða hvað er framundan. Mætum á staðinn og vitum ekki hvað er í gangi. Voru verkfundir sem voru áður, en voru felldir niður og eru ekki lengur. Tekur 10 mín. ætti að vera á föstudags eftirmiðdögum eða mánudagsmorgnum. Ath. líka að nota póst. • Upplýsingagjöf ekki nógu regluleg, stundum veit fólk ekki hvað er búið að skipuleggja og um atburði sem eiga sér stað. • Upplýsingar um verkefni sem eru framundan. Verkefnastýring, óþarfa flækjustig, flott á blaði en ekki að gera sig í praxis. • Upplýsingaflæði betra á ytri vef en innri vef fyrirtækisins, t.d. viðhaldsáætlun. • Auka upplýsingagjöf frá millistjórnendum. • Tengsl milli Gylfaflatar og stjórnstöðvar ekki nægjanleg.

  24. Staðan í dag – hvað má bæta? Hrós og endurgjöf: • Starfsmannaviðtöl. • Auka endurgjöf og umræðu um frammistöðu. • Þegar stórum verkum lýkur – þá mætti hittast, hafa smá klapp og þakkir – verklokafundir • Starfsmannaviðtöl hafa ekki verið formleg undanfarin ár. Það var ákveðið að hafa þau en ekki bólar á þeim. Launa- og kjaramál: • Að vera ekki í stéttarfélagi • Gera (klára) kjararannsókn – skiptir máli að vita að það sé launajafnrétti. • Allir eigi að hafa GSM síma • Mismunur á launum sem gegna sambærilegum störfum. Starfið er vanmetið til launa. Ekki tekið tillit til vinnutíma starfsmanna í launum. Grunnlaunin eru of lág, þ.e. það bitnar á grunnlaununum að menn eru með vaktaálag. Vaktaálagið er eðlilegt, en grunnlaunin eru of lág. • Fjölskylduvænt fyrirtæki? Ekki samræmi milli þess og svo vinnutíma t.d. Ímynd • Aðskilnaður frá Landsvirkjun – mikil tenging ennþá – ótrúverðug staða Landsnets gagnvart öðrum á markaði, símaþjónustan er þar – þá er svarað “Landsvirkjun” – [af því að þær ruglast, þær eru með þrjá síma og öll fyrirtækin byrja á “Lands…”].

  25. Hvað er mest aðkallandi að gera? Í lok hvers fundar voru allir starfsmenn og stjórnendur beðnir um að segja hvað þeim finnst mest aðkallandi að gera. Hér á eftir er samantekt á því sem kom fram í hópunum og varðar Landsnet í heild.

  26. Hvað er mest aðkallandi að gera? Samskipti: • Brosa og bjóða góðan daginn. • Sjálfsskoðun – bæta sig. • Allt í lagi að hrósa – taka eftir því sem vel er gert. • Einelti. Á ekki að líðast, en er í fyrirtækinu. Samstarf við ráðgjafafyrirtæki um forvarnir, en viðbrögð innanhúss ekki nægjanleg. Eineltisáætlun ekki til. Vantar farveg fyrir eineltismál. Þarf að vinna þetta betur. • Varðveita góðan vinnuanda. • Setja siðareglur um hegðun / framkomu starfsfólks við hvort annað. • Koma á menningu sem er meira hvetjandi. Lyfta upp verkefnum sem eru góð, hrós, fordæmi o.s.frv. Hópkennd og liðsheild. • Hrósið, fara út á vettvang og kíkja á hvað menn eru að gera og hrósa fyrir það. • Halda áfram jákvæðri vinnu við að efla starfsandann.

  27. Hvað er mest aðkallandi að gera? Stjórnun: • Útfæra betur mannauðsstefnu fyrirtækisins og þroska stjórnendakúltúrinn. Tengja betur saman almenna stefnu fyrirtækisins og starfsmannastefnu. • Þjappa stjórnendahópnum saman. • Ljúka starfsmannasamtölum. • Endurnýja stjórnendasáttmálann. • Leggja meiri áherslu á hagsýni og arðsemi Ímynd • Brýnt að tryggja sjálfstæði félagsins gagnvart öðrum. Koma á formlegum skilum við móðurfélagið, starfsmannaþjónustu, reikningshald og bókhald, rekstur tölvukerfa, símkerfa. Umhverfi fyrirtækisins í núverandi lögum er ekki hliðholt Landsneti. • Slíta betur á tengslin við LV (flestir sammála) – trúverðugleiki vs. samlegð – getur verið samstarf en passa trúverðugleika, á ekki saman. Sama fólk er að vinna bókhald, netið, afrita, póstþjón fyrir bæði fyrirtæki. Óánægja samkeppnisaðila LV gæti bitnað á LN. • Stoðþjónusta innan Landsnets, Landsnet á að taka þetta yfir sem er hjá Landsvirkjun, er ekki að skila þeirri þjónustu sem var reiknað með. • Bæta ímynd Landsnets með kynningum. • Bæta ímynd sína út á við. Tapað stríð um línulagnir og strengjalagnir.

