1 / 28

Vinnuhópur Varmalandsskóla í Brúarverkefni skólaárið 2008 - 9

Vinnuhópur Varmalandsskóla í Brúarverkefni skólaárið 2008 - 9. Fjarnám – námsframvinda – hvað svo?. Námsleg viðmið í vegna fjarnáms. Nemandi þarf að hafa tileinkað sér a.m.k 80% af því efni sem unnið hefur verið með í viðkomandi námsgrein.

uma
Download Presentation

Vinnuhópur Varmalandsskóla í Brúarverkefni skólaárið 2008 - 9

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Vinnuhópur Varmalandsskóla í Brúarverkefni skólaárið 2008 - 9 Fjarnám – námsframvinda – hvað svo?

  2. Námsleg viðmið í vegna fjarnáms • Nemandi þarf að hafa tileinkað sér a.m.k 80% af því efni sem unnið hefur verið með í viðkomandi námsgrein. • Námsmat verði byggt á vörðuprófi/verkefnum sem eru skrifleg/munnleg.

  3. Verk-og félagsfærni í tengslum við fjarnám • Vinnusemi, samviskusemi, frágangur, utanumhald, heimavinnuskil, halda áætlanir, hæfni til að vinna með öðrum nemendum, sýna frumkvæði og bera ábyrgð á eigin námi. • Þegar um verkefnaskil er að ræða þarf nemandi að vera með 100 % skil. • Frágangur og innihald verkefna í góðu lagi. • Ástundun góð. • Færni til að halda áætlanir nauðsynleg. • Einkunn fyrir þennan þátt byggir á skráningu og utanumhaldi greinakennara.

  4. Ennfremur um námsmat • Skriflegt vörðupróf með samræmdum námskröfum ætti að vera samvinnuverkefni grunn-og framhaldsskóla. Þannig yrði eðlileg samfella milli skólastiga betur tryggð.

  5. Samvinna við foreldra • Góð samvinna við foreldra/forráðamenn er forsenda þess að nám með þessum hætti verði árangursríkt.

  6. Aðstaða í heimaskóla • Tæknileg • Aðgangur að góðum tölvum og netsambandi er forsenda, einnig er fjarfundabúnaður að einhverju tagi æskilegur. Mikilvægt er að skólarnir fylgist vel með þróun og nýjungum í kennslu, framsetningu námsefnis og tækniþróun á þessu sviði.

  7. Aðstaða í heimaskóla 2 • Mannafli • Skilgreindur tími kennara til að sinna því utanumhaldi sem þörf er á í fjarnáminu er nauðsynlegur, bæði hjá viðtöku-og heimaskóla, einnig til að eiga samskipti milli skóla, við nemendur og foreldra. Til að hægt sé sinna þessu verkefni innan skóla, þarf að taka tillit til þessa þegar tímakvóti skólaárs er ákveðinn. • Mikilvægt er að kennarar unglingadeilda hafi svigrúm í starfi til að afla sér þekkingar sem nýtist viðfangsefninu og ætti að falla undir endurmenntunarstefnu skólans.

  8. Húsnæði • Í flestum tilfellum nægir heimastofa, en ef um fjarfund eða samskipti sem krefjast sérstaks næðis er að ræða þarf að vera aðstaða sem býður upp á slíkt.

  9. Fjar-og dreifnám, móttökuskóli • Krafa til náms á að vera samsvarandi kröfum í dagskóla, námsefni á að taka mið af námsefni dagskóla og lokapróf/námsmat á að vera sambærilegt. • Fyrir liggi lýsing á hverjum áfanga þar sem fram kemur: • Nafn áfanga • Lýsing á efni áfanga • Markmið • Námsgögn og hvar þau fást • Námsmat

  10. Hlutverk kennara í móttökuskóla • Láta nemanda finna fyrir því að hann sé til staðar á námskjá, t.d. með því að hafa samband reglulega. Ekki sjaldnar en vikulega, gefa honum fyrirmæli/ráðleggingar varðandi verkefni, lestur og/eða minna hann á verkefnaskil. • Æskilegt er að svara pósti frá nemanda innan tveggja virkra daga. • Láta nemanda vita ef kennari verður ekki við í meira en tvo virka sólahringa og segja honum hvenær pósti verði svarað næst. • Tilkynna nemanda hvenær hann megi búast við verkefnaskilum frá kennara. • Fara yfir verkefni og senda nemanda til baka. • Hvetja nemanda og hrósa fyrir vel unnin verk. • Setja inn ný verkefni tímanlega og tilkynna um leið verkefnaskil.

