300 likes | 436 Views
Samkeppnishæfni Norðurlandi vestra Málþing á Blönduósi 4. maí 2007. Ásgeir Jónsson. Efnisyfirlit. 1. Máttur nálægðarinnar. 2. Máttur landrýmisins. 3. Máttur fegurðarinnar. 4. Máttur lífsgæðanna. 1. Máttur nálægðarinnar.
E N D
Samkeppnishæfni Norðurlandi vestraMálþing á Blönduósi4. maí 2007 Ásgeir Jónsson
Efnisyfirlit 1 Máttur nálægðarinnar 2 Máttur landrýmisins 3 Máttur fegurðarinnar 4 Máttur lífsgæðanna
1 Máttur nálægðarinnar
Lykilatriði þéttbýlismyndunar felst í þeim samlegðaráhrifum sem nálægðin skapar. Það þýðir að 1+1 eru stærri en tveir. Tveir kraftar Stærðar- og breiddar hagkvæmni (economies of scale and scope) Flutningskostnaður (transportation costs) Maðurinn er ei nema hálfur, Með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Einar Benediktsson
innri stærðarhagkvæmni einstakra fyrirtækja- stórfyrirtæki Lækkun meðalkostnaðar með aukinni framleiðslu hjá einu fyrirtæki. => skýrir ekki þéttbýlismyndun ytri stærðarhagkvæmni innan einstakra atvinnugreina -kjarnamyndun Hópefli myndast vegna nálægðar og þekkingarflakks á milli þeirra sem hafa sömu vandamál og hugðarefni til lausnar. Fyrirtæki geta betur nýtt sinn eigin mannauð auk þess að njóta mannauðs annarra fyrirtækja. => skýrir myndun sérhæfðra kjarna. ytri stærðarhagkvæmni á milli ólíkra atvinnugreina – hinn raunverulegi þéttbýlisvaki Umsvif í einni grein smita yfir í aðrar. Fyrirtækin þurfa að kaupa ýmiss konar vörur og þjónustu á staðnum. Saman skapa þau stóran markað: “Hér lifir hvað á öðru” Leyndardómur þéttbýlismyndunar
Gefum okkur land þar sem byggðinni er raðað á hring. Skiptum landinu upp í 12 svæði, líkt og klukku. Skiptum atvinnugreinum í tvennt: Iðnaður sem nýtur stærðarhagkvæmni. Frumvinnslugreinar sem eru háðar staðbundnum þáttum. Gefum okkar að öll svæði byrji með jafnmikið af fólki og fyrirtækjum. Lækkum síðan flutningskostnað. Förum í dálítinn leik til þess að skýra hvernig að stærðarhagkvæmni og flutningskostnaður togast á
Iðnaðurinn safnast fyrir á tveim stöðum, andspænis hvorum öðrum. En lega og fjarlægð kemur í veg fyrir að annar kjarninn nái að yfirtaka þjónustuhlutverk hins. Á endanum gerist það …
Breytingar á búsetu 1980–2000ef landinu er skipt niður eins og klukku
Frumvinnslugreinar í sókn – annað í vörn Breyting atvinnutekna á NV samanborið við breytingu atvinnutekna á landsbyggðinni allri 1998-2006
Norðurland vestra er fámennt svæði með aðeins 2,6% af heildarmarkaðsmassa landsins. NV er jaðarsvæði í þeim skilningi að það liggur miðja vegu á milli tveggja stærstu þéttbýlissvæða landsins fyrir norðan og austan. Greiðari samgöngur verða til þess að stoðgreinar við staðbundnu frumvinnslugreinar sogast burt – og um leið minnkar markaðsmassinn og fólki fækkar. Það er fráhrindikraftar – hátt fasteignaverð, umferðarþungi og óhæg skilyrði við barnafjölskyldur – sem eru farnir að ýta fólki aftur frá höfuðborgarsvæðinu. En hve langt ná þessir fráhrindikraftar? Ná þeir lengra en klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík? Jaðarsvæði í þjóðbraut
2 Máttur landrýmisins
Töluverður vöxtur framundan. Íslendingar sækja meira í rautt kjöt og próteinríkar mjólkurvörur. Ferðamönnum fjölgar sífellt Norðurland-vestra er hæfilega langt frá þéttbýlisásunum tveimur til þess að vera kjörlendi fyrir landbúnað. Stórir hlutar Suðurlands og Vesturlands eru nú að fara úr ræktun og eru nú notaðar í auknum mæli í frístundabúskap. Mestu jaðarsvæðin sem fjærst eru öðru þéttbýli eru að fara í eyði. Upp úr öldudalnum í landbúnaði?
