90 likes | 541 Views
Módernismi 1950 – 1970 Ytri áhrif. Eftir friðarsamning við lok heimsstyrjaldar tók við k alt stríð milli austurs og vesturs. Sú tvískipting kostaði mikil átök og olli vonbrigðum hjá þeim sem trúðu á frið. Fall Stalíns voru sömuleiðis vonbrigði fyrir þá sem trúðu á Sovétríkin. Laxness sagði:
E N D
Módernismi 1950 – 1970Ytri áhrif • Eftir friðarsamning við lok heimsstyrjaldar tók við kalt stríð milli austurs og vesturs. Sú tvískipting kostaði mikil átök og olli vonbrigðum hjá þeim sem trúðu á frið. • Fall Stalíns voru sömuleiðis vonbrigði fyrir þá sem trúðu á Sovétríkin. Laxness sagði: "Stærsta axarskaft okkar vinstrisósíalista fólst í trúgirni. Það er í flestum tilfellum meiri glæpur að vera auðtrúa en vera lygari." (SLL 85)
Stríðsátök eru víða á tímabilinu: Kóreustríð (1950-53) Víetnamstríð (1958-75) Kúbudeila (1962 í hámarki) Innrásin í Ungverjaland og Tékkóslóvakíu (1968) Átök í nýlenduríkjum Afríku og Asíu.
Stúdentauppreisnir 1968 • Minnihlutahópar berjast fyrir rétti sínum • Jafnrétti milli kynþátta, kvenréttindi. • Nýtt menningarlegt útsýni: • Hópur Íslendinga fer til útlanda eftir heimsstyrjöldina, td. Guðbergur Bergsson sem dvelst á Spáni og þýðir spænskar og suður-amerískar bókmenntir • Áhugi á kvikmyndum sem listformi eykst.
Magritte, Tvífarinn Súrrealismi Munch, Ópið 1893 Nútímamaðurinn, guðlaus og yfirgefinn. Expressjónismi Módernismi er samheitifyrir ýmss tjáningarform í listum Monet, Westminister London Impressjónismi Mondrian abstraktlist
Upptök módernisma í byrjun aldar: Jón Thoroddsen yngri: Flugur (1922) Eftir dansleik Elskar hann mig? spurði hún og lagaði á sér hárið. Elskar hann mig? spurði hún, og púðraði sig í flaustri. Elskar hann mig? spurði hún. Spegillinn brosti. Já, sagði spegillinn og brosti.
Jóhann Sigurjónsson yrkir ljóðið "Sorg" 1908-9 Sigurður Nordal, Hulda o.fl. yrkja prósaljóð.(1919-30) Halldór Laxness: "Unglingurinn í skóginum" (1925)- ljóð Vefarinn mikli frá Kasmír (1927) - skáldsaga. Stíltilraunir Þórbergur Þórðarson: Bréf til Láru (1924) Öllu ægir saman, sendibréf, rigerðir, þjóðsögur og sjálfstæð brot um allt milli himins og jarðar. Ýmsar stíltegundir. –
Formbylting í ljóðagerð á Íslandi • Aukin myndvísi í ljóðum: • Óheft myndmál. • Samþjöppun. • Torræðni • Rímuð orðræða í raun gerð útlæg. • Áherslan á að sýna í stað þess að segja. "A Poem should not mean but be" MacLeish • Árið 1946 gaf Jón úr Vör frá sér ljóðabókina Þorpið. Í henni voru órímuð og óbundin ljóð, einföld og fjölluðu um hversdagslegt líf. 1948 kom út ljóðabálkurinn Tíminn og vatnið eftir Stein Steinarr.
Ljóðagerð og sagnagerð • Módernismi í ljóðagerð í upphafi tímabilsins. • 1945-1955 • Steinn Steinarr, Jón úr Vör, Snorri Hjartarson. • Hannes Sigfússon, Stefán Hörður Grímsson, o.fl. • Módernismi í sagnagerð undir lokin • 1965-1970 • Thor Vilhjálmsson, Guðbergur Bergsson, Svava Jakobsdóttir, Ásta Sigurðardóttir. • Hefðbundnum einkennum hafnað. Huglægar, stemmning og sálarlíf í stað atburða. Pólitískar.
Einkenni módernisma Yrkisefni: Efinn um sjálfsvitundina. Firring mannsins í heiminum. Gildiskreppa. Vandamál skáldskaparins. Form: Óhefðbundið form tjáir tvístraðan heim. Óbundin ljóð. Brotakennt. Laustengdar myndir. Torrætt. Skortur á röklegu samhengi. Meðvitund um tungumálið.