1 / 35

Almenn sálfræði hugur, heili og hátterni

Almenn sálfræði hugur, heili og hátterni. Höf: Aldís Guðmundsdóttir Jörgen Pind Kennari: Þórður Sigurðsson. 3. Kafli Minni. Viðfangsefni kaflans

kaori
Download Presentation

Almenn sálfræði hugur, heili og hátterni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Almenn sálfræðihugur, heili og hátterni Höf: Aldís Guðmundsdóttir Jörgen Pind Kennari: Þórður Sigurðsson

  2. 3. KafliMinni Viðfangsefni kaflans Í þessum kafla er fjallað í stuttu máli um sögu minnisrannsókna, viðhorf nútímasálfræðinga á minni og hin ýmsu minniskerfi. Fjallað er um rannsóknir sem tengjast langtímaminni (LTM) og skammtímaminni (STM), gleymsku og endurheimt úr STM og LTM. Gerð er grein fyrir nýjustu kenningum um minni. Að lokum er fjallað um taugfræði minnis. Þórður Sigurðsson

  3. Saga minnisrannsókna í hnotskurn. Elstu þekktu kenningar um minni má rekja til grísku heimspekinganna. Aristóteles setti fram hugtengslakenninguna. Plató líkti minninu við vaxtöflu. Samkvæmt þessari líkingu eru minningarnar skráðar í hugann rétt eins og þær koma fyrir en með tímanum eyðast þær eða mást burtu. William James og Hermann Ebbinghaus unnu frumkvöðlastarf í minnisrannsóknum. Ebbinghaus setti fram kenningu um sparnaðareinkunn og gleymskukúrfu. William James gerði greinamun á svokölluðu frumminni (eða skammtímaminni) og afleiddu minni (langtímaminni). S. Freud útskýrði gleymsku út frá hugtakinu bæling. Hugtakið bernskuminnisstol kom líka fram í kenningu Freuds. Fredrik Bartlett setti fram svo kallaða skemakenningu um minni Donald Hebb rannsakaði minni út frá lífeðlislegu sjónarmiði Þórður Sigurðsson

  4. Viðhorf nútímasálfræðinga Rannsóknir á minni eru margþættar. Ekki er til heildarkenning yfir starfsemi minnis. Einkum þrennt sem menn eru almennt sammála um er varðar minni • Minni má skipta niður í þrjú þrep: Umskráningu, geymd og endurheimt. • Gengið er út frá tveimur, stundum þremur minniskerfum: Skynminni, skammtímaminni og langtímaminni. • Til eru mismunandi tegundir minnis, t.d. Ljósmyndaminni, aðferðaminni, merkingarminni o.s.frv. Færð hafa verið rök fyrir því að minnisstarfsemi af þessum toga tengist tilteknum svæðum í heilanum Þórður Sigurðsson

  5. Minnisþrepin þrjú Neðangreint ferli kemur við sögu hjá fólki á hverjum degi. Þegar við hittum fólk í fyrsta skipti og heilsum því getur tekið tíma að festa nafn þess í minni. Forsenda þess að geta sótt nafn í minnishirslur er að minnisfesting hafi átt sér stað. Munum við t.d. nöfn allra þeirra sem við hittum á skemmtistað? Áreiti Umskráning Geymd Endurheimt Ferlun upplýsinga. Þeim er komið í það form sem hæfir hverju minniskerfi Hið eiginlega minni. Minnisgeymd getur verið með margvíslegum hætti Á sér stað þegar leita þarf upplýsinga í minni eftir að minnisfesting hefur orðið Þórður Sigurðsson

  6. Minniskerfin þrjú Atkinson og Shiffrin (1968) settu fram grunnlíkan um minni á sjöunda áratug síðustu aldar. Gerðu ráð fyrir þremur minniskerfum: Skyminni (SM), skammtímaminni (STM) og langtímaminni (LTM) Skynminni Sjón Heyrn Snerting Skammtímaminni Stjórnkerfi: endurtekning, umskráning, ákvarðanir, tæki til upprifjunar Langtímaminni Varanleg minnisfesting. Oft skipt í merkingarminni og atburðaminni áreiti Svörun Þórður Sigurðsson

