260 likes | 398 Views
25. september 2008. Gauraflokkur 2007 og 2008. Sumarbúðir fyrir drengi með ADHD og skyldar raskanir. KFUM Skógarmenn – ADHD samtökin – Velferðarsjóður barna. Bóas Valdórsson sálfræðingur BUGL. Þetta er Vatnaskógur. Almenn lýsing.
E N D
25. september 2008 Gauraflokkur2007 og 2008 Sumarbúðir fyrir drengi með ADHD og skyldar raskanir. KFUM Skógarmenn – ADHD samtökin – Velferðarsjóður barna. Bóas Valdórssonsálfræðingur BUGL
Almenn lýsing • 6 daga dvöl í sumarbúðunum í Vatnaskógi í ágúst 2007 og júni 2008. • Tekið var á móti 50 drengjum á aldrinum 10-12 ára, með ofvirkni og skyldar hegðunarraskanir. • Foreldrar fylltu út umsóknareyðublað þar sem komu fram upplýsingar um greiningu og lyfjanotkun ásamt upplýsingum um áhugasvið og styrkleika viðkomandi barns. • Kostnaður fyrir foreldra var sá sami og í aðra flokka sumarsins. • Allur umfram kostnaður var greiddur af styrkfé. • Aðal styrktaraðili bæði árin var Velferðarsjóður barna. • Einnig styrkti Minningasjóður Margrétar Björgúlfsdóttur Gauraflokkinn 2008.
Almenn lýsing Gauraflokkur var ekki hugsað sem meðferðarúrræði Markmiðið var að bjóða þennan hóp drengja velkominn í dvöl þar sem þörfum þeirra yrði mætt á skilningsríkan og uppbyggilegan hátt.
Rökstuðningur • Uppbyggileg áhrif á drengina • Mikil samskipta tækifæri við drengi í svipuðum vanda, upphaf á vinskap! • Dvöl í sumarbúðum er mikil lífsreynsla fyrir marga. • Stuðningur við fjölskyldur • Fá úrræði sem óskar eftir þessum hópi drengja. • Hvíld fyrir fjölskylduna. • Stuðnings yfirlýsing til foreldra, barnið þitt er velkomið hingað. • Skilaboð út í þjóðfélagið • Það er hægt að mæta þörfum þessara drengja • Drengir með kefjandi hegðun eru ekki endilega óalandi og óferjandi • Hugarfar skiptir máli • Við ætluðum okkur aldrei að breyta þeim heldur að mæta þeim.
Þátttakendur og matarræði • Þátttakendur voru flest allir með greiningu skv. foreldrum. • 72% voru á lyfjum, 62% tóku lyf kvölds og morgna(2007). • Tekið var tillit til áhrifa lyfja á matarlyst. Aukin næring var í boði á kvöldin og á milli mála fyrir þá sem þurftu. • Dregið var úr sykri á matseðli.
Starfsmenn • Áhersla var frá upphafi að á að lykil starfsfólk skildi helstu aðlögunar erfiðleika þessara drengja • Námskeið haldið fyrir starfsmenn • Lagt upp með að hafa blandaðan starfshóp • Helming fagfólk • Helming reynslu mikið og kraftmikið ungt fólk (vant sumarbúða fólk)
Starfsmenn Mönnun í Gauraflokk 2008 • 25 starfsmenn á staðnum allan tímann. • 6 sálfræðingar • Listmeðferðarfræðingur • Prestur • Háskólanemar • Starfsfólk með reynslu af því að starfa með börnum • 7 starfsmenn í eldhúsi og þrifum
Byrgjum brunninn... • Reynt var að hafa einfaldan ramma á hverjum degi. • Eins dagskrá eða svipuð dag frá degi. • Almennt var drengjunum frjálst að velja á milli 2-3 skipulagðra dagskráliða eða finna upp á einhverju upp á eigin spýtur.
Byrgjum bunninn... • Ef einstaklingur eða hópur drengja átti erfitt með að aðlagast var reynt að útbúa úrræði á staðnum til að mæta þeim vanda.
Úrræði • Leynifélagið • Ef sýnt var að ekki var forsenda fyrir því að drengir gætu farið á kvöldvöku. Var þeim boðið upp á að fara í leynifélag. Var þá gert eitthvað skemmtilegt sem truflaði ekki kvöldvökuna og var ekki refsing í augum drengjanna. • Kletturinn • Viðkvæmir og einmanna drengir fengu stuðning við að hafa eitthvað fyrir stafni. Leiðbeiningar í smíðastofu, göngutúr eða teikna o.s.frv. Þessum hópi virtist henta rólegri viðfangsefni. • Listasmiðja • Listasmiðja var starfrækt alla daga í Gauraflokk 2008 var þar gipsað, spreyjað og teiknað. Einnig var aðstaða til að perla sem vakti mikla lukku. • Leikfélagi að láni • Unglingsdrengir voru til taks til að vera sumum innan handar og styðja viðkomandi í að finna sér eitthvað að gera eða aðstoða við að koma viðkomandi í leik með öðrum. • Sprengjudeild • 2-3 starfsmenn gengu um svæðið tilbúnir að bregðast við óvæntum uppákomum.
