1 / 12

Lagaskil - Afturvirkni laga

Lagaskil - Afturvirkni laga. Hvað er átt við með lagaskilum?. Þegar ný lög fella eldri lög úr gildi, annað hvort berum orðum eða í raun, þarf að skera úr því til hvaða tilvika nýju lögin taki - með öðrum orðum þarf að ákveða skilin milli eldri og yngri laga

geoff
Download Presentation

Lagaskil - Afturvirkni laga

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Lagaskil - Afturvirkni laga

  2. Hvað er átt við með lagaskilum? • Þegar ný lög fella eldri lög úr gildi, annað hvort berum orðum eða í raun, þarf að skera úr því til hvaða tilvika nýju lögin taki - með öðrum orðum þarf að ákveða skilin milli eldri og yngri laga • Ath. að með lagaskilum er einnig átt við skilin milli innlendra réttarreglna og erlendra - þetta efni er ekki rætt hér

  3. Ákvörðun lagaskila? • Lög hafa stundum að geyma ákvæði um lagaskil • Sjá t.d. XXVIII. kafli EML (nú XXIX. kafli) • Oftast eiga ákvæði um lagaskil að taka af tvímæli um að lögum sé ekki beitt afturvirkt • Sjá dæmi í Á.S. á bls. 319-323 • Ef lög kveða ekki á um lagaskil verður að beita almennum lögskýringarreglum • Meginreglan er sú að ákveða ber lagaskil þannig að lögum sé ekki beitt afturvirkt • Sjá t.d. H 1947:438 og H 1994:1541

  4. Hvað eru afturvirk lög? • Einstök tilvik • Lög sem eru sett eftir að tilvikið á sér stað, en gilda samt sem áður um það, eru afturvirk • Viðvarandi ástand • Sérstök vandkvæði rísa þegar lög taka til ástands sem skapast hefur í tíð eldri laga • Dæmi: starfsréttindi, lífeyrisréttindi, ýmis samningsbundin réttindi til lengri tíma

  5. Nánar um ákvörðun lagaskila • Yngri lögum ekki beitt um stofnun réttinda eða annars ástands þótt samningur sé enn virkur eða ástandi vari enn • Gildi löggernings ber að meta samkvæmt þeim reglum sem giltu þegar stofnað var til hans • Sbr. þó 36. gr. SML • Kröfu ber að meta eftir þeim reglum sem giltu þegar hún stofnaðist • Sbr. t.d. H 1936:97 (vextir)

  6. Nánar um ákvörðun lagaskila • Lögum beitt um efni/réttaráhrif réttinda eða um ástand þótt til þess hafi verið stofnað fyrir gildistöku þeirra • Sjá t.d. H 1995:2163 (rétthæð fjárnáms) • Sjá t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 340/1999, Lífeyrissjóður sjómanna gegn Herði Magnússyni • Berið saman við H 1998:2140

  7. Afturvirkni laga

  8. Réttarríkið og afturvirk lög • Réttarríkið: • Lögin verða meðal annars að vera framkvæmanleg, þ.e. þannig úr garði gerð að hægt sé að hegða sér samkvæmt þeim • Ekki er hægt að breyta háttsemi sinni eftirá - ekki hægt að hegað sér til samræmis við afturvirk lög • Segja má að afturv. lög "komi í bakið" á þegnunum • Þegar lög eru íþyngjandi með einhverjum hætti stendur réttarríkishugmyndin ótvírætt til þess að þeim sé ekki beitt afturvirk

  9. Meginreglan við skýringu laga • Skýra ber lög á þá leið að þeim sé ekki beitt afturvirkt • Sjónarmið sem styðst meðal annars við 27. gr. STS • Sjá t.d. H 1985:1296 (lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga) • Í sumum tilvikum taka lög þó af skarið um að þeim beri að beita afturvirkt • Sbr. t.d. fyrri framkvæmd við setningu skattalaga

  10. Samræmist afturvirkni laga STS? • Í STS sumra ríkja er almennt bann við því að lög séu afturvirk • Sjá t.d. 97. Gr. norsku grunnlaganna • Ekkert almennt bann við afturvirkni laga í íslensku STS • Sjá H 1980:1732 (skattar) • Breytingar á STS 1995: • 69. gr. STS bannar nú afturvirkni refsilaga • 77. gr. STS bannar nú afturvirkni skattalaga

  11. Takmarkanir á afturvirkni laga • 69. gr. STS - afturvirkni refsilaga • Studdist áður við 1. og 2. gr. HGL • Sjá einnig 7. gr. MSE, sbr. l. nr. 62/1994 • Sjá t.d. H 1997:2446 (virðisaukaskattur) • 77. gr. STS - afturvirkni skattalaga • 72. gr. STS - takmarkar bótalausar skerðingar á eignarréttindum sem áður hefur verið stofnað til  Takmarkanir við afturvirkni tilt. íþyngjandi laga • 27. gr. STS - um birtingu laga • Má álykta um meginreglu um almennt bann við afturvirkni laga?

  12. Eignarrétturinn og afturvirkni • 72. gr. STS hafði áður þýðingu í tengslum við afturvirka skattlagningu, sbr. nú 77. gr. STS • H 1984:560 (gatnagerðargjald) • 72. gr. STS takmarkar heimildir löggjafans til að hagga við fjárhagslegum hagsmunum sem stofnað er til fyrir gildistöku laga • Dómur Hæstaréttar í máli nr. 340/1999, Lífeyrissjóður sjómanna gegn Herði Magnússyni

More Related