  7. Skynminni • Geymir nákvæma mynd þeirra áreita sem skynfærum berast. Oftast bundið við eitt skynfæri í senn, ¼ - 3 sek. • Allt sem skynfæri nema geymist í örskamma stund án okkar vitundar • Ef ákveðnu áreiti í umhverfi okkar er veitt athygli er upplýsingum um það hleypt inn í STM Þórður Sigurðsson

  8. Skammtímaminni • Geymir fá atriði í senn, 7 +/- 2 • Notar helst við hljóðræna úrvinnslu • Er meðvitað en varir í c.a. 20-30 sek. • Úrvinnsla áreita sem koma frá skynminni • Geymir atriði lengur inni ef þau eru virkjuð á e-n hátt, t.d. endurtekin Þórður Sigurðsson

  9. Langtímaminni • Geymir gríðarlega mikið magn upplýsinga og varir lengi – er ótakmarkað • Geymir þekkingu okkar, orðaforða og persónulega reynslu • Er ómeðvitað að mestu • Notast helst við merkingarbæra úrvinnslu Þórður Sigurðsson

  10. Standast kenningar um minniskerfin þrjú? • Mismunur á kerfunum styður það, t.d. • Þau varðveita minnisatriði mismunandi lengi • Mismunandi aðferðir við úrvinnsu og umskráningu upplýsinga • Mismunandi geymslurými • Mismunandi hvernig endurheimt á sér stað • Mismunadi gleymska • Mismunandi áhrif heilaskaða Þórður Sigurðsson

  11. Þriðja aðgreining: Tegundir minnisSjónuminni Með hugtakinu sjónuminni er vísað til minnisúrvinnslu sem á sér stað í skynminni. Ætla má að hvert skynfæri um sig hafi slíka varðveisluhæfni (sjón, heyrn, snerting, bragð) en rannsóknir hafa aðeins náð til sjónar og heyrnar. Rannsóknir Sperlings (1960) Sjónmunaminni; menn sem búa yfir þessum hæfileika geta séð mynd áreitis eftir að hún er horfin. Mest meðal barna. Eldist af fólki með auknum þroska taugakerfis Þórður Sigurðsson

  12. Þriðja aðgreining: Tegundir minnisBergmálsminni Sá hluti minnis sem snýr að heyrnarskynjun. Hægt að varðveita hljóðrænar upplýsingar líkt og sjónrænar. Ekki um eiginlegt minni að ræða, uppfyllir skilyrði um umskráningu, geymd og endurheimt Hljóðrænar upplýsingar loða lengur í skynfærum en sjónrænar (Baddeley, 1999) Þórður Sigurðsson

  13. Þriðja aðgreining: Tegundir minnisLeifturminni Er það kallað þegar fólk hefur tiltölulega skýra og varanlega minningu eða mynd af því hvar og hvernig þeim bárust upplýsingar um tiltekinn tilfinningahlaðinn atburð. Manstu eftir þessu? Margt bendir til að hormón og boðefni hafi áhrif á geð og athyglisgáfu. Tilfinningahlaðnar minningar virðast tengjast auknu rennsli adrenalíns og noradrenalíns sem hlutlausar minningar gera ekki Þórður Sigurðsson

  14. Þriðja aðgreining: Tegundir minnisAðrar minnistegundir Líffræðilegt minni; þekking sem er skráð er í gen okkar og berst þannig kynslóð frá kynslóð Háðsminni; lýsir sér í tilhneigingu manna til að segja það sem þeir vilja síst láta hanka sig á (Baddeley, 1999) Sjálfsminni; þekking á því hvað býr í eigin minni og á takmörkunum þess. Allir kannast við þá tilfinningu að vita að það er eitthvað sem þeir eiga að muna en geta ómögulega komið því fyrir sig. Þórður Sigurðsson

