210 likes | 324 Views
Efnahagshorfur 2008 - 2010. Björn Rúnar Guðmundsson Forstöðumaður Greiningardeild Landsbankans. Vaxandi framleiðslugeta – óvenju mikil fólksfjölgun. Fólksfjölgun, %. Fólksfjölgun á Íslandi 1991 – 2004: 1% á ári 2005: 2,1% 2006: 2,6% Landsmönnum fæddum 1980 fjölgaði 2005: 3,1%
E N D
Efnahagshorfur 2008 - 2010 1 Björn Rúnar Guðmundsson Forstöðumaður Greiningardeild Landsbankans
Vaxandi framleiðslugeta – óvenju mikil fólksfjölgun Fólksfjölgun, % • Fólksfjölgun á Íslandi • 1991 – 2004: 1% á ári • 2005: 2,1% • 2006: 2,6% • Landsmönnum fæddum 1980 fjölgaði • 2005: 3,1% • 2006: 2,9% • Fæddum 1973 fjölgaði • 2005: 4,8% • 2006: 3,7% 2 Hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi
Fjárfesting á öllum vígstöðvum • Spá fjármálaráðuneytisins um fjárfestingu hins opinbera • 2007: 16,3% 2008: 45% 2009: 6% • Könnun fyrirtækjasviðs Landsbankans bendir til að íbúðafjárfesting haldi áfram að vaxa út spátímabilið • Reiknum með að á ný færist kraftur í stóriðjufjárfestingar 3 Samsetning fjárfestingar – millj. kr. á föstu verðlagi 2000
Hagvöxtur og hagsveifla • Mikil hagvöxtur undanfarin ár stafar m.a. af atvinnuvegafjárfestingu • Fjárfesting í aukinni framleiðslugetu í hagkerfinu bætir vaxtarmöguleikana til lengri tíma • Verið er að auka nýtingu náttúruauðlinda • Það eykur einnig langtímavaxtargetu kerfisins • Fólksfjölgun eykur einnig framleiðslugetuna • Meiri fólksfjölgun, meiri atvinnuvegafjárfesting, skynsamlegri nýting náttúruauðlinda • Hagvöxtur eykst án þess að um þenslu sé að ræða • Vöxturinn stafar af vexti framleiðslugetunnar 5
Framleiðsluaukning í útflutningsgreinum • Viðskiptahalli í spánni er mikill • Áfram innflutningur vegna fjárfestinga í stóriðju • Langvarandi kvótaskerðing • Skilar sér að lokum í auknum útflutningi 6 Álframleiðsla Fiskafli
Stýrivextir áfram háir • Stýrivextir geta farið að lækka á fyrri hluta næsta árs • Reiknum með hægari lækkun en SÍ spáði í sumar • Ólíklegt að stýrivextir fari langt niður fyrir 10% á næstu árum • Spá Seðlabankans um vaxtalækkun á árinu 2009 er of bjartsýn 8 Stýrivextir Seðlabankans og spá Greiningardeildar LÍ
Gengisspá Greiningardeildar LÍ Spá um gengi krónunnar • Við settum fram spá um gengi krónunnar fyrir um einum mánuði síðan sem við höldum enn í • Óróinn á erlendum fjármálamörkuðum hefur að okkar mati aukið áhættufælni og þar með minnkað þrýsting til gengisstyrkingar sem mikill vaxtamunur veldur • Það er enn ekki fyllilega komið í ljós hvort lánsfjárkreppan er um garð gengin • Vaxtamunur fer minnkandi á næsta ári sem veikir krónuna til lengri tíma litið • Við spáum GVT 117,5 í árslok, 123,5 í árslok 2008 og 127,5 í árslok 2009 9 Vaxtamunur, 3M millibankavextir Jöklabréfaútgáfur og gjalddagar
Verðbólguþrýstingur frá launum minni en áður • Launahækkanir í hagsveiflunni nú eru svipaðar og í síðustu uppsveiflu • Launakostnaður hækkaði meira en laun á árunum 1998 til 2001 • Launakostnaður hækkaði minna en laun á árunum 2004 til 2007 Hækkun launakostnaðar í tveimur efnahagsuppsveiflum – Kostnaður á klst. 10
Verðbólgan • Verðbólgan eykst nokkuð fram á fyrsta fjórðung 2008 • Þá fer að draga úr henni og hún sveiflast um markmið SÍ á árinu 2009 • Fasteignaverð hjálpar þá til við að halda verðbólgu niðri 11
Fasteignamarkaður í lykilhlutverki Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu- 12 mánaða hækkanir • Vanmat á styrk fasteignamarkaðar skýrist af tveimur ástæðum: • Fólksfjölgun • Stýrivaxtahækkanir hafa ekki haft tilætluð áhrif á vexti húsnæðislána • Fasteignamarkaður hefur víðtæk áhrif á efnahagskerfið: • Einkaneysla • Fjárfesting • Vinnumarkaður 12
Spáum verðlækkun fasteigna á næsta ári • Húsnæðisverð heldur áfram að hækka fram á næsta ár • Lítilsháttar viðsnúningur fram á mitt ár 2009 • Verð þá svipað og í upphafi árs 2007 • Þá tekur verð að hækka á nýjan leik • Fylgir almennum verðlagshækkunum • Óvissan í spánni er frekar til hækkunar 13
