210 likes | 638 Views
9.kafli. Veðrun, rof og setmyndun. Útrænu öflin. Iðju útrænu aflanna er yfirleitt skipt í: Veðrun: Bergið molnar eða grotnar niður. Rof: Flutningur á efninu frá einum stað til annars. Setmyndun: Efnið stöðvast um lengri eða skemmri tíma. Efnaveðrun.
E N D
9.kafli Veðrun, rof og setmyndun
Útrænu öflin Iðju útrænu aflanna er yfirleitt skipt í: • Veðrun: • Bergið molnar eða grotnar niður. • Rof: • Flutningur á efninu frá einum stað til annars. • Setmyndun: • Efnið stöðvast um lengri eða skemmri tíma.
Efnaveðrun • Hraði efnaveðrunar ræðst af hitastigi vatns, úrkomumagni og berggerð. • Á Íslandi er efnaveðrun að meðaltali margföld á við sambærilegar tölur frá meginlöndunum
Efnaveðrun, frh. • Ummyndunkallast sú tilfærsla efnis í bergi sem verður þegar heitt vatn leysir upp efni úr berginu og önnur efni falla út úr því. • Rauð millilögsem eru sérstaklega í berglagastafla frá því fyrir ísöld mynduðust við efnaveðrun í hlýrra loftslagi en nú er. • Berg sem ummyndast við háan hita djúpt í jörðu er oft grænleitt.
Hitabrigðaveðrun verður þegar berg þenst út vegna hita frá sólinni, en dregst síðan saman aftur þegar kólnar. Við það springur efsta leg bergsins. • Frostveðrun verður þegar vatn frýs í holum og sprungum í bergi, þenst út og sprengir bergið.
Rof, set og setberg • Rof og set • Rof er flutningur á efni. Þar sem roföflin missa mátt sinn hleðst efnið upp og myndar set. • Setið getur með tímanum breyst í setberg.
Efnaset • Efnaset hér á landi er aðallega mýrarauði og útfellingar á háhitasvæðum svo sem leir, kísilhrúður, kalkhrúður, brennisteinn og gifs. • Erlendis hefur kalksteinn fallið út úr heitum höfum og botnfallið sem efnaset. • Einnig má nefna steinsalt sem fallið hefur út við uppgufun úr strandlónum, innhöfum eða stöðuvötnum sem misst hafa tengsl sín við hafið og lokast af.
Setberg • Setberg er flokkað í : • efnaset, • lífrænt set • molaberg. • Oft er ekki gerður neinn greinamunur á set og setbergi enda er fræðilega séð aðeins um mun á hörku að ræða. Set er laust efni en setberg harðnað og samlímt efni.
Jökulrof • Jökulruðningur er almennt heiti yfir set sem jökull skilur eftir sig. Setið er jafnan ólagskipt þar sem saman ægir öllum kornastærðum, allt frá fínum leir að stórum jökulrákuðum hnullungum. • Harðnaður jökulruðningur nefnist jökulberg.
9.7 Jarðvegur og vindrof • Ofan á berggrunninum eða föstum klöppum er víða laus jökulruðningur frá kuldaskeiðum ísaldar. • Þar er líka laust set eftir flóð og ágang sjávar við hærri sjávarstöðu. • Einnig finnst víða ýmiss konar lausagrjót sem frost hefur sprengt upp úr klöppinni og sandur • Þessi bergmylsna nefnist einu nafni jarðgrunnur ef hún er ekki blönduð lífrænum leifum
Jarðgrunnur - Jarðvegur • Jarðgrunnur er sú bergmylsna sem liggur ofan á berggrunninum og er ekki blönduð lífrænum leifum. Hann er að stórum hluta ýmiss konar setmyndanir. • Jarðvegur er myndaður úr föstum efnum, lofti, vatni og lífrænum leifum sem orðið hafa til við rotnun.
Vindrof • Vindrof verður aðeins á gróðurvana landi eða þar sem sár hefur komið í gróðurþekjuna • Vindurinn nær þá að þyrla fínasta efninu hátt í loft upp en það grófara skríður með jörðinni líkt og skafrenningur og myndar skafla í skjóli fyrir vindinum
Svörfun vinds • Svörfun vindsins er mest áberandi í móbergsklettum. Móbergið er víða mismunandi mikið ummyndað og því mishart. • Í móbergsklettum er því víða að finna sérkennilega klettadranga, hellisskúta og steinboga
Jarðvegseyðing • Jarðvegseyðing vegna uppblásturs af völdum vinda er eitt mesta umhverfisvandamál á Íslandi og raunar víðar. • Ástæðan er m.a. sú að jarðvegurinn hér er mjög blandaður gjósku og loðir lítið saman. • Jarðvegseyðingin hefst þannig að sár myndast í gróðurþekjuna og á vindurinn þá greiðan aðgang að jarðveginum.
Jarðvegseyðing, frh. Rofabarð. Hér blasir við algjör gróðureyðing. Ógætilegur akstur veldur því að sár myndast í gróðurþekjuna sem síðan getur leitt til uppblásturs
Uppblástur Austan Suðurárbotna sunnan Sellandafjalls í Mývatnssveit.