220 likes | 353 Views
Borgin í einum smelli. Sjálfsafgreiðsla á vef Reykjavíkurborgar. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og rekstrarsviðs. Úr viðhorfskönnun 2006.
E N D
Borgin í einum smelli • Sjálfsafgreiðsla á vef Reykjavíkurborgar Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og rekstrarsviðs
Úr viðhorfskönnun 2006 Hvernig hentar þér best að nálgast upplýsingar um starfsemi borgarinnar? Er það í gegnum sjónvarp, útvarp, dagblöð, Internetið, heimsenda bæklinga, í gegnum hverfablöð eða með öðrum hætti?
Rafræn Reykjavík • Þjónustugátt borgarbúa á vefnum. • Sótt um þjónustu borgarinnar á einum stað. • Hægt að stofna einkasvæðiá vefnum fyrir rafræna afgreiðslu, „mínar síður“
Hversu rafræn...? Viðmið frá fyrirtækinu Sjá: 1.stig – information, upplýsingar um opinbera þjónustu. 2. stig – interaction, hægt að sækja eyðublöð. 3. stig – two-way interaction, hægt að senda og sækja eyðublöð, oft samhliða auðkenningu notenda (innskráningarferli). 4. stig – transaction, rafræn málsmeðferð, ákvarðanataka og afhending/greiðsluferli.
Hversu rafræn...? www.reykjavik.is á meðal 3 % vefja sem bjóða upp á þjónustu á 4. stigi samkvæmt könnun SJÁ Átján rafrænir umsóknarferlar, þar af 4 alrafrænir
Aðgangsorð og lykilorð skráð Listar yfir umsóknir flokkaðir
Fjöldi notenda • Meðaltal vikulegra notenda www.reykjavik.is árið 2006 var 16.521. • 42,8% aukning var á vikulegum notendum www.reykjavik.is milli áranna 2005 og 2006. • Um 8.000 gagnvirkar umsóknir sendar gegnum Rafræna Reykjavík á síðasta ári. • Rúmlega 10.000 manns með aðgang.
Af hverju klárum við ekki dæmið? • Tengingar við önnur kerfi, skrár af ýmsum toga, stofnanir og fyrirtæki. • Krafa um fylgiskjöl sem erfitt er að nálgast á rafrænu formi. • Öryggi. • Tími, forgangsröðun og fjármögnun. • Lagalegar hindranir.
Húsaleigubætur • Umsækjendur að mestu ungir og tölvuvanir: • Líklegt að stór hluti umsókna yrði skilað inn með rafrænum hætti. • Fjöldi umsókna á ári: • 2.000 nýjar umsóknir og 5.000 endurnýjaðar, alls um 7.000 umsóknir. • Ávinningur/arðsemi: • Sparnaður í umsýslu, u.þ.b. 2 stöðugildi.
Húsaleigubætur - flækjustig • Reglugerð um húsaleigubætur 118/2003, 5. gr. • Frumrit þinglýsts húsaleigusamnings. • Tenging við sýslumann • Skattframtöl og launaseðlar þeirra sem eiga lögheimili í íbúðinni. • Tenging við skattstjóra. • Staðfesting skóla um nám íbúa 20 ára og eldri. • Gæti reynst erfitt að leysa. • Íbúavottorð Hagstofu Íslands. • Tenging við þjóðskrá
Hvað er til ráða? • Leysa hindranir á borð við rafrænar undirskriftir • Lagabreytingar – fækka skilyrðum sem kalla á flækjustig • Móta vefstefnu – langtímaáætlun sem kveður á um fjármagn í rafræna sjálfsafgreiðslu á móti fækkun starfa
Verkefni framundan • Rafræn auðkenni og rafræn undirskrift • Greiðslumöguleikar • Gagnvirkt erindakerfi • Fyrirtækjagátt • Umsóknir: • Húsaleigubætur, starfsumsóknir, umsókn um leikskóla, umsóknir á vegum umhverfissviðs o.fl. • Annað: • Skoðanakannanir, upplýsingaveita, skipulagsgátt, reiknivélar, borgarfulltrúaspjall?
Til umhugsunar Það eru hópar sem hafa ekki sama aðgengi að vefnum....