1 / 50

GLÓSUR NEMENDA ÚR 3. MINNI

GLÓSUR NEMENDA ÚR 3. MINNI. SÁL 103. Langtímaminni. Langtímaminnið geymir allt það sem við höfum upplifað. Óminni nefnist minnisleysi af völdum sjúkdóma, slysa eða sálrænna áfalla. Til eru tvær megintegundir óminnis Framvirkt óminni Afturvirkt óminni.

barney
Download Presentation

GLÓSUR NEMENDA ÚR 3. MINNI

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. GLÓSUR NEMENDA ÚR 3. MINNI SÁL 103

  2. Langtímaminni • Langtímaminnið geymir allt það sem við höfum upplifað. • Óminni nefnist minnisleysi af völdum sjúkdóma, slysa eða sálrænna áfalla. • Til eru tvær megintegundir óminnis • Framvirkt óminni • Afturvirkt óminni

  3. Langtímaminnið er lang mikilvægasta minniskerfið. Í því er öll okkar vitneskja varðveitt, hvort sem hún tengist persónulegri reynslu eða almennri þekkingu. • Til þess að átta sig betur á hinni viðfeðmu geymslu langtímaminnisins hafa sálfræðingar leitast við að skipta því upp í undirkerfi. • Annað er ljóst minni sem geymir þau þekkingaratriði sem við höfum meðvitað aðgang að. • Hitt nefnist dulið minni og í því býr sú þekking sem okkur reynist erfiðara að hafa meðvitaða stjórn á.Arnór og Þórunn

  4. LJÓST MINNI • Því má skipta í tvennt; Atburðar- og merkingarminni • Endel Tulving : Skilgreindi fyrst muninn á þessum tveimur minniskerfum. • Atburðarminni : Er persónulegt minni á einstök atvik. • Vafalaust muna flestir eftir fyrsta skóladeginum, fermingardeginum eða hvar og hvernig þeir lærðu að reima skóna sína. • Allt eru þetta dæmi um minningar sem eru skráðar í atburðarminni. Hugsanlega er þetta atburðarminni einstakt fyrir mannskepnuna. • Minningum í atburðarminni fylgja upplýsingar um hvar og hvenar þær verða til.

  5. Merkingarminni : Þar býr hins vegar almenn þekking okkar á veröldinni óháð því hvort við höfum upplifað hlutina sjálf. Merkingarminni hjálpar bæði mönnum og fýrum að afla sér þekkingar á umhverfinu og nýta hana sér til framdráttar. • Tulving skilgreindi merkingarminnið sem minni sem gerir einstaklingum kleift að smíða líkan af veröldinni innra með sér. • Stundum munum við hvernig við öfluðum okkur ákveðinnar þekkingar sem tilheyrir merkingarminni.

  6. Dulið minni : Áhugi á þessum hluta minnisins hefur aukist mjög á allra síðustu árum. Dulið minni felst í því að fyrri reynsla gerir okkur kleift að framkvæma ákveðna hluti án þess að vera með hugann bundinn við upprifjun. Sem dæmi um slík hegðunarmynstur má nefna; að hjóla, synda, dansa o.s.frv. • Til eru þrjár tegundir dulins minnis, það eru; atburðarminni, merkingarminni og aðferðarminni. Mest athygli hefur þó beinst að aðferðarminninu.

  7. Tvö önnur minniskerfi flokkast einnig undir dulið minni. Hér er annars vegar verið að tala um viðbragðsskilyrðingu en hins vegar það sem kallast viðvani. • Viðbragðsskilyrðing : Í stuttu máli felst hún í því að parað er saman annars vegar svokallað skilyrt áreiti og hins vegar óskilyrt áreiti. Óskilyrt áreiti vekur meðfædda svörun sem ekki þarf að læra (t.d. að bregða við þegar óvæntur hávaði heyrist) en skilyrt áreiti vekur hins vegar svörun sem hefur ekki áður tengst þessu áreiti (t.d. að óttast staðinn þar sem hávaðinn varð). • Viðvani : Felst í því að við hættum að taka eftir áreiti sem færir okkur engar nýjar upplýsingar (eins og tif í klukku, umferðinni fyrir utan gluggann).

