330 likes | 728 Views
Hlutverk næringarefnanna . Kolvetni gefa orku veita nauðsynleg trefjaefni Fita gefur orku veitir lífsnauðsynlegar fitusýrur er nauðsynleg fyrir nýtingu fituleysanlegra vítamína Prótein eru byggingar- og viðhaldsefni fyrir vefi líkamans, og próteinsambönd gefa orku.
E N D
Hlutverk næringarefnanna • Kolvetni • gefa orku • veita nauðsynleg trefjaefni • Fita • gefur orku • veitir lífsnauðsynlegar fitusýrur • er nauðsynleg fyrir nýtingu fituleysanlegra vítamína • Prótein • eru byggingar- og viðhaldsefni fyrir vefi líkamans, og próteinsambönd • gefa orku
Hlutverk næringarefnanna • Steinefni - m.a. nauðsynleg: • fyrir beinagrind, tennur og blóð • sem byggingar- og viðhaldsefni fyrir vefi • sem hjálparhvatar í efnaskiptum líkamans • Vítamín • taka þátt í efnaskiptum líkamans • eru nauðsynleg til þess að við getum notfært okkur önnur næringarefni
Hlutverk næringarefnanna • Trefjaefni • nauðsynleg fyrir góða meltingu • forvörn hægðatregðu • tempra frásog í þörmum • Vatn • flytur næringarefni um líkamann og úrgangsefni út úr honum • hefur áhrif á lögun vefja • temprar líkamshitann
Hluverk fæðunnar/næringarefna • Að veita líkamanum orku • fyrir grunnstarfsemi líffæra, hreyfingu/vinnu • til að halda á sér hita • Að veita líkamanum nauðsynleg næringarefni til uppbyggingar, þroska og viðhalds vefja og efnasambanda • Að veita líkamanum þau efni sem stilla og sjórna efnaskiptunum.
Samsetning líkamans • Þú ert það sem þú borðar ! • Í líkama okkar eru sömu efnin og við fáum úr matnum • Mestur hluti líkamans er vatn, þar næst koma prótein og fita, síðan steinefni, en mjög lítið er af kolvetnum og vítamínum • Samsetning líkamans mjög misjöfn - hlutföll vefjategunda breytileg
Næring og heilsa. • Lítil, einhæf og næringarsnauð fæða í lengri tíma er óæskilegt fyrir líkamann: • lélegri starfsemi líffæra • lélegra ónæmiskerfi => oftar með kvef/flensu • lélegra blóðflæði => minna úthald, orkuleysi • lélegra frásog næringarefna • hægari orkubrennsla • hægari vöxtur og þroski • verri einbeiting í námi • lélegra úthald í námi og/eða íþróttum
Röng næring -velferðarsjúkdómar • Hjarta- og æðasjúkdómar • Háþrýstingur • Offita • Sykursýki týpa 2 • Krabbamein • Meltingarfærakvillar • gallsteinar, hægðatregða • Beinþynning • Blóðleysi • Tannskemmdir
Manneldismarkmið Íslands(www.manneldi.is) • Íslensk manneldismarkmið komu fyrst 1987 - endurútg. 1994 • Áður stuðst við samnorræn markmið • Eru í dag hliðstæð manneldismarkmiðum nágrannaþjóðanna • Hér eru þó hófsamari breytingar í rétta átt • hærra fituhlutfall • meiri saltneysla
Manneldismarkmið Íslands • Ábendingar um heilsusamlegt mataræði • Miðast við þarfir alls þorra heilbrigðs fólks • Gilda fyrir börn frá 2ja ára aldri , unglinga og fullorðna • Sömu ráðleggingar til barna og unglinga um mataræði að öllu leyti nema fyrir fitu • Tilgangur þeirra er • að stuðla að æskilegri þróun í mataræði • að efla heilbrigði
Ráðlagðir dagsskammtar • Settir af Manneldisráði Íslands • Taka mið af samnorrænum ráðleggingum • RDS eru það magn nauðsynlegra næringarefna sem talið er fullnægja þörfum alls þorra heilbrigðs fólks. • fyrirburar og sjúklingar hafa oft aðrar næringarþarfir • Ekki eru til RDS fyrir öll nauðsynleg næringarefni • fjölbreytt fæði tryggir inntöku allra næringarefna
Ráðlagðir dagsskammtar(www.manneldi.is) • Segja ekki til um einstaklingsbundnar þarfir • þarfir fólks fyrir næringarefni eru mjög breytilegar • RDS-gildin eru sett hærri en þörf allflestra einstaklinga • Notagildi RDS: • til að meta næringargildi fæðis fyrir hópa fólks • viðmiðunargildi fyrir hollt fæði
Notagildi Manneldismarkmiðanna og RDS • Leiðbeiningar við ákvörðun á mataræði fyrir hópa (sjúkrahús, elliheimili, leikskóla) • Grunnur fyrir kennslu og fræðslu um æskilegt og heilsusamlegt mataræði • Grunnur fyrir næringarlegar pólitískar ákvarðanir • Grunnur til þess að leggja mat á mataræði hópa og viðmið fyrir einstaklinga
Kjarni markmiðanna: • Mataræði skal miðast við að fólk haldi eðlilegri líkamsþyngd, og að börn vaxi og þroskist eðlilega • Að borða fjölbreytta fæðu úr öllum fæðuflokkunum 6….. • …. í þeim hlutföllum orkuefna sem æskilegust þykja
Kjarni markmiðanna: • Að draga úr fituneyslu - en einnig breyta fitusamsetningu • Að auka neyslu á sterkju- og trefjaríkum fæðutegundum • Að draga verulega úr notkun á fínunnum sykri • Að minnka óhóflega notkun á salti
FITA fullorðnir 25 - 35% börn 30 - 35% þar af mest 15% mettuð fita KOLVETNI 50 - 60% þar af mest 10% fínunninn sykur PRÓTEIN 10 - 15% 9 kkal/g fita 4 kkal/g kolvetni 4 kkal/g prótein Æskileg hlutföll orkuefnanna af heildarorkuinntaki
Fæðuhringurinn • Sex flokkar skipt eftir; • fæðutegundum • næringargildi • Misstórir geirar • undirstrikar vægi hvers fyrir sig • Skammtakerfi; • 6-11 skammtar úr kornflokki • 3-5 skammtar af grænmeti • 2-4 skammtar af ávöxtum • 2-3 skammtar úr kjötfl. • 2-4 skammtar úr mjólkurfl.