  11. Hlutverk kennara í heimaskóla • Hafa aðgang að námskjá eða vinnusvæði nemanda • Fylgjast reglulega með námsframvindu nemanda • Fylgjast með því að nemandi nýti vel þann tíma sem áætlaður er til fjarnáms í skólanum • Styðja nemanda í að sækja sér þá þjónustu sem hann á rétt á frá móttökuskóla • Upplýsa foreldra um stöðu nemanda í fjarnámi • Hvetja og hrósa nemanda fyrir vel unnin verk • Veita nemanda það aðhald sem nauðsynlegt er til að námið verði sem árangursríkast

  12. Hlutverk skólans gagnvart þeim nemendum sem ekki ráða við meðalhraða í námi í 8.-10. bekk. • Faggreinakennari ásamt sérkennara vinna einstaklingsnámskrá fyrir viðkomandi í þeim greinum sem hann nær ekki að fylgja samkvæmt bekkjanámskrá. • Einstaklingsnámskrána þarf að endurskoða með nemanda eftir fyrstu fjórar kennsluvikurnar til að meta hvort nemandi er að ná þeim námasmarkmiðum sem sett voru í upphafi annar.

  13. Framhald • Námskrána þarf síðan að endurmeta á 6-8 vikna fresti yfir veturinn • Námsáætlanir verði gerðar í mentor,  þar þar sem fyrir liggja þau námsmarkmið sem nemandi þarf að ná samkvæmt aðalnámsskrá. Kennari metur síðan  jöfnum höndum þau markmið sem nemandi hefur náð ( hakar við ) og eru þau  þá sýnileg nemandanum og foreldrum/forráðamönum hans.  Kennarar sem taka við kennslu nemandans hvort sem er innan skóla, í öðrum grunnskóla eða í framhaldsskóla ættu að hafa aðgang að þessum upplýsingum. ( foreldrar bera ábyrgð  á að miðla þeim ) • Þetta gæti verið hluti af námsmati sem fylgir  nemanda í formi námsferilsmöppu.

  14. Framhald • Við útskrift liggur þá fyrir hver staða nemandans er námslega, hvaða markmiðum er náð og hverjum ekki. • Hvaða möguleika hefur menntaskólinn á því að taka við nemanda sem ekki hefur náð öllum tilsettum markmiðum grunnskólans  til að vinna áfram með þau markmið sem nemandi hefur ekki enn á valdi sínu?

  15. Þrónusta framhaldsskóla við seinfæra nemendur • Ef það liggur fyrir að nemandi  hefur ekki lokið tilsettum markmiðum grunnskólanámsins í einhverjum greinum, eða hluta þeirra, þá þarf framhaldsskólinn að geta boðið nemanda að ljúka þeim. • Æskilegt er þá að gera  áframhaldandi einstalkingsnámskrá  fyrir  nemandann.

  16. Um valkosti nemenda • Nemandi  ætti að geta  valið um hvort hann vill vera lengur innan grunnskólans og ljúka þar tilsettum námsmarkmiðum eða velja framhaldsskóla þar sem hans þörfum yrði þá mætt. • Ef sá kostur er valinn að  lengja grunnskóladvölina, þarf að koma til samþykki skólayfirvalda, nemanda og  forráðamanna,  einnig fræðsluyfirvalda þess sveitarfélags sem í hlut á.

  17. Hvernig er námsframvinda nemandans skráð og metin? • Skólinn býr sér til námsferilsskrá. Að baki henni liggur markmiðssetning fyrir hverja grein í hverjum árgangi. Kennsluundirbúningur kennara að hausti væri þá m.a. fólginn í að endurskoða og uppfæra markmiðssetninguna með hliðsjón af breyttum áherslum eða breyttri námsskrá.

  18. Hvernig er námsframvinda nemandans skráð og metin? • Nemandi sem fer hraðar yfir getur þá farið að vinna að markmiðum næsta árgangs og sá hægfara vinnur þá á þeim hraða sem hæfir hans getu. • Í tengslum við þetta viljum við skoða að nýta námsframvindu á Mentor. Spurning hvort hægt verður að setja fram einstaklingsmiðaða markmiðsetningu á námsframvindu, sem tengdist þá einstaklingsnámskrá.

