280 likes | 1.01k Views
Hvað er ADHD ?. Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi og formaður ADHD samtakanna. Hvað er ADHD ?. Orsakir Einkenni ADHD og fjölskyldan Algengi eða tíðni Fylgikvillar Meðferðarleiðir Framtíðarhorfur . Hvað er ADHD ?. ADHD er þroskaröskun, helstu einkenni eru : Athyglisbrestur Hvatvísi
E N D
Hvað er ADHD ? Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi og formaður ADHD samtakanna
Hvað er ADHD ? • Orsakir • Einkenni • ADHD og fjölskyldan • Algengi eða tíðni • Fylgikvillar • Meðferðarleiðir • Framtíðarhorfur
Hvað er ADHD ? ADHD er þroskaröskun, helstu einkenni eru : • Athyglisbrestur • Hvatvísi • Ofvirkni ADHD er alþjóðleg skammstöfun sem stendur fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder.
Orsakir ADHD Grunnorsökin er líffræðileg og hægt er að fullyrða að ekki er um að kenna uppeldi barna, aftur á móti geta aðstæður á heimili og í skóla haft áhrif á hvernig tekst að vinna úr þeim erfiðleikum sem að barninu steðja
Orsakir ADHD • Truflun boðefna í miðtaugakerfinu • Erfðir eru tvímælalaust stór þáttur • Heilaskaði vegna áverka eða heilabólgu
Orsakir ADHD • Líkja má boðefnunum við hljómsveitarstjóra og heilinn er þá hljómsveitin • Vandamálið er boðefnin eða hljómsveitar-stjórinn • Þessi boðefni eru m.a. Dopamin og Seratonin • ADHD stafar ekki af lélegu uppeldi
Athyglisbrestur • Erfiðleikar með að halda athyglinni • Eiga erfitt með að skipuleggja sig • Truflast auðveldlega • Klára ekki verk • Tímaskyni áfátt • Skert vinnsluminni
Hvatvísin • Framkvæma án þess að hugsa • Grípa fram í • Svara tilbaka • Geta ekki beðið • Tala of mikið
Ofvirkni • Hreyfa sig meira en önnur börn t.d. standa upp úr stól í skólastofu • Eru á iði • Stoppa sjaldan • Tala meira • Fiktin
Einkenni ADHD • Einkenni ADHD geta komið fram við alls konar aðstæður og ber mest á þeim við aðstæður þar sem krafist er einbeitingar, hæfni til að sitja kyrr, hafa yfirsýn og taka rétta ákvörðun í flóknum aðstæðum • Dæmi : matarboð, afmælisveislur, skólastofa, frímínútur og hópleikir • Börn með ADHD eiga erfitt með að bjarga sér í aðstæðum af þessu tagi og lenda í útistöðum við umhverfi sitt
Einkenni ADHD • Athyglisbrestur með ofvirkni er áhættuþáttur á þann máta að börnum og unglingum með þessa þroskaröskun er hættara við en öðrum að þróa með sér hegðunar- og tilfinningavandkvæði sem þá bætast ofan á ADHD einkennin • Sum börn með athyglisbrest geta verið vanvirk, þau eru dreymin og utan við sig • Sum eiga það til að festast í ákveðnum hlutum og eiga erfitt með að slíta sig frá þeim
Einkenni ADHD • Félagsleg einangrun algeng • Kunna ekki að lesa í aðstæður • Félagsfærni takmörkuð • Taka ekki eftir félagslegum vísbendingum • Eiga erfitt með að setja sig í spor annarra • Skortur á innsæi • Of sterk tilfinningaviðbrögð • Ganga fram af öðrum börnum
ADHD og fjölskyldan • Áhrif ADHD á fjölskylduna eru margþætt • Svefntruflanir fylgja ADHD - boðefnin • Ná ekki fyrirmælum foreldra eða annarra • Þarf stöðugt að endurtaka og minna á • Árekstrar og átök milli systkina tíðari • Meiri líkur eru á að unglingar með ADHD leiðist út í afbrot og fíkniefnaneyslu
ADHD og fjölskyldan • Erfiðleikar við heimanám • Erfiðleikar við að skipuleggja hvaðeina • Týna hlutum og ganga illa um • Ráða illa við að halda utan um skólatösku, heimanám, sunddót og íþróttaföt • Mætingar vandamál; gleyma sér eða mæta seint
ADHD og fjölskyldan • Mikið álag á foreldra – ná ekki hvíld • Skilnaðir algengari • Fjölskyldan einangrast félagslega • Foreldrar verða fyrir vinnutapi, t.d.fundir í skóla eða hjá sérfræðingum • Foreldrarnir sjálfir með ADHD - magnar upp erfiðleika barnsins • Foreldrar með ADHD skipta oftar um vinnu og maka
Tíðni eða algengi ADHD • Rannsóknir sýna fram á að um 7,5% barna í hverjum árgangi fá þessa greiningu. • Um 4000 börn eru í hverjum árgangi hérlendis, því eru um 300 börn í hverjum árgangi og um 3000 börn á grunnskólaaldri með ADHD • Drengir með ADHD mun fleiri eða þrír á móti hverri stúlku
Fylgikvillar ADHD Hjá þeim sem greinast með athyglisbrest með eða án ofvirkni koma oft fram ýmsir fylgikvillar : • Um 25-30% þeirra eru með sértæka námsörðugleika • Um 30 –50% barnanna eru með hegðunarerfiðleika • Um 25% þeirra þjást af kvíða • Um 10-30% greinast með áráttu/þráhyggju einkenni Þunglyndi og léleg sjálfsmynd eru nokkuð algeng hjá þessum hóp barna, unglinga og fullorðinna.