Æskilegt er að borða daglega: • Gróf brauð eða annan kornmat • Að minnsta kosti 100g af grænmeti fyrir utan kartöflur • 1-2 ávexti • 2-3 glös af mjólk eða annan mjólkurmat • Fisk, kjöt egg eða baunir • Taka lýsi, lýsispillur eða annan D-vít.-gjafa - a.m.k. á veturna!
Af hverju fjölbreytt fæði? • Allar fæðutegundir gefa líkamanum eitthvað sem hann getur nýtt sér • Engin ein fæðutegund er sett saman á fullkominn hátt - (mjólk, egg - næstum því!) • Enginn einn fæðuflokkur gefur öll þau næringarefni sem við þurfum á að halda í nægjanlega miklu magni • Einhæft fæði eykur líkurnar á næringarefna-skorti í einhverri mynd
Fjölbreytt fæði æskilegt. • Mikilvægt að borða daglega úr öllum fæðuflokkunum 6…… • …en einnig mikilvægt að borða fjölbreytt innan hvers fæðuflokks fyrir sig • Svo þetta sé mögulegt er nauðsynlegt að borða oft og reglulega yfir daginn
Mataræðisvenjur. • Reglubundin neysla er æskileg • stutt á milli mála => minni hætta á ofáti • sjaldan mjög svangur/svöng • orkuefnabrennslan verður stöðugri og meiri • Orkuefnin nýtast betur fyrripart dags • oftast meiri líkamleg áreynsla • að borða heita máltíð í hádeginu æskilegra • Morgunmatur er mikilvægur • minni hætta á óreglu á máltíðum og í fæðuvali
Reglulegar máltíðir: • 3 aðalmáltíðir - heildarorka dagsins: • morgunmatur - 25% orkunnar • hádegismatur - 30% orkunnar • kvöldmatur - 30% orkunnar • 2-3 millibitar - samtals 15% orkunnar • etv. morgunbiti • síðdegisbiti • kvöldbiti
Morgunmatur mikilvægur? • Orkuefnin nýtast best fyrri hluta dags • Auðveldara að halda þyngd sinni innan eðlilegra marka • Börn sýna betri árangur í námi • betri einbeiting • svöng börn verða eirðarlaus og/eða þreytt • Rannsókn Manneldisráðs ‘92-’93; • nemendur sem borða morgunverð flesta /alla daga borða almennt næringarríkara fæði • fá 50% meira af flestum nauðsynl. nær.efnum • börn sýna betri árangur í námi
Fæðuleiðbeiningar • Fæðuhringurinn - sex fæðuflokkar • Fæðupýramídinn - þrír fæðuflokkar • Fæðuflokkarnir fjórir - skammtakerfið • Einingakerfi/skiptilistakerfi
Fæðuflokkarnir fjórir - ráðlagðir dagskammtar - • Mjólkurflokkur 2 skammtar • börn/unglingar 3-4 skammta • barnshafandi/mjólkandi 4 skammta • konur á breytingaskeiði 4 skammta • Kjötflokkur 2 skammtar • Kornflokkur 4 skammtar • Garðávaxtaflokkur 4 skammtar • Meiri orkuþörf => fleiri skammtar
Fæðubótarefni - skilgreining: • Vara sem inniheldur efni í meira magni en gengur og gerist, sem neytt er með venjulegu fæði. • einstaka vítamín, steinefni, amínósýrur, fitusýrur eða sambland þessarra efna. • Tilgangurinn að kalla fram næringar- eða lífeðlisfræðilega eiginleika. • Ætti að vera viðbótvið lélega fæðu en ekki koma í staðinn fyrir.
Er nauðsynlegt að taka inn vítamín og steinefni ? • Ekki nauðsynlegt fyrir ALLA • Ef mataræðið er fjölbreytt og gott þarf ekki að bæta það upp með auka vít.- og steinefnum • Áhættuhópar: • þeir sem borða einhæft og mjög lítið í lengri tíma • þeir sem eru í mjög mikilli toppíþróttaþjálfun • stelpur/konur sem hafa mjög miklar blæðingar, eru þungaðar, eða hafa barn á brjósti • grænmetisætur sem forðast alveg alla dýrafæðu