  28. Hvað er mest aðkallandi að gera? Upplýsingastreymi: • Upplýsingastreymi – innávið og útávið – kynningarmál, heimasíða o.fl. • Bæta upplýsingaflæði. • Hver og einn leggi áherslu á meiri og betri samskipti til að fá meiri upplýsingar frá yfirmönnum. • Upplýsingar sem vantar – fáum að fylgjast með því sem er að gerast, t.d. með flutningana. • Upplýsingastreymi – innávið og útávið – kynningarmál, heimasíða o.fl. • Fara yfir og skýra verkferlið varðandi upplýsingagjöf.

  29. Hvað er mest aðkallandi að gera? Verkefni – ábyrgðarskipting – skipulag: • Skilgreina ferlin og tilurð verkefna. • Bæta heildarforgangsröðun innan fyrirtækisins. • Skilgreina verksvið deilda og starfsheita, kynna og hafa opið. Skilgreina störf mannanna innan deildarinnar. • Ljúka og innleiða verkefnastjórnunarvinnunni í öllu fyrirtækinu. • Bæta vinnu- og verkskipulag og verkferla • Verk og ábyrgðarskipting ekki nægilega skýr og þarf að setjast yfir nákvæmari skilgreiningu og ábyrgðarskiptingu þannig að verkefni eigi ábyrgðarsvið. • Skýra ábyrgðarskiptingu og meðhöndlun erinda viðskiptavina. • Standa undir því að verða framsækið þjónustufyrirtæki. Breyta tengslum við viðskiptavini. Byggja upp sterkari og betri tengsl við þá. • Ljúka við verklagsreglur 41, búin að vera lengi í vinnslu. Verið að bíða eftir nýju skipulagi • Menn viti fram í tímann hvað er að ske, þannig að hægt sé að skipuleggja sig fjölskyldulega séð – LN gefur sig út fyrir að vera fjölskylduvænt fyrirtæki. • Skipuleggja og kynna viðbúnaðaráætlun. • Eftirfylgni á þessu verkefni, í verki, ekki bara í fundum og spjalli. Það þarf að sjá árangur erfiðisins. • Setja tímamörk, hafa þau sýnileg og fylgja þeim eftir. • Skipuleggja fund þar sem staða mála er kynnt, hvað fór af stað strax, hver er staðan á þeim, hverju er ekki hægt að breyta!

  30. Hvað er mest aðkallandi að gera? Verkefni – ábyrgðarskipting – skipulag (frh). • Kynna allar skipulagsbreytingar og forsendur þeirra með góðum fyrirvara þannig að breytingarnar koma starfsmönnum ekki undarlega fyrir sjónir. • Klára breytingar á “gráum” svæðum – skýra ábyrgð. • Verða sveigjanlegri og jákvæðari gagnvart breytingum – of mikil íhaldssemi ríkjandi. • Leggja meiri áherslu á hagsýni og arðsemi. • Standa undir því að verða framsækið þjónustufyrirtæki. Breyta tengslum við viðskiptavini. Byggja upp sterkari og betri tengsl við þá. • Skilgreina hlutverk og ábyrgð betur, alveg niður, ekki bara uppi. • Minnka hræðslu við að afhenda ábyrgð. • Færa verkstjórn verkefna nær vettvangi þar sem þau eru unnin. • Verkefnastjóri hafi aðgang að samning Landsnets ef hann er til. Verkefnastjóri ber ábyrgð á að Landsnet standi við þennan samning. • Bæta skipulag, ábyrgðarsvið og verkferla. • Koma á öguðum vinnubrögðum á öllum sviðum, ákvarðanataka, upplýsingaflæði, virðing, verklag.

  31. Hvað er mest aðkallandi að gera? Starfsþróun: • Störf séu auglýst – virkari starfsþróun. • Þjálfun starfsmanna, tækifæri til þess núna. Hægt að dreifa verkefnum betur. • Setja upp metnaðarfulla áætlun um þjálfun starfsmanna (er í gangi). Starfsmenn hafa fengið að fara í þá þjálfun sem þeir hafa beðið um. Hvatt til þess að þeir nýti sér það. Starfsmenn þurfa að sýna meira frumkvæði. • Halda áfram að stuðla að endurmenntun og ýta enn undir frekari menntun hjá starfsmönnum sem það vilja. • Auglýsa lausar stöður innanhús og gefa starfsmönnum kost á að sækja um laus störf.

