280 likes | 744 Views
10.bekkur. Upprifjun fyrir samræmt próf Einkenni lífvera. 1.Kafli – flokkun. Lýstu meginskrefum í vísindalegri aðferð. Svar: 1. Ráðgátan er skilgreind 2.Upplýsinga er aflað
E N D
10.bekkur Upprifjun fyrir samræmt próf Einkenni lífvera
1.Kafli – flokkun • Lýstu meginskrefum í vísindalegri aðferð. Svar: 1. Ráðgátan er skilgreind 2.Upplýsinga er aflað 3.Tilgáta er sett fram um lausn á ráðgátunni, 4.Tilraun er framkvæmd til þess að kanna gildi tilgátunnar. (Breyta er sá þáttur sem verið er að skoða í hvert sinn. Í tilraun má bara prófa eina breytu í einu. Samanburðartilraun er nákvæmlega eins og tilraunin nema breytunni er sleppt.) 5. Niðurstöður tilraunarinnar eru skráðar og metnar. 6. Niðurstöður eru túlkaðar Einkenni lífvera
1.Kafli – flokkun ? 2. Útskýrðu hvernig samanburðartilraun er notuð. Svar: samanburðartilraun er gerð samhliða tilraun og aðeins einn þáttur greinir á milli. 3. Hverjar eru þær grunneiningar SI kerfisins? Svar: SI-kerfið • Lengd metri (m) • Rúmmál rúmmetri (m3) • Massi kílógramm (kg) • Hiti kelvin (K) • Tími sekúnda (s) Einkenni lífvera
2.Kafli – flokkun 2 1. Hvað eiga allar lífverur sameiginlegt? Svar: allar lífverur geta: hreyft sig, vaxið og þroskast, haft efnaskipti, sýnt viðbrögð, æxlast og hafa afmarkað æviskeið • Hvað merkir hugtakið sjálfkviknun lífs? Nefndu dæmi. Svar: Að lífverur gæti kviknað af lífvana efni. Var afsannað af Francesco Redi 1668 með tilraun. (krukkur, kjöt, maðkar) • Hvað er frumuöndun? Svar:Ferli sem fram fer í frumum þar sem glúkósi og aðrar einfaldar sameindir brotna niður. Orkan sem losnar er nýtt til að framkvæma ýmis störf. 4. Hvað er þveiti? Svar:Ferli sem losar úrgangsefni úr líkamanum. Einkenni lífvera
2. Kafli. Flokkun 3 5. Nefndu dæmi um áreiti og viðbragð. Svar: Áreiti er eitthvað í umhverfi eða í lífveru sem vekur viðbragð. Viðbragðið getur verið hreyfing eða athöfn. 6. Hverjar eru nauðþurftir lífvera? Svar: Orka, næring og vatn,loft, óðal, hiti við hæfi. • Útskýrðu hugtakið óðal og nefndu dæmi um samkeppni og óðalamyndun. Svar: Dýr helga sér sum afmarkað svæði sem það nýtir sér m.a. Til fæðuleitar Dæmi: refir, rjúpukarri, hornsíli. Ef andstæðingur kemur inn á óðalið er það varið með kjafti og klóm, samkeppnisaðilinn er hrakinn burtu. Einkenni lífvera
2. Kafli. Flokkun 2 • Hvað er samvægi? Svar: Lífverur reyna að halda innri skilyrðum í líkama sínum jöfnum, þrátt fyrir breytingar á umhverfinu. T.d. höldum við líkamshita okkar jöfnum þrátt fyrir mismunandi umhverfishita. • Hvað merkir það ef lífvera er sögð vera jafnheit eða með jafnheitt blóð? Svar: Merkir að lífvera haldi líkamshita sínum stöðugum jafnvel þótt ytri skilyrði breytist. Einkenni lífvera
2. Kafli. Flokkun 2 10. Hvað merkir það ef lífvera er sögð vera misheit eða með misheitt blóð? Svar: Líkamshiti misheitrar lífveru breytist eftir hita umhverfisins. 11. Hver eru algengustu frumefni í lífverum? Flokkun1 Svar: kolefni, vetni, súrefni, nitur (köfnunarefni), fosfór og brennisteinn. • Ath ólífræn og lífræn efni bls. 42-45 eru í flokkun 1 Einkenni lífvera