  8. Aðferðarminni : Er í stuttu máli það að vita hvernig maður framkvæmir ákveðna hluti. Margt sem við gerum krefst flókinnar samhæfingar hreyfinga og skynjunar. Þetta á t.d. við um það að aka bíl, synda eða hjóla. Aðferðarminni getur einnig tengst flóknara hugrænu atferli, þannig reiðum við okkur á aðferðarminni þegar við lesum. • ATH sjá töflu á bls.121 • Heilsur bestar Erna & Eydís

  9. Gleymska og endurheimting úr LTM Aron og Reynir

  10. Endurheimting • Endurheimting getur látið á sér standa. • Við gætum lent í því að lenda á spjalli við einhvern, án þess að muna hvaðan eð hvernig við þekkjum viðkomandi. • Ástæðan er væntanlega sú að okkur vantar fleiri leiðbeinandi eða nánari upplýsingar til að virkja kennslakerfi okkar. • Minnisatriðum er gjarnan raðað saman eins og púslum í púsluspili. Þannig eigum við yfirleitt ekki í vandræðum með að þekkja fólk ef það er í sínum ,,réttu” aðstæðum.

  11. Endurheimting • Oft gerist það minnisatriði eru alveg komin fram á varir okkar en það vantar herslumuninn. • Oft gerum við okkur grein fyrir því hvort að ákveðið atriði sé í minni okkar eða ekki óháð því hvort við munum það eða ekki. • Við vitum að við vitum eitthvað en við bara getum ekki komið því út!!!

  12. Útskýringar gleymsku • Hún stafi af dofnun • Hún stafi af hömlun • Hana megi rekja til vandkvæða við endurheimtingu • Tilfinningar hafi áhrif á hana • Hún geti stafað af skipulagsleysi.

  13. Dofnun • Dofnun er gleymska sem verður fyrir áhrifum tímans. • Menn hafa reynt að kanna dofnun óbeint með því að láta fólk læra tiltekið efni og kanna síðan hversu mikið það man að ákveðnum tíma liðnum. • Tíminn þarna á milli er kallaður gleymskutími

  14. Tilraun á Dofnun • Árið 1924 var gerð tilraun af Jenkins og Dallenbach á tveimur háskólanemum. • Þeir látnir læra lista með 10 atriðum. • Fyrst lögðust þeir strax til svefns. • Voru svo vaktir með reglulegu millibili og spurðir um listana. • Í annarri tilraun lærðu þeir listana að morgni skóladags og voru spurðir um listana um daginn.

  15. Tilraun á Dofnun • Niðurstöður. • Minnisfestingin er mun betri ef lagst er til svefns. • Staðreynd að þeir gleymdu meira í vöku en svefni. • Bendir til þess að hömlun sé ríkari þáttur í gleymsku í LTM en dofnun.

  16. Hömlun • Afturvirk hömlun • Síðara nám hefur truflandi áhrif á fyrra nám. • Framvirk hömlun • truflun sem fyrra nám hefur á síðara nám.

  17. Tilraun á framvirkri hömlun • Þátttakendur lærðu merkingarlausan lista lista með samstöfum. • Látir rifja upp eftir sólarhring • Mundu tæp 80% • Látnir læra annan lista • Látnir rifja upp • Mundu þá aðeins 70% • Endurtekið 20 sinnum • Minnið varð sífellt lakara eftir því sem listunum fjölgaði

  18. Tilraun Tulvings og Psotka • 24 orða listar notaðir • “köttur, tígrisdýr, hundur, hvalur, epli” • Misjafnt hvað þátttakendur þurftu að læra mikið. • Látnir rifja upp eins og þeir gátu (frjáls upprifjun) • Síðan látnir fá bendil (bendiupprifjun)

  19. niðurstöður • Frjáls upprifjun • Greinileg áhrif afturvirkrar hömlunar. • Því fleiri listar, því lakari frammistaða • Seinni listarnir virtust á þá fyrri út. • Bendiupprifjun • Skipti ekki máli hve marga lista þáttakendurnir höfðu lært • Upprifjun ætíð um 70%

  20. Takk fyrir.... ....... dúllur

  21. Minni Guðrún og Thelma

  22. Bendiháðar Skýringar • Sú skoðun er nú viðtekin í sálfræði að gleymska í LTM sé að verulegu leyti bendiháð • Kenning Tulvings(1974) : • Samghengisbendi sem snerta ytri aðstæður • Ástandsbendi sem varða innra ástand okkar

  23. Samhengisbendi • Samhengisbendi geta örvað minnið þegar að það bregst • Margar rannsóknir hafa sýnt: • að samhengi eða aðstæður sem nám á sér stað við hefur mikil áhrif á það hversu vel tekst að rifja upp minnisatriði • að ef vitni eru látin fara á staðinn þar sem brot var framið, þá auðveldar það þeim að rifja upp málsatvik

  24. Ástandsbendi • Ástandsbendi(eða skortur á þeim) geta leikið minnið • Dæmi: • Þú hittir einhvern fullur og vingast við hann, þekkir hann ekki edrú en kannast strax við hann aftur þegar þú dettur aftur í það • Þú ert látin læra e-ð undir áhrifum fíkniefna, mannst það ekki allsgáður en kannt það strax þegar þú verður undir áhrifum næst

  25. Tilfinningalegir Þættir • Tilfinningalegir þættir geta haft áhrif á minnið • Deilt er um hvort minni manneskju sem lent hefur í einhverjum hremmingum sé trúverðugt • Sumar rannsóknir benda til þess að fólk í uppnámi eigi auðveldara með að bera kennsl á andlit.