Land- og fasteignaverð fer nú hækkandi. Æ fleiri vilja nú eiga annað athvarf utan höfuðborgar Ógnun? Eignir á landsbyggðinni, bæði jarðir og húseignir, eru teknar út framleiðslu eða fastri búsetu. Það felur í sér tekjutap og fólksfækkun. Vandræði með landnýtingu þegar þéttbýlisbúar virða ekki óskráðar reglur landsbyggðarfólks. Einkahagsmunir og almannahagsmunir fara ekki alltaf saman. Tækifæri Ánægjulegt að utanaðkomandi aðilar vilja fjárfesta og nýta eignir í annars konar framleiðslu en í landbúnaði Dulin búseta er ein leiðin til þess að auka búsetu og markaðsmassa og viðhalda háu stigi í verslu og þjónustu. Frístundamennska – tækifæri eða ógnun
Hinn nýi veruleiki - auðsáhrifin af útrásinni • Markaðsvirði allra fyrirtækja í Kauphöllinni er nú um 3000 milljarðar – 1% hækkun býr til 30 milljarða af nýjum auð. • Gengishagnaður af bönkunum þremur árið 2006 var rúmlega tvisvar sinnum meiri en samanlagt virði allra atvinnutekna á landinu. • Við sjáum nú þegar fram á stórkostleg auðsáhrif vegna útrásarinnar á hlutabréfamarkaði hérlendis.
Norðurland vestra hentar einnig fyrir ýmsan iðnað en á í harðri utanaðkomandi samkeppni Suðurland, Reykjanes, Vesturland liggja nær markaðsmassanum í Reykjavík Iðnaðarvörur eru að lækka í verði í heiminum öllum vegna lægri launa í þriðja heiminum. Mikilvægt að leggja rækt við þá matvælavinnslu sem er háður staðbundnum framleiðsluþáttum,s.s. kjötvinnslu, mjólkurbú, fiskvinnslu etc. Mikilvægt að svæðið leggi áherslu að skapa ímynd sem landbúnaðarframleiðslusvæði – og styrkja núverandi yfirburði. Stærðin er ekki allt heldur gæði og vörumerki Orkan liggur á lausu frá Blönduvirkjun fyrir tiltölulega orkufrekan iðnað. Fólksfæð setur þó ákveðin takmörk fyrir því hve stór iðnfyrirtæki geta komið inn á svæðið. Landfastur iðnaður?
3 Máttur fegurðarinnar
Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein – erlendum gestakomum fjölgar um 6-7% ári. Ferðaþjónustan er þjónusta sem er háð staðbundnum þáttum! Ferðamenn gætu því blásið nýju lífi í þjónustugreinar á landsbyggðinni. Hins vegar er vandi hve litlum peningum ferðamenn eyða raunverulega úti á landi. Stærð þjónustugeirans á viðkomandi stað ræður mestu um tekjur á dvalardag. Ferðaþjónusta hefur þann kost að dreifast nokkuð jafnt um svæðið. Ferðaþjónusta er mjög vanþróuð grein á NV Möguleikarnir í ferðaþjónustu
Útlendu ferðamennirnir eyða tímanum úti á landi… en peningunum í Reykjavík Dögum eytt í Reykjavík % af heildardagafjölda eytt á Íslandi Atvinnutekjur af ferðamamennsku í Reykjavík % af heildaratvinnutekjum á Íslandi
Meðaleyðsla hvers erlends ferðamanns á dag Svefnpoka-áhrifin
Tekjur á gistinótt fara eftir nálægð við þéttbýli Tekjur af ferðaþjónustu án flugrekstrar og ferðaskrifstofa á gistinótt í þús. kr., 2003. Flokkarnir sem um ræðir eru því gisting, verslun, afþreying og samgöngur aðrar en flug.