3. Kafli Frumur flokkun 2 • Hvað er frymi og umfrymi? Svar: Allt efni frumu er kallað frymi Umfrymier seigfljótandi efni milli kjarna og frumuhimnu. • Nefndu 11 frumulíffæri og hlutverk þeirra. Svar: Frumuveggur:Sterkur og verndar frumu, gerður úr beðmi, finnst í plöntufrumum en ekki í dýrafrumum. Frumuhimna: Afmarkar frumu frá umhverfi sínu, ræður lögun frumunnar, stjórnar flutningi efna inn og út úr frumunni. Einkenni lífvera
3. Kafli Frumur flokkun 2 2. Frh Kjarni :Afmarkaður frá umfrymi með kjarnahimnu, ,,Stjórnstöð” frumunnar, geymir litninga. Litningar:Þráðlaga frumulíffæri í kjarnanum, gerðir úr kjarnsýrunum, DNA er alltaf kyrrt í kjarnanum en RNA fer úr kjarnanum til að stjórna prótínsmíðinni. Kjarnakorn: Gert úr RNA og prótínum,tekur þátt í myndun ríbósóma. Frymisnet:Nokkurs konar völundarhús í umfryminu,tekur þátt í smíði og flutningi prótína. Einkenni lífvera
3. Kafli Frumur flokkun 2 2. Frh Ríbósóm:Lítil korn á frymisneti, gerð úr RNA, sjá um að tengja amínósýrur saman og mynda prótín. Hvatberar:,,orkuver” frumunnar, vinna orku úr fæðusameindunum sem berast inn í frumu, orkuvinnslan er kölluð bruni eða frumuöndun. Safabólur:,,geymslur” frumunnar, í þeim eru geymd ýmis efni t.d. Fæðuefni, ensím, vatn, Í plöntufrumum eru fáar stórar safabólur (geyma vatn), Í dýrafrumum eru margar litlar. Einkenni lífvera
3. Kafli Frumur flokkun 2 2. Frh Leysikorn:Innihalda ensím, hjálpa til við meltingarstarfsemi í frumunni. Grænukorn: Finnast bara í plöntum (og öðrum ljóstillífandi lífverum), innihalda grænt litarefni (blaðgrænu), blaðgrænan beislar orku sólar og nýtir hana til að búa til fæðuefni í ferli sem kallast Ljóstillífun. Einkenni lífvera
3. Kafli Frumur flokkun 2 • Hvaða munur er á plöntu- og dýrafrumum? Svar: Plöntufrumur: hafa frumuvegg, grænukorn, fá leysikorn og eina (fáar) stóra safabólur. Dýrafrumur: ekki með frumuvegg né grænukorn, mörg leysikorn og margar litlar safabólur. Einkenni lífvera
3. Kafli Frumur flokkun 2 • Lýstu eftirfarandi starfsemi fruma: efnaskipti, flæði, osmósa, burður (virkur flutningur). Svar: Efnaskipti: Eru þau efnahvörf sem fara fram í lífverum, bæði niðurbrot og uppbygging efna. Flæði: Er flutningur sameinda þaðan sem mikið er af þeim, þangað sem lítið er af þeim. Osmósa er flutningur vatns gegnum frumuhimnur, þaðan sem mikið er af því, þangað sem styrkur þess er minni. Burður (virkur flutningur): Þá er notað sérstök burðarefni til að flytja önnur efni í gegn um frumuhimnu, krefst orku. Einkenni lífvera
3. Kafli Frumur flokkun 2 5. Berðu saman jafnskiptingu (mítósu) og rýriskiptingu (meisósu). Svar: Jafnskipting (mítósa): Aðferð frumna til að fjölga sér, ein fruma verður að tveimur, nýja fruman kallast dótturfruma og er nákvæm eftirmynd móðurfrumunnar. Rýriskipting (meiósa): Notuð þegar kynfrumur myndast, þá myndast 4 frumur af einni móðurfrumu, hver dótturfruma hefur helmingi færri litninga en móðurfruman (annan litning í litningapari) Einkenni lífvera