  15. Kenningar um minni Menn almennt sammála að um tvö aðskilin kerfi sé að ræða, langtímaminni og skammtímaminni. Minnisrannsóknum er skipt í tvennt eftir því hvort þær byggja á frálagsaðferðinni eða ílags-frálagsaðferðinni. Fimm meginkenningar um minni í sálfræðinni:1. Grunnlíkan Atkinsons og Shiffrins2. Kenningin um úrvinnsludýpt3. Tauganetkenning: samhliða dreifvinnsla4. Skemakenning Bartletts5. Kenning Baddeleys um vinnsluminni Þórður Sigurðsson

  16. Grunnlíkan Atkinsons og Shiffrins • Gert ráð fyrir þremur minniskerfum og að upplýsingar flæði með tiltölulega reglubundnum hætti frá einu kerfi til annars. • Megináhersla er lögð á geymsluhlutverk • Kerfisbundnar rannsóknir hafa verið gerðar sem styðja þetta líkan. • Klínískar athuganir á fólki sem orðið hefur fyrir áföllum þykja renna stoðum undir þessa skiptingu. • Nýjustu heilarannsóknir, t.d. með skönnun, hafa stutt þessa sundurgreiningu • Menn hafa gagnrýnt þessa skiptingu, segja hana of einfalda. Þórður Sigurðsson

  17. Grunnlíkan Atkinsons og Shiffrins Svörun (frálag) Upprifjun Langtímahólf Yfirfærsla Skynhólf sjónrænhljóðrænönnur skilningarvit SkammtímahólfKóðun upplýsinga Endurheimt áreiti Gleymska vegna hömlunar eða skorts á leitarvísbendum Gleymska vegna tilfærslu eða hömlunar Dofnun eða afmáun Þórður Sigurðsson

  18. Skynminni. Er það eiginlegt minniskerfi? Skynminni virkar sem eins konar sía á áreiti. Getur verið hættulegt að hafna öllum áreitum athugunarlaust. Skynminni geymir skynmynd áreitis nokkru lengur en áreitið ertir skynfæri. SM geymir mynd í nokkur hundruð millisekúndur og gerir okkur kleift að skynja hana. Sumir telja að SM sé ómeðvitað, varðveitir aðeins skynrænar upplýsingar en breytir þeim ekki í merkingarlegt form Rannsókn Sperlings (1960): rannsakaði spönnun og takmörkun SM. Gerði merkilegar tilraunir sem leiddu í ljós að hægt var að auka endurheimt úr SM. Þórður Sigurðsson

  19. Skammtímaminni – sama og meðvitund eða „núið“? Menn hafa velt fyrir sér hversu langt núið sé og hvernig það tengist STM. Menn eins og Francis Galton bentu á að meðvitundin væri að eins fær um að vinna með tvær til þrjár hugmyndir í einu. STM er hið eina af hinum þremur minniskerfum sem þarfnast meðvitaðrar hugsunar. Þórður Sigurðsson

  20. Spönnun STM og töfratalan sjö • Geoge A Miller (1956), töfratalan sjö. • Spönnun eftirtektar eða spönnun skammtímaminnis • Hægt að prófa spönnun STM með einföldum tilraunum (sjá bls. 102). • Þeir sem eru góðir í hugarreikningi búa yfir tækni þar sem annmarkar STM eru sniðgengnir • Ýmsar aðferðir til að bæta minni, t.d. rím. Þórður Sigurðsson

  21. Hvað merkir „kippi“ Kippi er það kallað þegar mörg minnisatriði hafa verið umrituð í eitt. Menn hafa gert tilraunir með tölur til að sýna fram á að hægt sé að muna langar runur með því að mynda kippi úr tölustöfum (Miller, 1956) Tungumálið býður upp á að við séum í sífellu að umrita upplýsingar í kippi til að yfirvinna takmarkanir STM. Getið þið lagt þessa stafarunu á minnið?GSMBSÍSMSESBASÍ Er það auðveldara núnaGSM-BSÍ-SMS-ESB-ASÍ Þórður Sigurðsson

