1 / 10

Sameining sveitarfélaga

Sameining sveitarfélaga. Íbúafundur í uppsveitum Árnessýslu. forsagan. Verið stefna stjórnvalda og Sambands íslenskra sveitarfélaga síðastliðna áratugi að sameina sveitarfélög í frjálsum sameiningum í raun séríslensk leið að gefa íbúunum orðið

cera
Download Presentation

Sameining sveitarfélaga

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sameining sveitarfélaga Íbúafundur í uppsveitum Árnessýslu

  2. forsagan • Verið stefna stjórnvalda og Sambands íslenskra sveitarfélaga síðastliðna áratugi að sameina sveitarfélög í frjálsum sameiningum • í raun séríslensk leið að gefa íbúunum orðið • Mikið áunnist í frjálsum sameiningum og sveitarfélögum fækkað um rúmlega hundrað síðustu 15 ár • flestar sameiningar þó gengið skammt • nokkur smá sveitarfélög hafa sameinast í frekar smátt sveitarfélag • enn er um helmingur sveitarfélaga í landinu með færri en 500 íbúa, en í þeim búa um 3% þjóðarinnar • Sameining sveitarfélaga á dagskrá um allan heim • nýlega verið ákveðið að fækka sveitarfélögum í Danmörku með lagasetningu úr 271 í 98

  3. Efling sveitarstjórnarstigsins • Samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga • Í ágúst 2003 var skipuð verkefnisstjórn til að hafa yfirumsjón með verkefninu og leggja fram tillögur um breytingar á verkaskiptingu hins opinbera. • tillögur voru lagðar fyrir ríkisstjórn í apríl 2004 • Í desember 2003 var skipuð sameiningarnefnd sem skyldi leggja fram tillögur um breytingar á sveitarfélagaskipan • markmiðið að hvert sveitarfélag myndi heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði

  4. Af hverju sameining núna? • Samband sveitarfélaga óskaði eftir því að verkefnið yrði unnið á þessu kjörtímabili • Kjördæmabreytingin • fjarlægð aukist milli kjósenda og þingmanna • öflugra sveitarstjórnarstig mótvægi • Verkefni sveitarfélaganna baggi á þeim minnstu • tekjugrundvöllur veikur • neikvæð íbúaþróun • Snýst um íbúana • bæta aðgengi að þjónustu og efla lýðræði með því að flytja ákvarðanatöku nær íbúunum

  5. Samráðsferlið og tillögugerðin • Mikil vinna verið lögð í þetta innan ráðuneytisins síðastliðin 2 ár • Víðtækt samstarf og samráð við sveitarstjórnarmenn • landshlutasamtök sveitarfélaga sendu sameiningarnefnd greinargerðir • sameiningarnefnd og verkefnisstjórn hélt 17 fundi með sveitarstjórnarmönnum vítt og breitt um landið • hitti að máli vel á fjórða hundrað sveitarstjórnarmenn • í september 2004 voru fyrstu tillögur sameiningarnefndar lagðar fram til umræðu, en þær voru byggðar á upplýsingum sem fengust úr samráðsferlinu • 96 umsagnir bárust frá íbúum, sveitarfélögum og landshlutasamtökum • Lokatillögur nefndarinnar lagðar fram í mars 2005

  6. Almennur stuðningur við sameiningu • Niðurstöður viðhorfskannana IMG Gallup fyrir félagsmálaráðuneytið • tæplega 70% svarenda hlynntir sameiningu • viðhorf mismunandi eftir svæðum • þó er meirihluta hlynntur sameiningu í öllum kjördæmum • mestur stuðningur í sameinuðum sveitarfélögum ! • yfir 70% íbúa í Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Skagafirði og hér í Árnessýslu eru hlynntir sameiningu sveitarfélaga • vísbending um að sameiningin hafi skilað jákvæðum breytingum í þeim sveitarfélögum

  7. Stuðningur við sameinuð sveitarfélög • Ákveðið hefur verið að allt að 2,4 milljarðar króna muni renna í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til stuðnings við sameinuð sveitarfélög • Þau framlög munu meðal annars verða nýtt til að • gera nýsameinuðum sveitarfélögum kleift að endurskipuleggja stjórnsýslu sína • byggja upp nýja þjónustu, svo sem leikskóla og grunnskóla. • Aldrei fyrr hafa jafn miklir fjármunir staðið sameinuðum sveitarfélögum til boða

  8. Uppsveitir Árnessýslu • Sameiningarnefnd hefur lagt til að Grímsnes-og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur sameinist í eitt sveitarfélag • Ekki ný hugmynd • Í skýrslu sveitarfélaganefndar frá árinu 1993 er svipuð tillaga reifuð sem framtíðarsýn fyrir uppsveitir Árnessýslu. • sveitarfélögin hafa verið að fikra sig í þessa átt síðastliðinn áratug með sameiningum og umfangsmikilli samvinnu • Sameining sveitarfélaganna rökrétt næsta skref í þróun sveitarstjórnarmála á svæðinu • ljóst að þjónusta hefur batnað það mikið með samvinnunni að vart verður snúið til baka

  9. Rökstuðningur sameiningarnefndar • Sameiningarnefndin telur að sameining sveitarfélaganna fjögurra uppfylli eftirfarandi viðmið: • svæðið myndar eina heild með sameiginlega hagsmuni • umfangsmikil samvinna milli sveitarfélaganna er vísbending um að aukinnar stærðar sé þörf í rekstri helstu málaflokka • svæðið fær aukinn slagkraft til að vinna að hagsmunamálum sínum • meira bolmagn til að taka við nýjum verkefnum • Nefndin telur að sérkenni svæðisins sem öflugt dreifbýlissamfélag í stöðugum vexti vegi þyngra en viðmiðið um heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði • því var ekki lögð fram tillaga um sameiningu allrar Árnessýslu

  10. Valdið er íbúanna • Kjördagur er 8. október • Tækifæri fyrir íbúana til að láta í ljós skoðun sína á þessari sameiningartillögu • Einfaldur meirihluti íbúa þarf að vera fylgjandi til að tillagan teljist samþykkt • Íbúar þeirra sveitarfélaga sem fella gætu fengið tækifæri til að kjósa aftur, að ákveðnum forsendum uppfylltum: • ef a.m.k. tvö sveitarfélög samþykkja • í þeim búa a.m.k. helmingur íbúanna

More Related