120 likes | 308 Views
Yfirlit yfir þjónustu presta- og djákna á LSH Í samhengi við rá ð stefnu um fjölmenningu. Unnið sem efni í handbók unglækna á lyflækningasviði Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. Sálgæslusvið LSH Fjölmenning.
E N D
Yfirlit yfir þjónustu presta- og djákna á LSHÍ samhengi við ráðstefnu um fjölmenningu Unnið sem efni í handbók unglækna á lyflækningasviði Landspítala-Háskólasjúkrahúsi
Sálgæslusvið LSHFjölmenning • Prestar/djákni LSH sinna trúarþörfum fólks og styðja fólk óháð trúarbrögðum, litarhætti, kyni, kynhneigð og þjóðerni. • þau vekja að jafnaði ekki máls á trúmálum af fyrra bragði og ef það gerist þá er það gert af næmi og virðingu. • Ef fólk vill ræða trúmál þá eru prestar/djákni vel í stakk búin til að mæta fólki með ólíkar lífskoðanir. Trúað fólk á yfirleitt ekki erfitt með að skilja hvert annað og reynslan hefur sýnt að þeir sem skilja sig sem trú- eða guðlausa hafa líka haft gagn af sálgæsluþjónustu presta/djákna á LSH. Guðsþjónustur á LSH eru í anda íslenskrar kirkjuhefðar og geta skoðast sem vettvangur fyrir hvatningu og andlega uppbyggingu.
Sálgæslusvið Landspítali Háskólasjúkrahús • Á sálgæslusviði LSH starfa að jafnaði 7-8 prestar/djáknar. • þau sinna almennri prestsþjónustu og veita fræðslu, sálgæslu og veita ráðgjöf við sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. • Sálgæsla felst í að gæta að sálarheill fólks, sinna andlegum þörfum þess og styðja í raunum. • Jafnframt má líta á starf sálgæslusviðs sem gæðaeftirlit innan LSH þar sem prestur/djákni kemur sem óháður aðili sem hlustar og styður sjúklinga og starfsfólk, ráðleggur í álitamálum og miðlar málum þar sem ágreiningur hefur vaknað. • Allir skjólstæðingar og starfsmenn LSH hafa beinan aðgang að presti/djákna og trúnaðar er gætt.
SálgæslusviðLandspítali Háskólasjúkrahús • Prestar/djáknar á LSH hafa öll lokið prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands og Clinical Pastoral Education (CPE) námi erlendis. • Í guðfræðináminu eru m.a. kennd sálgæsla og siðfræði lífs og læknavísinda. Djákni sem starfar á LSH er að auki hjúkrunarfræðingur með mikla starfsreynslu. • CPE nám er klínísk þjálfun sem fer fram á sjúkrahúsi. Starfprests/djákni miðar að því að hvetja fólk til „lífs í fullri gnægð“ — og geta þess vegna reynst vel þeim sem þjást eða eru deyjandi.
SálgæslusviðTilvísun • Hafi starfsmaður (einkum hjúkrunarfræðingar eða læknar) það á tilfinningunni og sé mat þeirra að einhver geti haft gagn af þjónustu prests/djákna þá má óska eftir sálgæsluþjónustu. • Ef sjúklingur/aðstandandi vill ekki tala við prest/djákna þá segir viðkomandi þeim það sjálf(ur). Lækni/sjúklingi getur þótt helst til afgerandi að kalla á prest/djákna (setur það aðeins í samband við sorg og dauða) og jafnvel tilgangslítið að kalla eftir sálgæsluþjónustu þar sem hún felst ekki í að hjúkra, gefa lyf eða skera upp. • Þjónustan er stundum „fordæmd“ og sett í samband við einsleitar hugmyndir um trú og kirkjulega embættismenn. En þar með er ekki sagt að prestur/djákni geti ekki orðið að liði. Reynslan hefur kennt að jafnvel læknir/starfsfólk/sjúklingur/aðstandandi sem í byrjun afþakkar sálgæsluþjónustu hafði síðar í ferlinu gagn af henni.