4.Kafli Vefir,líffæri og líffærakerfi -flokkun 2 1. Útskýrið hugtakið verkaskipting í lífverum. Svar: Sú vinna sem er nauðsynleg er til þess að halda lífi í lífverunni skiptist milli mismunandi líkamshluta. • Nefndu öll fimm skipulagsstig lífvera og skilgreindu þau. Svar: Frumur: byggingar- og starfseiningar lífvera. Vefir: frumur sem eru áþekkar að gerð og starfi og vinna saman. Líffæri: hópur mismunandi vefja sem vinna saman. Líffærakerfi: hópur líffæra sem sinna í sameiningu ákveðnu starfi. Lífvera: lifandi heild sem framkvæmir öll störf sem einkenna lífið. Einkenni lífvera
4.Kafli Vefir,líffæri og líffærakerfi -flokkun 2 3. Hvaða skipulagsstigi tilheyra eftirfarandi? Svar: Viðarvefur - vefur, eyra - líffæri, gerill - lífvera, blágresi - lífvera, beinagrind - líffærakerfi, vöðvi – líffæri/vefur, rót - líffæri, bein – vefur/líffæri, blettatígur - lífvera, blóð - vefur. Einkenni lífvera
Einkenni lífvera 5.kafli. Samskipti lífvera. Mest í flokkun 2. • Útskýrðu hugtakið vistkerfi og lýstu samspilum lífvera innbyrðis og við hið lífvana umhverfi. Svar: Vistkerfi: Svæði, n.k. sjálfstæð eining þar sem lífverur tengjast hver annarri á einn eða annan hátt og lífvana umhverfi sínu. Dæmi: Tjörnin í Reykjavík. Allar lífverurnar eru háðar hver annarri (hver étur aðra) og allar eru háðar hinu lífvana umhverfi, vatninu í Tjörninni, botninum ofl Einkenni lífvera
Einkenni lífvera 5.kafli • Skilgreindu eftirfarandi hugtök; vistfræði, líffélag, stofn, kjörbýli-búsvæði, sess. Fl. 2 Svar: Vistfræði: Fræðigrein, fjallar um tengsl og samskipti lífvera innbyrðis og við umhverfi sitt. Líffélag: Allar lífverur sem lifa á tilteknu svæði. Stofn: Hópur lífvera af sömu tegund sem lifir á afmörkuðu svæði. Kjörbýli: Heimkynni lífveru, staður sem lífverur hafa lagað sig að. Sess: Öll umsvif lífveru og allt sem hún þarfnast innan kjörbýli síns. Einkenni lífvera
Einkenni lífvera 5.kafli • Hvernig afla lífverur sér orku? Flokkun 2 Svar: Orka fæst úr fæðu, uppruni hennar er frá ljóstillífun. • Útskýrðu; frumframleiðandi, neytandi, frumbjarga, ófrumbjarga. Svar: Frumframleiðandi: frumbjarga lífvera sem myndar eigin fæðu (plöntur). Neytandi: lífvera sem nærist beint/óbeint á frumframleiðendum (dýr og menn). Frumbjarga: Lífvera sem framleitt getur eigin fæðu. (plöntur). Ófrumbjarga: lífvera sem er háð því að neyta annarra lífvera (menn og dýr). Einkenni lífvera
Einkenni lífvera 5.kafli 5. Lýstu ljóstillífun og frumuöndun. Flokkun 3 Svar: Ljóstillífun: Hlutverk laufblaða er að beisla orku sólar og framleiða fæðuefni, ferlið er kallað ljóstillífun Koltvíoxíð + vatn glúkósi + súrefni 6 CO2 + 6 H2O C6H12O6 + 6O2 Sólarorka blaðgræna sólarorka blaðgræna Einkenni lífvera
Einkenni lífvera 5.kafli 5. frh.Frumuöndun/bruni: fæða er melt, næringarefnin berast með blóði til frumna. Í hvatberum fer fram niðurbrot fæðu (glúkósa ofl), orka myndast og er notuð til ýmissa starfa t.d. Hreyfingar. Í ljóstillífun eru fæðuefni mynduð og súrefni verður til en í frumuöndun er fæðu og súrefni breytt í orku og til verður úrgangur – koltvíoxíð. Einkenni lífvera
