210 likes | 539 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Bókmenntir 155-1750, bls. 26-30. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Rímur. Guðbrandur Þorláksson skammaðist út í rímur vegna efnis þeirra og innihalds: Það var ekki Guði þóknanlegt.
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Bókmenntir 155-1750, bls. 26-30 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Rímur • Guðbrandur Þorláksson skammaðist út í rímur vegna efnis þeirra og innihalds: Það var ekki Guði þóknanlegt. • Jónas Hallgrímsson og Fjölnismenn skömmuðust einnig út í rímur á fagurfræðilegum forsendum: Þær uppfylltu ekki listrænar kröfur um samhengi efnis og forms (sjá innskot á bls. 27).
Hvað eru rímur? • Rímur eru löng frásögn í bundnu máli, rímuð frásögn sem skiptist í mismörg, stutt erindi. • Í rímum sögðu skáldin sögu en sú saga var yfirleitt ekki frumsamin: Rímurnar voru endursögn. • Yfirleitt breyttu skáldin ekki efni sögunnar og bættu litlu við frá eigin brjósti. • Þau gátu þó tekið afstöðu til atburða og persóna með orðavali og athugasemdum. • Ýmist var öll sagan sögð eða hlutar hennar. • Algengt var að skáldin ortu margar rímur, rímnaflokk, um eina sögu, sérstaklega ef hún var löng. Þá var hver ríma eins og einn þáttur í sápuóperu.
Hvenær komu rímur til sögunnar? • Rímur eru séríslenskur kveðskapur sem hófst á 14. öld. • Á seinni hluta 16. aldar jókst rímnakveðskapur mikið og fór sívaxandi allt fram á 19. öld. • Rímur voru ein vinsælasta kveðskapargreinin á Íslandi fram undir 1900.
Hvert er efni rímna? • Í byrjun var efni rímna helst sótt í riddara- og fornaldarsögur. • Eitthvað var um að ort væri út frá efni Íslendingasagna og konungasagna, þó var ekki mikið um það. • Þýddar skemmtisögur voru afar mikið notaðar eftir að þær bárust til landsins á 17. og 18. öld. Þær voru yfirleitt þýskar eða danskar og efnið hið ævintýralegastar. • Biblíurímur, sem Guðbrandur Þorláksson reyndi að innleiða urðu aldrei vinsælar. • Eitthvað var um að ort væri út frá klassískum bókmenntum Grikkja og Rómverja.
Hvert var efni rímna, frh. • Algengast var að ort væri út frá rituðum frásögnum en á 17 og 18. öld var þó nokkuð um að ortar væru rímur um samtímaviðburði, s.s. Tyrkjaránið og sjóhrakninga. • Rímur um samtímaviðburði gátu haft í sér gaman eða ádeilu. • Gamanið gat verið háðuleg lýsing á slagsmálum skuldara og skuldheimtumanns í fjósi þar sem slagsmálahundarnir eru bornir saman við innlenda og erlenda kappa sem háðu bardaga sína á virðulegri stöðum (Fjósaríma). • Ádeilan gat verið lýsing á aldarfarinu þar sem eiginleikar manna voru persónugerðir (Tímaríma).
Hvað er mansöngur? • Í rímum fór snemma að bera á því einkenni að hver ríma hæfist á ávarpi skáldsins. Það kallaðist mansöngur. • Mansöngur er ljóð um konu og framan af var það oftast efnið (ást, ástleysi, ástarraunir). • Síðar varð efnið víðtækara; skáldin kvörtuðu stundum undan elli, hæfileikaskorti eða skorti á kvenhylli. Einnig settu skáldin stundum út á heiminn. • Sjaldan býr persónuleg reynsla að baki því sem um er talað; mansöngvarnir voru hefð sem þurfti að fylgja. Þó eru til undantekningar frá þessu. • Mansöngurinn er oft það helsta í rímum sem nútímafólk nennir að lesa.
Hvað skiptir mestu máli í rímum? • Rímur eru sannkölluð skáldskaparíþrótt. • Bragarhættirnir eru margir og eru eitt af sérkennum rímna: • Rímur voru oftast ferskeyttar (með 4 línum). • Einnig voru þó til þrí- og tvíkvæðir hættir (2-3 línur í erindi). • Braglínur voru mislangar (höfðu mismunandi fjölda bragliða). • Tvíliðir (2 atkvæði) voru algengastir. • Ef um eitt atkvæði var að ræða hét það stýfður (styttur) liður. • Notaðir voru ljóðstafir (stuðlar og höfuðstafir). • Endarím var í hverri braglínu: Ýmist víxlrím (abab) eða runurím (aaaa, aabb). • Stundum var innrím (orðin sem ríma eru þá ekki bara í enda línunnar heldur einnig inni í henni). Það gat verið mjög flókið.
Hvað skiptir mestu máli í rímum?, frh. • Þegar vinsældir rímna jukust urðu þær lengri og nýir og flóknari hættir birtust. • Algengt var að byrjað væri á nýjum bragarhætti þegar kom að nýrri rímu í rímnaflokki. • Rímur voru formlist: Frumleiki rímnaskáldanna birtist í bragfimi þeirra; ekki meðferð efnis. • Flestar nýjungar í rímnaháttum fólust í nýrri meðferð ríms. • Rímnaháttaafbrigðin nálgast að vera óteljandi.
