300 likes | 981 Views
Almenn sálfræði hugur, heili og hátterni. Höf: Aldís Guðmundsdóttir Jörgen Pind Kennari: Þórður Sigurðsson. Kafli Hvað er sálfræði. Sálfræði sem vísindagrein hefur heillað marga vegna þess að þar er leitað svara við spurningum er snerta mannlegt eðli. . Aristóteles. Plató.
E N D
Almenn sálfræðihugur, heili og hátterni Höf: Aldís Guðmundsdóttir Jörgen Pind Kennari: Þórður Sigurðsson
Kafli Hvað er sálfræði Sálfræði sem vísindagrein hefur heillað marga vegna þess að þar er leitað svara við spurningum er snerta mannlegt eðli. Aristóteles Plató Grísku heimspekingarnanir Aristóteles og Plató voru „fyrstu sálfræðingarnarnir“. Veltu fyrir sér tengsl sálar við líkama. Þetta hefur ekki verið viðfangsefni vísindalegrar sálfræði! 428-327 f.kr. 384-322 f.kr. Þórður Sigurðsson
Eðli fræðigreina Hversdagsleg þekking fólks á hinum ýmsu fræðigreinum endurspeglar tíðarandann hverju sinni. Fræði almennings hafa þann eiginleika að geta meðtekið vísindalega þekkingu og umbreytt henni. T.d. Þróunarkenning Darwins Í dag Vísindaleg staðreynd (rökstutt) Almenn þekking hjá flestum Sálfræðin er ung vísindagrein og flest fólk telur sig hafa talsvert innæi í mannlegt eðli. Erum öll sálfræðingar og mannþekkjarar Þórður Sigurðsson
Vandkvæði við rannsóknir í sálfræði Einkum þrennt sem menn þurfa að taka tillit til við rannsóknir í sáfræði • Margir þættir sem verka samtímis á hugsun og hegðun fólks. Erfitt að hafa fullkomna stjórn á öllum þáttum. • Sjálfsvitund eða tilfinning mannsins fyrir sjálfum sér. Maðurinn hefur tilhneigingu til að fella niðurstöður að eigin væntingum. • Rannsóknahrif, fólk hefur tilhneigingu til að breyta hegðun sinni þegar það veit að það er verið að rannsaka það Þórður Sigurðsson
Viðfangsefni sálfræðinga • Að lifa án minnis – „Memento“. Áhrif minnisleysis á fólk. • Í hverju er andlitsfegurð fólgin – Flokkum við fólk eftir útliti. Hefur útlit áhrif á mat okkar á fólki. • Að greina athyglisbrest með ofvirkni – Klínísk greiningarvinna á ýmiss konar kvillum/þroskafrávikum. • Sálfræðingar sinna oft öryggismálum – Mannþáttafræði, leiðir til að tryggja snurðulaus samskipti manns og vélar (t.d. umferðaröryggismál) Þórður Sigurðsson
Hvað er sálfræði Heiti greinarinnar er dregið af grísku orðunum „psyche“ sem þýðir sál og „logos“ sem þýðir fræði „Fræðigreinin um sálina“ Sálfræðin er fræðigrein sem fjallar um atferli og hugarstarfsemi Þórður Sigurðsson
Rætur sálfræðinnar Rætur sálfræðinnar má einkum rekja til þriggja greina Eðlisfræði (Náttúruvísindi) Vísindalegar aðferðir og aðferðafræði. Mikil áhersla á vísindalegar aðferðir við rannsóknir. Heimspeki Heimspekingar eins og Aristóteles, Descartes, Locke og fleiri fjölluðu um efni sem er viðfangsefni sálfræðinnar í dag • Líffræði • Lífeðlisfræðilegar rannsóknir tengdar starfsemi taugafrumna og heila • Þróunarkenning Darwins Sjálfstæði fræðigrein verður til. Rakið til Wilhelms Wundt sem stofnaði fyrstu tilraunastofuna í Leipzig árið 1879. William James gaf út bókina „principles of pcychology“ árið 1890 Þórður Sigurðsson
Fyrstu sálfræðistefnurnar • FormgerðarstefnaWundts, viðfangsefni sálfræðinnar meðvituð hugarstarfsemi og rannsóknaraðferðin sjálfsskoðun. • Hlutverksstefna, svar William James við formgerðarstefnu. Áhrif frá Darwin og viðfangsefni sálfræðinnar er markmið hegðunar og hugsunar • SálgreiningFreuds, viðfangsefni einkum dulvitund og hvatir. • Atferlisstefnan, John Watson, áhersla á vísindalegar aðferðir og rannsóknir á hegðun Þórður Sigurðsson