Lausafjárkreppan markar tímamót • Lausafjárkreppan sem nú geysar á erlendum fjármálamörkuðum markar endalok óvenjulegs tímabils í fjármálasögunni • Ótrygg húsnæðislán í USA voru dropinn sem fyllti mælinn • Fjármálastofnanir hafa komið illa út úr þessari kreppu og enn er ekki fyllilega ljóst hversu umfangsmikill vandinn er • Þar til þessari óvissu er eytt verður áfram órói á fjármálamörkuðum • Fjármálaheimurinn er nú að takast á við afleiðingar þeirrar ofurslökunar í peningamálum sem hófst fyrir fimm árum eða svo 14
Áhrif á Íslandi Gengisþróun krónunnar og OMXI15 • Hingað til hefur aukin áhættufælni á fjármála-mörkuðum fyrst og fremst haft áhrif á gengi krónunnar • Jafnframt hefur fylgni hlutabréfaverðs og gengis aukist á ný eins og yfirleitt gerist þegar krónan veikist • Skuldatryggingarálag viðskiptabankanna hefur hækkað, en þó misjafnlega mikið • Munurinn nú samanborðið við árið í fyrra er að þá stóðum við ein, nú finna allir fyrir álaginu 15 Skuldatryggingarálag bankanna og ITRAXX Financials
Stóriðjuuppsveifla, endurtekið efni eða hvað ? • Sú hagsveifla sem nú er að renna sitt skeið markast af þeim stóriðjuframkvæmdum sem nú er að ljúka • Komandi hagsveifla mun einnig markast af stóriðjuframkvæmdum ef okkar spá gengur eftir • Mikilvægt að gleyma ekki þeim grundvallarbreytingum sem orðið hafa á efnahagsumhverfinu • Umbylting húsnæðislánakerfisins • Fyrirtækjaútrásin • Jöklabréfin • Alþjóðavæðingin á vinnumarkaði og mannfjöldasprengingin 16
Hvað höfum við lært ? • Sjálfstæð peningastefna í litlu (mjög litlu) opnu (mjög opnu) hagkerfi með óvenjulegt fyrirkomulag á fjármálamarkaði gefur ekki mikið svigrúm til mistaka • Það fyrirkomulag sem við höfum komið okkur upp varðandi stjórn peningamála hefur ekki stuðlað að þeim stöðugleika sem vonast var til í upphafi • Óæskilegar gengissveiflur gera markmið um efnahagslegan stöðugleika að engu 17 Þróun stýrivaxta og ávöxtun verðtryggðra skuldabréfa
Auðvelt að vera vitur eftir á • Viðbrögð Seðlabankans við húsnæðisverðbólgu síðustu ára hafa verið of hörð. Mikilvægt að greina á milli almennra verðhækkana og varanlegrar hliðrunar einstakra þátta, eins og húsnæðisverðs • Aukin framleiðslugeta vegna aðflutts vinnuafls og fjármagns hefur verið vanmetin stórlega að okkar mati • Þrýstingar á launakostnað er minni en sýnist í fyrstu • Í ljósi þessara þátta verður betur skiljanlegt að undirliggjandi verðbólga er ekki meiri en raun ber vitni við núverandi aðstæður 18 Verðbólga með og án húsnæðis, án áhrifa VSK lækkunar í mars ‘07
Veganesti fyrir næstu uppsveiflu • Hverfandi líkur eru á því að efnhagsamdráttur einkenni hagþróun næstu ára eins og Seðlabankinn reiknar með • Fyrirliggjandi framkvæmdaáform segja allt sem segja þarf • Aðflutningur vinnuafls og ör fólksfjölgun er mikilvæg uppsretta hagvaxtar sem ekki hefur verið hugað nægjanlega mikið að • Þetta skapar forsendur fyrir hröðum hagvexti án þenslu • Til þess að tryggja að svo verði þarf að móta efnahagsstjórn á víðum grunni sem auðveldar einstaklingum og fyrirtækjum að nýta sóknarfærin 19
Hvað getur Seðlabankinn gert? • Eins og staðan er í dag er Seðlabankinn fastur í vítahring gengisóstöðugleika og hárra vaxta • Eina færa leiðin út úr þessari klemmu, þ.e. kæling hagkerfisins virðst ekki vera á næstu grösum • Óróleikinn á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur dregið úr áhættusækni erlendra fjárfesta og þar með minnkað eitthvað “ofurvirknina” á gjaldeyrismarkaði • Serk gjaldeyrisstaða bankanna dregur einnig úr neikvæðum áhrifum gengislækkunar • Þetta skapar tækifæri á því að lækka vexti og draga þar með úr þeim neikvæðu áhrifum sem sveiflur í gengi krónunnar hafa í för með sér 20
Takk fyrir 21