120 likes | 452 Views
Orkuvinnsluaðferðir líkamans. ATP. Hlutverk og uppbygging. Allar frumur líkamans notast við ATP til starfa sinna. ATP er orkugjaldmiðill frumunnar, þ.e. eina form orku sem líkaminn getur notað sér. ATP er gert úr: Adeníni (sem er niturbasi). Ríbósa (sem er sykra).
E N D
ATP. Hlutverk og uppbygging • Allar frumur líkamans notast við ATP til starfa sinna. • ATP er orkugjaldmiðill frumunnar, þ.e. eina form orku sem líkaminn getur notað sér. • ATP er gert úr: • Adeníni (sem er niturbasi). • Ríbósa (sem er sykra). • Adenín og ríbósi kallast saman adenósín. • Þremur fosfat (P) atómum. • Orkan í ATP liggur í tengjunum á milli fosfatanna.
ATP. Hlutverk og uppbygging • ATP • Adenín – P~P~P ~ stendur fyrir orkuríku tengin. Þegar þessi tengi rofna, þá losnar orka. • Þegar orka losnar frá ATP myndast ADP eða AMP. • ADP • Adenín – P~P • AMP • Adenín – P • ADP myndast því þegar búið er að rjúfa eitt P af ATP og ADP myndast þegar búið er að rjúfa tvö P af ATP • Það er enn smá orka í ADP en AMP er orkulaust
ATP • Fruman geymir orku ekki sem ATP heldur sem fitu og því þarf fruman sífellt að vera að mynda ATP. • Hvert einasta ferli innan frumunnar sem kostar orku kostar ATP, t.d: • Vöxtur frumna og vefja (t.d. vöxtur hárs og húðar) • Viðgerð frumna (t.d. Sáraviðgerð) • Hreyfing • Hitamyndun • O.fl.
Orkuvinnsluaðferðir líkamans • Fruman hefur aðallega tvær aðferðir til þess að útbúa ATP • Loftháða orkuvinnslu (kallast einnig frumuöndun eða bruni) • Loftfirrta orkuvinnslu (kallast einnig gerjun)
Loftháð orkuvinnsla • Loftháð orkuvinnsla (frumuöndun) fer fram í hvatberum frumunnar. • Hvatberi tekur inn orkuefni (sykrur/glúkósa fitusýrur eða amínósýrur) og notar orkuna í þeim til þess að búa til ATP með hjálp súrefnis. • Koltvíoxíð og vatn myndast sem aukaafurðir/úrgangsefni frumuöndunar. • Formúla loftháðrar öndunar: • Glúkósi + súrefni --> koltvíoxíð + vatn + 36 ATP
Starf hvatbera og ATP Glúkósi (prótein, fita) AMP, ADP og laus P O2 Orkukrefjandi starf í frumunni Hvatberi ATP CO2 og H2O Hvatberi notar orkuna sem liggur í lífrænu efnunum til að endurhlaða P á ADP eða AMP, og mynda þar með ATP sem síðan er notað í hin ýmsu störf innan frumunnar
Loftháð orkuvinnsla • Loftháð orkuvinnsla getur gefið líkamanum orku eins lengi of hann hefur nægilegt af orkuefnum (glúkósa, fitusýrum eða amínósýrum) og súrefni • Loftháð orkuvinnsla gefur mikið af orku, 36 ATP per glúkósa, en það tekur smá tíma að fá alla þessa orku úr orkuefnunum.
Loftfirrt orkuvinnsla • Ef blóðrásarkerfið eða öndunarkerfið hafa ekki undan við að færa líkamanum nægilegt súrefni, eins og t.d. við spretthlaup eða kraftlyftingar, þá getur líkaminn notfært sér loftfirrta orkuvinnslu til þess að útvega sér orku. • Loftfirrt orkuvinnsla fer fram í umfrymi frumunnar (s.s. ekki í hvatberum) og myndar 2 ATP per glúkósa án hjálpar súrefnis. • Hinsvegar myndast einnig mjólkursýra við þessa gerð orkuvinnslu sem stöðvar frekari orkuvinnslu og því dugar hún einungis í skamma stund (1-2 mín).
Loftfirrt orkuvinnsla • Loftfirrt orkuvinnsla getur einungis notað glúkósa til þess að útbúa ATP, en ekki fitusýrur og amínósýrur líkt og frumuöndunin. • Loftfirrt orkuvinnsla gefur orku mjög skjótt en nýtir orkuna í glúkósanum mun verr heldur en frumuöndun gerir (2 ATP vs 36 ATP per glúskósa).
Kreatín fosfat • Vöðvafrumur hafa auk þess aðra gerð af loftfirrtri orkuvinnslu, en það er nýting á kreatín fosfati (CP). • CP hefur posfathóp. Þennan fosfathóp (P) er hægt að taka af CP og bæta á ADP og mynda þannig skjótt aftur ATP. • CP + ADP --> C + ATP • Þessi orkuvinnsla er oft notuð þegar krafist er sprengikrafts en dugar einungis í 10-15 sek.