140 likes | 287 Views
Frumvarp til laga um grunngerð landupplýsinga. Innleiðing INSPIRE-tilskipunarinnar á Íslandi. INSPIRE innan ESB. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB um stofnun innra skipulags fyrir staðbundnar upplýsingar Evrópusambandsins (INSPIRE)
E N D
Frumvarp til laga um grunngerð landupplýsinga. Innleiðing INSPIRE-tilskipunarinnar á Íslandi.
INSPIRE innan ESB • Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB um stofnun innra skipulags fyrir staðbundnar upplýsingar Evrópusambandsins (INSPIRE) • Tók gildi árið 2007 en ákvæði byrjuðu að koma til framkvæmda árið 2009. • Talið að mikil þörf sé á betra aðgengi að upplýsingum um umhverfismál. Lykilmarkmið INSPIRE er að frekari og betri landfræðilegar upplýsingar verði aðgengilegar og beinist áhersla aðallega að upplýsingum sem þurfa að vera fyrir hendi til að fylgjast með og bæta ástand umhverfisins, og eru þar með taldir þættir vatns, jarðvegs og náttúrulegs landslags. • Verkefnið snýst um að koma á svokölluðu „innra skipulagi landupplýsinga“ (Spatial Data Infrastructure).
Grunngerð landupplýsinga • Helsta markmið frumvarpins að byggja upp grunngerð landupplýsinga á Íslandi og tryggja aðgengi stjórnvalda og almennings að landupplýsingum. • Grunngerð landupplýsinga ekki til á Íslandi, færist í vöxt erlendis. • Talin mikilvægur hluti skilvirkar og gagnsærrar stjórnsýslu. Hvað er grunngerð landupplýsinga? • Sú tækni, stefnur, staðlar og mannauður sem þarf til að afla, vinna úr, varðveita, miðla og auka nýtingu á landupplýsingum. • Felur í sér landfræðileg gögn og eigindir, fullnægjandi skjölun (lýsigögn), tól til að finna, sýna og meta gögn (efnisskrár og vefsjár) og aðferðir til að veita aðgang.
Gildissvið laganna • Frumvarpið tekur til • Stafrænna landupplýsinga - ekki til t.d. prentaðra korta eða loftmynda á filmu • Einungis gögn á vegum stjórnvalda • ATH: Aðrir en stjórnvöld geta fengið leyfi til að setja gögn sín í vefþjónustuna, uppfylli þeir tæknileg skilyrði og önnur skilyrði laganna.
Landupplýsingagátt • Samkvæmt frumvarpinu skal koma á fót og starfrækja landupplýsingagátt til að veita aðgengi að stafrænum landupplýsingum. Gáttin mun fela í sér aðgang að eftirfarandi vefþjónustu: 1. Lýsigagnaþjónusta • Gerir kleift að leita að landupplýsingum og þjónustu vegna þeirra. Tryggir heildar- yfirsýn yfir landfræðileg gögn.
2. Skoðunarþjónusta • Skoða gögn, og lýsigögn, fara um, þysja inn/út, hliðra og skara landupplýsingar. Gerir mögulegt að skoða gögn, t.d. sem mynd á skjá án þess að notandi geti fengið frumgögn til sín. 3. Niðurhalsþjónusta • Hala niður (downloada) afritum af landupplýsingum eða fá aðgang að þeim.
4. Vörpunarþjónusta • Varpa landupplýsingum /gögnum til að samhæfni náist. Tengir t.d. saman gögn í ólíkum hnitakerfum til að hægt að hægt sé að skoða þau saman. 5. Þjónusta til að virkja ólíka vefþjónustu landupplýsinga. • Gerir notendum kleift að tengja saman fleiri en eina kortaþjónustu á vefnum og birta gögn sem eina heild. Landupplýsingagáttin verður opin öllum, bæði almenningi og stjórnvöldum!
Skyldur stjórnvalda • Stjórnvöldumberaðsjátilþessaðgögnogvefþjónustaverðiaðgengilegígegnumlandupplýsingagáttina. • Ekki verður skylt að afla nýrra gagna vegna laganna, einungis skylt að gera fyrirliggjandi gögn aðgengileg.
Hlutverk Landmælinga • Hafa yfirumsjón með framkvæmd laganna, þ.á.m.: • Sjá um rekstur, virkni, viðhald og tæknilega þróun vefþjónustu, þ.e. Landupplýsingagáttar. • Skulu veita öðrum stjórnvöldum tæknilegan stuðning gerist þess þörf.
Gjaldtaka • Lýsigagnaþjónusta og skoðunarþjónusta skulu vera gjaldfrjálsar. • Heimilt að innheimta gjald fyrir niðurhaldsþjónustu og vörpunarþjónustu – þjónustugjald!
Þemu staðbundinna upplýsinga • Viðaukar við INSPIRE verða innleiddir í skrefum.
Innan ESB verður innleiðing gagna í viðaukunum þrepaskipt. Fyrstu gögnin, sbr. 1. viðauka, eiga að vera tilbúin og aðgengileg 2011. Innleiðingu allra gagna í 1. – 3 viðauka skal vera að fullu lokið 2019. • Ísland hefur sóst eftir aðlögun þannig að innleiðingu viðauka gagnaþema hér á landi seinki hlutfallslega um 3 ár. • Þá færi innleiðing viðaukanna fram á árunum 2014 – 2022.
Hjá ESB hafa verið settar innleiðingareglur (e. Implementing rules) til að útfæra tæknilega hlið INSPIRE. Þær verða innleidda með reglugerðum hér á landi. Þær taka m.a. til: Lýsigögn. Samhæfni gagna og þjónustu. Vefþjónusta. Hvernig á að deila gögnum og þjónustu. Eftirlit og upplýsingagjöf. Innleiðingareglur