190 likes | 448 Views
Handbók um ritun og frágang Kafli 7. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Skammstafanir, tölustafir og greinarmerki. Í þessum kafla er greint frá nokkrum algengum skammstöfunum , íslenskum og erlendum.
E N D
Handbók um ritun og frágangKafli 7 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Skammstafanir, tölustafir og greinarmerki • Í þessum kafla er greint frá nokkrum algengum skammstöfunum, íslenskum og erlendum. • Að auki er fjallað um notkun tölustafa og setningu greinarmerkja í rituðum texta.
Skammstafanir • Grundvallarregla í skammstöfun er sú að punkt skal setja á eftir hverju orði sem skammstafað er. • Punktarnir verða því jafn margir og orðin sem skammstöfunin stendur fyrir: • það er að segja = þ.e.a.s. • með öðrum orðum = m.ö.o.
Skammstafanir • Í orðabókum er sú aðferð notuð við skammstöfun á öllum myndum fornafnsins einhver. • Þar er tekinn upp fyrsti og síðasti stafur beygingarmyndar og tengt á milli með bandstriki. Ekki er settur punktur á eftir síðari stafnum: • einhver = e-r • einhverja = e-a • einhverri = e-i • o.s.frv.
Skammstafanir • Best fer á því að nota skammstafanir í hófi í rituðum texta. • Ekki fer vel á því að hefja eða enda málsgrein á skammstöfun! • Sjá lista yfir algengar skammstafanir í íslenskum og erlendum ritum á bls. 60-61.
Tölustafir • Í rituðu máli þykir oft fara betur á því að skrifa tölur með bókstöfum nema um sé að ræða háar upphæðir, dagsetningar, ártöl, húsnúmer eða bílnúmer. • Þetta gildir þó ekki um skýrslur. Í þeim eru vanalega allar tölur skrifaðar með tölustöfum. • Í öðrum textum eru lágar tölur yfirleitt skrifaðar með bókstöfum, a.m.k. þær tölur sem fall- og kynbeygjast. • Sjá dæmi á bls. 63.
Tölustafir • Forðast skal að blanda saman tölustöfum og bókstöfum: • *2svar • *3ja • Tölustafir eru oft notaðir til að afmarka liði í upptalningu og er þá hafður punktur eða svigi á eftir þeim: • 1. • 1) • Punktur á eftir tölustaf breytir merkingu hans. Tala sem punkti hefur verið bætt aftan við kallast raðtala: • 1 = einn • 1. = fyrsti • Sjá reglur um notkun rómverskra talna á bls. 62-63.
Greinarmerki • Greinarmerki eru merki eða tákn sem eiga að auðvelda okkur að lesa úr rituðu máli en hafa yfirleitt enga merkingu í sjálfu sér. • Hér á eftir verða talin upp helstu greinarmerki í íslensku:
Punktur. • Aðallega notaður við þrenns konar aðstæður: • Á eftir málsgrein: • Einu sinni var lítill drengur sem átti heima í gömlu húsi. • Á eftir raðtölu: • 1. = fyrsti • Á eftir skammstöfun: • A.m.k. = að minnsta kosti
Komma, • Notuð til að afmarka ótengda liði í upptalningu. • Til að afmarka innskotsorð eða innskotssetningar. • Til að afmarka ávarpsliði. • Notuð á milli ótengdra setninga í málsgrein. • Komma er ekki sett á undan setningum sem tengdar eru með samtengingum nema þær séu hugsaðar sem innskot. • Sjá dæmi á bls. 63-64.
Spurningarmerki • Sett á eftir málsgrein sem felur í sér beina spurningu: • Hvenær kemur þú aftur? • Fór Kristín í prófið?
Upphrópunarmerki • Notað á eftir málsgrein sem felur í sér upphrópun: • Farðu strax burtu! • Eða á eftir ávarpi: • Kæri vinur!
Tvípunktur: • Notaður á undan beinni ræðu eða tilvitnun: • Þá sagði konan við mig:„Börnin hafa verið stillt og prúð í allan dag.” • Notaður á undan upptalningu eða skýringu sem kemur á eftir einhverjum formála: • Þessir eiga að mæta í fyrramálið: Jón, Ásgeir, Halldór og Sigurður. • Á eftir tvípunkti kemur stór stafur ef um heila málsgrein er að ræða. Þá jafngildir tvípunktur venjulegum punkti. • Ef upptalning eða setningarbrot kemur á eftir tvípunkti er notaður lítill stafur (nema þegar um sérnöfn er að ræða) og þá gegnir tvípunkturinn frekar hlutverki kommu.
Semikomma; • Aðallega notuð þegar málsgreinar eru svo nátengdar að vafaatriði er hvort það á að skilja á milli þeirra eða ekki: • Hjónin komu seint heim; þau voru því þreytt morguninn eftir.
Gæsalappir (tilvitnunarmerki)„” • Settar um beina ræðu eða orðréttar tilvitnanir: • „Höldum áfram“, sagði Jón, „svo að við komumst heim fyrir myrkur.“ • Einnig eru þær stundum notaðar til að afmarka vafasama orðmynd eða slettu í texta þegar höfundur hefur ekki betra orð á takteinum: • Þegar við komum á staðinn voru „megabeibin“ Linda og Íris að fara. • Íslenskar gæsalappir má búa til í Word á tvenna vegur: • Insert symbol (normal text). • Alt 0132 (niðri) Alt 0147 (uppi).
Bandstrik - • Notað þegar tengd eru saman nöfn og viðurnefni þar sem síðari liðurinn er sérnafn og í samstettum staðarnöfnum þar sem síðari liðurinn er sérnafn: • Grasa-Gudda • Suður-Múlasýsla • Einnig notað til að tákna sama fyrrihluta og í orðinu á undan eða sama seinnihluta og í orðinu á eftir: • Lögreglumenn og –konur • Farþega- og flutningaskip • Síðast en ekki síst notað til að til að tengja saman orð sem skipt er á milli lína. • Sjá reglur um skiptingu á bls. 66.
Þankastrik – • Notað til að afmarka innskot: • Hér – og aðeins hér – fást þessar fallegu myndir.
Svigar ( ) • Notaðir utan um innskot sem sett eru til skýringar á því atriði sem fjallað er um: • Jón Jónsson (þ.e. Jón eldri) hætti búskap árið 1978.
Hornklofar [ ] • Settir utan um útskýringu á beinni tilvitnun og önnur innskot í beina tilvitnun: • Málshættir [eru] stuttar og gagnorðar málsgreinar, mjög oft ein setning hver. • Hornklofar eru líka notaðir í heimildaskrá til að afmarka upplýsingar sem bætt er inn í (t.d. útgáfuár, útgáfustað, útgáfuryrirtæki eða upplýsingar sem vantar).