80 likes | 302 Views
Hitatemprun líkamans. Líkami okkar manna er gæddur ótrúlegum hæfileika með að viðhalda líkamshita okkar sem næst 37°C Líkaminn notar neikvæða afturverkun til þess að stjórna líkamshita, þ.e. ef líkamshitinn hefur lækkað þá reynir líkaminn að auka líkamshitann aftur og svo öfugt.
E N D
Hitatemprun líkamans • Líkami okkar manna er gæddur ótrúlegum hæfileika með að viðhalda líkamshita okkar sem næst 37°C • Líkaminn notar neikvæða afturverkun til þess að stjórna líkamshita, þ.e. ef líkamshitinn hefur lækkað þá reynir líkaminn að auka líkamshitann aftur og svo öfugt.
Hitatemprun líkamans • Hitastillistöð líkamans er í undistúku heilans og er hún með skynnema í: • Sjálfri undirstúkunni sem nemur hitann á blóðinu sem kemur til heilans (kjarnhiti) • Leðurlagi húðar, en þeir skynnemar meta hitann á húðinni og þar með hitann í umhverfinu
Þegar líkamshiti hækkar • Ef líkamshitinn hækkar þá getur líkaminn gripið til tveggja aðgerða: • 1) Æðar í leðurlaginu víkka út (roðnun), blóðflæði til húðar eykst og hiti tapast úr blóðinu út í umhverfið. • ATH: þessi aðferð virkar aðeins ef umhverfishitinn er hærri en líkamshitinn.
Þegar líkamshiti hækkar • 2) Svitakirtlar losa svita sem kælir líkamann þegar hann gufar upp af húðinni. Það kostar húðina hitaorku í að láta svitann gufa upp af húðinni og því kælist húðin • Svipað og það kælir heita hellu að setja vatnsdropa á hana • ATH: einungis sá hiti sem gufar upp kælir, sviti sem lekur af gerir ekkert gagn og í raun töpum við bara vatni og söltum á því • Sviti gufar ekki upp í röku umhverfi og því kælir sviti í þannig aðstæðum.
Þegar líkamshiti hækkar • Að auki breytum við hegðun okkar þegar okkur er heitt. Við t.d.: • Sækjum frekar í skugga • Fækkum fötum eða klæðumst efnisminni fötum • Kælum okkur með köldum drykkjum eða sækjum í vatn, t.d. svala sturtu o.s.frv.
Þegar líkamshiti lækkar • Ef líkamshitinn hækkar þá getur líkaminn gripið til þriggja aðgerða: • Æðar í leðurhúð dragast saman, blóðflæði til húðar minkar (fölnun) og því tapast minni hiti úr blóðinu í umhverfið. • Rákóttir vöðvar fara að dragast ófsjálfrátt saman og við förum að skjálfa => hitamyndun eykst því mikill hiti myndast í vöðvum við hreyfingu • Hárin í húðinni rísa og við fáum gæsahúð Þetta kerfi á að kyrrsetja loft á milli háranna og veita þannig auka einangrun en í raun er þetta kerfi arfleið frá fortíðinni og gerir lítið gagn fyrir okkur. Að auki þá auka nýrnahetturnar og skjaldkirtillinn losun á hormónunum adrenalíni og þýroxíni sem auka brennslu og hitamyndun í líkamanum.
Þegar líkamshiti lækkar • Að auki breytum við hegðun okkar þegar okkur er kalt líkt og við gerum þegar okkur er heitt. Við t.d.: • Klæðum okkur í hlý föt • Hjúfrum okkur saman sem takmarkar hitatap • Hjúfrum okkur saman við aðra til þess að fá hita frá þeim • Drekkum heita drykki eða hitum okkur við arinn