Sálgæslusvið Vísindahyggja • Kannski ert þú einn af þeim sem finnst starf presta/djákna snúast um huglægan veruleika, óskyldan heimsmynd upplýstra nútímamanna og læknavísinda. • Hér er stutt í flókna umræðu um sálarfræði, heimspeki læknisfræðinnar, heilbrigði og tengsl þess líkamlega og andlega. En læknis- og guðfræðilega eru sál og líkami órofa heild þar sem sálin tjáir sig í líkama, hugsun, tilfinningu, sjúkdómum og öfugt og því eitthvað sem þarfnast sérstakrar og sérhæfðrar athygli.
SálgæslusviðAlmennt verksvið • a. Að veita sálgæslu og stuðning fyrir starfsfólk LSH. • b. Að veita fræðslu um starfsvið presta/djákna á LSH. • c. Að styðja starfsfólk og skjólstæðinga LSH í þeim aðstæðum þar sem prestur/djákni geta reynst einstaklingum og hópum vel við krefjandi aðstæður á deild. (Í samráði við deildarstjóra). • d. Að styðja sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk þegar það þarf á stuðningi að halda. • T.d. eftir áföll, fyrir aðgerð, eftir aðgerð, eða eftir missi (ástvinar, hluta, dýra, heilsu, vonar, o.s.frv.).
Sálgæslusvið Siðfræði og trúmál • e. Að leiðbeina og veita sjúklingum, aðstandendum eða starfsfólki ráðgjöf og stuðning við lausn siðferðilegra álitamála. • Prestar/djákni geta hjálpað til við siðferðilega ákvarðanatöku og veitt stuðning í og eftir slíka ákvarðanatöku. • Sálgæslusvið á fulltrúa í siðfræðinefnd LSH. • f. Að vera til taks þegar upp koma spurningar eða samskiptaerfiðleikar sem snerta trúmál og trúarbrögð. • Prestar/djákni hafa góðar forsendur til að nálgast fólk af ólíkum trúarbrögðum vegna innsýnar í trúarbragðafræði, trúarlífsálarfræði og eðli trúarlífs.
SálgæslusviðÁföll og andlát • g. þegar búast má við mikilli geðshræringu t.d. þegar kynna þarf erfiðar ákvarðanir og bera fólki váleg tíðindi. • Prestur/djákni stendur við hlið læknis og sjúklings við slíkar aðstæður og fylgir viðkomandi aðilum eftir. • Prestar/djákni virða samstarf við þá sem annast meðferð og bæta engu við m.t.t. læknisfræðilegar þekkingar. • h. þegar verða svipleg áföll og slys sem valda örkumlum eða dauða. • Hér er vísað til þjónustu presta/djákna á slysadeild, bráðamóttöku og gjörgæsludeildum.
SálgæslusviðFyrirbæn og samskipti • i. þegar sjúklingur óskar eftir fyrirbæn og sálgæslusamtali. • Að leggjast inn á sjúkrahús vekur margar tilfinningar og hugsanir um líf og tilgang og þörf fyrir samtal og þekktar leiðir til að vinna úr slíkri reynslu. Prestar/djákni mæta þessari þörf. • j. þegar þú og samstarfsfólk þitt skynjar að mikið sé um óuppgerð mál í fjölskyldu sjúklings og að tækifæri sé til að skoða með þriðja aðila.
SálgæslusviðAðrar trúarþarfir • k. þegar sjúklingur er dauðvona og gæti þegið sálgæslu, skriftir, fyrirbæn og blessun. • þessi þjónusta er veitt óháð því hvort sjúklingur er með meðvitund eða ekki. • l. þegar óskað er eftir kyrrðarstund við dánarbeð. • þetta er mjög eðlilegur endir á dvöl sjúklings sem deyr á LSH og sterk athöfn sem hjálpar fólki að kveðja, sættast og upplifa mikilvægt augnablik með öðrum. Þér er velkomið að taka þátt í þessari athöfn og kveðja þannig sjúkling þinn, aðstandendur og staldra við fyrir sjálfa(n) þig. • m. þegar óskað er eftir prestsþónustu innan spítalans. • Skírn, hjónavígslu, skriftum, fyrirbæn, blessun, sakramennti.