140 likes | 734 Views
1. kafli. Efnisheimurinn. Flokkun efna. Hreint efni - efnablanda. Efni er hreint ef hægt er að skrifa formúlu þess, t.d. vatn, H 2 O eða vetni - H Efnablöndur er svo blanda margra efna, t.d. djús, mjólk ofl. Frumefni. Eru byggingareiningar alls efnis í heiminum.
E N D
1. kafli Efnisheimurinn
Hreint efni - efnablanda • Efni er hreint ef hægt er að skrifa formúlu þess, t.d. vatn, H2O eða vetni - H • Efnablöndur er svo blanda margra efna, t.d. djús, mjólk ofl.
Frumefni • Eru byggingareiningar alls efnis í heiminum. • Eiga tákn; Einn stóran staf eða einn stóran staf og einn lítinn. H – vetni Cl - klór • Er raðað í töflu sem nefnist lotukerfi
Efnasambönd • Efnasamband er efni sem er samsett úr ákveðnum frumefnum í ákveðnum hlutföllum. • t.d. matarsalt NaCl eða vatn H2O • Hlutföll frumefna í öllum efnasamböndum eru föst. • Nefnist það Lögmálið um föst hlutföll frumefna í efnasamböndum
Efnaformúlur • Efnasamband hefur fasta samsetningu og þar af leiðandi ákveðna formúlu. • H20 - vatn • C6H12O6 - glúkósi
Hamskipti • Hamur efnis er þrennskonar • loftkenndur hamur (lofthamur) • fljótandi hamur (vökvahamur) • fastur hamur (storkuhamur) • Ís er fast efni • vatn er vökvi • vatnsgufa er loft
Hamskipti frh. • Þegar efni fara úr einum ham í annan, er talað um hamskipti • fast efni -> vökvi = bráðnun • vökvi -> lofti = gufun • loft -> vökva = þétting • vökvi -> föstu efni = storknun
Táknin s, l og g • Þegar við þurfum að vera viss um í hvaða ham efnið er þegar við erum að vinna með það setjum við tákn hamsins í sviga fyrir aftan formúlu efnisins. • s = solid (fast efni) • l = liquid (vökvi) • g = gas ( loftkennt) • H2O(l) er því vatn meðan H2O(s) er ís.
Efnajöfnur • Hægt er að tákna efnabreytingar með efnajöfnum. • T.d. er bráðnun íss lýst á eftirfarandi hátt: H2O(s) → H2O(l)
Bræðslumark og suðumark • Bræðslumark er hitastigið þar sem ákveðið efni fer úr föstum ham í vökvaham. • Suðumark er hitastigið þar sem ákveðið efni fer úr vökvaham í loftkenndan ham. • Bræðslumark vatns er .......... • Suðumark vatns er............... 0°C 100°C
Efnabreytingar • Þrír flokkar efnabreytinga • hamskipti – efni skiptir um ham • leysingar – efni leyst upp í vökva • efnahvörf – eitt efni breytist í annað efni