  22. Geymd í STM Upplýsingar fara í gegnum SM í STM. Upplýsingum er haldið við þar til hólfið fyllist og ný atriði taka við. STM sækir upplýsingar í LTM. Hvernig er geymd í STM? Hljóðræn, sjónræn eða merkingargeymd. Breski sálfræðingurinn Conrad (1964) rannsakaði þetta og komst að því að orð eru geymd hljóðrænt í STM Andlitsdrættir og sjónmyndir eru geymdir sjónrænt í STM Rannsókn Cooper og Shepards (1973). Rannsókn á sjóngeymd í STM Þórður Sigurðsson

  23. Endurheimt úr STM Rannsókn Saul Sternberg (1966). Sýndi fram á með einfaldri tilraun að leit á sér stað í STM. Notaði svokallaðar leitartölur. Þrepalíkan Sternbergs Tegund svörunar (jákvæð eða neikvæð) Áhrifaþættir Skýrleiki áreiti Fjöldi minnisatriða Lipurð svörunar • Þrep: • Skráning áreitis 2. Þrep: Raðbundin leit 3. Þrep: Ákvörðun tekin um svar 4. Þrep: Undirbúningur um svörun áreiti Þrepin fjögur eru sýnd á neðri hluta myndarinnar en breytur sem ætla má að hafi áhrif á hvert þrep á efri hlutanum Svörun Þórður Sigurðsson

  24. Gleymska í STM Minnistilraun Brown-Peterson (1958). Báðu háskólanema að leggja á minnið þrjá bókstafi. Strax á eftir áttu þeir að telja aftur á bak í stökkum (t.d. 103, 100, 97). Sýndu fram á hraða gleymsku í STM Tvær skýringar á þessu Dofnun veldur gleymsku líkt og í SM. Tíminn skiptir mestu máli varðandi gleymsku Gleymska í STM er vegna hömlunar eða tilfærslu. Fjöldi minnisatriða skiptir máli, fleiri atriði, meiri gleymska Þórður Sigurðsson

  25. Langtímaminni – geymir það allt sem við höfum upplifað Framvirkt minnisstol: T.d. H.M, getur lesið sama dagblað aftur og aftur, ófær um að flytja nýjar upplýsingar úr STM yfir í LTM Afturvirkt minnisstol: T.d. þegar knattspyrnumenn verða fyrir höfuðhöggi geta svarað spurningum rétt eftir höggið en ekki hálftíma seinna. Minningin fer í STM en höggið kemur í veg fyrir varanlega minnisfestingu Þórður Sigurðsson

  26. Langtímaminni Skipting minnis samkvæmt nýjustu hugmyndum sálfræðinga Minni Skynminni SkammtimaminniVinnsluminni Langtímaminni Ódulið minni Dulið minni Atburðaminni Merkingarminni Aðferða-minni Skyn-mynda-minni Viðbragðs-skilyrðing Viðvani Þórður Sigurðsson

  27. LTM – tvö kerfi • Ódulið minni – meðvitaður aðgangur • Atburðarminni – t.d. ferming • Merkingarminni – t.d. 2+2=4 • Dulið minni – ómeðvitaður aðgangur • Aðferðarminni, t.d. hjóla • Skynmyndaminni, t.d. andlitsskynjun • Viðbragðsskilyrðing, t.d. pörun áreita • Viðvani, t.d. risaeðlan í Toy Story Þórður Sigurðsson

  28. Hugmyndir Tulving (1985) um þrjú minniskerfi Þórður Sigurðsson

  29. LTM – umskráning/geymd • Umskráning sem leiðir til festingar í LTM • Endurtekning/Upprifjun • Merkingabundin áreiti • Merkingargeymd – öflugust í LTM • Merkingar- og hljóðgeymd • Hljóðgeymd • Skynfærageymd Þórður Sigurðsson