Hvað kom á óvart Við vanmátum hversu viðkvæmir þessir drengir eru (2007). • Mikil heimþrá og óöryggi var áberandi hjá nokkuð stórum hópi drengja meðan á dvölinni stóð. • Reynt var að mæta því í samráði við foreldra. • Brugðist við 2008 með áherslu á róleg viðfangsefni s.s. Kletturinn, Listasmiðja og föndur.
Úrræði fyrir skóla • Vegna athyglisbrests þarf barn venjulega meiri nánd við kennara eða leiðbeinanda en önnur börn. • Mörg börn með ADHD þurfa einstaklingsmiðaða námsáætlun. • Oft þarf að leggja námsefnið upp með sérstökum hætti, t.d. að hluta það niður í smærri og fjölbreyttari einingar. • Mörg börn með ADHD þurfa tíð stutt hlé milli tímabila þar sem kröfur eru gerðar um einbeitingu • Börnum með ADHD er sérstaklega mikilvægt að skipulag skólatímans sé skýrt. • Starfsfólk skóla þarf að búa yfir góðri þekkingu á ADHD. • Atferlismótunarkerfi í skólastofu þar sem einbeiting að verkefnum er styrkt með kerfisbundnum hætti. • Margir nemendur með ADHD þurfa lengri tíma en aðrir til að vinna verkefni og skila prófúrlausnum. Heimild: Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrest með ofvirkni (2007). Landlæknisembættið.
Hvað kom ekki á óvart • Hversu skemmtilegir þessir drengir eru • Hversu fjölbreyttur hópur þetta er • Að einstaka uppákomur skyldu eiga sér stað • Að þetta skyldi vera hægt!
Lærdómur á milli ára • Sambærilegir hópar og sambærileg verkefni • Mikilvægt að undirbúa starfshóp vel. • Ekki vanmeta mikilvægi þess að vera nægjanlega vel og rétt mönnuð. sbr fjölda, reynslu og menntun starfsfólks. • Mikið óunnið verk í tengslum við að þróa tómstundir og íþróttir fyrir drengina.
Lærdómur á milli ára • Fórum fyrr af stað að tryggja aðkomu fagfólks. • Bættum við listmeðferð • Bættum við föndri • Drógum úr áherslu á hefðbundnar íþróttir • Aukinn sveigjanleiki á milli matartíma
Símakönnun • Hringt var í alla foreldra drengja í Gauraflokki 2008. • Hringt var 2-3 sinnum í hvert númer dagana 9-18 september 2008. • Svarhlutfall var 65%. Mæður voru 75% svarenda til móts við 25% feður.
Hversu ánægð (ur) eða óánægð (ur) ert þú með Gauraflokkinn?
Hvernig heldur þú að drengnum þínum hafi fundist í Gauraflokknum?
Hvernig telur þú að drengnum þínum hafi liðið í Gauraflokknum?
Hversu gagnlegan eða ógagnlegan telur þú Gauraflokkinn hafa verið fyrir drenginn þinn?
Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú leyfir drengnum þínum að koma aftur í Gauraflokk?
Möguleikar Tilraunarverkefni í núverandi mynd með marga framtíðarmöguleika s.s. • Þjálfunartækifæri fyrir nemendur og/eða fagfólk, s.s. sálfræðinga, iðjuþjálfa, kennara, þroskaþjálfa ofl. • Prófa tómstundar úrræði eða íþróttir sem gagnast geta þessum hópi. • Áframhaldandi vinnu með þennan hóp í framhaldi af dvöl þeirra í Vatnaskógi s.s. námskeið eða fundir yfir veturinn.
Styrktaraðilar • Framtíð verkefnisins veltur á því að öflugir styrktaraðilar komi að verkefninu. • Velferðarsjóður barna hefur styrkt verkefnið í 2 ár og erum við mjög þakklát þeirra aðkomu. • Áhugasamir aðilar velkomnir í samstarf.
Til umhugsunar Fyrir Gauraflokk • Mjög blendin viðbrögð • Fagfólk almennt jákvæðara en skólafólk • Fagfólk þó ekki tilbúið að taka þátt. • Góð hugmynd... En hvernig nennið þið þessu! • “Þið eruð klikkaðir” Eftir Gauraflokk • Almennt jákvæð viðbrögð frá foreldrum og öðrum. • Sumir virtust hissa á að þetta hefði gengið. Viðbrögð til umhugsunar: • “Ég frétti að það hefði gengið vel með pörupilta námskeiðið þitt”. • “Voru ekki líka góðir strákar þarna!!!” • “Hvað ætlar þú að gera ef þetta klúðrast”