230 likes | 511 Views
Landafræði – allt um heiminn. Maður • Auðlindir • Umhverfi (bls. 8 – 14). Landafræði - Geografi. Landafræði er þverfagleg fræðigrein um jörðina, fyrirbæri á yfirborði hennar og tengsl mannsins við umhverfi sitt
E N D
Landafræði – allt um heiminn Maður • Auðlindir • Umhverfi (bls. 8 – 14)
Landafræði - Geografi • Landafræði er þverfagleg fræðigrein um jörðina, fyrirbæri á yfirborði hennar og tengsl mannsins við umhverfi sitt • Hún er rannsókn á nýtingu mannsins á auðlindum jarðar og lýsir einnig hvernig ólík svæði eru háð hvert öðru í viðskiptum, samgöngum og öðrum samskiptum • Landafræðin sækir aðferðir sínar til náttúru-, félags- og hagvísinda auk sagnfræðinnar Valdimar Stefánsson 2006
Landafræði - Geografi • Hvers vegna að læra landafræði? • Til þess að læra að skipuleggja og byggja upp landsvæði og nýta náttúruauðlindir rétt • Landafræðin hjálpar okkur einnig að taka á móti og meta rétt allar upplýsingar sem berast til okkar víða úr heiminum • Góð þekking á öðrum samfélögum, menningu og umhverfi veita okkur einnig dýpri skilning og aukið víðsýni Valdimar Stefánsson 2006
Náttúrulegar hringrásir • Efni og orka í sífelldri hringrás eru undirstaða ólíkra vistkerfa heimsins • Dæmi: hringrás vatns á jörðinni og hringrás orku í lífverum jarðar • Náttúrulegar hringrásir eru grundvöllur lífsins og umgjarðar þess á jörðinni Valdimar Stefánsson 2006
Náttúrulegar hringrásir • Innan hvers vistkerfis lifa plöntur og dýr í flóknu samspili hvert við annað, svo og við jarðveg, loft og vatn • Ef auðlindanýting mannsins raskar þessum hringrásum leiðir það til umhverfisvandamála í framtíðinni Valdimar Stefánsson 2006
Dæmi um röskun á jafnvægi • Efrat og Tígris (Mesópótamía) • Maya-ríkið í Mið-Ameríku • Regnskógarnir • Aralvatn • Orkunotkun iðnríkja Valdimar Stefánsson 2006
Skógeyðing • Helstu orsakir: • Hröð fólksfjölgun og vaxandi þörf á matvælum • Skógar ruddir til að stækka akurlendi, afla eldiviðar og hráefnis til iðnaðar • Vítahringur: • Skógeyðing veldur aukinni jarðvegseyðingu sem aftur leiðir til aukinnar skógeyðingar Valdimar Stefánsson 2006
Sjálfbær þróun – nýting til framtíðar • Sjálfbær þróun byggist á því að maðurinn fullnægi þörfum sínum og nýti náttúruna án þess þó að ganga á auðlindir hennar til lengri tími og þannig spilla afkomumöguleikum komandi kynslóða • Krefst þess að maðurinn tileinki sér hringrásarnýtingu á náttúruauðlindum Valdimar Stefánsson 2006
Brundtlandskýrslan 1987 • Skýrsla um umhverfis- og þróunarmál unnin á vegum SÞ • Mestu vandamálin eru í iðnríkjunum • Draga verður úr orkunotkun iðnríka um 50% til ársins 2020 • Bent á nauðsyn sjálfbærrar þróunar til lengri tíma litið Valdimar Stefánsson 2006
Hvað eru náttúruauðlindir? • Náttúruauðlind er eitthvað á eða undir yfirborði jarðar sem menn hafa gagn og/eða ánægju af • Dæmi: Frjósamur jarðvegur, málmar, orkulindir, fiskur, góðar baðstrendur • Náttúrauðlindir eru oftast notaðar sem hráefni til framleiðslu á neysluvörum Valdimar Stefánsson 2006
Þrjár tegundir náttúruauðlinda • 1. Þær sem endurnýjast; endurnýjanlegar auðlindir • 2. Þær sem ekki endurnýjast; óendurnýjanlegar auðlindir • 3. Þær sem endurnýjast með ákveðnum takmörkunum; hálfendurnýjanlegar auðlindir Valdimar Stefánsson 2006
