120 likes | 308 Views
Félagsleg samskipti í kennslu barna með frávik í þroska. Elín Sigurbjörg Jónsdóttir sérkennsluráðgjafi. Kenningar Vygotskys. Þroski barna er líffræði- og félagslegt ferli. Þroski barns með frávik í þroska er eigindlega sérstæður. Vygotsky greinir á milli frumfráviks og afleidds fráviks.
E N D
Félagsleg samskipti í kennslu barna með frávik í þroska Elín Sigurbjörg Jónsdóttir sérkennsluráðgjafi
Kenningar Vygotskys • Þroski barna er líffræði- og félagslegt ferli. • Þroski barns með frávik í þroska er eigindlega sérstæður. • Vygotsky greinir á milli frumfráviks og afleidds fráviks.
Þroskasvæði • Þroskasvæði hvers barns felst í þeim viðfangsefnum sem það ræður við með aðstoð eða í samvinnu við aðra sem hafa meiri hæfni eða reynslu en ræður ekki við hjálparlaust (Vygotsky 1978;86).
Æðri og lægri huglægar athafnir • Lægri huglægar athafnir eru t.d. hvers kyns skynjun og athygli. • Æðri huglægar athafnir, s.s. að hugsa í hugtökum, álykta, muna og tengja saman á rökréttan hátt, eru samofnar sögu mannlegrar þróunar. • Æðri huglægar athafnir koma fram sem ávöxtur samskiptanna, þátttöku í samfélaginu sem barnið er hluti af.
Markmið skólagöngunnar • Skipulag skólastarfsins á að leitast við að takast á við afleiddu frávikin og sigrast á þeim.
Nauðsyn menntunar • Menntun er nauðsynlegri fyrir barn með frávik í þroska en önnur börn,- það er grundvallarhugmynd allrar samtímasálarfræði. • Börn með frávik í þroska þurfa kennslu sem miðast við mikla og markvissa félagslega þátttöku og samvinnu við fullorðna sem jafnaldra.
Fjarskyn, félagsleg þátttaka • Fjarskynið er allt það sem er að gerast í kringum okkur og heilinn skráir, myndar deiglu sem samskiptunum er nauðsyn. • Um leið þarf að muna hversu mikilvægt það er okkur að vera séð og heyrð.
Lífið er þátttaka, ef þú ert ekki þátttakandi í lífi þínu eru í vonlausum aðstæðum. • Fólk getur ekki lifað sem áhorfendur. • Afleiðing af fötlun er einangrun sé ekkert að gert. • Sissel Grönli, úr fyrirlestri í Dronninglund, 10 03 2008
Viðhorf • Viðhorf okkar í dag eru ávöxtur skoðanaskipta og vinnu fortíðarinnar. • Hvar erum við stödd núna? • Hvert viljum við fara?
Verkefni • Fötluð börn eru fyrst og fremst börn. • Fötlun þeirra skapar verkefni sem þarf að vinna. • Markmiðið er að vinna gegn einangrun, auka þátttöku, yfirvinna afleidda frávikið.
Lokaorð • Kennsla barna með frávik í þroska á að byggja á vel grundaðri þekkingu á þroska barna almennt. • Almenn kennslufræði þarfnast um leið þekkingarinnar sem verður til við kennslu barna sem víkja frá í þroska.