190 likes | 351 Views
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Apríl 2009. Reykjavík – endurskoðun – staða mála. Breytingar á fyrirkomulagi endurskoðunarinnar 2003 Endurskoðunardeild Reykjavíkur, Borgarendurskoðun, var lögð niður Ytri endurskoðun úthýst í kjölfar útboðs.
E N D
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar Apríl 2009
Reykjavík – endurskoðun – staða mála • Breytingar á fyrirkomulagi endurskoðunarinnar 2003 • Endurskoðunardeild Reykjavíkur, Borgarendurskoðun, var lögð niður • Ytri endurskoðun úthýst í kjölfar útboðs. • Undirritaður verksamningur um endurskoðun við Grant Thornton • Innri endurskoðunardeild stofnuð um mitt ár 2003 • Forstöðumaður Innri endurskoðunar heyrir undir borgarstjóra. • Breytingar á starfsreglum 2007 skerpt á sjálfstæði deildarinnar og skýrt kveðið á um að starfsemin heyri undir borgarráð
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar • Hlutverk Innri endurskoðunar er að veita óháða og hlutlæga staðfestingu og ráðgjöf sem er ætlað að vera virðisaukandi og bæta rekstur Reykjavíkurborgar. • Innri endurskoðun er borgarráði, borgarstjóra og öðrum stjórnendum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um mál sem lúta að innri endurskoðun og meðferð og nýtingu fjármuna Reykjavíkurborgar. • Innri endurskoðun heyrir undir borgarráð.
Innri endurskoðandi • Veitir innri endurskoðun forstöðu og ber ábyrgð á rekstri deildarinnar. • Innri endurskoðandi annast fyrir hönd borgarstjóra og borgarráðs tengsl við ytri endurskoðendur borgarinnar. • Innri endurskoðandi fer með fjármála- og stjórnsýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg í umboði borgarráðs. • Gerir borgarráði grein fyrir málum sem upp kunna að koma varðandi misferli í meðferð fjármuna að höfðu samráði við borgarlögmann.
Leiðarljós • Virðisaukning og lágmörkun áhættu í rekstri Reykjavíkurborgar • Með þetta að leiðarljósi leitast Innri endurskoðun við að skapa aukin verðmæti með því að aðstoða stjórnendur við að ná settum rekstrarmarkmiðum og meta árangur, bæta áhættustýringu, eftirlit og stjórnun með kerfisbundnum og öguðum vinnubrögðum.
Hlutverk • Innri endurskoðun er starfsemi sem veitir óháða og hlutlæga staðfestingu og ráðgjöf sem er ætlað að vera virðisaukandi og bæta rekstur fyrirtækja og stofnana. • Innri endurskoðun leggur mat á og bætir virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta með kerfisbundnum og öguðum vinnubrögðum og styður þannig viðkomandi fyrirtæki eða stofnun í því að ná markmiðum sínum.
Hlutverk Innri endurskoðunar í áhættustjórnun (ERM) Fullvissuúttektir Ráðgjöf Ákvörðunartaka
Eftirlitsumhverfi Reykjavíkurborgar Ytri endurskoðun Innri endurskoðun Stjórnendaeftirlit Aðgerðaeftirlit Eftirlit með að farið sé að lögum Reykjavíkurborg Fjárhags eftirlit Áhættu eftirlit
Grundvöllur starfsemi • Innri endurskoðun tekur mið af stöðlum alþjóðasamtaka innri endurskoðenda (The Institute of Internal Auditors) • Verkferlum Innri endurskoðunar er ætlað að endurspegla þær áherslur sem settar eru fram í stöðlunum og tryggja þannig að fagleg vinnubrögð séu ávallt í fyrirrúmi og leitast sé við að beita bestu aðferðum á hverjum tíma. • Starfsmönnum ber að fara að siðareglum alþjóðasamtaka innri endurskoðenda.