Ráðandi sjónarmið í nútímasálfræði Sálgreining, áhrifamikil kenning um mannlegt eðli Atferlisstefna, skýringar er varða nám. Mikil áhrif á meðferð og aðferðafræði. Hugfræði, vísindalegar rannsóknir á hugarstarfsemi. Mannúðarsálfræði, óbein áhrif á sálfræði (starfsreglur og siðareglur). Notuð við meðferð Líffræðileg sálfræði, mikils metin í dag vegna þess hve rannsóknartækni hefur fleygt fram. Rannsóknir á starfsemi heilans gegna mikilvægu hlutverki í nútímasálfræði Þórður Sigurðsson
Áherslur í sálfræði á síðustu öld 1879 – 1910 Hugsun 1910 – 1960 Hegðun 1960 – 1994 Hugsun Þórður Sigurðsson
Álitamál í sálfræðiFrjáls vilji – löghyggja/ Erfðir - umhverfi Um ofangreind álitamál hafa menn þráttað í gegnum tíðina. Þessi álitamál endurspeglast í kenningum innan sálfræðinnar. Frjáls vilji: Að hve miklu leyti er hegðun mannsins lögmálsbundin eða stjórnast hún af frjálsum vilja. Fólk hefur val þegar það tekur ákvarðanir Löghyggja: Öll hegðun á sér orsakir eins og önnur náttúruleg fyrirbæri. Hegðun háð orsakalögmálum og hlutverk sálfræðinnar er að skýra þessi lögmál. Talsmenn þessarar stefnu telja að sálfræðin geti aldrei orðið hreinræktuð vísindagrein ef ekki er gengið út frá því að hegðun sé lögmálsbundin. Þórður Sigurðsson
Frjáls vilji - löghyggja Þórður Sigurðsson
Erfðir - umhverfi Að hve miklu leyti mótast hegðun af erfðum og umhverfi? Endurspeglast í álitamáli innan heimspekinnar þar sem tvær stefnur takast á, ásköpunarhyggja og reynsluhyggja. Ásköpunarhyggja: Barnið fæðist inn í þennan heim með áskapaða eða meðfædda þekkingu til að takast á við veröldina. René Descartes (1596-1650) talsmaður þessarar stefnu. Allar hugmyndir til staðar við fæðingu, t.d. hugmyndin um Guð. Reynsluhyggja: Hver og einn aflar sér þekkingar í gegnum skynfærin með því að prófa sig áfram. „Tabula Rasa“, maðurinn fæðist sem óskrifað blað. John Locke (1632-1704), enskur heimspekingur upphafsmaður þessarar stefnu. Þórður Sigurðsson
Erfðir – umhverfiSjónarmið sálfræðinga í dag Enn í dag deila menn um hvort er öflugra í mótun einstaklinga erfðir eða umhverfi. Menn hafa samt lagt þessa deilu til hliðar þegar talað er um mótun mannnsins í heildstæðum skilningi. Menn skoða frekar áhrif erfða annars vegar og umhverfis hins vegar sem orsök einstakra kvilla (t.d. geðklofi, lestrarörðugleikar, einhverfa og ofvirkni) ER GEÐKLOFI ERFÐASJÚKDÓMUR? Þórður Sigurðsson
Afstaða til mikilvægis erfða eða umhverfis Erfðir Umhverfi Þórður Sigurðsson
Ólík sjónarmið nútímasálfræði Á árunum frá 1879 og fram yfir seinni heimsstyrjöldina voru flokkadrættir milli mismunandi stefna/skóla í sálfræðinni. Menn héldu fram ágæti eigin stefna fram yfir aðrar. Þetta hefur gjörbreyst. Menn hafa áttað sig á að mismunandi viðfangsefnum hæfa mismunandi kenningar og eðlilegt er að nálgast efni með ólíkum hætti Þórður Sigurðsson
Stefnur í sálfræði Hugrænt sjónarmið Líffræðilegt sjónarmið Sálfræði Sálgreiningar-sjónarmið Atferlis- sjónarmið Mannúðar-sjónarmið Þórður Sigurðsson
