300 likes | 457 Views
Áætlanir um breytta gjaldtöku af umferð Hreinn Haraldsson Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Samgönguþing 5. apríl 2006. Yfirlit. Núverandi staða hérlendis Hugmyndir og áherslur erlendis Undirbúningur stefnumörkunar á Íslandi Stefnumótun í Samgönguáætlun 2007-2018.
E N D
Áætlanir um breytta gjaldtöku af umferðHreinn HaraldssonFramkvæmdastjóri þróunarsviðsSamgönguþing5. apríl 2006
Yfirlit • Núverandi staða hérlendis • Hugmyndir og áherslur erlendis • Undirbúningur stefnumörkunar á Íslandi • Stefnumótun í Samgönguáætlun 2007-2018
Heildargjaldtaka af bílum og umferðSkipting milli notkunar og bifreiðakaupa.
Gjaldtaka af bílum og umferð 2004 • Vörugjöld með VSK 32% • Eldsneyti (bensín) 22% • Þungaskattur 15% • Bifreiðagjald 8½% • Skráningargjöld o.fl. 1½% • Óbein gjöld (VSK af rekstri) 21%
Markaðir tekjustofnar • Til lengri tíma litið er eldsneytisgjald ónothæfur gjaldstofn til fjármögnunar vegamála á Íslandi. • Ástæðan er bæði minnkandi eldsneytisnotkun bifreiða og innleiðing nýrra orkugjafa, sem hvorugt lækkar kostnað samfélagsins við byggingu og rekstur vegekerfisins.
Hugmyndir og áherslur erlendis • Eldsneytisgjald er í dag algengasta gjaldtaka af umferðinni. • Nýjar aðferðir við gjaldtöku vegna notkunar vegamannvirkja eru mjög til umræðu í Evrópu, og hafa verið síðustu 8-10 ár. • Áhersla er lögð á að gjaldtaka skuli miðast við jaðarkostnaðarregluna, og taki bæði til innri og ytri kostnaðar. • Talið er að gjaldtaka byggð á jaðarkostnaði stuðli að hagkvæmustu nýtingu vegakerfisins.
Ástæður fyrir áætlunum um breytingar erlendis • Eldsneytisgjald endurspeglar ekki kostnað þjóðfélagsins af ákveðinni þjónustu og tekur ekki tillit til ytri kostnaðar. • Eldsneytisgjald getur mismunað bílaeigendum eftir bílgerð, búsetu o.fl. • Eldsneytisgjald hentar illa við innleiðingu breytinga á samgönguháttum. • Eldsneytisgjald verður ótryggur gjaldstofn í framtíðinni með tilkomu betri bílvéla og nýrra eldsneytisgerða.
Stefna ESB um gjaldtöku af umferð • Gjaldtaka af umferð miðist við jaðarkostnað (ytri og innri kostnað sem ein bifreið í viðbót veldur) • Gjaldtakan miðist við stað og stund notkunar á samgöngumannvirkjum. • Gjaldtakan miðist við ekna km hvers farartækis.
Notkun tekna • Mikilvægt að tekjur af notendagjöldum tengist kostnaði við byggingu og rekstur vegakerfis. • Notendagjöld eiga að koma í stað núverandi gjalda, svo sem eldsneytisgjalds, en ekki vera viðbót við núverandi gjaldstofna.
Ný tækni • Þróun í upplýsingatækni gerir möguleika á nýjum gjaldtökukerfum auðveldari og fljótlegri. • Tollstöðvar verða ónauðsynlegar – greiðsla gegnum netið eða með útsendum innheimtuseðlum. • Stefnt að notkun GPS (Galileo í Evrópu) fyrir staðsetningar og vegalengdarmælingar. • Stefnt að notkun símkerfis (GSM) við aflestur um notkun (hvaða ökutæki – hvaða vegalengd ekin og etv. hvar og hvenær) • Vegagerðin hefur þegar staðið fyrir þróunarverkefni á þessu sviði og undirbýr nú að taka þessa tækni í notkun fyrir km-gjald af bifreiðum >10 tonn.
Nýjar gjaldtökuaðferðir í Evrópu • Gjaldtaka miðað við akstur í km hefur þegar verið tekin upp fyrir flutningabifreiðar í Sviss, Austurríki og Þýskalandi. • Til að draga úr umferðarálagi og mengun hafa nýjar aðferðir verið teknar upp í London og Stokkhólmi (til reynslu þar ennþá). • Í fleiri borgum hafa verið tekin upp gjöld fyrir akstur inn til miðborga (t.d. Osló), sem eru notuð til að fjármagna mannvirkjagerð.
Ný tilskipun ESB um veggjöld og vegtollasamþykkt í ráðherraráðinu 27. mars 2006Sjálfbærar samgöngur - í átt að sanngjarnri og árangursríkri gjaldtöku Tilskipuninni er ætlað að: • Bæta stjórnun vöruflutninga á vegum • Draga úr mengun og umferðartöfum • Afla fjár til nýframkvæmda í samgöngum
Ný tilskipun Ný tilskipun miðað við þá eldri: • Nær til allra TEN vega, ekki aðeins hraðbrauta • Ríki geta nú ákveðið að láta hana ná til allra vega • Nær til allra farartækja >3,5 tonn f.o.m. 2012, var áður >12 tonn • Stefnt að því að hún nái til allra farartækja síðar • Hefur ekki áhrif á gildandi veggjaldasamninga • Samræmist stefnu um einkaframkvæmdir – Public-Private-Partnership
Ný tilskipun Fyrsta skref í átt til gjaldtöku skv. ytri kostnaði (þ.á.m. slit á vegum, mengun, umferðartafir og slysakostnaður utan trygginga): • Leyfir mismunandi gjald eftir umferðarþunga (congestion) • Mismunandi gjald eftir mengun frá ökutæki verður skylda eftir 2010 • Gefur viðmiðun fyrir útreikninga á “hæfilegu” veggjaldi og afsláttarkjörum
Ytri kostnaður af völdum umferðar • Slit og skemmdir á vegum • Umferðartafir • Umhverfisáhrif * • Umferðarslys ** * Sumir telja eðlilegra og heppilegra að hafa þennan þátt ekki inni í veggjöldum, heldur sem sérstakan skatt á eldsneyti. ** Margir telja ekki rétt að hafa þennan þátt inni í veggjöldum.