  19. Hvernig er námsframvinda nemandans skráð og metin? • Með þessu væri kominn uppistaða að ferilsskrá sem síðan tengdist sýnishornum af vinnu og verkefnum nemandans. • Flytji nemandi á milli skóla getur ferilsskráin fylgt honum (að teknu tilliti til persónuverndar) sem eins konar stöðuskýrsla. Þetta á jafnt við um flutning yfir í annan grunnskóla sem og þegar nemandi hefur nám við framhaldsskóla.

  20. Hvernig er námsframvinda nemandans skráð og metin? • Ferilsskráin gefur þá upplýsingar um hver staða nemandans er varðandi sett markmið, hvaða mælikvarðar hafi verið notaðir við mat á því hvort markmiði væri náð og sýnishorn gefin af vinnubrögðum auk lýsandi umsagnar ef þurfa þykir.

  21. Leshringur Ásdísar Auðunsdóttur • Tilgangur verkefnisins er að: • auka lestrarfærni og lesskilning • vinna með texta á gagnrýninn hátt • bæta orðaforða og málskilning • þjálfa samvinnu • efla virðingu fyrir mismunandi skoðunum og túlkun • Þessa aðferð er hægt að yfirfæra yfir á aðrar námsgreinar s.s. eins og tungumál, samfélagsgreinar og náttúrufræði. • Gefur mikla möguleika sem kennsluaðferð sem mætir mismunandi þörfum og hæfileikum nemenda

  22. 1. Umræðustjóri • Verkefni umræðustjóra • Það er þitt hlutverk að spyrja spurninga um það efni sem lesið er fyrir fundinn. Spurningarnar þínar verða að hafa stór svör, ekki já og nei svör. Þú átt að spyrja spurninga sem fá aðra á fundinum til að hugsa um það sem þau lásu og finnast eins og þeir séu partur af sögunni.

  23. 2. Tengill • Verkefni tengils • Þú átt að tengja það efni sem þú last við eitthvað sem þú hefur lesið áður. Þú mátt einnig tengja það einhverju sem þú hefur upplifað, séð í sjónvarpinu eða hjá öðru fólki. • Þú gætir spurt sjálfan þig spurninga eins og; á hvað minnir þetta mig? Eða; á hvern minnir aðalpersónan mig? Tengingin þarf að tengjast þinni eigin upplifun á einhverju. • Tengingarnar sem ég fann voru…………….

  24. 3. Upplesari • Verkefni upplesara • Þitt verkefni er að finna part úr lesefninu til að lesa á fundinum. Tilgangurinn er að finna áhugaverðan kafla, það má vera eitthvað sem þér fannst fyndið, skrítið eða á einhvern hátt áhugavert. • Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan kafla úr bókinni er….

  25. 4. Orðaveiðari • Verkefni orðaveiðara • Þitt hlutverk er að finna erfið orð, orðatiltæki eða málshætti. Skrifaðu á blaðið á hvaða blaðsíðu orðið er. Finndu orðið í orðabók og skrifaðu niður orðabókarútskýringu á orðinu. • Þú byrjar á að lesa orðið sem þú fannst fyrir hina í hópnum og athugar hvort þau viti hvað orðið þýðir ef ekki þá lest þú orðabókarútskýringuna fyrir þau.

  26. 5. Teiknari • Verkefni teiknara • Teiknarinn á að teikna mynd úr sögunni, það má vera myndasaga, klippimynd,vatnslitamyd eða hvað sem þér dettur í hug til að lýsa þeim kafla úr bókinni sem þú hefur valið. Það má ekki draga upp myndir úr bókinni.  • Myndin mín sýnir______________________________

  27. 6. Safnari • Verkefni safnara • Verkefi þitt sem safnara er að taka saman aðalatrið úr lesefni vikunnar. Þú átt alls ekki að segja frá öllu sem gerðist . Þetta á að vera nokkurs konar útdráttur þar sem aðalatriðin eru tekin út. Lestu útdráttinn fyrir aðra í hópnum.

  28. Spurningar? • Skotleyfi úr sal...

More Related