170 likes | 446 Views
Samtök um kvennaathvarf. Kynning á Kvennaathvarfinu og fræðsla um heimilisofbeldi Drífa Snædal Fræðslu- og kynningarstýra. Saga Kvennaathvarfsins.
E N D
Samtök um kvennaathvarf Kynning á Kvennaathvarfinu og fræðsla um heimilisofbeldi Drífa Snædal Fræðslu- og kynningarstýra
Saga Kvennaathvarfsins • Samtök um kvennaathvarf voru stofnuð árið 1982 að frumkvæði kvenna úr hinum ýmsu kvennahreyfingum ásamt konum sem höfðu kynnst áhrifum heimilisofbeldis í starfi sínu • Hið persónulega er pólitískt • Kvennaathvarfið er sjálfseignarstofnun – 450 félagar í SUK • Fyrsta athvarfið tekið í gagnið í desember 1982 á Lindargötu – núverandi húsnæði það fimmta í röðinni, teygjuhús • Kvennaathvarf á Akureyri 1983-1984 - breytt í ferðasjóð
Markmið og starfsemi • Að reka athvarf, annars vegar fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis og hins vegar fyrir konur sem verða fyrir nauðgun • Að veita rágjöf og upplýsingar, efla fræðslu og umræðu um ofbeldi innan fjölskyldu – auka skilning í þjóðfélaginu á eðli og ofbeldis og afleiðingum þess • Þjónusta athvarfsins er þríþætt: • Athvarf • Símaráðgjöf • Viðtöl • Opið hús á fimmtudögum
Nýting og umfang • Frá upphafi hafa komið 5.986 konur í athvarfið með 2.290 börn en alls eru gistinæturnar ca 80.000 (20 ára tímabil) • Aðsóknin er mjög sveiflukennd á milli ára en hefur farið vaxandi í heildina • Tilhneygingin að konur nýta sér viðtöl í meiri mæli en áður • Starfsfólk gengur vaktir; alls 7 stöðugildi auk barnastarfsmanns, framkvæmdastjóra, rekstrarstjóra og fræðslu- og kynningarstýru • Kvennaathvarfið er fjármagnað með opinberum styrkjum frá ríki og sveitarfélögum að stærstum hluta en einnig félagsgjöldum, gjöfum frá félagasamtökum og styrkjum.
Hugmyndafræðin • Konan er sérfræðingur í sínum málum • Lausnir ekki orsök • Stuðningur til sjálfshjálpar
Um heimilisofbeldi • Karlar eiga frekar á hættu að þola ofbeldi af hendi ókunnugra eða kunninga en einhverra nákominna • Algengasta ofbeldið gegn konum er af hendi maka • Ofbeldi gegn konum er eitt af stærstu heilsufarsvandamálum í heimi • Nær allir sem beita heimilisofbeldi eru karlmenn • Samkvæmt samantekt WHO eru 10-69% kvenna í heiminum beittar líkamlegu ofbeldi af hendi náins karlmanns. Umfang ofbeldis er breytilegt eftir heimshlutum • Birtingamynd, gefnar ástæður og aðstæður heimilisofbeldis eru svipaðar hvar sem er í heiminum
Birtingamyndir heimilisofbeldis • Einangrun: Konan er einangruð frá vinum og fjölskyldu og jafnvel komið í veg fyrir að hún sæki skóla, vinnu eða félagsstarf • Efnahagsleg stjórnun: Konan hefur ekki aðgang að peningum og jafnvel ekki vitneskju um fjármál heimilisins • Hótanir: Morðhótanir eða sjálfsmorðshótanir. Ógnandi framkoma • Tilfinningaleg kúgun: Makinn niðurlægir konuna, ásakar og gagnrýnir stöðugt • Kynferðisleg misnotkun: Nauðgun, niðurlæging í kynlífsathöfnum • Líkamlegt ofbeldi: Ýtir, hrindir eða slær. Makinn heldur konunni fastri og varnar útgöngu. Skaðar líkamlega
Af hverju er gripið til hnefanna? • HEIMILISOFBELDI ER TIL Í ÖLLUM STÉTTUM • Reynsla af ofbeldi á bernskuheimili eykur líkur á heimilisofbeldi – flestir sem hafa alist upp við heimilisofbeldi beita því þó ekki • Áfengi og önnur vímuefni – orsök eða afleiðing? • Valdatogstreikta á heimilinu – hefðbundnum hlutverkum kynjanna raskað • Fátækt, atvinnuleysi og streita
Nokkrar staðreyndir • Ef karl beitir maka sinn ofbeldi eru yfir helmingslíkur á að það gerist aftur • Fæstar konur sem búið hafa með ofbeldismönnum fara aftur í sambúð með manni sem beitir ofbeldi • 70% kvenna sem beita ofbeldi hafa sjálfar verið beittar ofbeldi, en aðeins 37% karla • Menntun, starf og tekjur kvenna sem beittar hafa verið ofbeldi virðist ekki skipta máli • Erlendar konur eru í minnihluta þeirra sem sækja Kvennaathvarfið
Af hverju fer hún ekki? • Ást – tilfinningalega háð • Töpuð sjálfsmynd – ég er ekkert án makans • Hræðsla við maka eða samúð • Er háð makanum fjárhagslega • Vill ekki svifta börnum því að alast upp hjá báðum foreldrunum
Vinnutæki Kvennaathvarfsins • Ert þú beitt ofbeldi? • Ofbeldishringurinn • Spurningar til að meta ofbeldi • Birtingarmyndir ofbeldis • Sem manneskja hef ég rétt til að......
Hvað getum við gert? • Að senda réttu skilbaboðin: • „Þetta er ekki þér að kenna“ • „Einhver hefur greinilega farið illa með þig“ • „Ég veit að þú átt eftir að vinna þig út úr þessum vanda“ • Hlusta án þess að dæma • Fara yfir öryggisráðstafanir: • Láta nákomna vita • Áætlanir um flóttaleiðir • Undirbúa börnin • Kynna úrræði fyrir konum sem beittar eru heimilisofbeldi: • Símaþjónusta Kvennaathvarfsins • Viðtöl í Kvennaathvarfinu • Dvöl í Kvennaathvarfinu • Kynna úrræði fyrir körlum sem beita ofbeldi