Hvað skiptir mestu máli í rímum?, frh. • Eftirfarandi eru nöfn nokkurra ferskeyttra rímnahátta: • draghenda • stefjahrun • gagaraljóð • skammhenda • langhenda • breiðhenda • samhenda • sléttubönd • stafhenda • stikluvik • skáhent • úrkast
En skáldskaparmál? • Skáldskaparmál rímnanna skipti miklu máli rétt eins og bragarhættirnir. • Mikið var lagt upp úr notkun kenninga og heita. • Rímnaskáldin byggðu á fróðleik Snorra-Eddu og fornum kveðskap hvað varðar heitin og kenningarnar. • Skáldin þekktu þó ekki alltaf Edduna sjálfa, heldur lærðu hvert af öðru. Því brengluðust kenningarnar gjarnan. Þau vissu heldur ekki alltaf hvað kenningarnar voru hugsaðar, bara hvað þær merktu. • Í dróttkvæðunum voru kenningarnar hluti af myndmáli kvæðisins en í rímunum eru þær bara skraut.
En skáldskaparmál?, frh. • Annað einkenni á skáldskaparmáli rímanna var blómað mál, sem var innflutt nýjung. • Þá var með orði í eignarfalli sett annað orð til að gera það myndrænna: • Sæmd = sæmdar blóm • Viska = visku brum • Heift = heiftar rætur
Hvernig voru rímur fluttar? • Rímur voru kveðnar (sönglaðar) eftir ákveðnum rímnalögum. • Hugsanlega voru rímur í upphafi kveðnar við dans. • Fljótt komst þó á sá siður að kveða þær á kvöldvökum fólki til skemmtunar meðan það vann. • Sá siður hélst langt fram á 19. öld og þannig eru þær þekktastar.
Eru rímur enn ortar? • Vitað eru um 1050 varðveitta rímnaflokka og er tæpur helmingur þeirra frá 19. öld. Hinir eru yfirleitt eldri. • Auk þess er vitað um rúmlega 300 glataða rímnaflokka sem nefndir eru í varðveittum rímum eða öðrum heimildum. • Fáar rímur eru til frá 20. öld. Þær eru flestar gamansamar en með alvarlegum undirtón. • t.d. Disneyrímur e. Þórarin Eldjárn (f. 1949).
Hver var Guðmundur Bergþórsson? • Guðmundur Bergþórsson (1657-1705) var eitt afkastamesta rímnaskáld Íslands. • Hann orti 15 rímnaflokka og eina staka rímu. • Auk þess orti hann mörg önnur kvæði. • Guðmundur var bæklaður á ýmsa vegu, m.a. lamaður í fótum. • Hann var sjálfmenntaður; kunni dönsku og var víðlesinn. • Hann lifði á kennslu og skriftum. • Efni rímna hans var yfirleitt úr þýddum skemmtisögum. • Til eru margar þjóðsögur um Guðmund. Ein sagan segir t.d. að hann hafi verið launsonur Hallgríms Péturssonar. • Hann á að hafa verið ákvæðaskáld og nýtt sér gáfu sína bæði til góðs og ills.
Hver var Guðmundur Bergþórsson?, frh. • Rímur og kvæði Guðmundar nutu almennrar hylli enda hefur kveðskapur hans geymst í mörgum handritum. • Aðeins einn rímnaflokkur hefur þó verið prentaður: • Olgeirs rímur danska • Þær eru lengstu rímur sem vitað er um: 60 rímur, 5243 erindi.
Hver var Guðmundur Bergþórsson?, frh. • Guðmundur kvað Olgeirs rímur á einu ári, 23 ára gamall eftir íslenskri þýðingu á einni vinsælustu skemmtisögu Dana í margar aldir, Olgeirskroniku. • Alls eru 119 bragarhættir með tilbrigðum í Olgeirs rímum, þar af einn nýr. • Mansöngvar í rímunni eru í lengra lagi og þar er komið víða við. Þar túlkar skáldið efnið örlítið og dregur af því lærdóm en þettar var ekki algengt. • Skáldsagan Kyrr kjör (1983) eftir Þórarin Eldjárn fjallar um Guðmund Bergþórsson.
Steinunn Finnsdóttir • Steinunn Finnsdóttir í Höfn er elsta nafngreinda konan sem eitthvað umtalsvert er varðveitt eftir af kveðskap. • Ekki er vitað nákvæmlega um fæðingar- eða dánarár hennar en vitað er að hún var í kringum sjötugt 1710. • Eftir Steinunni eru varðveittar tvennar rímur: • Hyndlu rímur • Snækóngs rímur • Báðar eru þessar rímur ortar eftir gömlum kvæðum sem fjalla um stjúpmæður og álög.
Steinunn Finnsdóttir, frh. • Í mansöngvum Hyndlu rímu ávarpar Steinunn stúlkur og börn en slíkt var sjaldgæft. • Einnig er til kappakvæði eftir Steinunni, allmargir vikivakar og fáeinar lausavísur. • Sjá brot úr Hyndlu rímu á bls. 28.
Hallgrímur Pétursson og rímnakveðskapur • Hallgrímur Pétursson, höfundur Passíusálmanna, reyndi fyrir sér á flestum sviðum íslensks kveðskapar. • Hann orti þrjá rímnaflokka: • Rímur af Lykla-Pétri og Magellónu (ortar út af franskri skemmtisögu) • Rímur af Króka-Refi (Króka-Refs saga er með ævintýralegri Íslendingasögum) • Rímur af Flórens og Leó (ortar eftir riddarasögu)
Hallgrímur Pétursson og rímnakveðskapur, frh. • Rímurnar eru ekki það besta sem Hallgrímur orti. Þó sýnir hann þar oft leikni í meðferð málsins og þekking hans á kenningum og fræðum Snorra-Eddu var betri en hjá flestum öðrum rímnaskáldum. • Sjá erindi úr Króka-Refs rímu á bls. 29.