Líffræðilega sjónarmiðið Tauga-fruma Byggir að mestu leyti á framþróun sem átt hefur sér stað í rannsóknum á heilanum. Breytingar í taugafrumu er forsenda náms (það eru 100 milljarðar í heilanum). Þeir sem aðhyllast þessa stefnu líta svo á að öll sálræn starfsemi tengist virkni í heilanum og taugakerfinu Dæmi um rannsóknir í anda þessarar stefnu: A) Þróun heilans og atferlis (byggt á þróunarkenningunni). B) Þroskaferli heila og taugakerfis yfir æviskeiðið. C) Geðlyfjafræði (hvernig samspili boðefna og sálsýki er háttað). D) Skynjun og skyntúlkun (rannsóknir á skynfærum og úrvinnslu skynáreita í taugakerfinu). E) Stjórnun og samhæfing hreyfinga. F) Stjórnun atferlisvaka, t.d. kynhvöt og fæðuinntaka. G) Líkamssveiflur (líkamsklukkur), m.a. athygli og svefn. H) Geðshræringar og geðsjúkdómar. I) Taugafræðilegar forsendur náms, minnis, máls og hugsunar. J) Áhrif heilasköddunar á sálfræðilega starfsemi Þórður Sigurðsson
Atferlisstefnan Þetta sjónarmið er undir áhrifum af reynsluhyggju í heimspeki og að sumu leyti af þróunarkenningu Darwins. Gengið út frá því að öll hegðun sé lærð af umhverfinu og hlutverk sálfræðinga er að skýra hvernig þessu námi er háttað. Stundum kallað Á-S sálfræði (Á stendur fyrir Áreiti og S fyrir Svörun) Tengist Darwinisma á þann hátt að sálfræðingar hagnýttu sér rannsóknir á dýrum í rannsóknum á mannlegu atferli Rannsóknir fara fram á tilraunastofum. Hafa verið hagnýttar við alls kyns meðferð á fólki. Grundvallarlögmál atferlisstefnunnar: Viðbragðsskilyrðing og virk skilyrðing Þórður Sigurðsson
Hugræna sjónarmiðið Með hugræna sjónarmiðinu er í vissum skilningi horfið aftur að uppruna sálfræðinnar (hugur, vitund, minni, tilfinningar og skynjun). Upphafið má rekja til sjötta áratugarins og margir líta á hana sem andsvar við atferlisstefnu. Viðfangsefni sálfræðinnar samkvæmt þessari stefnu: Rannsóknir á vitsmunastarfsemi, minni, athygli, lestur, ákvörðunartaka og þrautalausnir. Með því að sleppa því sem gerist innra með lífverunni er verið að sneiða hjá þýðingarmiklum upplýsingum sem á að vera kjarninn í sálfræðilegum kenningum. Sálfræðingar sem starfa í anda þessa sjónarmiðs hafa unnið með fræðimönnum á ýmsum sviðum (t.d. Taugavísindi, tölvufræði og tölfræði) við að skapa tauganetkenningar og gervigreindarlíkön Þórður Sigurðsson
Þrautalausnir Strikið í gegnum alla punktana með fjórum samföstum línum, án þess að lyfta pennanum frá blaðinu. Þórður Sigurðsson
Áherslumunur atferlissinna og hugfræðinga Með atferlissjónarmiðinu er einungis litið á sambandið milli áreitis og svörunar: Á-S sálfræði Hugræn ferlun eða úrvinnsla áreita hefur úrslitaáhrif á svörun - sem er í raun háð vitrænni túlkun Áreiti Svörun Með hugræna sjónarmiðinu færist áhersla á það sem gerist innra með manninum Þórður Sigurðsson
Sjónarmið sálgreiningar Kennt við Sigmund Freud (1856-1939). Byggist ekki á tilraunum heldur yfirgripsmiklum athugunum (ferilsathugunum t.d. rannsóknir á sefasýki) Kenningar Freuds komu fram skömmu áður en atferlisstefnan var sett fram í USA. Sálgreining hefur haft mikil áhrif á sálfræðina en innan vísindasamfélagsins hefur henni verið hafnað (óvísindaleg aðferð). Í grundvallaratriðum gengur þetta sjónarmið út að bældar hvatir og minningar geta komið fram í draumum, mismæli (Freudian slip) og vanabundnum hegðunarmynstrum, t.d. í taugaveiklun. Nota dáleiðslu eða viðtöl (frjáls hugrenningaraðferð). Þórður Sigurðsson
Mannúðarsjónarmið (fyrirbærasjónarmiðið) Mannúðarsálfræði (þriðja aflið) leggur áherslu á eiginleika mannsins. Kom fram sem mótvægi við sálgreiningu og atferlisstefnu. Þekktustu mannúðarsálfræðingarnir voru Carl Rogers (1902-1987) og Abraham Maslow (1908-1970). Áhersla á upplifun og meðvitaða reynslu hvers og eins. Maðurinn var í eðli sínu góður og jákvæður og stefndi stöðugt að auknum þroska. Einstaklingar hafa þörf fyrir sjálfsbirtingu, þ.e. Þörf mannsins til að vaxa og nýta hæfileika sýna til fullnustu. Mannúðarsjónarmið hefur gagnast ágætlega í meðferð. Hefur verið gagnrýnt fyrir að vera óvísindlegt Þórður Sigurðsson
