1 / 19

Aðdragandi fyrri heimsstyrjaldar

Aðdragandi fyrri heimsstyrjaldar. Frá Sedan til Sarajevó 1870 – 1914 Bls. 62-65. Stórveldi Evrópu um 1900. Um aldamótin 1900 voru sex stórveldi í Evrópu, fjögur gömul og tvö ný Gömlu stórveldin voru meginlandsríkin Frakkland, Austurríki-Ungverjaland og Rússland auk eyríkisins Bretlands

trevet
Download Presentation

Aðdragandi fyrri heimsstyrjaldar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Aðdragandi fyrri heimsstyrjaldar Frá Sedan til Sarajevó 1870 – 1914 Bls. 62-65 Valdimar Stefánsson 2007

  2. Stórveldi Evrópu um 1900 • Um aldamótin 1900 voru sex stórveldi í Evrópu, fjögur gömul og tvö ný • Gömlu stórveldin voru meginlandsríkin Frakkland, Austurríki-Ungverjaland og Rússland auk eyríkisins Bretlands • Nýju stórveldin í Evrópu voru síðan Þýskaland og Ítalía • Ekkert þessara ríkja gat sigrað hin eitt og sér og því einkenndist utanríkispólitík þeirra af stöðugum bandalagsmyndunum sitt á hvað Valdimar Stefánsson 2007

  3. Evrópa árið 1878

  4. Gömlu meginlandsveldin • Frakkland, Austurríki-Ungverjaland og Rússland áttu sér öll nokkra alda sögu sem stórveldi en er hér var komið sögu var veldi þeirra tekið að dvína • Bæði Frakkland og Austurríki-Ungverjaland höfðu beðið ósigur fyrir Þýskalandi á síðari hluta 19. aldar • Rússland hafði beðið ósigur í Krímstríðinu um miðja 19. öldina og í upphafi þeirrar 20. guldu þeir afhroð í stríðinu við Japan um áhrif í Austur-Asíu en það var í fyrsta sinn á nýöld sem Asíuríki sigraði Vesturveldi í stríði Valdimar Stefánsson 2007

  5. Bretland – Eyríkið sem varð heimsveldi • Um aldamótin 1900 var Bretland enn eitt öflugasta ríki jarðar þótt yfirburðir þeirra færu hratt minnkandi • Grunnurinn að veldi Bretlands var annars vegar iðnvæðingin og hins vegar flota- og fjármálaveldi þess • Iðnbyltingin hófst í Bretlandi á síðari hluta 18. aldar og nutu þeir forskots síns í rúma öld en þá tóku Bandaríkin og Þýskaland að saxa ört á það • En Bretland var enn nánast alls ráðandi á heimshöfunum og miðstöð alþjóða fjármála var enn í London • Bretland var auk þess öflugasta nýlenduveldið og var Indland gimsteinninn í krúnu þess Valdimar Stefánsson 2007

  6. Nýju stórveldin - Ítalía • Uppgangur þjóðernisstefnunnar í Evrópu á 19. öld leiddi til sameiningar tveggja ríkja, Ítalíu og Þýskalands en þau höfðu skipst í ótal smáríki um aldir • Ítalir brutust undan oki Austurríkismanna á árabilinu 1858-1860 og varð Viktor Emanuel II Sardiníukonungur, konungur alls landsins • Á næstu áratugum náðu Ítalir undir sig nokkrum nýlendum í Afríku, efldu flota sinn í Miðjarðarhafinu og iðnvæddust af kappi • Ljóst er þó að þótt Ítalía væri í orði kveðnu viðurkennd sem stórveldi stóð hún samt hinum ríkjunum nokkuð að baki Valdimar Stefánsson 2007

  7. Nýju stórveldin - Þýskaland • Konungsríkið Prússland gegndi lykilhlutverki í sameiningu Þýskalands en það var langöflugast hinna þýsku ríkja • Forsætisráðherra Prússlands, Otto von Bismarck, stjórnaði sameiningunni af mikilli útsjónasemi og með sigri í þremur styrjöldum, gegn Danmörku 1864, Austurríki 1866 og Frakklandi 1870-1871, náði hann markmiðum sínum • Eftir sigur á Frökkum í orrustunni við Sedan 1870 og handtöku Frakkakeisara þar varð Vilhjálmur konungur Prússlands að Vilhjálmi I Þýskalandskeisari Valdimar Stefánsson 2007