1. Endurnýjanlegar auðlindir • Auðlindir sem endurnýjast í sífellu og engar áhyggjur þarf að hafa af hvað varðar aðgengi að þeim í framtíðinni • Þær eru ákjósanlegustu auðlindirnar hvað nýtingu varðar • Dæmi: vatnsorka, vindorka, sólarorka Valdimar Stefánsson 2006
2. Óendurnýjanlegar auðlindir • Auðlindir sem aðeins eru til í takmörkuðu magni og endurnýjast ekki eða mjög hægt • Þær eru varasömustu auðlindirnar hvað nýtingu varðar • Dæmi: málmar, kol, olía, jarðgas Valdimar Stefánsson 2006
3. Hálfendurnýjanlegar auðlindir • Þær auðlindir sem aðeins endurnýjast á tilteknum tíma og/eða við tilteknar aðstæður • Nauðsynlegt er að stýra nýtingu hálfendurnýjanlegra auðlinda út frá hugmyndinni um sjálfbæra þróun • Dæmi: fiskistofnar, skógar, gróðurmold Valdimar Stefánsson 2006
Átök um auðlindir • Sumar náttúruauðlindir eru lífs-nauðsynlegar (dæmi: ferskvatn, gróður-mold) • Að hafa aðgang að náttúruauðlindum hefur áhrif á þróun efnahagsmála og viðskipti • Átök á milli þjóða og hagsmunahópa um arð af auðlindum geta leitt til styrjalda Valdimar Stefánsson 2006
Skipting landafræðinnar • Eðlisræn landafræði (náttúrulandafræði): • Fjallar um náttúrlegt landslag og fjölbreytileika þess, hvernig náttúruöfl eins og vatn, vindur og eldvirkni byggja upp og brjóta niður land (innræn og útræn öfl) Valdimar Stefánsson 2006
Skipting landafræðinnar • Mannvistarlandafræði: • Skýrir hvernig auðlindanýting mannsins breytir landslagi og skapar ólíkar gerðir mannvistarlandslags • Skýrir hvernig athafnir mannsins tengja saman ólíka staði með viðskiptum og samskiptum Valdimar Stefánsson 2006
Yfirsýn landafræðinnar • Staðbundin yfirsýn: sveitarfélag, dalur, fjörður, fjallgarður • Svæðisbundin yfirsýn: landshluti, heilt land, innhaf, heimsálfa, úthaf • Hnattræn yfirsýn: Allt yfirborð jarðar og samspilið á milli ólíkra svæða Valdimar Stefánsson 2006
Landslag • Landslag er lykilhugtak landafræðinnar þar sem greinin fjallar um margbreytileika yfirborðs jarðar og auðlindanýtingu mannsins sem ávallt hlýtur að breyta umhverfi hans • Hvert einasta svæði á jörðinni hefur sín sérkenni Valdimar Stefánsson 2006
Landslag • Mismunandi gerðir landslags: • Náttúrulegt landslag • Þar sem engin ummerki um athafnir mannsins eru til staðar • Mannvistarlandslag • Ýmsar gerðir mannvistarlandslags: landbúnaðarlandslag skógræktarlandslag iðnaðarlandslag Valdimar Stefánsson 2006
Kjarnasvæði – jaðarsvæði • Hvernig þróast ólík svæði og breytast? • Samspil kjarnasvæðis og jaðarsvæðis • Kjarnasvæði eru svæði sem eru þróuðust, fjölmenn, þéttbýl og með fjölbreytt atvinnulíf • Jaðarsvæði eru strjálbýl, hafa lægra þjónustustig og fábreyttara atvinnulíf Valdimar Stefánsson 2006
Staðsetningarmynstur • Allir hlutir og fyrirbæri taka ákveðið rými eða hafa tiltekna útbreiðslu • Samspil staðsetningar og útbreiðslu skapa staðsetningarmynstur • Staðsetningarmynstur veita upplýsingar um það hvernig nýta má yfirborð jarðar og auðlindir þess Valdimar Stefánsson 2006
Net og dreifing • Fjarskiptaleiðir og samgöngukerfi mynda landfræðilegt net • Leiðirnar mætast í tengipunktum þaðan sem flæðinu um netið er stjórnað • Flest mannleg fyrirbæri eiga sér tiltekin upptakastað þaðan sem fyrirbærin dreifast um heiminn Valdimar Stefánsson 2006