Meðferð við ADHD Athyglisbrestur með eða án ofvirkni er ekki sjúkdómur og því er útilokað að “lækna” hann, þó eru þekktar leiðir til að draga úr einkennum og halda þeim í skefjum þannig að þau valdi ekki alvarlegri röskun í aðlögun og líðan barnsins. Í meðferð þarf að koma til læknisfræðileg, sálfræðileg og uppeldisfræðileg íhlutun ásamt aðferðum til að hafa áhrif á hegðun : • Þjálfun foreldra í að hafa áhrif á hegðun • Viðeigandi kennsluskipulag • Einstaklings- og fjölskylduráðgjöf þegar með þarf • Lyfjameðferð þar sem við á
Úrræði • Mikilvægt að afla sér þekkingar • ADHD samtökin – hópvinna og fundir • Til eru námskeið sem nýtast vel • T.d. námskeið Eirðar, PMT og SOS námskeiðin • Á þeim lærist að skipuleggja umhverfi sitt vel, beita hvatningu markvisst til að auka góða hegðun og stöðva slæma hegðun • Börn með ADHD þurfa mikið hrós
Framvinda og horfur Á 6. samnorrænu ráðstefnunni um ADHD sem var í Oslo í apríl 2002 voru kynntar niðurstöður rannsókna sem leiddu í ljós að um : • 30% barna sem greinast með ADHD eru ekki áfram með þessa röskun sem fullorðin • 40% barna sem greinast með ADHD eru áfram með þessa röskun sem fullorðin og auk þess með sálfræðilega eða sálfélagslega fylgikvilla • 30% barna sem greinast með ADHD eru áfram með þessa röskun sem fullorðin og auk þess með alvarleg sálræn vandamál, andfélagslega hegðun og vímuefnamisnotkun
Hvenær koma ADHD einkenni fram • Sum einkenni koma strax fram á leikskólaaldri • Sum einkenni koma ekki fram fyrr en í grunnskóla eða á unglingastiginu • Sum einkenni koma ekki fram fyrr en í framhaldsskóla eða við flutning að heiman
ADHD dulin fötlun ? Mikilvægt að viðurkenna að ADHD er raunveruleg taugaröskun. ADHD einkennin geta hindrað að greind og aðrir styrkleikar nýtist barninu.
Styrkleikar barna með ADHD • Kraftmikil • Geta verið dugleg • Skemmtileg • Hugmyndarík • Frumleg • Líf og fjör í kringum þau
Styrkleikar barna með ADHD • Mikilvægt að finna áhugamál; íþróttir, tónlist, myndlist, hvað sem er • Getur bjargað sjálfsmyndinni að vera góð/ur í einhverju • Fá þá frekar félagslega viðurkenningu
Aukin þekking • Ekki næg umfjöllun um ADHD í kennaranámi KHÍ og símenntun kennara • Tilviljanakennt; kennslan og þjónustan • Leita uppi kennara sem ná árangri í vinnu með börnum með ADHD, miðla til annarra • Starfsmenn grunnskólanna þurfa að sækja námskeið og ráðstefnur um ADHD hérlendis og erlendis, aukin sérhæfing
Samvinna • Enn sem komið er á skólasamfélagið langt í land með að tileinka sér bæði viðhorf og verklag sem skilar árangri í vinnu með börnum og unglingum með ADHD • Bæta þarf samstarf heimila og skóla • Þverfagleg ráðgjafarteymi fagaðila skólanna, heilsugæslu og félagsþjónustu, sem geta gefið ráðgjöf til starfsmanna
Hagsmunir allra barna Hagsmunir barna með ADHD eru samofnir hagsmunum allra barna, því það sem fram fer í skólastofunni hefur áhrif á alla nemendur. Ef kennari stendur uppi ráðþrota vegna þess að hann kann ekki leiðir til að bregðast við börnum með ADHD þá verður allur bekkurinn óhjákvæmilega var við það.