1 / 30

Almenn sálfræði hugur, heili og hátterni

Almenn sálfræði hugur, heili og hátterni. Höf: Aldís Guðmundsdóttir Jörgen Pind Kennari: Þórður Sigurðsson. 2. Kafli Ágrip af sögu sálfræðinnar.

winter
Download Presentation

Almenn sálfræði hugur, heili og hátterni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Almenn sálfræðihugur, heili og hátterni Höf: Aldís Guðmundsdóttir Jörgen Pind Kennari: Þórður Sigurðsson

  2. 2. Kafli Ágrip af sögu sálfræðinnar Í þessum kafla er fjallað í stuttu máli um sögu sálfræðinnar. Sálfræði er ung vísindagrein og markast upphaf hennar við seinni hluta 19. aldar þegar fyrsta rannsóknarstofan var stofnuð í sálfræði. Rakin er í stuttu máli forsagan að greininni. Áhrif heimspeki, líffræði og náttúruvísinda (eðlisfræði) á greinina eru raktar. Einnig er fjallað um framlag Wundts til greinarinnar, upphaf bandarískrar sálfræði, hugmyndir manna um greindarmælingar, sálgreiningu, atferlisstefnuna, hugfræði og sögu sálfræðinnar á Íslandi Þórður Sigurðsson

  3. Áhrif heimspekinnar á sálfræði Heimspekingar hafa velt fyrir sér eðli sálarlífsins. Aristóteles setti fram kenningu um eðli minnis. Hann taldi að minni ákvarðaðist af hugtengslum. Ein hugmynd leiðir til annarrar ef þær eru líkar eða fara saman í tíma Hugmyndir Descartes voru af öðrum toga. Hann útskýrði alla líkamsstarfsemi og hátterni manna út frá vélrænum lögmálum. Sálin að mati Descartes starfaði sem sjálfstæð eining hafin yfir þessu vélrænu lögmál. Tvíhyggja (efni og andi). Þórður Sigurðsson

  4. Eðli sársauka samkvæmt Descartes Descartes gerði skýran skýran mun á sál og líkama. Samkvæmt Descartes þá upplifum við sársauka þannig að þegar barnið snertir eld þá berst boð eftir hendinni upp í heila þar sem efni er losað og berst það niður eftir tauginni. Vöðvi í höndinni blæs út og orsakar að barn kippir að sér höndinni. Þórður Sigurðsson

  5. Tengsl líffræði við sálfræði • Tvennt sem einkum hefur haft áhrif á sálfræði: • Lífeðlisfræðilegar uppgötvanir, rannsóknir á eðli og starfsháttum taugafrumna/heilarannsóknir • Þróunarkenning Darwins • Lífeðlisfræðilegar skýringar á hegðun. • Descartes: fann sálrænni starfsemi stað í taugakerfinu • Alexander Bain: gerði tilraun til að brúa bilið milli sálfræði og lífeðlisfræði • Wilhelm Wundt: faðir sálfræðinnar, notaði heitið lífeðlisleg sálarfræði á hinu nýju vísindagrein. Þórður Sigurðsson

  6. Höfuðlagsfræði Í upphafi 19. aldar settu Franz J Gall og Johann G Spurzheim fram þá kenningu að af höfuðlagi manna mætti ráða í persónuleika þeirra og andlega eiginleika. Hægt að greina á milli 27 mismunandi hæfileika sem hægt væri að staðsetja á mismunandi svæðum heilabarkarins. Þórður Sigurðsson

  7. Meginstaðhæfingar höfuðlagsfræðinnar • Heilinn er líffæri hugans • Hugurinn er samsettur aðgreindum, meðfæddum hæfileikum. • Að því að þeir eru aðgreindir hlýtur hver hæfileiki að hafa sitt ákveðna aðsetur eða „líffæri“ í heilanum. • Stærð líffæris er, að öðru jöfnu, til marks um hve öflugt það er. • Lögun heilans (höfuðkúpunnar) ákvarðast af þroska ólíkra hluta hans. • Þar sem lögun höfðukúpunnar veltur á stærð og lögun heilans má af henni sjá, eða lesa, nákvæmar vísbendingar um sálfræðilega hæfileika og tilhneigingar. Verkefni Reynið að átta ykkur á því hvaða staðhæfingar hér að ofan eigi upp á pallborðið hjá nútíma vísindamönnum og hverjar ekki. Þórður Sigurðsson