  26. Tilfinningalegir Þættir • Minni fólks er einkum varhugavert þegar á það er gengið með upplýsingar, en meiri nákvæmni gætir þegar fólk rifjar sjálfviljugt upp • Ætla má að vitnisburður fólks sem hefur lent í hremmingum megi einungis teljast nothæfur sem hjálpargagn en ekki sem endanlegan úrskurð án annarra sönnunargagna

  27. Lykt og Bragð • Lykt og bragð geta auðveldlega ýtt við minni okkar • Þegar fortíðin er liðin undir lok með manni standa lykt og bragð eftir • Ef fundin er lykt á ánægjulegum eða minnisverðum tímum mun sá og hinn sami sem fann lyktina líklega gleyma henni seint

  28. Skipulag • Skipulag er eitt megineinkenni árangursríkrar upprifjunar úr LTM • Margar rannsóknir hafa sýnt að skipulag námsefnis skiptir hvað mestu um námsárangur

  29. Sálfræði 103 Verkefni Hilmar og Daníel

  30. Sál 103 • Rannsóknir Ebbinghaus bentu til þess að minnisfesting stæði í réttu hlutfalli við fjöld yfirferða við nám. • Merkingarleg umskráning eykur verulega líkurnar á minnisfestingu í LTM. • Þess hefur fyrr verið getið að STM notast einkum við hljóðgeymd orða og setninga í langtíma minni hins vegar er merkingageymd algengust eins og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt.

  31. Sál 103 • STM notast ekki einungis við hljómgeymd er minnisgeymdin í LTM ekki alltaf merkileg. • Þegar borin er kennsl á rödd í síma er ljósdt að hljómur raddarinnar hefur verið skráður í LTM. Í þessu tilviki er að sjálfsögðu bæði um merkingar og hljómgeymd að ræða. • Sjón bragð og lykt geta markað varanleg minnisspor í LTM, geymd í LTM getur þannig átt sér margar myndir

  32. Sál 103 • Kosslyn komst að þeirri niðurstöðu að fólk er mun lengur að svara spurningum um eiginleika dýra sem það ýmindar sér við hlið fíls en dýra sem það ýmindar sér við hlið flugu. • T.D. er fólk fljótara að segja að tígrisdýr sé röndótt ef það ýmindar sér í stórum kassa en litlum

  33. Sál 103 • Upprunaminni • Eitt er að muna tiltekna atburði en annað er að muna hvernig endurminning okkar varð til. Munum við atburðin vegna þess að við höfum sjálf upplifað hann eða á því að við höfum heyrt frásagnir af honum? Munum við með orðum uppruna endurminningarinnar? Á því er stundum misbrestur

  34. Sál 103 • Upprunagleymskan getur sótt á þá sem eldri eru • Rannsóknir Schachter, Koutstaal og Normans bend til þess að upprunagleymskan sé áberandiþáttur í minni aldraðra sem hafa löngum haft gaman af því að segja sögur þeim sem yngri eru

  35. Minnið getur verið skapandi-skemakenning Bartletts. • Breski sálfræðingurinn Frederick Bartlett (1932) stóð á sínum tíma fyrir merkum minnisrannsóknum sem bentu til þess að minnið hefði stundum á sér yfirbragð skapandi hugarstarfs. • Bartell notaði flókið námsefni gjarnan þjóðsögur. Þekktasta sagan var Draugastríðið

  36. Minnið getur verið skapandi-skemakenning Bartletts. Sálfræði 103

  37. Minnið getur verið skapandi-skemakenning Bartletts. • Breski sálfræðingurinn Frederick Bartlett (1932) stóð á sínum tíma fyrir merkum minnisrannsóknum sem bentu til þess að minnið hefði stundum á sér yfirbragð skapandi hugarstarfs. • Bartell notaði flókið námsefni gjarnan þjóðsögur. Þekktasta sagan var Draugastríðið

  38. Sagan segir frá tvemur amerískum indíánum og hópi ræningja. • Það sem vakti fyrir Bartlett með því að velja þjóðsögu frá ólíku menningarsvæði var að kanna hvaða áhrif hinn framandlegi blær sögunnar hefði á minnið. Það sýndi sig að þáttakendur höfðu tilhneigingu til að sleppa atriðum og bæta öðrum við í samræmi við eigin reynsluheim.