  30. LTM –endurheimt/gleymska • Endurheimt – vísbendingar • Gleymska • Dofnun • Hömlun • Framvirk hömlun – eldra nám truflar • Afturvirk hömlun – síðara nám truflar • Skortur á vísbendingum • Áhrif tilfinninga • Skipulagsleysi Þórður Sigurðsson

  31. Aðrar kenningarKenningin um úrvinnsludýpt var andsvar við grunnlíkani Kenning Craik og Lockhart (1972). Gagnrýndu grunnlíkan Atkinson og Shiffrin. Töldu að endurtekning og upprifjun nægðu ekki til að atriði kæmust í LTM. Héldu því fram að úrvinnsludýpt réði úrslitum um það hvort minnisatriði færu í LTM en ekki vélvirk endurtekning Kenningin er lýsing á því sem gerist frekar en eiginleg skýring Þórður Sigurðsson

  32. Aðrar kenningarTauganetkenningar Alan Newell og Herbert Simon lögðu grunnin að svokallaðri gervigreind, notuðu tölvulíkingar til að reyna að átta sig á því hvernig hugurinn starfar. Menn líktu huganum við tölvu Upp úr 1980 jókst áhugi manna á því að rannsaka frekar hvernig heilinn í heild fer að vinna úr upplýsingum og búa til tákngervingar (koma fyrir upplýsingum í heilanum á því formi sem hann skilur, kallað „representation“, tákngerving). Menn fengu áhuga á að átta sig á heildarmynstri hugrænnar úrvinnslu. Þetta kallast tauganetkenningar. Samkvæmt þessari nýju hugmyndafræði er heilanum líkt við netkerfi sem hefur að geyma margar einingar eða hnúta. Hver hnútur er samsettur úr klasa taugafrumna sem jafnframt gegnir hlutverki við tákngervingu. Hver hnútur sérhæfir sig í tilteknu hugtaki. Á milli hnútanna skapast mismunandi tengingar og það fer eftir því hvaða virknimynstur er sterkast hver nákvæmlega verður niðurstaðan úr tiltekinni minnisleit Þórður Sigurðsson

  33. Eitt minniskerfi eða tvö? Í stuttu máli má flokka rökin fyrir tveggja flokka minniskerfi í fernt: 1. Tilraunir með frjálsa upprifjun benda til þess að um tvö kerfi sé að ræða 2. Klínískar rannsóknir jafnt sem skimunarrannsóknir á starfrænni virkni í heilanum hafa bent til þess að sérhæfð minnisstarfsemi fer fram á mismunandi stöðum í heilanum 3. STM hefur afar takmarkað geymslurými eins og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt. Leitarferli STM er hraðvirkt og tæmandi (Sternberg). Geymslutíminn er skammur (Baddeley) 4. Hvort kerfi um sig notast við ólíkar aðferðir á minnisþrepunum þremur. Hljóðræn umskráning og hljóðgeymd dæmigerð fyrir STM en merkingarleg fyrir LTM. Þórður Sigurðsson

  34. Taugafræði minnis Gagnaugablað: Hefur með langtímaminni að gera (rannsóknir á sjúklingnum H.M.) Dreki: Hefur verið eignuð bæði festing og geymsla minninga. Nýleg tilraun (Teng og Squire, 1999) sýndi að drekinn virist einungis hafa með minnisfestinguna að gera, ekki geymdina Möndlungur: Skráning geðshræringa á sér stað í möndlungi, hefur með dulið tilfinningaminni að gera Gráhýði og rófukjarni: Bæði þessi líffæri tilheyra svokölluðum heilabotnskjörnum. Líkur benda til þess að þar sé aðsetur aðferðaminnis Þórður Sigurðsson

  35. Þverskurður af heilanum Corpus callosum (hvelatengsl) Ennisblað Litli heili Sjónbörkur Rófukjarni og gráhýði Dreki Möndlungur Heilastofn Þórður Sigurðsson

More Related