  8. Höfuðlagsfræði -Paul Broca (1824-1880): Franskur taugalæknir, rannsakaði málstol. Svæði í heila kennt við hann. -Carl Wernicke (1848-1905): Staðsetti svæði í heila sem hafði með málskilning að gera. -Korbinian Broadman (1868-1918): Fyrstu til að bera kennsl á svæði í hnakkablaði sem sérhæfa sig í sjónskynjun. -Wilder Penfield (1891-1976): Rannsakaði yfirborð heilans með rafertingu. Kortlagði skyn- og hreifisvæði heilabarkarins. Þórður Sigurðsson

  9. Áhrif Charles Darwin á sálfræði Breskur náttúrufræðingur. Þróunarkenningin hafði mikil áhrif á sálfræðina. Samkvæmt þróunarkenningunni eru allar lífverur jarðarinnar runnar af sama stofni en hafa þróast eftir náttúruval. Setti þróunarkenninguna fram í bókinni „The origin of the species“ (uppruni tegundanna, 1859) 1809-1882 Þórður Sigurðsson

  10. Áhrif Charles Darwin á sálfræði I Einkum þrennt í kenningum Darwins sem tengist sálfræði 1. Maðurinn er náskyldur dýrum, hægt að útskýra hegðun mannsins með því að bera saman við hegðun dýra (atferlisstefnan). Lögmálið um líffræðilega samfellu, ákveðin samsvörun milli líkamsstarfsemi og sálfræðilegra eiginleika hjá manni og dýrum. Darwin athugaði atferli manna og dýra og gat sér til um tilfinningar út frá látbrigðum og líkamsstöðu. Er einhver samsvörun milli þessara svipbrigða hjá manni og apa, hvað tilfinningar búa þarna að baki? Þórður Sigurðsson

  11. Áhrif Charles Darwin á sálfræði II 2. Einstaklingar sömu tegundar eru frá náttúrunnar hendi misjafnlega gerðir. Sumir verða undir meðan aðrir lifa af. Leið náttúrunnar til að tryggja að hinir hæfustu lifa af. Kallast náttúruval. Hvernig tengist þetta sálfræði. Birtist t.d. í þeirri viðleitni að mæla mun milli manna (t.d. greindarmælingar) Sir Francis Galton (1822-1911) Frumkvöðull greindarmælinga Þórður Sigurðsson

  12. Áhrif Charles Darwin á sálfræði III 3. Bók Darwins um látbrigði tilfinninganna ein sú merkasta sem skrifuð hefur verið um þetta efni. Tilfinningaleg viðbrögð algild og ásköpuð og eiga rætur að rekja til fortíðar okkar. Látbrigðin/Svipbrigðin eru eins konar sýnileg merki um um þær tilfinningar sem bærast með mönnum og dýrum Ólík svipbrigði, gleði og sorg Þórður Sigurðsson

  13. Forsaga sálfræðinnar í hnotskurn • Hugtengsl eða tengslahyggja: Sú hugmynd að nám byggist á því að mynda tengsl á milli hugmynda og/eða atburða (sem tengjast í tíma og rúmi). • Hugaratóm: Sú hugmynd að meðvitundin eigi að vera meginviðfangsefni sálfræðinnar og þó einkum að hún sé samsett úr smáeiningum eða hugaratómum • Togstreita milli þeirra sem telja mannssálina vera hafna yfir vélrænar skýringar (Descartes) og hinna sem telja að svo sé ekki (Darwin ofl.). • Heilinn er miðstöð sálarlifsins og í honum má finna starfrænt sérhæfð svæði. • Líffræðileg samfella: Náin þróunarleg tengsl eru á milli manna og dýra. Sömu lögmál gilda um hegðun og jafnvel sálarlíf manna og dýra (Látbrigði tilfinninganna) • Til eru tvenns konar taugar: Skyntaugar og hreyfitaugar. Taugaboð eru rafræn • Vísindalegar aðferðir þar sem þess er gætt að hafa alla rannsóknarþætti undir stjórn. Með þær að vopni er hinni nýju fræðigrein ekkert að vanbúnaði að standa á eigin fótum. Þórður Sigurðsson

  14. Sálfræði verður að sjálfstæðri fræðigrein • Fyrsta rannsóknarstofan í Leipzig í Þýskalandi árið 1879. Skilyrðin fyrir því að grein geti talist sjálfstæð fræðgrein eru: • Gerðar rannsóknir í nafni greinarinnar. • Kennd sem háskólagrein • Þekking greinarinnar er hagnýtt Undir lok 19. aldar voru öll þessi skilyrði fyrir hendi Gustav Fechner: Fyrstur til að gera sálfræðilegar tilraunir Hermann Von Helmholtz: Mældi hraða taugaboða Þórður Sigurðsson