Áherslur / hlutverk • Leggja mat á og bæta virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta. • Stuðla að hagkvæmari og skilvirkari nýtingu á fjármunum stofnana og fyrirtækja borgarinnar • Endurskoðun sem miðar að því að farið sé eftir viðeigandi lögum, reglum og öðrum fyrirmælum • Endurskoðun sem miðar að því að staðfesta upplýsingar
Áherslur / hlutverk • Óháð og hlutlæg staðfesting og ráðgjöf. • Vera virðisaukandi og bæta rekstur borgarinnar. • Styðja fyrirtæki eða stofnun í því að ná markmiðum sínum.
Áherslur / hlutverk • Innri endurskoðun aðstoðar æðstu stjórnendur við hagræðingu í rekstri • Innri endurskoðun vinnur með millistjórnendum að úrbótum á vinnuferlum og breytingum til framfara • Hlutlaust mat innri endurskoðunar kemur ekki í staðinn fyrir mat stjórnenda heldur sem viðbót.
Viðfangsefni • Fylgni við stefnu, skipulag/áætlanir, verklagsreglur, lög og reglugerðir • hvernig er fylgt stefnu, áætlunum, verklagsreglum, lögum og reglum, sem hafa veruleg áhrif á starfsemina. • Hagkvæmni og sparsemi • Innri endurskoðun leitast við að meta hagkvæmni og skilvirkni í notkun fjármuna og hvort starfskraftar nýtist nægilega vel. • Varðveisla eigna • verklag, sem viðhaft er við varðveislu eigna og umsýslu með þeim.
Viðfangsefni • Áreiðanlegar og heildstæðar upplýsingar • ganga úr skugga um hve áreiðanlegar og heildstæðar fjárhags- og rekstrar upplýsingar eru auk þess að skoða þær aðferðir, sem beitt er við að birta slíkar upplýsingar. • Mæling á því hvort rekstrarárangur sé í samræmi við sett markmið • bera rekstrarniðurstöður saman við rekstrarmarkmið og gera grein fyrir niðurstöðum samanburðarins
Úttektaráætlun • Úttektaráætlun er unnin í samræmi við áhættumat sem unnið árlega og endurmetið reglulega. • Úttektaráætlun er kynnt fyrir borgarráði. • Tilgangur úttektaráætlunar er að setja fram grófan ramma um úttektir Innri endurskoðunar. • Verði veigamiklar breytingar og frávik frá úttektaráætlun eru þær kynntar borgarráði. • Úttektaráætlun er m.a. unnin í samráði við sviðsstjóra.
Áhersluatriði í úttektum • Við hönnun verklags hjá Innri endurskoðun eru þrjú meginviðmið höfð að leiðarljósi: • Gæði séu tryggð; • Virðisauki felist í ábendingum Innri endurskoðunar; • Útgáfa lokaskýrslu sé tímanleg.
Nokkrar tegundir úttekta • Stjórnsýsluendurskoðun • Markmið stjórnsýsluúttekta er einkum að kanna hagkvæmni rekstrar, skilvirkni og árangur og hvort gildandi lagafyrirmælum sé framfylgt. • Fjárhagsendurskoðun • Með fjárhagsendurskoðun er hér átt við endurskoðun fjármála þar sem endurskoðun ársreiknings er framkvæmd af ytri endurskoðendum. • Endurskoðun fjármála gengur út á: • skoðun á því hvort fjárhagslegar upplýsingar séu í samræmi við kröfur • hvort fylgt hafi verið tilskildum ákvörðunum um meðferð fjármuna • hvort innra eftirlit tryggi að markmiðum um miðlun fjárhagsupplýsinga og vörslu eigna sé náð.
Nokkrar tegundir úttekta • Staðfesting á virkni innra eftirlits (Internal Control Assurance) • Tölvuendurskoðun • öryggi tölvukerfa • Úttektir á meintu misferli • Fylgni við lög og reglur (Compliance) • Ráðgjöf • Áhættustjórnun (ERM) • Ferlaúttektir (Process Audits)
Önnur hlutverk • Vinna langtímaáætlun um innri endurskoðun • Fylgjast með nýjungum á sviði innri endurskoðunar • Bera borgina saman við það besta á hverjum tíma • Veita borgarfulltrúum upplýsingar • Skipuleggja og halda námskeið um innra eftirlit og virkni þess