Stærð þjónustugeirans skiptir máli Tekjur af ferðamönnum á gistinótt í þús. kr. (án tekna af ferðaskrifstofum og flugrekstri) og atvinnutekjur í þjónustugreinum, öðrum en opinberum, árið 2003.
Ferðaþjónustan skiptir samt máli fyrir landsbyggðina Tekjur í ferðaþjónustu sem hlutfall af þjónustutekjum einkaaðila á hverju svæði. Tölurnar reiknast út frá atvinnutekjum. Ferðaþjónustutekjur eru hafðar án flugrekstrar og ferðaskrifstofa.
Vöxtur ferðaþjónustu er hægastur á NV! Breytingar á fjölda gistinátta útlendinga 1998-2006
Vöxtur ferðaþjónustu hefur verið hægari, ef miðað er við fjölda gistinátta, á Norðurlandi vestra en annars staðar. Áherslan ætti að vera á að skapa markað – t.d. með uppbyggingu innviða, kynningu og sköpun segla (söfn, náttúrskoðun og svo framvegis – sem einkafjárfestingar geta síðan nýtt sér. Stjórnvöld gætu t.d. stutt við kynningu og markaðssetningu á þeim svæðum sem hafa notið fremur fárra heimsókna erlendra ferðamanna hlutfallslega miðað við önnur svæði, eða þar sem umsvif ferðaþjónustunnar eru fremur smá í sniðum. Ennfremur nauðsynlegt nýta betur þá umferð sem er á hringveginum í gegnum héraðið. Ferðaþjónustan er augljósasti vaxtarbroddurinn
Góð höfn, nálægð við fiskimið eða ræktanlegt land kallar ekki lengur sjálfkrafa á búsetu. Hús, vegir og byggingar kalla heldur ekki sjálfkrafa á búsetu. Ríkið getur að einhverju leyti jafnað samkeppnisstöðu sveitarfélaga en hvorki tryggt búsetu né atvinnu. Búseta framtíðarinnar er ekki nauð heldur val. Af hverju ætti fólk að búa Norðurlandi Vestra? Af hverju ætti fólk að búa Norðurlandi Vestra?
Helsta auðlind hvers svæðis er fólkið sem þar býr. Duglegt, skapandi fólk flytur atvinnu fyrir sig og aðra þangað sem það vill búa. Bæjarfélög landsins hljóta ávallt að vera í samkeppni um þetta fólk... Og þetta er samkeppni sem er háð á tvennum vígstöðvum; í launum og lífskjörum. Búseta framtíðarinn mun ráðast af því hvar þetta fólk vill búa. Fólkið er hin raunverulega auðlind
Þegar litið er til framtíðar felst samkeppnishæfni NV fyrst og fremst í góðum lífsgæðum. Ríkið geta hjálpað töluvert til með því að jafna aðstöðumun hvað varðar almannaþjónustu. Sveitarfélögin verða að standa föst á því að verja hverri krónu til þess að efla þjónustustigið. Norðurland Vestra stendur tiltölulega vel að vígi hvað varðar lífskjör. Lífskjörin má sjá af því að íbúar svæðisins sætta sig við lægri laun gegn því að búa hér frekar en annars staðar. Fólkið er hin raunverulega auðlind
Samþjöppun á þéttbýlisásunum tveim fyrir sunnan og norðaustan setur enn sitt mark á byggðaþróun á Norðurlandi Vestra ásamt hagræðingu í frumvinnslugreinum. Niðurrifið eru ennþá atkvæðameira í hagtölum en ný uppbygging – en það mun brátt snúast við. Markaðurinn fyrir helstu greinar svæðisins – landbúnað og ferðaþjónustu er vaxandi. Búseta á landsbyggðinni er aftur orðinn hipp og kúl og það mun brátt fara að skila sínu hingað. Þegar litið er fram í tímann felst samkeppnishæfni svæðisins fyrst og fremst í því að viðhalda góðum og eftirsóknarverðum lífskjörum. Horft til framtíðar