  15. Framlag Wundts til hinnar nýju greinar Frumkvöðull í tilraunasálfræði, fyrstur til að koma á fót rannsóknarstofu í sálfræði. Fyrstur til að gefa út kennslubók og tímarit í sálfræði. Meginviðfangsefni hans voru rannsóknir á skynjun. Wundt taldi að sálarlífið væri samsett úr skyneiningum. Hugmynd sem rekja má til heimspekinnar. Hugurinn var ekki efni heldur fyrst og fremst virkni eða afsprengi heilastarfsemi (hugfræði). Þórður Sigurðsson

  16. Framlag Wundts til hinnar nýju greinar Wundt rannsakaði tilfinningar og meðvitund með sjálfsskoðun, þ.e. Að fylgjast með eigin hugarstarfsemi. Menn voru ekki alltaf sammála um niðurstöður slíkra rannsókna. Þrátt fyrir þessa annmarka var Wundt einn af mikilvægustu frumkvöðlum innnan sálfræðinnar. Menn kepptust við að gagnrýna kenningar hans og skilgreina viðfangsefni sálfræðinnar. Myndir af tækjum og tólum sem Wundt notaði við rannsóknir í sálfræði Wundt ásamt samstarfsmönnum sínum í rannsóknarstofu sinni í Leipzig Þórður Sigurðsson

  17. Hermann Ebbinghaus og minnistilraunir Heimspekingur að mennt, rannsóknir Fechners vöktu áhuga hans á sálfræði. Ebbinghaus reyndi að beita vísindalegum aðferðum á æðri vitsmunastarfsemi. Rannsakaði minni með því að leggja á minnið orðleysur af orðalista. Hann athugaði síðan hversu langan tíma það tæki hann að læra listana til hlítar. Athugaði síðan eftir ákveðinn tíma (klst, dagur) hversu mikið hann mundi af listanum. 1850-1909 Þórður Sigurðsson

  18. Gleymskukúrfa Ebbinghaus Myndin sýnir hvernig minni versnar eftir því sem lengra líður frá því að nám átti sér stað Gleymskukúrfa Ebbinghaus • Gagnrýni á niðurstöður: • Hann var eini þáttakandi í rannsókn. • Orðleysur endurspegla ekki annars konar merkingarbært nám Merkustu niðurstöður: Sýndi fram á að endurtekning eða upprifjun eru grundvallaratriði í minni, endurheimt er háð þeim tíma sem líður frá því að nám hefur átt sér stað Þórður Sigurðsson

  19. Upphaf bandarískrar sálfræði William James Frumkvöðull sálfræði í Ameríku. Fyrstur til að setja upp tilraunastofu og kenna sálfræði. Skrifaði fyrstu kennslubókina. Hann taldi að alvöru vísindi yrðu að beygja sig undir löghyggju og að sálfræði yrði því að láta frjálsan vilja liggja á milli hluta ætti hún að vera í þeim flokki. 1842-1910 Þórður Sigurðsson

  20. Sálmælingar og fyrstu greindarprófin Þýskir sálfræðingar með Wundt í fararbroddi reyndu í rannsóknum sínum að kanna eðli og starfshætti meðvitundarinnar en skeyttu ekkert um einstaklingamun. Sálfræði þróaðist í þá átt að menn byrjuðu að rannsaka mun milli einstaklinga. Sir Francis Galton ruddi þá braut. Hann var undir áhrifum frá Darwin og rannsakaði sérstaklega greind. Þórður Sigurðsson

  21. Hugmyndir Francis Galton Galton fékkst við margvísleg fræði um ævina. Hafði mikinn áhuga á erfðafræði og það beindi áhuga hans að sálfræði. Samkvæmt Galton skiptu uppeldi og umhverfi engu máli, erfðir voru allsráðandi í mótun einstaklinga. Setti á fót rannsóknarstofu til að rannsaka afburðagreinda einstaklinga í Bretlandi. Galton var fyrstur til að nota próf til að mæla andlega eiginleika. Átti frumkvæðið að því að beita ýmsum rannsóknaraðferðum sem nú eru mikið notaðar (tvíburaaðferðin). Upphafsmaður fylgnireikninga í sálfræðilegum rannsóknun 1811-1911 Þórður Sigurðsson

