270 likes | 591 Views
Geðraskanir barna og unglinga. Sálfræði 203 9.kafli Kennari: Hildur Jóhannsdóttir. Hvað eru barnageðraskanir. Felst í safni einkenna sem eru það alvarleg hvað tíðni og/eða styrkleika varðar að dagleg virkni barnsins truflast.
E N D
Geðraskanir barna og unglinga Sálfræði 203 9.kafli Kennari: Hildur Jóhannsdóttir
Hvað eru barnageðraskanir • Felst í safni einkenna sem eru það alvarleg hvað tíðni og/eða styrkleika varðar að dagleg virkni barnsins truflast. • Þegar ástand barns er metið skal samkvæmt henni ávallt miða við vitrænan og félagslegan þroska, aðstæður og sjúkrasögu.
Helstu flokkar: • Þroskaraskanir • (t.d. þroskahömlun, einhverfa, málhömlun o.fl.) • Atferlisraskanir • (t.d. AMO, hegðunarröskun, mótþróaþrjósku-röskun) • Lyndisraskanir • (t.d. þunglyndi, óyndi, geðhvarfasýki) • Kvíðaraskanir • (t.d. félagsfælni, áfallastreita, áráttu-þráhyggja, ofkvíðaröskun, felmtursröskun).
Úthverfar/Innhverfar raskanir • Úthverfar eru hegðunartruflanir, þ.e. vandi sem er mjög sjáanlegur og truflar ytra umhverfi. • AMO (athyglisbrestur með ofvirkni) er dæmi um slíka röskun. • Innhverfar eru raskanir sem trufla mest barnið sjálft og eru oft ekki sjáanlegar öðrum, t.d. Þunglyndi, kvíði
Hvernig fer klínísk greining fram? • Við greiningu á barnageðröskunum hér á landi þarf meðal annars að fara fram sálfræðilegt mat. • Það felst í því að hegðun, hugræn ferli og tilfinningar barnsins eru kortlögð. • Jafnframt er nauðsynlegt að tekið sé tillit til þroska barnsins, aldurs, kyns og menningar-umhverfis. • Við slíkt mat er mikilvægt að hafa hliðsjón af því sem getur talist eðlilegt eða meðaltalsgeta á viðkomandi aldursstigi. • Formleg greining felst síðan í samantekt á einkennum barnsins og ályktunum um orsakir og eðli þeirra.
Hver er tilgangur klínískrar greiningar? • Að fá • nákvæma lýsingu á vanda barnsins; • hugmynd um meðferðarúrræði; • hugmynd um batahorfur; • upplýsingar fyrir flokkun; auk þess sem hún auðveldar • samskipti sérfræðinga og • rannsóknir. • Greiningarferlið felst í því að afla upplýsinga um margvíslega þætti frá ýmsum sjónarhornum. • Þegar um börn er að ræða er oftast byggt á greiningarviðtali við aðstandendur, beinum athugunum á atferli barnsins, stöðluðum spurningalistum fyrir foreldra, kennara og barnið sjálft og loks á sálfræðilegum prófum.
Af hverju flokkunarkerfi? • Almennt má segja að góð flokkunarkerfi hafi eftirfarandi eiginleika (þau): • Geta stuðlað að því að orsakir geðraskana finnist. • Leggja grunninn að tungutaki sem sérfræðingar hafa sammælst um að nota. • Hafa upplýsingagildi hvað lýsingar á geðröskunum varðar. • Auðveldara verður að meta batahorfur í bráð og lengd. • Þau eru leiðbeinandi fyrir meðferð (og í því felst sparnaður). • Sérfræðingar geta skipst á upplýsingum með skjótari og nákvæmari hætti. • Geta leitt til fyrirbyggjandi aðgerða. (Að hluta byggt á Sarason og Sarason, 2002.)
DSM-IV flokkunarkerfið • Þegar sérfræðingar greina geðraskanir nota þeir svonefnd flokkunarkerfi. • Tvö slík kerfi eru mest notuð í heiminum í dag. • Annað er kerfi bandarísku geðlækna-samtakanna, skammstafað DSM-IV (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders) • Hitt meginkerfið er skammstafað ICD-10 (International Classification of Diseases, 10. útgáfa) sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gefur út. • Þessi kerfi eru bæði notuð hér á landi og eru byggð upp með svipuðum hætti.
DSM-kerfið • DSM kerfið er svokallað fjölása kerfi en hver ás um sig tekur til ólíkra sjónarmiða. Ásarnir eru í allt fimm: • I. ásinn snýr að klínískum einkennum og frumflokkum raskana (svo sem aðlögunarraskanir, kvíðaraskanir, lyndisraskanir, geðklofi, átraskanir...) að undanskildum persónuleikaröskunum og þroskahömlun. • II. ásinn tekur til persónuleikaraskana og þroskahömlunar. Báðar þessar tegundir raskana hefjast að jafnaði á barns- og unglingsárum og haldast fram á fullorðinsár.
DSM-kerfið • III. ásinn segir til um almennt læknisfræðilegt ástand sem getur varpað ljósi á líðan sjúklings (svo sem heilaskaði eða hjartaáfall og margt fleira sem getur leitt til ástands sem líkist geðheilsubresti). • IV. ásinn vísar til félagslegra og sálfræðilegra þátta auk umhverfisþátta. Hér má nefna fátækt, áföll, atvinnumissi og ósætti innan fjölskyldu. • V. ásinn er almennt mat á lífsfærni einstaklingsins. Við matið er notaður kvarði á bilinu frá 0 til 100 (svokölluð GAF-tala – Global Assessment Functioning) þar sem lág tala merkir að viðkomandi getur verið hættulegur sjálfum sér og öðrum en há tala stendur fyrir almennt góða lífsfærni.