  8. Nýju stórveldin - Þýskaland • Þýska keisaradæmið efldist hratt á síðari hluta 19. aldar, undir stjórn Bismarcks sem varð kanslari hins nýja sameinaða ríkis • Þeir urðu sér út um nokkrar nýlendur í Afríku og stórefldu flota sinn • Þungaiðnaður og þó sérstaklega efnaiðnaður margfaldaðist og á nokkrum áratugum náði Þýskaland forystunni í iðnframleiðslu Evrópuríkja Valdimar Stefánsson 2007

  9. Pax Bismarckiana • Bismarck ríkiskanslari Þýskalands mat það svo eftir sigurinn á Frökkum að veldi Þýskalands hefði náð hámarki og tímabært væri að efla innviði ríkisins • Tímabilið frá 1871 – 1890 var því friðsælt í Vestur-Evrópu og lánaðist Bismarck að sannfæra ráðamenn stórveldanna um að ekki yrði af frekari útþenslu Þýskalands • Til að viðhalda friðinum urðu Þjóðverjar að koma í veg fyrir að Frakkar gætu hefnt sín á þeim og myndaði því Bismarck fjölmörg bandalög við önnur stórveldi álfunnar sem öll höfðu þessi tvö meginmarkmið: að viðhalda friðinum og einangra Frakkland Valdimar Stefánsson 2007

  10. Vígbúnaðarkapphlaup og stórveldabandalög • Árið 1888 tók Vilhjálmur II við keisaratign í Þýskalandi og tveimur árum síðar rak hann Bismarck úr embætti • Vilhjálmur II og stuðningsmenn hans voru þeirrar skoðunar að Þýskalandi bæru meiri áhrif í Evrópu en það þegar hafði og horfðu þá einkum til austurs • Þess vegna voru samningar Þýskalands og Rússlands ekki endurnýjaðir er þeir féllu úr gildi árið 1890 sem aftur leiddi til þess að Rússar sneru sér að Frökkum í leit að nýjum bandamönnum • Þjóðverjar brugðust við með því að styrkja bandalag sitt við Austurríki-Ungverjaland og Ítalíu Valdimar Stefánsson 2007

  11. Vígbúnaðarkapphlaup og stórveldabandalög • Þannig höfðu myndast tvær blokkir í Evrópu um aldamótin 1900: Miðveldin þar sem Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland voru í forystu og síðan Bandamenn með Frakkland og Rússland í forystu og síðar Bretland • Endurskoðuð hernaðaráætlun Þjóðverja gerði þá ráð fyrir styrjöld á tvennum vígstöðvum gegn Rússum og Frökkum og í samræmi við það hófst mikil hernaðaruppbygging í Þýskalandi • Í kjölfarið breyttu Frakkar og Rússar sínum áætlunum og hertu á vígbúnaði sínum Valdimar Stefánsson 2007

  12. Vígbúnaðarkapphlaup og stórveldabandalög • Vilhjálmur II var mikill áhugamaður um málefni flotans og til að tryggja samgöngur við nýlendurnar urðu Þjóðverjar að bæta skipastól sinn • Ört vaxandi floti Þýskalands varð Bretum mikið áhyggjuefni og árið 1904 gerðu þeir samning við Frakkland, Samúðarbandalagið • Þremur árum síðar gerðu Bretar síðan hliðstæðan samning við Rússa og voru þar með komnir í lið Bandamanna gegn Miðveldunum • Þrátt fyrir tilraunir Þjóðverja næstu árin til að brjóta upp þetta bandalag tókst það ekki Valdimar Stefánsson 2007

  13. Vígbúnaðarkapphlaup og stórveldabandalög • Árið 1913 taldi þýska herstjórnin svo komið að stríð væri óumflýjanlegt og reyndar að því fyrr sem það hæfist því betra • Þjóðverjar óttuðust mjög hraða hernaðaruppbyggingu Frakklands en Frakkar höfðu mjög dregið á þá og töldu að þeir færu fram úr Þýskalandi árið 1915 • Því væri ástæða til að leggja sem fyrst til atlögu meðan Þjóðverjar hefðu enn yfirhöndina • Innan þýska stjórnkerfisins fóru menn því að leita að tilefni til að hefja styrjöld Valdimar Stefánsson 2007

