1 / 17

Þekkir þú réttindi þín?

Þekkir þú réttindi þín?. Hrefna K. Óskarsdóttir Verkefnisstjóri ÖBÍ. Þeir þjónustuþættir sem sveitarfélög taka við. sambýli, áfangastaðir, frekari liðveisla við íbúa í þjónustu- og íbúðakjörnum og í sjálfstæðri búsetu, hæfingarstöðvar og dagvistarstofnanir.

sari
Download Presentation

Þekkir þú réttindi þín?

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Þekkir þú réttindi þín? Hrefna K. Óskarsdóttir Verkefnisstjóri ÖBÍ

  2. Þeir þjónustuþættir sem sveitarfélög taka við • sambýli, • áfangastaðir, • frekari liðveisla við íbúa í þjónustu- og íbúðakjörnum og í sjálfstæðri búsetu, • hæfingarstöðvar og dagvistarstofnanir • verndaðir vinnustaðir og atvinna með stuðningi, • heimili fyrir börn, • skammtímavistanir, • stuðningsfjölskyldur, • ráðgjöf og önnur stuðningsþjónusta við fatlaða og fjölskyldur þeirra. HKO / 2011

  3. Eitt af markmiðum yfirfærslunnar • Er að bæta þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum HKO / 2011

  4. Ný lög og reglugerðir í tengslum við yfirfærsluna • Lög um breytingu á lögum um málefni fatlaðra nr. 152/2010 • Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum • Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr. 1054/2010 • Reglugerð um Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga nr. 1067/2010 • Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011 nr. 1066/2010 • Reglugerð um trúnaðarmenn fatlaðs fólks nr. 172/2011 • Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk – frumvarp fyrir vorþing HKO / 2011

  5. Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr. 1054/2010 Markmiðið með reglugerð þessari er að fatlað fólk fái félagslega þjónustu og sérstakan stuðning til þess að geta búið þannig að sem best henti hverjum og einum. Skal tekið mið af óskum, aðstæðum og þörf fyrir þjónustu. Fylgt skal þeirri meginreglu að fólk eigi val um hvernig það býr, enda sé það í samræmi við það sem almennt tíðkast. HKO / 2011

  6. Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu (framh.) Þjónustan skal vera einstaklingsbundin, heildstæð og sveigjanleg. Skal hún veitt með það að markmiði að efla vald fólks yfir aðstæðum sínum og lífi, styrkja sjálfsmynd þess, sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfsvirðingu og lífsgæði. HKO / 2011

  7. Mismunsndi þjónustuform • Stofnunarþjónusta Bundin við stofnanir eða bygginggar og gefur litla möguleika á sveigjanleika fyrir einstaklinginn • Stoðþjónusta Einstaklingsbundin, sveigjanleg og tekur mið af síbreytilegum þörfum einstaklingisns HKO / 2011

  8. Daglegt líf • Einstaklingsbundin aðstoð • Fara á fætur og í rúmið þegar hentar • Raunveruleikinn • Fótaferðatími og háttatími var skipulagður með löngum fyrirvara og miðaðist við hópinn og tíma starfsfólks HKO / 2011

  9. „Það er mismunandi eftir því hvaða dagur er hvenær ég fer á fætur, en ég fer alltaf á sama degi á sama tíma á fætur. Ég get ekki ákveðið klukkan 8.00 að morgni hvenær ég vil fara á fætur ... Það er eins og í morgun, ég fer venjulega á fætur klukkan 11.00 á mánudögum og það var ekki hægt að breyta því, en ég hefði getað fengið aðstoð klukkan 7.00 ... Þess vegna hringdi ég í mömmu til að aðstoða mig.“ 25 ára kona HKO / 2011

  10. „Kvöldvakt var búin klukkan hálf tólf og þá varð ég að vera kominn í rúmið, alveg sama hvort það var laugardagur eða sunnudagur eða ef eitthvað kom upp á, ég varð að vera kominn í rúmið fyrir þann ákveðna tíma. Fólk fer ekki upp í rúm klukkan ellefu á laugardagskvöldi, það gerir enginn.“ 27 ára karlmaður HKO / 2011

  11. Daglegt líf • Einstaklingsbundin þjónusta: • Komast í bað þegar hentar • Raunveruleikinn: • Húsnæði hentaði ekki og aðstoð var veitt við böðun þegar starfsfólk hafði tíma HKO / 2011

  12. „Ég átti bara að fá bað einu sinni í viku eða eitthvað, en ég vil náttúrulega geta komist í bað bara, helst þegar mér dettur í hug, allavega annan hvern dag. En ég fékk það ekki í gegn fyrr en nýr yfirmaður kom hér á staðinn. Nú kemst ég í bað á hverjum degi, en eingöngu á kvöldin.“ 25 ára kona HKO / 2011

  13. Daglegt líf • Einstaklingsbundin aðstoð • Geta eldað mat og borðað þegar hentar • Raunveruleikinn: • Matmálstími var skipulagður eftir tíma starfsfólks HKO / 2011

  14. Daglegt líf • Einstaklingsbundin aðstoð: • Aðstoð við að sækja ýmsa þjónustu fyrir utan heimilið svo sem læknisþjónustu. • Aðstoð til að geta stundað áhugamál og tómstundir • Raunveruleikinn: • Ekki var gert ráð fyrir aðstoð við að sinna þessum þáttum HKO / 2011

  15. „Ég er orðin ansi þreytt á því að vera bara hérna heima og gera ekki neitt. Það er afskaplega lítið sem ég get gert, reyni samt sem áður að finna mér eitthvað.“ 24 ára kona HKO / 2011

  16. Niðurstaða • Fatlað fólk ætti að hafa sama val og stjórn á sínu daglega lífi og ófatlað fólk HKO / 2011

  17. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks • Markmiðið með samningi þessum er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir mannlegri reisn þeirra. HKO / 2011

More Related