110 likes | 263 Views
Ráðstefna um hávaða à umhverfi barna. LÃðan barna à skólum. Þórhildur LÃndal 1. aprÃl 2005. Að hlusta eftir röddum barna, skoðunum þeirra og sjónarmiðum. Ãmsar leiðir færar à þeim efnum, t.d. að: heimsækja börn á þeirra heimavelli, à skóla og félagsmiðstöðvar,
E N D
Ráðstefna um hávaða í umhverfi barna Líðan barna í skólum Þórhildur Líndal1. apríl 2005
Að hlusta eftir röddum barna, skoðunum þeirra og sjónarmiðum • Ýmsar leiðir færar í þeim efnum, t.d. að: • heimsækja börn á þeirra heimavelli, í skóla og félagsmiðstöðvar, • halda opinber málþing þar sem börn ræða um hagsmunamál sín, • halda ráðstefnur þar sem börn og fullorðnir ræða saman um málefni sem brenna á börnum sérstaklega, • halda NetÞing – 63 fulltrúar barna úr öllum kjördæmum koma með tillögur til ráðamanna, • halda úti áhugaverðri heimasíðu og • vera með unga ráðgjafa úti um land allt.
Tilraunaverkefnið: • Ráðgjafarbekkir umboðsmanns barna; • 18 bekkir grunnskóla víðsvegar um landið, • 322 nemendur, • 10, 11 og 12 ára börn.
Þrjár spurningakannanir • um aðbúnað og líðan barna í skólanum, • ... og að skóladegi loknum og loks • um viðhorf þeirra til streitu. • Skýrslur gefnar út um niðurstöður þessara spurningakannana og þær m.a. kynntar sveitarstjórnarmönnum, alþingismönnum og ráðherrum.
Um aðbúnað og líðan barna í skólum: • „Það er þægilegt að vera í skólastofunni vegna þess að þá er enginn að stríða mér.“ • Strákur í 7. bekk. • „Það er oft of mikill hávaði.“ • Stelpa í 7. bekk.
Af hverju finnst þér skólalóðin óöruggur staður? • „Stóru krakkarnir eru alltaf að lemja mann.“ • Strákur í 5. bekk. • „Gangaverðirnir eru alltaf inni að tala saman.“ • Stelpa í 5. bekk.
Hvað er verst við að koma í skólann? • „Maður mætir of snemma.“ • Strákur í 5. bekk. • „Það er verst að þurfa að bíða eftir kennaranum fyrir utan í vondu veðri.“ • Stelpa í 7. bekk.
Hvernig er draumaskólinn? • „Það á að vera gaman í skólanum, vinnufriður og góðir kennarar.“ • Stelpa í 6. bekk. • „Eins og Hogwarts skólinn.“ • Strákur í 5. bekk.
Um streitu barna • Niðurstöður könnunarinnar gefa vísbendingar um að fimmtungur barna á Íslandi þjáist af streitutengdum kvillum. • Nauðsynlegt er að rannsaka þetta nánar. Tilmæli send til menntamálaráðherra í upphafi árs 2004 – svar barst í september sama ár. • Jákvæð viðbrögð en ráðherra vill samráð við félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra. „Þegar ég hugsa um stress dettur mér í hug að manni líði illa og geti ekki einbeitt sér.“ - Stelpa í 6. bekk.
Skólinn, vinnustaður nemenda • Nauðsynlegt að aðbúnaður nemenda sé sem allra bestur, hvað snertir líkamlega sem andlega velferð þeirra. • Í hvaða lögum á ákvæði um skólann sem vinnustað best heima? • Álitsgerð þriggja laganema: Nám er vinna, september 2004. • Tilmælum beint til félagsmálaráðherra um að hann hafi forgöngu í þessu máli.