120 likes | 340 Views
Lagaskil - Afturvirkni laga. Hvað er átt við með lagaskilum?. Þegar ný lög fella eldri lög úr gildi, annað hvort berum orðum eða í raun, þarf að skera úr því til hvaða tilvika nýju lögin taki - með öðrum orðum þarf að ákveða skilin milli eldri og yngri laga
E N D
Hvað er átt við með lagaskilum? • Þegar ný lög fella eldri lög úr gildi, annað hvort berum orðum eða í raun, þarf að skera úr því til hvaða tilvika nýju lögin taki - með öðrum orðum þarf að ákveða skilin milli eldri og yngri laga • Ath. að með lagaskilum er einnig átt við skilin milli innlendra réttarreglna og erlendra - þetta efni er ekki rætt hér
Ákvörðun lagaskila? • Lög hafa stundum að geyma ákvæði um lagaskil • Sjá t.d. XXVIII. kafli EML (nú XXIX. kafli) • Oftast eiga ákvæði um lagaskil að taka af tvímæli um að lögum sé ekki beitt afturvirkt • Sjá dæmi í Á.S. á bls. 319-323 • Ef lög kveða ekki á um lagaskil verður að beita almennum lögskýringarreglum • Meginreglan er sú að ákveða ber lagaskil þannig að lögum sé ekki beitt afturvirkt • Sjá t.d. H 1947:438 og H 1994:1541
Hvað eru afturvirk lög? • Einstök tilvik • Lög sem eru sett eftir að tilvikið á sér stað, en gilda samt sem áður um það, eru afturvirk • Viðvarandi ástand • Sérstök vandkvæði rísa þegar lög taka til ástands sem skapast hefur í tíð eldri laga • Dæmi: starfsréttindi, lífeyrisréttindi, ýmis samningsbundin réttindi til lengri tíma
Nánar um ákvörðun lagaskila • Yngri lögum ekki beitt um stofnun réttinda eða annars ástands þótt samningur sé enn virkur eða ástandi vari enn • Gildi löggernings ber að meta samkvæmt þeim reglum sem giltu þegar stofnað var til hans • Sbr. þó 36. gr. SML • Kröfu ber að meta eftir þeim reglum sem giltu þegar hún stofnaðist • Sbr. t.d. H 1936:97 (vextir)
Nánar um ákvörðun lagaskila • Lögum beitt um efni/réttaráhrif réttinda eða um ástand þótt til þess hafi verið stofnað fyrir gildistöku þeirra • Sjá t.d. H 1995:2163 (rétthæð fjárnáms) • Sjá t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 340/1999, Lífeyrissjóður sjómanna gegn Herði Magnússyni • Berið saman við H 1998:2140
Réttarríkið og afturvirk lög • Réttarríkið: • Lögin verða meðal annars að vera framkvæmanleg, þ.e. þannig úr garði gerð að hægt sé að hegða sér samkvæmt þeim • Ekki er hægt að breyta háttsemi sinni eftirá - ekki hægt að hegað sér til samræmis við afturvirk lög • Segja má að afturv. lög "komi í bakið" á þegnunum • Þegar lög eru íþyngjandi með einhverjum hætti stendur réttarríkishugmyndin ótvírætt til þess að þeim sé ekki beitt afturvirk
Meginreglan við skýringu laga • Skýra ber lög á þá leið að þeim sé ekki beitt afturvirkt • Sjónarmið sem styðst meðal annars við 27. gr. STS • Sjá t.d. H 1985:1296 (lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga) • Í sumum tilvikum taka lög þó af skarið um að þeim beri að beita afturvirkt • Sbr. t.d. fyrri framkvæmd við setningu skattalaga
Samræmist afturvirkni laga STS? • Í STS sumra ríkja er almennt bann við því að lög séu afturvirk • Sjá t.d. 97. Gr. norsku grunnlaganna • Ekkert almennt bann við afturvirkni laga í íslensku STS • Sjá H 1980:1732 (skattar) • Breytingar á STS 1995: • 69. gr. STS bannar nú afturvirkni refsilaga • 77. gr. STS bannar nú afturvirkni skattalaga
Takmarkanir á afturvirkni laga • 69. gr. STS - afturvirkni refsilaga • Studdist áður við 1. og 2. gr. HGL • Sjá einnig 7. gr. MSE, sbr. l. nr. 62/1994 • Sjá t.d. H 1997:2446 (virðisaukaskattur) • 77. gr. STS - afturvirkni skattalaga • 72. gr. STS - takmarkar bótalausar skerðingar á eignarréttindum sem áður hefur verið stofnað til Takmarkanir við afturvirkni tilt. íþyngjandi laga • 27. gr. STS - um birtingu laga • Má álykta um meginreglu um almennt bann við afturvirkni laga?
Eignarrétturinn og afturvirkni • 72. gr. STS hafði áður þýðingu í tengslum við afturvirka skattlagningu, sbr. nú 77. gr. STS • H 1984:560 (gatnagerðargjald) • 72. gr. STS takmarkar heimildir löggjafans til að hagga við fjárhagslegum hagsmunum sem stofnað er til fyrir gildistöku laga • Dómur Hæstaréttar í máli nr. 340/1999, Lífeyrissjóður sjómanna gegn Herði Magnússyni