  22. Alfred Binet og fyrstu greindaprófin Franskur sálfræðingur.Fyrstur til að búa til greindarpróf (1904). Frönsk fræðsluyfirvöld fólu honum að gera greindarpróf til að finna þá einstaklinga sem voru sterkir í námi. Árið 1905 bjó hann til próf ásamt Theodore Simon. Bjuggu til aldurstengda mælistiku fyrir greind. Árið 1911 gerðu þeir síðustu útgáfu af prófinu. Reiknuðu út greindaraldur barns. 1857-1911 Þórður Sigurðsson

  23. William Stern Þýskur sálfræðingur. Setti fram hugmyndina um greindarvísitölu út frá prófi Binets með því að deila aldursstigi (greindaraldri), sem prófið sýndi, með aldri próftaka, eða lífaldri. 1871-1938 Þórður Sigurðsson

  24. Lewis Terman Bandaríkjamaður, endurbætti formúlu Sterns. Áðurnefnt hlutfall er margfaldað með 100. Lagði til að notað yrði hugtakið IQ (intelligence quotient), sem kallast greindarvísitala á íslensku (GV). Meðalgreindarvísitala er 100 (greindaraldur sá sami og lífaldur) 1877-1956 Þórður Sigurðsson

  25. Freud og sálgreining Austurríkismaður og einn þekktasti sálfræðingur allra tíma. Var talsmaður þess að starfsemi líkamans mætti skýra út frá efna- og eðlisfræðilegum lögmálum. Lærði dáleiðslu hjá franska taugalækninum Jean Martin Charcot. Þróaði aðferð sem kallaðist frjáls hugrenningaaðferð. Hugrenningar sjúklings gefa sálgreinanda vitneskju um innihald dulvitundar. Með dulvitund er átt við þær hugsanir, viðhorf, óskir, hvatir og tilfinningar sem við höfum ekki beinan og greiðan aðgang að. Dulvitund lykilhugtak í kenningu Freuds. 1856-1939 Þórður Sigurðsson

  26. Freud og sálgreining Draumakenning Freuds Setti fram kenningu um persónuleikann Libido – lífshvöt – dauðahvöt Vellíðunarlögmál/Raunveruleikalögmál Það – Sjálf – Yfirsjálf Varnarhættir sjálfsins Kenningin hefur verið gagnrýnd. Vinnuherbergi Freuds Þórður Sigurðsson

  27. Atferlisstefnan Edward Lee Thorndike Upphafsmaður rannsókna í dýrasálfræði. Happa og glappaaðferð Árangurslögmálið: Þær svaranir verða tíðari sem hafa jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir dýrið, aðrar svaranir hverfa smám saman 1874-1949 Þórður Sigurðsson

  28. Ivan P Pavlov Rússneskur lífeðlisfræðingur sem fyrir tilviljun uppgötvaði einföld námslögmál Höfundur viðbragðsskilyrðinga í sálfræði. Ein merkasta uppgötvun innan sálfræðinnar Taugafræðilegar skýringar á námi í rannsóknarniðurstöðum Pavlovs Fyrstu manna til að sýna fram á að unnt væri að kanna eðli mannlegrar sálsýki með rannsóknum á dýrum Ivan P Pavlov 1849-1936 Þórður Sigurðsson

  29. John Watson og B.F. Skinner Rannsóknir af þessu tagi urðu uppsprettan að atferlisstefnunni. Samkvæmt þessari stefnu skal viðfangsefni sálfræðinnar vera atferli. John B Watson upphafsmaður atferlisstefnunnar. B.F. Skinner höfundur virkrar skilyrðingar í sálfræði. Byggir á árangurslögmáli Thorndikes John B Watson B. F. Skinner Þórður Sigurðsson

  30. HugfræðiUmbylti sálfræðinni á síðari helmingi 20. aldar Þrjár meginástæður fyrir minnkandi vinsældum atferlisstefnunnar í sálfræði • Rannsóknir á dýrum innan námssálarfræðinnar voru komnar í ógöngur. Eðli dýra setur lögmálum skilyrðinga skorður sem taka verður tillit til. • Áhrif tölvu- og upplýsingafræða • Skyntúlkun á tvíræðum áreitum hefur reynst erfitt að útskýra út frá einföldum námslögmálum Þórður Sigurðsson

More Related