  14. Púðurtunna Evrópu - Balkanskaginn • Balkanskaginn var eina svæðið í Evrópu þar sem kom til stríðsátaka á milli ríkja á tímabilinu 1871-1914 • Meginorsök óróleikans má rekja til hnignunar Tyrkjaveldis sem þar hafði ráðið öllu um alda skeið • Í raun hafði óróinn hafist á þriðja áratug 19. aldar þegar Grikkland braust til sjálfstæðis undan Tyrkjum með dyggum stuðningi Rússa, Frakka og Englendinga • Er leið á öldina og veikleikar Tyrkjaveldis urðu sífellt meira áberandi tóku þjóðir Balkanskagans að krefjast sjálfstæðis með eindregnum stuðningi Rússlands Valdimar Stefánsson 2007

  15. Balkanstríðið 1875 – 1878 • Búlgarir hófu uppreisn gegn tyrkneskum yfirráðum árið 1875 sem Tyrkir bældu niður með hörku en það leiddi til þess að Serbar og Svartfellingar tóku upp merki Búlgara með sömu niðurstöðu • Rússar komu nú slavneskum frændum sínum til hjálpar og ráku Tyrki suður Balkanskagann en áður en þeim tókst að vinna fullnaðarsigur stilltu önnur stórveldi til friðar • Friðarsamningarnir 1878 kváðu á um að Búlgaría yrði sjálfstætt furstadæmi en Austurríkismenn tryggðu sér Bosníu-Hersegovínu sem áhrifasvæði • Rússar höfðu ætlað sér stærri hlut og litlu mátti muna að upp úr syði með þeim og Austurríki Valdimar Stefánsson 2007

  16. Balkanstríðið 1908 • Árið 1908 innlimuðu Austurríkismenn Bosníu-Hersegovínu endanlega í ríki sitt • Serbneski minnihlutinn í Bosníu vildi sameinast Serbíu og stympaðist gegn innlimuninni en mátti sín lítils • Serbía undi þessu illa en taldi sig ekki hafa mátt til að ráðast á keisaraveldið án stuðnings Rússa • Rússar óttuðust stuðning Þýskalands við Austurríki-Ungverjaland og höfðust ekki að enda enn í sárum eftir ósigurinn í stríðinu við Japani 1905 Valdimar Stefánsson 2007

  17. Balkanstríðið 1912 • Árið 1912 ríkti hálfgert upplausnarástand í Tyrkjaveldi eftir misheppnaða byltingartilraun þar • Þetta nýttu Serbar, Búlgarir og Grikkir sér og lögðu mestan hluta tyrkneska veldisins í Evrópu undir sig • En strax í kjölfarið kom upp ósætti milli sigurvegaranna og réðust nú Serbar, Grikkir og Rúmenar gegn Búlgörum og tóku af þeim nokkur svæði • Í samningum sem á eftir fylgdu beittu Miðveldin sér fyrir því að Albanía hlyti sjálfstæði en yrði ekki hluti af Serbíu eins og Rússar vildu • Enn var Rússum misboðið og var nú ljóst að þeir myndu ekki láta meira undan Miðveldunum Valdimar Stefánsson 2007

  18. Kveikjan í Sarajevo • Í júní árið 1914 fór Frans Ferdinand erkihertogi af Austurríki og ríkisarfi í heimsókn til Bosníu-Hersegovínu sem Austurríkismenn höfðu innlimað í ríki sitt sex árum áður • Þann 28. júní var hann skotinn til bana ásamt konu sinni er þau óku um götur Sarajevo • Morðinginn var ungur Bosníu-Serbi, Gavrilo Princip, sem tilheyrði öfgasamtökum sem börðust fyrir því að Bosníu-Serbar fengju að sameinast Serbíu • Það voru þessi skot sem hleyptu fyrri heimsstyrjöldinni af stað Valdimar Stefánsson 2007

  19. Evrópa árið 1914

More Related