Helstu undirgreinar sálfræðinnar • Afbrigðasálfræði: Fjallar um hegðun og andlegt ástand sem telst afbrigðilegt. Meginviðfangsefni afbrigðasálfræðinnar eru geðraskanir og tilfinninga- og persónuleikaraskanir hvers konar. • Félagssálfræði: Undirgrein sem stendur félagsfræðinni næst. Fjallar um það hvernig félagsleg áhrif móta hegðun fólks, viðhorf og skoðanir. Viðfangsefni er til dæmis viðhorfamyndun, fordómar, staðalímyndir, hópþrýsingur og flokkadrættir • Hugræn sálfræði: Ein gróskumesta undirgrein nútímasálfræði. Hún tekur til rannsókna á minni, hugsun, athygli, skynjun og máli. • Klínísk sálfræði og ráðgjafasálfræði: Margir sálfræðingar starfa við klíníska sálfræði eða ráðgjöf af ýmsu tagi. Dæmi um klínísk störf eru meðferð og greining geðraskana, atferlismeðferð, fjölskylduráðgjöf, skólaráðgjöf og vinna á svið fíkniefna og forvarna. Klínísk sálfræði byggist á hagnýtingu sálfræðilegrar þekkingar og lögmála. • Líffræðileg sálfræði: Undir þessa grein falla meðal annars rannsóknir taugafrumum, heilanum, taugakerfinu, innkirtlakerfinu, boðefnum og genum Þórður Sigurðsson
Helstu undirgreinar sálfræðinnar • Persónuleikasálfræði: Sígild undirgrein sálfræðinnar og á rætur að rekja til kenninga Freuds um persónuleikann. Í nýrri kenningum er lögð áhersla á einstaklingsmun og gengið er út frá að fólk sé ólíkt vegna meðfæddra persónuleikaþátta sem móti hegðun einstaklinga í ólíkum aðstæðum. • Réttarsálfræði: Sérhæfð undirgrein sálfræðinnar. Megininntak greinarinnar er að beita sálfræðilegri þekkingu í tengslum við ýmis afbrotamál og réttarhöld yfir meintum afbrotamönnum. • Skólasálfræði: Tekur á ýmsum vandamálum sem geta komið upp í tengslum við skólastarf • Tilraunasálfræði: Er elsta undirgrein sálfræðinnar og jafnframt undirstöðugrein allra hinna. Rannsóknir eru gjarnan vísindalegar tilraunir undir stjórn sem ýmist fara fram á rannsóknarstofum eða við náttúrulegar aðstæður. • Vinnu- og skipulagssálfræði: Tekur til ýmissa þátta í starfsumhverfi fyrirtækja, bæði sem snúast að starfsánægju og skipulagsmálum. • Þroskasálfræði: Fjallar um þroskaferilinn frá getnaði til grafar. Viðamikil undirgrein sálfræðinnar þar sem miklar rannsóknir hafa farið fram um áratuga skeið Þórður Sigurðsson
Rannsóknir og hagnýting Tvenns konar sálfræðingar Þeir sem fást við rannsóknir Þeir sem starfa á stofnunum, vinnustöðum eða á eigin stofu Margir sem fást við hvort tveggja í senn Samfélög taka sífelldum breytingum. Eitt megin verkefni sálfræðinnar er að stuðla að því að aðlögðun milli einstaklings og umhverfis verði sem best Þórður Sigurðsson
Rannsóknir og hagnýting Til að koma á betri aðlögun milli manns og umhverfis hafa sálfræðingar ýmist beint sjónum sínum aðmanninum eða umhverfinu. Fjórar leiðir færar til að stuðla að betri aðlögun manns og umhverfis: • Einstaklingar eru valdir fyrir ákveðið umhverfi. Til dæmis þegar margir einstaklingar sækja um sama starfið. • Umhverfi valið fyrir tiltekinn einstakling. • Meðferð fólks. Einstaklingi breytt þannig að hann lagi sig betur að umhverfi • Meðferð umhverfis. Umhverfi breytt og lagað að manninum Þórður Sigurðsson