Einkenni lífvera 5.kafli 6. Allar lífverur eru háðar hver annarri, sumar eru frumframleiðendur- frumbjarga en aðrar ófrumbjarga neytendur. Sumir neytendur eru hræætur, lifa á hræjum annarra lífvera. (hýenur, hrægammar) eða sundrendur ( rotverur) og nærast einnig á leyfum annarra lífvera en brjóta þær niður í smáar sameindir dæmi: sveppir og bakteríur. Rotnun er mikilvæg til að skila aftur efnum ( kolefni, brennisteinn ofl.)í hringrásir efnanna í vistkerfinu. (Ath. Samhjálp ofl. er svarað í sp.11) Einkenni lífvera
Einkenni lífvera 5.kafli 7. Hvað er fæðukeðja og fæðuvefur, að hvaða leyti gefur fæðuvefur betri mynd af fæðu lífveru en fæðukeðja? Flokkun 2 Svar: Fæðukeðja: röð lífvera eða lífveru-hópa sem sýnir fæðu þeirra. Dæmi. Gras →kind →maður Fæðuvefur: Gerður úr mörgum fæðukeðjum og lýsir öllum fæðutengslum milli lífvera í vistkerfi en fæðukeðja segir einungis frá einni gerð fæðu sem lífvera velur sér. Einkenni lífvera
Einkenni lífvera 5.kafli • Hverjar eru afleiðingarnar ef fæðukeðja raskast? Svar: Ef einn hlekkur í fæðukeðju raskast, t.d. fækkun verður í stofni síldar hefur það áhrif á lífverurnar sem þær lifðu á (krabbadýrin) og lífverurnar sem lifa á þeim (þorskur). • Kynntu þér mynd af fæðupíramída og útskýrðu hana. Svar:Fæðu/orkupíramídar eru þrepaskiptir, (skiptast í fæðuhlekki). Hlekkirnir mjókka eftir því sem ofar dregur þ.e. orkan í þeim minnkar. Neðst eru frumframleiðendur (mesta orkan) og efst neytendur (minnsta orkan). Orkutap verður vegna ýmissar starfsemi s.s. öndunar. Orkupíramídi sýnir í raun hvernig orkan sem bundin er í lífverum minnkar með hverjum fæðuhjalla sem ofar dregur. Einkenni lífvera
Einkenni lífvera 5.kafli • Hvernig er hægt að útskýra orkuflæði í vistkerfum? Svar: Orkan flæðir frá frumframleiðendum (plöntum) til neytenda. Tapið verður töluvert milli tveggja hjalla í fæðu/orkupíramída og einnig fækkar lífverum hratt vegna þess að orkan sem þeim stendur til boða verður minni. Einkenni lífvera
Einkenni lífvera 5.kafli • Hver eru tengsl milli lífvera í vistkerfum? Svar: Tengslin byggjast yfirleitt á samkeppni. Lífverurnar keppa/berjast um takmörkuð lífsgæði. Tengslin kallast samlíf og skiptast í: Samhjálp: Báðar lífverur hagnast á samskiptunum. Dæmi: sveppur og þörungur í sambýli. Gistilífi: Önnur lífveran hagnast en hin hvorki hagnast né tapar. Dæmi: hrúðurkarlar á hvölum. Sníkjulífi: Önnur græðir (sníkillinn) hin tapar (hýsillinn). Dæmi: Mannalús, sullaveikibandormur. Einkenni lífvera
Einkenni lífvera 5.kafli 11. frh. Ránlíf: dýr veiða, drepa sér til matar. Afrán: Lifnaðarhættir lífvera sem éta aðrar lifandi lífverur í heild eða að hluta; nær yfir át rándýra og þegar plöntuætur bíta gras eða aðrar plöntur. • Lýstu aðlögun lífvera að umhverfi sínu og að öðrum lífverum. Svar: Lífverur aðlagast að t.d. hita, raka, búsvæði of. og einnig að fæðu eða lífi með öðrum (óvinum, sam-keppni, samlífi ofl). Þetta tengist náttúruvali (sjá bls.109-110 í bók) en þær lífverur sem best eru aðlagaðar að umhverfi sínu komast best af. Einkenni lífvera
Einkenni lífvera 5.kafli 13. Útskýrðu hringrás kolefnis og súrefnis í náttúrunni. Svar: Súrefni myndast við ljóstillífun en er notað af lífverum við frumuöndun/bruna ferli sem breytir fæðu í orku. Jafnvægi er milli framleiðslu og notkun þess.(mynd á sp.blaði) Einkenni lífvera