  39. Þáttakendur í tilraun Bartletts voru allt bretar. • Þáttakendurnir voru látnir rifja upp söguna með mislöngu millibili. • Sömuleiðis kannaði Bartlett hvaða áhrif það hefði á söguna bærist hún frá einum einstaklingi til annars. • Í öllum tilvikum breyttu þáttakendur sögunni. • Endursagnir Þáttakenda báru svipmót þeirra eigin hugmyndaheims, féllu af því ,, skema” sem þeir gerðu sér um atburði líka þeim sem sagan sagði frá. Oft varð til þess að yfirnáttúrulegir þættir hurfu úr endursögnunum.

  40. Skema: Með orðinu er átt við eins konar hugræna tákngervingu eða skipulag þekkingarmynstur í langtímaminninu. Skemakenningar um minni undirstrika að það er ekki bara stafræn upptaka af því sem hefur gerst heldur virk hugarferli þess minningar eru faldar af þeim upplýsingum sem eru fyrir í minninu og geta því mótast af þeim.

  41. Bartlett taldi sig greyna merki um þrenns konar ,,skapandi villur” í endurminningum. • Í fyrsta lagi var það brottfall, þar sem framandleg atvik voru felld úr sögunni í endursögn. • Í öðru lagi voru tengingar þar sem þáttakendur færðu fram nýjar ástæður til þess að skýra framvindu sögunnar. • Í þriðja lagi voru umbreytingar þar sem framandlegum hlutum var breytt í þekktan (selveiðar breyttust í fiskveiðar)

  42. Vart er dregið í efa að við búum yfir þekkingarskynum úr umhverfi okkar. Einnig benda rannsóknir til þess að við eigum stundum í erfiðleikum með að gera greynarmun á okkar eigin ályktunum og þeim upplýsingum sem okkur eru veittar.

  43. Sál 103 Alexander Hermannsson Sara Stefánsdóttir

  44. Aðrar Kenningar um minni. • Grunnlíkanið um minni var sett fram á sjönunda áratug nýliðinnar aldar. • Ekkert bendir til þess eins og sakir standa, að menn muni kollvarpa þeirri meginhugmynd líkansins að maðurinn búi yfir minnst tveimur minniskerfum. • Tvær helstu grunnhugmyndirnar eru: • Úrvinnsludýpt • Kenningar um vinnsluminni

  45. Kenningar um úrvinnsludýpt. • Árið 1972 settu Craik og Lockhard fram kenningu þar sem úrvinnsludýpt réði úrslinum um það hvort minnisatriði færi í LTM en ekki vélræn endurtekning. • Kenningin um úrvinnsludýpt staðhæfir að því meiri og flóknari úrvinnslu sem tiltekið áreiti hlýtur, þeim mun minnistæðara verði það í LTM

  46. Kenning Baddeleys um vinnsluminni. • Alan Baddeley var breskur sálfræðingur • Kenning Baddeley og Hitch um vinnsluminni hefur haft mikil áhrif á sálfræði • Með vinnsluminni er átt við tímabundið minniskerfi þar sem upplýsingum er haldið við og þær meðhöndlaðar í skamma stund.

  47. Munur Skammtímaminnis og Vinnsluminnis • Munurinn er tvíþættur • Í fyrsta lagi er búið að skipta STM niður í allmörg undirkerfi. • Í annan stað er lögð meiri áhersla á úrvinnsluaðferðirnar og virkni kerfisins.

  48. Meira um minni • Nota má STM-hugmyndina óbreytta til að gera grein fyrir því hvernig við förum að því að muna símanúmer. • 5 88 55 22 = Fimm átta átta fimm fimm tveir tveir. • Við einfaldlega höldum tölunum við í minninu með því að endurtaka þær, jafnvel með sérstökum hrynjanda.

  49. Dæmi • STM hentar hins vegar síður til að skýra flóknari hugaraðgerðr sem óneitanlega krefjast meira en þess eins að við endurtökum hugsunarlaust og í síbylju einstök atriði. • Prófið að reikna í huganum 24x36! • Aðferð á næstu glæru.

  50. Dæmi Framhald. • Ein leið til að leysa þetta verkefni er að margfalda fyrst 20x36 og geyma töluna úr þeirri aðgerð (720) meðan við margföldum 4x36 (144) og leggjum það saman við fyrri töluna. Útkoman er 864. • Allt gerist þetta í einhverskonar meðvituðu minni.

More Related