EvrópaTil hvers að taka upp veggjöld? • Stjórna umferðarflæði og minnka álagstoppa, minnka umferðartafir (“congestion”), draga úr umferð bíla almennt. • Tengja gjaldtöku betur við umhverfisáhrif og jafnvel slysakostnað. • Flytja umferð og flutninga á vegum yfir á aðra samgöngumáta (lestarkerfi). • Fjáröflun til að byggja og reka vegakerfið.
Samgöngur og umhverfismál Margar leiðir eru í skoðun á alþjóðavísu til að minnka losun á CO2.. • Efst á blaði nú er að nota mishá gjöld fyrir innflutning, skráningu og akstur bifreiða, háð því hversu CO2 losun þeirra er mikil. • Dæmi um önnur atriði eru stuðningur við þjálfun í vistakstri, samningar við flutningafyrirtæki um bætta flotastýringu, bætt borgarskipulag og umferðarstjórnun í borgum, betri hjólbarðar, o.fl.
Undirbúningur stefnumörkunar á Íslandi • Samgönguáætlun 2003-2014: Stefnt að sanngjarnri og skilvirkri gjaldtöku fyrir afnot af samgöngukerfinu. • Samgönguráðherra ákvað 2004 að unnið skyldi að stefnumótun varðandi gjaldtöku af umferð og þátttöku einkaaðila við fjármögnun, uppbyggingu og rekstur vegakerfisins. • Ráðherra skipaði nefnd í júni 2004 sem skilaði áliti og tillögum í febrúar 2005
Notendagjöld - Veggjöld • Notendagjöld eru gjöld sem greidd eru fyrir afnot af vegakerfinu, mæld eftir eknum kílómetrum. • Veggjöld eru gjöld sem greidd eru fyrir afnot af einstökum og sérstaklega skilgreindum mannvirkjum (t.d. Hvalfjarðargöng).
Tillögur nefndar • Notendagjöld • Nefndin lagði til að í stað bensíngjalds og olíugjalds verði tekin upp notendagjöld sem lögð verði á ekna kílómetra þar sem fjárhæð kílómetragjalds taki mið af gerð og þyngd farartækis. Tekjur af notendagjöldum tryggji að lágmarki sama fjármagn til vegagerðar og núverandi tekjustofnar gera. Mikilvægt er, að gætt sé persónuverndar varðandi þau gögn sem safnað er til innheimtu gjalda fyrir afnot af vegakerfinu. • Nefndin lagði til að gjaldheimtukerfi byggi á GPS staðsetningartækni til skráningar á eknum kílómetrum í vegakerfinu og að það þurfi að geta ráðið við gjaldtöku eftir stund og stað aksturs.
Tillögur nefndar • Veggjöld • Nefndin lagði til að gerð verði úttekt á því hvar unnt er að hraða framkvæmdum í vegamálum með innheimtu sérstakra veggjalda. Nefndin taldi að aðeins eigi að taka veggjöld af sérstökum nýjum framkvæmdum þegar notendum standi til boða val, þ.e. um nýtt samgöngumannvirki gegn gjaldi eða eldri akstursleið án gjaldtöku.
Samgönguáætlun 2007-2018 • Í drögum að áætluninni er sett fram tillaga um breytingar á gjaldtöku af umferð á Íslandi í náinni framtíð. • Þessar breytingar voru þegar boðaðar í fyrri Samgönguáætlun, 2003-2014. • Stefnt er að því að þessar breytingar verði ein af aðgerðum til að auka hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri samgangna.
Markmið um hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri samgangna. • Á áætlunartímabilinu verði komið á breyttri skipan gjaldtöku sem byggir á nýjustu tækni, þ.m.t. GPS fyrir umferð á vegum, og við það miðað að eigi síðar en í lok annars tímabils áætlunarinnar (2014) greiði öll ökutæki í samræmi við ekna vegalengd þar sem tillit verði tekið til ytri kostnaðar. Jafnframt verði núverandi kerfi sérstakra eldsneytisskatta lagt niður.
Áætlanir um breytta gjaldtöku af umferð • Gjaldtaka af umferð í framtíðinni miðist við að standa undir byggingu, viðhaldi, rekstri og þjónustu við vegakerfið. • Unnt verði að nota gjaldtökukerfið til að stjórna umferðarálagi í þéttbýli, með misháum gjöldum eftir stund og stað. • Skoða þarf þátt annars ytri kostnaðar, eins og umhverfisáhrifa og slysa, í gjaldtökunni. • Skoða þarf sérstaklega innheimtu kostnaðar með hliðsjón af jaðarkostnaði á fáfarnari vegum á landsbyggðinni.