160 likes | 305 Views
Drög að starfsleyfi Seyru ehf móttaka, flokkun og jarðgerð úrgangs. Opinn kynningarfundur Siglufirði 15. september 2008. Dagskrá. Inngangur – Starfsleyfi, hvað er það? Kynning á efni starfsleyfistillögu. Fyrirspurnir og umræður. Hvað er starfsleyfi?.
E N D
Drög að starfsleyfi Seyru ehf móttaka, flokkun og jarðgerð úrgangs Opinn kynningarfundur Siglufirði 15. september 2008
Dagskrá • Inngangur – Starfsleyfi, hvað er það? • Kynning á efni starfsleyfistillögu. • Fyrirspurnir og umræður.
Hvað er starfsleyfi? • Byggir á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. • Lýst í reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Hvað er starfsleyfi? Markmið reglugerðar nr. 785/1999: • „að koma í veg fyrir og draga úr mengun af völdum atvinnurekstrar sem getur haft í för með sér mengun, koma á samþættum mengunarvörnum og að samræma kröfur.“
Hvað er starfsleyfi? Markmið reglugerðar nr. 737/2003 að: • „stuðla að því að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið“ og að: • „ dregið verði með skipulögðum hætti úr myndun úrgangs eins og unnt er. Þeim úrgangi sem myndast verði komið í endurnotkun og endurnýtingu og að sú förgun úrgangs sem nauðsynleg er verði með skipulögðum hætti þannig að hann nái jafnvægi við umhverfi sitt á sem skemmstum tíma.”
Hvað er starfsleyfi? Skilgreining: • Starfsleyfi er ákvörðun viðkomandi heilbrigðisnefndar eða Umhverfisstofnunar í formi skriflegs leyfis þar sem tilteknum rekstraraðila er heimilað að starfrækja tilgreindan atvinnurekstur að því tilskyldu að hann uppfylli viðeigandi ákvæði laga, reglugerða og starfsleyfisins.
Hvað er í starfsleyfinu? • Hvaða starfsemi fer fram og hvar hún fer fram. • Hvaða mengunarvarnir skal við hafa. • Hvaða umhverfismörk ber að uppfylla. • Ákvæði um starfshætti. • Hvernig vöktun og eftirliti skal háttað.
Ferill starfsleyfisveitingar • Fyrirtæki sækir um starfsleyfi. • Umhverfisstofnun vinnur drög að starfsleyfi og auglýsir opinberlega. • Allir hafa rétt á að gera athugasemdir við drögin. • Umsagnarfrestur er 8 vikur. • Umhverfisstofnun hefur 4 vikur til að gefa leyfi út eftir að umsagnarfresti lýkur. • Leyfi kæranlegt til ráðherra innan tveggja vikna frá útgáfu.
Starfsleyfi Seyru-helstu atriði- • Starfsleyfið skiptist í 7 kafla: • Almenn ákvæði. • Varnir gegn mengun ytra umhverfis. • Jarðgerð lífræns heimilisúrgangs. • Innra eftirlit fyrirtækisins. • Eftirlit og gæðamarkmið. • Gjaldskylda. • Gildistaka.
Almenn ákvæði • Tiltekið magn: • 400 tonn af heimilisúrgangi + 100 tonn af flokkuðum pappír og plasti frá fyrirtækjum. • Jarðgerð á 200 tonnum af lífrænum úrgangi. • Áætlun vegna tímabundinnar eða varanlegrar rekstrarstöðvunar: • Áætlun skal liggja fyrir eigi síðar en 1. apríl 2009. • Gangsetning og endurskoðun: • Tilkynna gangsetningu ef til stöðvunar kemur. • Endurskoðun a.m.k. á 4 ára fresti.
Varnir gegn mengun ytra umhverfis • Móttaka og skráning úrgangs: • Skrá móttöku á öllum úrgangi sem berst óháð því hvað verður um hann. • Meðhöndlun spilliefna: • Spilliefni fari í viðurkennt ferli. • Daglegur frágangur: • Allur lífrænn úrgangur skal kominn í vinnslu samdægurs. • Ekki má geyma óunninn úrgang á lóð fyrirtækisins. • Sé ekki hægt að byrja jarðgerð samdægurs skal fylgja neyðaráætlun.
Jarðgerð • Lífrænan úrgang verður að meðhöndla áður en hann fer í jarðgerð. • Skráning á magni lífræns úrgangs og stoðefnis sem fer í jarðgerð. • Skráning á viðbótarefnum sem notuð eru. • Skrá hitastig daglega. • Leiða loft út um skorstein til að minnka líkur á lyktarmengun. • Öll vinnsla er innan dyra eða í lokuðum ílátum. • Moltan skal uppfylla lágmarkskröfur við notkun.
Innra eftirlit • Skráningar: • Skráning á tegund og magni úrgangs sem tekið er á móti. • Skráning á stoðefnum. • Skráning á magni og gerð spilliefna sem berast. • Upplýsingaskylda til eftirlitsaðila: • Upplýsingar um rekstur hreinsimannvirkja. • Sýnatökur og niðurstöður mælinga á mengunarefnum. • Magn og tegundir úrgangs sem berast móttökustöðinni.
Innra eftirlit • Upplýsingaskylda til eftirlitsaðila: • Magn lífræns úrgangs og stoðefna sem fer til jarðgerðar. • Magn og tegundir úrgangs sem fara til annarrar endurnýtingar/endurvinnslu. • Magn og tegundir úrgangs sem fara til urðunar og hvert. • Magn og tegundir úrgangs sem fara til annarrar förgunar.
Eftirlit og gæðamarkmið • Umhverfisstofnun hefur eftirlit með starfseminni. • Takmarka skal hávaða frá starfseminni. • Fyrirtækið skal setja sér umhverfismarkmið: • ISO staðall, EMAS eða eigið kerfi. • Athafnasvæði skal vera afgirt og aðgangur takmarkaður og tryggja skal að starfsemin valdi ekki óþrifnaði eða ónæði. • Tilkynna skal mengunaróhöpp. • Gerð skal neyðaráætlun sem nota á ef moltugerðarvél bilar eða ef fyrirtækið annar ekki að vinna úr eða flokka úrganginn.
Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman