370 likes | 540 Views
Merkjagerðir, merkingaraðferðir og túlkun merkingarniðurstaðna. Hlynur Ármannsson hlynur@ unak .is. Mismunandi gerðir merkja eða auðkenna. Innri / ytri auðkenni Rafeindamerki ( Innan eða utan ) Erfðafræðileg auðkenni. Ytri merki Ytri auðkenni Innri merki
E N D
Merkjagerðir, merkingaraðferðir og túlkun merkingarniðurstaðna Hlynur Ármannsson hlynur@unak.is
Mismunandigerðirmerkjaeðaauðkenna Innri / ytri auðkenni Rafeindamerki (Innaneðautan) Erfðafræðileg auðkenni Ytrimerki Ytriauðkenni Innrimerki *Merkierskilgreintsemhluturerfestur á fiskinn á meðanauðkennierskilgreintsemeinkennisemgeturbæðiveriðafnáttúrulegumorsökumeðaafmannavöldum
Kostirytrimerkja • Tiltölulega ódýr og auðveld í framleiðslu => hagkvæm • Hægt að koma merkjum fyrir hratt og auðveldlega, einfaldur merkingarbúnaður • Hægt að nota fyrir marga stærðarflokka fiska, fer aðallega eftir stærð merkisins • Hægt að nota til að merkja mikinn fjölda fiska og margar tegundir • Sjást frekar auðveldlega vegna þess að þau eru fest utan á fiskinn • Merkin eru númeruð sem gerir það að verkum að hægt er að greina á milli fiska
Kostirframhald • Pláss til að prenta upplýsingar og stuðla þannig að endurheimtum úr öllum fiskveiðum => hagkvæm leið til að fá endurheimtur • Getur gefið breiða landfræðilega og árstíðabundna útbreiðslu endurheimta, vegna fjölda • Leiðir oft til margra endurheimta þannig að hægt er að nota tölfræðilegar aðferðir við úrvinnslu gagnanna • Merki geta enst mjög lengi, fer eftir gerðum merkjanna • Upplýsingar um endurheimta fiska sem sjómenn fá við merkjaskil hvetur til frekari skila á merkjum
Ókostir ytri merkinga • Upplýsingarnar segja aðeins til um hvaða fiskur á í hlut, hvar hann var merktur og hvar hann var veiddur, en ekkert um hvar hann var í millitíðinni. • Nákvæmni upplýsinga um endurheimtur getur verið mjög misjafnar • Skilaprósenta getur verið mismunandi á milli fiskveiða, skipa, manna o.s.frv. • Getur haft áhrif á vöxt, heilsufar og lifun, þar sem við merkingu myndast sár sem auðvelda geta leitt til sýkingar. Einnig getur aukið viðnám vegna merkisins haft áhrif á þessa þætti
Ókostir framhald • Þörungagróður á merkinu getur aukið viðnám merkisins mikið og einnig verður erfiðara að greina merkið • Merkið getur flækst í þara eða í veiðarfærum • Merkjatap getur verið umtalsvert, en það fer mikið eftir merkjagerð, fisktegundum og reynslu þess sem merkir • Getur verið erfitt að nota á mjög smáan fisk • Getur haft áhrif á atferli fiska en einnig á sund- og feluhæfni fisksins
Einföld leið til að reikna út stofnstærð með merkingu R/M = C/N N = MC / R • N = Stofnstærð • M = fjöldi merktra einstaklinga í fyrstu heimsókn • C = Heildarfjöldi veiddur einstaklinga í seinni heimsókn • R = Fjöldi einstaklinga sem merktur var í fyrstu heimsókn og endurheimtist í næstu heimsókn LincolnPetersen aðferð
Dæmi • Sjávarútvegsfræðingur vill vita stofnstærð urriða í Ímyndunarvatni • Hann byrjar á því að veiða 20 urriða í fyrstu heimsókn sinni og merkir þá. • Viku seinna veiðir hann 50 urriða á sama stað og af þeim eru 2 merktir, hver er heildarstofnstærðin N = MC / R => 20x50/2 = 500
Gallar þessarar aðferðar • Gert ráð fyrir lokuðum stofni • Engin deyr, engin fæðist • Enginn fer af svæðinu eða flyst inn á það • Ekki er gert ráð fyrir merkjatapi • Gert er ráð fyrir að merktir einstaklingar dreifist jafnt um stofninn
Norsk- íslenska síldinMerkingarniðurstöður um miðja síðustu öld sýndu farleiðir síldarinnar í NA-Atlantshafi. Áður héldu menn að hér að um tvo aðskilda stofna væri að ræða. Hrygnir við Noreg Fæðugöngur fullorðinnar síldar til svæðisins Norður af Íslandi Hrygningargöngur til baka að Noregsströndum Farleiðir breyttust seinni part sjöunda áratugarins þegar stofninn hrundi Ástæður, ofveiði og umhverfisbreytingar
Þorskur við Grænland Niðurstöður merkinga sýndu fram á göngur kynþroska þorsks frá Grænlandsmiðum yfir á Íslandsmið Tengsl þorskstofna við Ísland og Grænland: • Hrygningarsvæði SV og SA af Grænlandi og SV af Íslandi (blá svæði) • Egg, lirfur og seiði rekur frá Íslandi til Grænlands (brotnar örvar) • Göngur fullorðins þorsks á Íslandsmið (heilar örvar)
Rafeindamerki • Svörunar merki • PIT • Sonar Transponder • Sendandi merki • Radio • Acoustic • Acoustic => sendir við merki • Skrásetningarmerki • DST (fiskveiðiháðar endurheimtur) • Popup/Satelite (óháðar fiskveiðum) • Fjarmælandi merki (senda upplýsingar á móttökustöð) Hitastig og dýpi, mjög takmarkað magn vegna lítils batterís Stöðug sending -Hitastig -Virkni (vöðvarit, sporðasláttur) -Þrýstingur (dýpi, hæð) -Selta -Ljósmagn -Leiðni (göngur á milli ferskvatns og sjávar) -Staðsetning (útvarpsbylgjur - GPS)
Kostir Færð upplýsingar um umhverfi fisksins frá því hann er merktur og þangað til hann er veiddur Möguleikar á að staðsetja fiskinn á meðan hann er frjáls Gallar Dýr! Þurfa að endurheimtast til þess að ná út gögnunum. Kostir og gallar DST merkja
Dæmi um gögn úr DST-merkjum úr þorski sem merktur var við Ísland Temperature
Staðsetningar með DST Staðsetningar út frá sjávarföllum DST með GPS staðsetningu í gegnum bergmálstæki skipa Út frá segulsviði jarðar
Distribution and migration of saithe (Pollachius virens) around Iceland inferred from mark-recapture studies Hlynur Ármannsson1,2 Sigurður Þór Jónsson1 John D. Neilson3 og Guðrún Marteinsdóttir1,2 1: Hafrannsóknastofnunin, Reykjavík, Ísland 2: Líffræðiskor, Háskóla Íslands, Reykjavík, Ísland 3: Biological Station, Department of Fisheries and Oceans, St Andrews, NB, Canada
Markmið • Kanna stofnmynstur ufsa við Ísland m.t.t. fars og útbreiðslu. • Meta þá áhrifaþætti sem geta haft áhrif á stofnmynstrið. • Kanna hvort einhverjar vísbendingar séu um stórfellt flakk ufsa frá íslensku hafsvæði.
Ufsaafli við Ísland í botnvörpu 2000-2005 (kg/fermílu) m.t.t. árstíða Janúar-Mars Apríl-Júní Júlí-September Október-Desember
Ufsaafli við Ísland 2000-2005, í önnur veiðarfæri en botnvörpu (kg/fermílu) m.t.t. árstíða Janúar-Mars Apríl-Júní Júlí-September Október-Desember
Merkingarstaðir, svæðaskipting, og heildarfjöldi merktra ufsa á hverju svæði (2000-2004) Svartir punktar = Merkingarstaðir Stærri númer = Merkingarsvæði Smærri númer = Fjöldi merktra ufsa á hverju merkingarsvæði Skástrikað = Aðal fæðusvæði Ljósgrátt = Hrygningarsvæði Dökkgrátt = Aðal hrygningarsvæði
Merkingar 2000-2004 og endurheimtur út árið 2005 15840 ufsar merktir með hefðbundnum T-merkjum Í lok árs 2005, 1279 endurheimtur (8.1%) Sumarið 2009 voruendurheimturkomnar í 1.812 (11.4%) • Endurheimtuhlutfall mismunandi milli svæða • Svæði 3.4 = 2.9% • Svæði 6.7 = 13.7% • Frjálsræðistími einnig mismunandi milli svæða • Svæði 3.4, þriðja ár eftir merkingu • Svæði 6.7 = fyrsta ár eftir merkingu
Lengdar og aldurs skipting merktra ufsa og prósenta endurheimt Meiri hluti merktra ufsa 2-3 ára og 36-50 sentímetrar Hærri endurheimtuprósenta af stærri og eldri ufsa
Mánaðarafli í mismunandi veiðarfæri og heildarendurheimtur m.t.t. mánaða 75-80% af ársafla tekin í botnvörpu. Næst mestur mánaðarafli í net, nema á tímabilinu maí til ágúst. Endurheimtur mjög misjafnar á milli mánaða þó svo að landaður afli breytist lítið
Depth of recaptured saithe with regards to month Indication of inshore-offshore movements. Corresponding with time where the recapture rate is lowest Lesser catchability?
Túlkunniðurstaðnaúrmerkingartilraunum • Nauðsynlegt til að meta tengsl endurheimta og veiðisóknar • Endurheimtur einar sér gefa oft aðeins upplýsingar um dreifingu fiskveiðanna í stað þess að veita upplýsingar um dreifingu merktra einstaklinga innan stofns • Notast var við fjölþátta fervikagreiningu til að staðla sóknina í þessari rannsókn. • Veiðarfæri, ár-árstíð og svæði voru notuð sem stuðlar í fjölþátta greiningunni • Fjöldi endurheimtra ufsa á hverju svæði og ár-árstíð var staðlaður með mati okkar á sókn úr módelinu og stærð hvers svæðis, jafnan aðlöguð frá Bayliff (1979) Bayliff, W. H. 1979. Migrations of Yellowfin Tuna in the Eastern Pacific Oceans as determined from tagging experiments initiated during 1968-1974. Inter-American Tropical Tuna Commission Bulletin, 17: 447-506 Gavaris, S. 1980. Use of Multiplicative Model to Estimate Catch Rate and Effort from Commercial Data. Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Science38: 1479-1480.
Stöðluð sókn á milli svæða Lítil sókn á svæðum 3.4, 5 og 6.7 Mikil sókn á svæðum 8, 9 og 10 Breytileikinn mestur á svæðum með mikilli sókn Niðurstöður falla vel að væntingum
StaðlaðarendurheimturviðÍsland ▼ season 1 ■season 2 ●season 3 ▲season 4
Uppruni endurheimta á aðalfæðuslóðum ufsans við Ísland, staðlaður við 2000 merkta einstaklinga frá hverju svæði
Ályktanir • Ufsi í kringum Ísland sýnir tryggð við merkingarsvæði sín fyrstu árin eftir merkingu. • Ufsinn ferðast umtalsvert innan þessara merkingarsvæða. • Ufsar frá mismunandi merkingarsvæðum kjósa mismunandi farleiðir, réttsælis og rangsælis í kringum Ísland. • Ufsi velur mismunandi fæðuslóðir við Ísland m.t.t. merkingarsvæða. • Árstíðarfar á sér stað þar sem ufsi gengur upp á grunnin yfir sumarmánuðina en heldur sig dýpra á veturna. • Það eru engar vísbendingar um mikið flakk ufsa frá íslensku hafsvæði, samhljóða rannsóknunum sem fóru fram 1964-1965. • Göngur ufsa inn á íslenskt hafsvæði sem komu fram í fyrri merkingarrannsóknum eru líklega tengdar flakki annarra stofna í NA-Atlantshafi.