DSM kerfið • Þannig tekur I. ásinn til frumflokka geðraskana og einn þeirra eru raskanir sem venjulega greinast fyrst á bernskuskeiðinu. • Helstu undirflokkar þar eru: námsraskanir, röskun á hreyfifærni, tjáskiptaraskanir, gagntækar þroskaraskanir, athyglisbrestur og atferlisraskanir, fæðu- og átraskanir í bernsku, kækir, losunarraskanir og loks aðrar raskanir sem tengjast bernsku- og unglingsárunum.
Gagntækar þroskaraskanir Einhverfurófið www.donaghyonline.com/.../spectrum/index.htm
Gagntækar þroskaraskanir • Einhverfa • Asperger-heilkenni • Koma snemma fram á þroskaferlinum • Hafa víðtæk áhrif á þroska barna • Áhrif til langframa á: • Félagsþroska • Greindar- og málþroska • Tilfinningaþroska • Hegðun og áhugahvöt
Gagntækar þroskaraskanir • Þroskaferill barna með þessar raskanir er ólíkur • Stundum koma tímabil þar sem börnin taka nokkuð eðlilegum framförum • Á öðrum tímum getur orðið stöðnun eða jafnvel afturför • Einkennin geta verið breytileg eftir aldri • Sum einkenni birtast ekki fyrr en ákveðnum aldri er náð • Önnur hverfa með aldrinum
Einhverfa – hvernig lýsir hún sér? • Skortur á augnsambandi • Samskipti við jafnaldra þróast ekki með eðlilegum hætti • Skortur á frumkvæði til samskipta • Sérkennileg viðbrögð við fólki • Sérkennileg svipbrigði • Það sem skortir á í boðskiptum eru oft bendingar og látbragð, eftirherma, ímyndunarleikur og skortur á gagnkvæmni í samræðum
Einhverfa – hvernig lýsir hún sér? • Auk þess eru ýmis sérkenni í tali, svo sem ýmis konar endurtekningar og stagl, fornafnarugl, nýyrðasmíð eða skrítin máltjáning. • Sérkennileg og áráttukennd hegðun getur komið fram í þröngu eða sérkennilegu áhugasviði, sem þróast lítið yfir tíma og þar sem áhuginn er svo ákafur að hann getur hindrað eðlileg samskipti við aðra.
Einhverfa – hvernig lýsir hún sér? • Þá er oft einnig um að ræða knýjandi þörf til að segja hluti á ákveðin hátt og stundum að aðrir svari sömuleiðis alltaf eins. • Eins geta athafnir verið í óvenju föstu kerfi og ef ekki er hægt að framkvæma þær í ákveðinni röð veldur það uppnámi, allt frá pirringi til bræðiskasta.
Einhverfa – hvernig lýsir hún sér? • Sérkennilegar, endurteknar, handahreyfingar, eða flóknar hreyfingar með öllum líkamanum koma við sögu, • Einhæf eða óvenjuleg notkun hluta • Óvenjulegur áhugi á skynáreitum. • Eðlilegu líkamsþroski þar sem farið er í gegnum heilstu þroskastigin á eðlilegum tíma • Hætta á greindarskerðingu (sjá bls. 364)
Asperger-heilkenni • Einkenni • breytileg eftir aldri og ástandi viðkomandi • Koma fram í félagslegum samskiptum • Skertri félagslegri virkni • Sérstökum áhugamálum • Áráttukenndri hegðun • Blæbrigðalausum talanda og (stundum) sérkennilegu orðavali (háfleygt mál) • Sérkennileg líkamstjáning • Ekki greindarskerðing og ekki skerðing á málþroska
Asperger-heilkenni • Gjarnan koma fram einkenni annrarra raskana, s.s. • AMO • Tourette (boðefnamisflæði) • Kvíði – almenn kvíðaröskun • Félagsfælni • Lyndisraskanir - þunglyndi
Geðklofi • Röskun sem leggst á hugann • Birtingarmynd einkenna byggir á málleikni og vitsmunaþroska • Truflun á hreyfiþroska og málþroska er gjarnan sem undanfari • Ofskynjanir • Brengluð rökhugsun • Jákvæð einkenni – neikvæð einkenni
Geðklofi • Jákvæð einkenni • Ofskynjanir • Neikvæð einkenni • Flatar tilfinningar • Óviðeigandi tilfinningaviðbrögð • Í bernsku eru neikvæðu einkennin áberandi • Jákvæðu einkennin eru einkennandi í miðbernsku • Á unglingsárum verða neikvæðu einkennin áberandi
Úthverfar raskanir - atferlisraskanir • Vel sýnilegar hegðunartruflanir • Amo • Hegðunarröskun • Mótþróaröskun • AMO – athyglisbrestur – ofvirkni – hvatvísi • Fylgifiskar AMO • Lyndisraskanir • Kvíðaraskanir • Námsörðugleikar • Mótþróaþrjóskuröskun • Hegðunarröskun • Andfélagsleg hegðun
Úthverfar raskanir - atferlisraskanir • Hegðunarröskun • Ofbeldi • Skemmdarfýsn • Svik og þjófnaður • Alvarleg brot • Mótþróaþrjóskuröskun • Mildari röskun • Skapbræði • Hlýðir ekki reglum og fyrirmælum • Reiði – fyrtni – illgirni - hefnigirni
Innhverfar raskanir • Snúast um tilfinningar, hugarástand og líkamleg einkenni • Kvíðaraskanir • Félagsfælni • Áfallastreita • Þunglyndi • Átraskanir • Lystarstol • Lotugræðgi • lotuofát