  32. Hvað er mest aðkallandi að gera? Fundir: • Starfsmannafundir þar sem mál eru rædd – úrbótatækifæri og farið yfir stöðu mála reglulega. Önnur mál á fundum, en það er lítið notað. Hugsanlega hægt að skrifa tillögur í fundargerð. • Koma verk- og vinnuskipulagsfundum aftur á. • Verklokafundir – smá gaman og smá umbun fyrir vinnuna. • Koma á reglulegum vinnufundum milli tengdra deilda. Samskipti milli deilda: • Starfsþjálfun, fólk geti færst milli deilda og lært á önnur störf og tekið þátt í ólíkum verkefnum. • Samþætting sameiginlegra verkefna innan Landsnets. Vantar heildarskipulag á það. Rekið í óreiðuástandi.

  33. Hvað er mest aðkallandi að gera? Vinnuaðstaða – tæki og gögn: • Hraða flutning af Bústaðavegi á Gylfaflöt. Ljúka uppbyggingu aðstöðunnar (höfuðstöðva), kynna stefnu og tímaáætlun á henni. T.d. með tölvupósti. Klára húsnæðismálin og kynna fyrir starfsmönnum næstu skref og hvernig heildarmyndin verður. Upplýsa þá um hvað það sé sem stoppar framkvæmdirnar í dag. Klára að koma sér almennilega fyrir á Gylfaflöt svo hægt sé að kveðja Hesthálsinn – klára sorgarferlið. • Hluti af rót vandans eru flutningarnir – mikilvægt að klára það mál, gera það huggulegt, aðlaðandi. Engin kynning hefur farið fram, enginn veit hvar hann á að sitja, enginn veit hvenær, etc. Fínt að fá plan um þetta, hvernig þetta verður. Hægt að vera með kvörtunarkassa (bannað að kvarta í 3. mán.). • Tæki og tól, GPS-tæki. Fá fleiri nýja bíla inn í fyrirtækið. • Hætta að tala og byrja að framkvæma – þá á ég við að skaffa tækin sem þarf til að vinna vinnuna. • Tækjabúnaður og mannskapur þarf að vera til staðar til að hægt sé að sinna þjónustunni ... eða annað bakland. Færa tækjabúnað til nútímans og hafa bakandið þannig að það sé ekki undir skilgreindu lágmarki. • Leggja metnað í snyrtilegan klæðnað hjá fyrirtækinu (t.d. flíspeysur eru gamlar – má endurnýja). • Það þarf að tryggja það að verið sé að búa til starfsumhverfi fyrir alla og því þarf að draga fleiri að og/eða tekið sé tillit til sjónamiða starfsmanna. Tryggja framtíðarvinnuaðstöðu sem starfsmenn eru sáttir við – eða hætta við flutninginn. • Ekki gefa í skyn né slá á kröfu um hönnun nýs stjórnsals. • Hanna og reisa nýtt hús sem hentar starfseminni þegar efnahagsástandið lagast. • Aðstaðan sé í samræmi við loforð.

  34. Hvað er mest aðkallandi að gera? Ákvarðanataka: • Gera ákvarðanatöku gagnsæja. Efla staðfestu (standa við það sem búið er að ákveða). • Auka festu í ákvarðanatöku. Ákvarðanir að vel ígrunduðu máli og standa við þær. • Standa saman, standa við gefin loforð og ljúka málefnum sem tekin hefur verið ákvörðun um. • Taka ákvörðun um aðstöðusköpun á nýjum stað. • Skýra betur ferli ákvarðanatöku varðandi fjárfestingarverkefni og endurnýjunarframkvæmdir. Eftirfylgni: • Fylgja eftir umbótavinnu, eins og við erum í núna og úr þjónustukönnun. • Kynna niðurstöður úr greiningar- og lausnarvinnunni. Laun og kjaramál: • Hækka grunnlaun. • Hækka launin vegna efnahagsástands. Laun hafa ekki hækkað – en væntingar voru að þau myndu hækka í kjölfar aðskilnaðar frá LV – í ljósi nýrrar stöðu starfsmanna (aðrir sammála). • Launaviðtal. Verið að bæta á mann verkefnum, ábyrgð og frammistöðu – þarf að uppfæra starfslýsingar og umbun. Launajafnrétti – ljúka könnun á launajafnrétti og birta niðurstöður. • Stéttarfélag – viljum fá að vera í stéttarfélagi. • Útrýma mismunun – launamál, símamál o.þ.h.

  35. Forgangsröðun verkefna

  36. Forgangsröðun verkefna

  37. Forgangsröðun verkefna

  38. Forgangsröðun verkefna

  39. Forgangsröðun verkefna

  40. Forgangsröðun verkefna

  41. Forgangsröðun verkefna

  42. Forgangsröðun verkefna

  43. Forgangsröðun verkefna

  44. Forgangsröðun verkefna

  45. Forgangsröðun verkefna

  46. Forgangsröðun verkefna

  47. Forgangsröðun verkefna

  48. Forgangsröðun verkefna

More Related